Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.08.1942, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. ágúst 1942. ^Bærinn í dag.I * V Næturlæknir er í nótt Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Harmóníkulög 20,00 Fréttir. 20,30 íþróttaþáttur. 20,45 Strokkvartett útvarpsins: .Kvartett, Op. 74, F-dúr, eft- ir Haydn. 21,00 Ferðasaga: Frá Djúpi (ung- frú Rannveig Tómasdóttir). 21.25 Hljóniplötur: Söngvar úr ó- perum. 21,50 Fréttir. Þingfréttir. Dagskrárlok. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Iðnó niðri. Til umræðu yru kaupgjaldsmálin og félagsmál. Mjög er áríðandi að félagar mæti vel og stundvíslega. Sjá augl. Síðasta íþróttainót ársins verðir 3. september. SÍÐASTA mót ársins í frjáls um íþróttum verður 3. sept. n. k. og verður keppt í 100 metra hlaupi, 400 metra hlaupi og 3000 metra hlaupi, kúluvarpi og kringlukasti, há- stökki og þrístökki. í sambandi við iþetta mót verður haldið Öldungamótið svokallaða. Verður þar keppt í 100 metra og 800 metra hlaupi, kúluvarpi og langstökki. Ennfremur fer fram boðhlaup sem kallað er stjórnaboðhlaup íþróttafélaganna og loks Öld- ungaboðhlaupið, þar sem keppt verður um Forsetabikarinn. Glímufélagið Armann sér um undirbúning móts þessa og stjórn. —- Félagslíf. — íþróttamót í frjálsum íþróttum íþróttamót í frjálsum íþróttum verður haldið á íþróttavellinum í Reykjavík 10. sept. n.k. Keppt verður í 100 m., 400 m. og 3000 m. hlaupi, hástökki, þrístökki, kúluvarpi og kringlukasti. Þá fer einnig fram hið árlega stjórnaboðhlaup og öldunga- boðhlaup. Enn fremur öldunga- mótið og verður keppt í 100 m. og 800 m. hlaupi, langsfökki og kúluvarpi. Öllum félögum inn- an Í.S.Í. er heimil þátttaka. Til- kynningar um þátttöku skulu sendast til íþróttaráðs Reykja- víkur fyrir 1. september n.k. Sel skeljasand Uppl. í síma 23Ö5. Innilegar þakkir nær og fjær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför okkar hjartkæru dóttur SVÖLU. Guðrún Ólafsdóttir og Salomón Loftsson. Nokkrar stúlkur vanar karlmannafatasaum, geta fengið vinnu strax eða 1. október. GeSjan Aðalstræti. Herbergi eitt eða fleiri óskast nú þegar. Leigu-upphæð eftir samkomulagi, en tryggt er, að viðkomandi er fullkomlega samkeppnisfær. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. Sendisvein vantar okkur strax Ciiíl-gj/iiíiii Yfirlfsiogar á alþiagi Frh. af 2. slðu. ir á alþingi um stjórnarskipti. En samtímis mun hún snúa sér að því, að framkvæma hin nýju stjórnskipunarlög með með því að boða til nýrra kosninga.“ Nokkur orðaskifti urðu eftir þessar yfirlýsingar milli Brynj- ólfs Bjarnasonar og Jónasar Jónssonar. Benti Brynjólfur Bjarnason á, að allir flokkar, nema Fram- sóknarflokkurinn — einnig Kommúnistaflokkurinn — hefðu tjáð sig reiðubúna til samstarfs um lausn aðkall- andi vandamála, og sæti því, sízt á formanni Framsóknar- flokksins, að bregða þeim um ábyrgðarleysi. Áður en til úrslitaatkvæða- greiðslu var gengið í efri deild úm kjördæmamálið, var aðeins flutt ein ræða og var það for- maður Framsóknarflokksins, sem flutti hana, til þess að gera enn einu sinni upp við stuðn- ingsflokka málsins, eins og hann gaf í skyn í b'yrjun ræðunnar. Var ræða hans löng, en enginn svaraði henni. Óvenjulega mannmargt var á áheyrendapöllum efri deildar í gær. Niðri í salnum voru einnig allir ráðherrarnir mættir og í hliðarherbergjum mátti sjá ýmsa þingmenn neðri deildar. Var á öllu auðséð, að mikið var að gerast í efri deild í gær. Dómar berréttarlns. (Frh. af 2. síðu.) hershöfðingi Bandaríkjahersins á íslandi útnefndi herrétt, sem samanstóð af hinum hæfustu og hæstsettu herforingjum, til þess að taka málið til meðferðar eins fljótt og unnt væri. í samræmi við herlagaákvæði um slík tilfelli var hinn ákærði rannsakaður af herlæknaráði. Að rannsókninni lokinni, lagði það fram skýrslu þess efnis, að hinn ákærði veir geðveikur og gæti ekki gert sér greinarmun á réttu og röngu. Venjulega fyr- irbyggir slíkur úrskurður að þess konar mál séu lögð fyrir rétt. Til þess þó, að fullnægja réttlætinu, og til þess að tryggja það að hinn ákærði slyppi ekki við verðskuldaða refsingu, ef hann væri löglega ábyrgur gjörða sinna, þá frestaði yfir- hershöfðinginn réttarhöldunum og bað hin réttu hernaðaryfir- völd í Bandaríkjunum að rann- saka æviferil hins ákærða. Skýrsla um árangur rannsókn- arinnar barst honum í hendur 3. júlí, 1942, og studdi hún nið- urstöðu læknaráðsins í því að hinn ákærði væri geðveikur og gæti ekki gert sér greinarmun á réttu og röngu. Þrátt fyrir þetta voru öll gögn viðvíkjandi sálarástandi hins ákærða lögð fyrir herrétt til úrskurðar. Rétt urinn var settur 6. júlí, 1942, og felldi þann úrskurð, eftir ræki- lega rannsókn og yfirvegun, að hinn ákærði þjáðist af ólækn- andi geðveiki, og sýknaði hann vegna þess að hann var brjálað- ur þegar hann skaut drenginn. Hinn ákærði var sendur til Bandaríkjanna til gæzlu í geð- veikrahæli. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Til þess að fyrirbyggja það | að nokkur, sem þæri ábyrgð á þessu hörmulega atviki, slyppi við refsingu, fyrirskipaði yfir- ; hérshöfðinginn að foringi, her- fylkisins, og foringi herflokks- ins, sem hinn ákærði tilheyrði, skyldu mæta fyrir herrétti und ir þeirri ákæru að hafa leyft ó- hæfum manni að gegna skyldu- störfum í hernum. Foringi her- fylkisins mætti fyrir herrétti og var sýknaður 3. júlí, Í942. Það vitnaðist í málinu, að maðurinn sem framdi drápið þjáðist af leyndri geðveiki, sem kom ekki í ljós nema hann yrði fyrir hug- aræsing. Hinsvegar kom ekkert fram sem benti til þess að her- forgin hafi vitað um hið raun verulega sálarástand mannsins. Þar sem líkurnar gegn for- ingja herflokksins . voru engu meiri en gegn foringja herfylk- isins, sem var sýknaður, var ákæran á hendur hinum fyrr- nefnda felld niður“. Má9 Þóröar SÍQurðs« sonar. „Laugardaginn 8. nóvember 1941 varð Þórður Sigurðsson í Hafnarfirði fyrir skammbyssu- skoti, og lézt af völdum þess þriðjudaginn 11. nóvmember 1941. Bandaríkjahermennirnir tveir, sem voru við þetta mál riðnir, voru _ kallaðir fyrir her- rétt, sem var settur föstudag- inn 21. nóvember. Hver um sig var-ákærður um morð (dráp af ásettu ráði). Báðir 'hinir ákærðu voru dæmdir sekir um árás á Þórð Sigurðsson, í þeim tilgangi að valda honum líkamlegu tjóni Hvor hermaðurinn um sig var dæmdur í 5 ára betrunarhús- vinnu. Dómarnir voru sam- þykktir, og hinir dæmdu voru sendir til Bandaríkjanna, til þess að afplána sekt sína þar, í herfangelsinu í Fort Leaven- worth, Kansas. Að sjálfsögðu innifólu dómarnir vansæmdar brottrekstur úr Bandaríkjahern um, missi borgararéttinda og alls kaups og allra hlunninda, sem hermennirnir áttu tilkall til“. Mál Gnnnars Einars- sonar. „Aðfaranótt 15. marz 1942, skaut varðmaður við Háloga- landherbúðirnar Gunnar Einars son banaskoti. Herforingja- nefnd sú, sem var sett til þess að rannsaka þennan atburð, lagði til, að varðmaðurinn væri látinn laus. Samt sem áður var málið tekið til meðferðar af her rétti. Varðmaðurinn var sýkn- aður, þar sem það kom í ljós við réttarhöldin að bifreiðin, sem hinn látni var farþegi í, hélt áfram án leyfis, eftir að hafa numið staðar vegna fyrstu skoðunar, og láðist að nema stað ar aftur þegar varðmaðurinn fyrirskipaði það. Fjölskyldu hins látna var tilkynnt að full- trúa hennar væri heimilt að vera viðstaddur réttarhöldin, sem voru haldin fyrir opnum dyrum“. ÚtbreiðlO AlpýOublaOiO. fianptaxti i lest- nannaeyjam. (Frh. af 2. síöu.) Gerðardómurinn ónýtti þessa samninga og urðu verkamenn að sæta sömu kjörum og áður. Nú stendur svo á, að flestir stærri atvinnurekendur hér eru f jarverandi, svo að ekki er hægt að ná til þeirra. Var um þetta rætt á fundi Verkalýðsfélagsins í gærkvöldi og var ákveðið að setja taxta. Almennt dagvinnukaup skal vera hið sama og í Reykjavík með 8 stunda vinnudegi. En í vinnu við ísun fiskjar og í hafnargerðinni skal tímakaup- ið nema kr. 2,75. Kaup í eftir- vinnu, nætur- og helgidaga- vinnu skal vera hlutfallslega hærra. Ánægja ríkir hér meðal verka manna með þessar ákvarðanir verkalýðsfélagsins. Á fundinum gengu 25 verka- menn í félagið. Meðal þeirra voru margir,- sem verið hafa í hinu dauða kommúnistafélagi „Drífanda11. Daosbrúflarfnndurinn Frh. af 2. sí6u. I Dagsbrúnar undirritaði 22. þ. m. Fundurinn álítur, að fyrir Vmf. Dangsbrún sé það ekki minna virði, að samningur þessi verði haldinn, heldur en það að hafa knúið hann fram. Þess vegna hvetur fundurinn alla meðlimi félagsins til þess að halda samninginn til hins ýtr- asta í öllum greinum og vera á varðbergi gegn hverskonar til- raunum, er gerðar kunna að verða til þess að rjúfa hann. Fundurinn treystir því, að allir Dagsbrúnarmenn sýni þá sam- heldni og þann siðferðilega styrkleik, er tryggt geti sigur félagsins einnig á því sviði, að gerður samningur verði hald- inn“. „Verkamannafélagið Dags- brún samþykkir að skora á rík- isstjórnina að hefja nú þegar fullkomna samvinnu við verka- lýðssamtökin um hagnýta skipu lagningu vinnuaflsins í landinu með það fyrir augum að beina vinnukraftinúm fyrst og fremst að þeim atvinnugreinum, sem þjóðinni eru nauðsynlegastar. Félagið vill um leið leggja áherzlu á, nauðsyn þess, að slík samvinna verði framkvæmd með fullum skilningi á nauðsyn landvarnavinnunnar ‘ ‘. Amerískir vinnuvettlingar nýkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.