Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 5
milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Kraftux Cnlliford’s Associated Lines, Ltd 26 LONDON STREET, FLEETWOOD Föstudagur 28. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Barnið í stállunganu. síðar var /þeim lyft að vörunum og þær kysstar. Allar slikar at- hafnir eru upprunnar frá löngu liðnum öldum, þegar menn snertu og kysstu guðleg tákn. Kossinn hefir verið mjög ná- tengdur trúarbrögðum liðinna alda, það sést bezt á því, hve það tíðkaðist mikið að kyssa helgimyndir og dýrlingabein. Einkum var það bót við líkam- legum sjúkdómum. Leifar þess- arar trúar sjást í því, að mæður hugga oft börn sín með því að kyssa á eymslin, ef þau meiða sig. Hver er nú uppruni ástar- kossins? Tilfinningin er móðir skilningarvitanna. Það er nærri því öllum skepnum sameigin- legt, að snerta hluti og finna Frh. á 6. sföt?, Börnin fara að koma úr sveitinni. — 3 stúlkur skrifá mér um heimsókn í „Tivolf’. G NÚ Á að fara að flytja börnin okkar heim af sumar- ðvalarheimilunum. Foreldrarnir hafi falið öðrum í.sumar umsjá þeirra — og þó að mörgum þeirra hafi þótt það gott, þá hygg ég að víða sé nú á heimilum hlakkað til heimkomimnar — og ^agnkvæmt mun það vera hjá börnunum. . ÞAU EIGA AÐ koma heim 1.— 1.1. september. Dagana, sem þau koma getur fólk hringt í síma sumardvalamefndar, 1903, og fengið að vita klukkan hvað þau koma til bæjarins. Þá eiga foreldr- arnir að vera til taks og taka á móti eignum sínum við Iðnskólann. OG ÞAÐ ER ekki ftóg, að fólk taki á móti börnunum sínum. held- ur verður það líka að taka við fatnaði þeirra og farangri og fara með það heim til sín. Ég tek þetta fram vegna þess að í fyrra konist sumardvalamefnd í hreinustu vandræði með farangur allmargra barna, sem skilinn var eftir, þegar börnin komu og voru sótt. Er slíkt ófyrirgefanlegt hirðuleysi af fólki, sem ekki má koma fyrir aftur. Siunardvalarnefnd ber enga ábyrgð á slíkum farangri, sem skilinn verður eftir, enda er óþarfi að láta fólk haga sér eins og í fyrra. SCMARDVALARNEFND hefir innt mjög erfitt starf af höndum í sumar — og það verður aldrei nógsamlega þakkað. Það er áreið- anlegt að margir hafa ekki hug- mynd um hve erfitt starf hennar hefir verið. „ÞRJÁR VINSTÚLKUR“ skrifa mér á þessa leið: „Við þrjár vin- stúlkur fórum eitt kvöldið í „Tí- volí“ og urðum við fyrir vonbrigð- um vegna ókurteisi nokkurra ís- lendinga þar. Við skemmtum okk- ur vel við það, sem var á dagskrá, galdramanninn, dansinn og með því að fara í blýhólkinn. Meðal annars fórum við að sjá og heyra í Hawaihljómsveitinni. Þar var saman kominn nokkuð stór hópur af fólki og þar á meðal þessir fs- lendingar, sem áður var getið um.“ „VIÐ STÓÐUM inni í miðjuxn hópnum og tókum við eftir því, að nokkrir íslendingar köstuðu log- andi eldspýtum að hljómsveitinni. Við gátum séð að fólkið varð mjög undrandi yfir framkomu þessara manna. Við vorum þarna áfram nokkra stund, og tók ég þá eftir því að það logaði í hárinu á ann- arri vinstúlku mlnni, og voru sömu menn þar að verki.“ „FINNST OKKCR þetta hræði- leg framkoma af hálfu okkar fs- lendinga, og þó að jþetta hafi verið Frh. á 6. síðu. Þessi litli dxengur heitir William Ashton Reicken og er frá Ohama í Nebraska, Bandaríkjunum. Hann gat ekki andað eðlilega, þegar hann fæddist, og var því settur í stállunga. Hversvegna kyssumst við? ÝLEGA birtist bók í London, sem nefnist „Uppruni kossins og fleiri vísindalegar ritgerðir“ og er eftir C. M. Beadncll, fyrrum sjóliðsforingja. Eftirfarandi grein er útdráttur úr fyrstu ritgerð bók- arinnar, og er hann tekinn upp úr tímaritinu „World Digest“. EINU sinni sagði eitthvert kaldhæðið skáld, að koss- inum væri í rauninni ómögulegt að lýsa; menn væru alveg jafn- nær eftir kossinn og áður. En engir hafa breytt svo gagn- stætt þessu og einmitt skáldin, sem hafa á öllum tímum, frá Hómer til Heines, lýst kossin- um með miklum fjálgleik og fögrum orðum. Hér verður reynt að rekja sögu kossins til einhvers uppruna, einhverrar dulinnar uppsprettu í skauti móður náttúru. Kossar hafa misjafnt gildi. Koss á ennið merkir virðingu, koss á vangann vináttu og inni- leik, handkoss virðingu og við- höfn, koss á fótinn undirgefni •og auðmýkt, og koss á munninn merkir ást. Koss á munninn er talinn óviðeigandi í Frakklandi nú á dögum, nema á milli elsk- enda, og í Finnlandi, þar sem karlar og konur baða sig saman inakin, er koss á munninn tal- inn óhæfa. Meðal Evrópumanna og enskumælandi þjóða er koss- inn tiltÖlulega ungt fyrirbrigði. Munnkoss vor hefir sennilega þróazt upp úr þeim sið frum- stæðra iþjóðflokka að leggja andlitin saman. Malayjar og eyjaskeggjar í suðurhöfum núa nefjunum saman, og er sá siður sennilega rimninn frá öðrum frumstæðari andlitssnertingum, ihjá Eskimóum má til dæmis sjá unga elskendur núa nefjunum saman með miklum innileika. Nefkossinn kom fyrst fram í Indlandi (hér um bil 2000 f. Kr.) og er það ekki fyrr en síð- ar, á Maihabharatisska tímabil- Inu, að munnkossins verður vart. 'Frá Indlandi hefir kossinn síðan borizt austur á bóginn, til Kina, og vestur á bóginn til Persíu, Assyríu, Sýrlands, Grikklands og yfirleitt til Ev- rópu. Kann hefir, óvíst af hvaða ástæðu, aldrei fest rætur í Egyptalandi. Heródót segir okk- ur, að Persar, sem voru af sömu stétt, kyssi hver annan á munninn, en meðal manna af ó- líkum stéttum tíðkist vanga- kossinn. Yfirleitt er nefkossinn tíðkaður í Austurlöndum nú á tímum. Hálendisættkvíslirnar í Indlándi segja því ekki: „Kysstu mig,“ heldur: „Lyktaðu af mér,“ á Borneo er „að lykta“ notað í staðinn fyrir „kyssa“, og í Ma- lajamáli er iþað „að heilsa“ manni það sama og „að lykta“ af honum. Það er éinkennilegt, að Kín- verjar, sem staðið hafa lengi á •háu menningarstigi, skuli hafa haldið hinu fyrra stigi kossins, að setja nefið að vanga þess, sem heilsað er, og lykta af hon- um. Þeim þykir í raun og veru koss Evrópumanna dónalegur og villimannlegur. Þess vegna hræða stundum mæðurnar ó- þæg börn sín með því að hóta þeim að gefa iþeim „koss hvíta mannsins“. Japanar eiga ekki einu sinni til orð yfir kossinn, hjá þeim er kossinn aðeins við- hafður milli móður og barns, feðumir kyssa börn sín aðeins meðan þau geta ekki gengið. í Palestínu nú á tímum er kosS' inn afaf líkúr því, sem hann var þegar Esaú „féll um hálsinn“ á Jakob og kyssti hann. Afríku- búar kyssast aldrei eins og vér gerum, Winwood Reade lýsir þeirri miklu skelfingu, sem greip unga Afríkustúlku, sem hann kyssti að enskum sið. Ma- lajar og Suðurhafseyjabúar halda að loftið, sem þeir anda að sér og frá, sé hluti af sál iþeirra og segja því, að sálir manna blandist saman við kossinn. Kossinn hefir orðið tákn kyn- ferðilegrar ástar í sálarlífi frum stæðra manna. Sá siður vor að kyssast undir mistilteini er runninn frá frjósemidýrkun. Mistilteinninn var helgaður bæði Freyju og Mylittu, sem voru gyðjur fegurðar, ástar og frjósemi, önnur á Norðurlönd- um, hin í Babylon og Assyríu Sá jólasiður, að festa upp mistil- tein þar sem karlmennirnir mega kyssa stúlkurna, ef þær leyfa þeim að leiða sig þangað er runninn frá Mylittu-dýrkun- inni, en þar ríkti sá siður, að allar konur urðu einu sinni á ævinni að koma í musteri My- littu til að standa þar undir mistilteininum. Svo urðu þær að gefa sig þeim karlmanni, sem fyrstur kom til iþeirra. Allt' fram á átjándu öld var pað siður í Bretlandi, að þótt jafningjar kysstust á munninn, kysstu þeir, sem taldir voru lægra séttir hina á höndina; fótinn, lærið eða fötin. í Assyríu og Palestínu kysstu hinir lágt settu á klæðafald höfðingjanna, jafningjar kysstust á vangann. Fótkossar háttsettra Farísea áttu fremur að sýna guðhræðslu þeirra en auðmýkt, en þegar Kristur kyssti fætur lærisvein- anna hefir það vafalaust átt að sýna auðmýkingu. Að kasta sér flötum til jarðar þýddi í raun- iruii hinn mest niðurlægjandi koss hjá Austurlandabúum ' og þótti hinn mesti auðmýkingarv., sem hægt var að sýna voldugum mönnum og stórhöfðingjum. Gamla Testamentið talar um að „sleikja duftið“ og lýsir það sennilega þeim auðmýktarvotti, að menn hafa kysst fætur er- lendra goðalíkneskja og stór- höfðingja, eða kysst jörðina við fætur þeirra. Arabar heilsa stórhöfðingjum á þann hátt, að þeir kyssa jörðina milli handa sér, og Persar kasta sér flötum fyrir framan háttsetta menn. Ákafur Búddatrúarmaður kast- ar sér ef til vill 30 000 sinnum til jarðar síðustu sex mílurnar á leiðinni til Lhasa. í Somnath skríða gúðsdýrkendurnir á hlið- inni, standa jafnvel á höfði framan við líkneski guðs síns. Handabandið er líklega skylt handkossinum. Riddararnir kysstust, en tennisleikarar, hnefaleikarar og glímumenn takast í hendur áður og eftir að þeir keppa. í Marokkó heilsast jafningjar þannig, að þeir takast í hendur en kyssa svo hvor á sína hönd. Rómverskir þegnar voru vanir að sýna keisurum sínum auð- mýkt sína á þann hátt, að Iþeir snertu klæði 'þeirra með hend- inni, en kysstu síðan á höndina. Tyrkinn lyftir hendinni upp að enninu, í virðingarskyni, eftir að hann hefir kysst á hana. Frá alda öðli hafa Arabar kysst á hendur sér í virðingarskyni við guð stormsins, sama gera Grikk- ir fyrir guði tungls og sólar, en Rómverjar kysstu á hægri hönd sér og veifuðu henni til goð- anna. Oss kemur það víst sízt í hug, þegar vér veifum hendinni í kveðjuskyni og sendum vinum vorum fingurkossa, að vér séum að fremja fornar heiðnar venj- ur, sem upphaflega voru í virð- ingarskyni við goð. Það er af sama. uppruna, þeg- ar foreldrar og kennarar lyfta fingri framan við börnin, tií að vekja athygli þeirra, og eins þegar forseti lyftir hendinni til fá hljóð. Öldum saman hafa munnur og hendur verið tengd eiðunum. eiðsins lá 1 þeirri bölv- un, sem sá, sem eiðinn vann, kallaði yfir sjálfan sig, ef hann vann rangan eið eða rauf heit sitt. í flestum hinna æðri trúar- er fólk, sem eiða vinnur, snerta eða kyssa helgar bækur. Á miðöldum lögðu menn. á helgibækumar, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.