Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. september 1942. ALÞYÐUELAÐIÐ m wmm Beitiskip þetta varð fyrir árásum ameríkskra tundurskeytaflugvéla í orrustunni við Midway. Eitt af tundurskeytum skipsins hangir út af miðri hlið þess. — Þegar flotastjprnin í Washington gaf.mynd' þessa út, var þess getið, að beitiskipið væri af svonefndri Mogami gerð. • ! . Ný stórsókn Þjóðverja ti! Stalingrad. Þeír -segjast forjjótast f gegn aaorðari við borgina og vera 23 km. frá bennl SÍBUSTD FBÉTTIR: Rommel Mursokn LONDON í nótt. BREZKA HERMÁLA- RÁÐUNEYTIB til- kynnti á miðnætti í nótt, að Rommel hafi á mánudags- morgun hafið sókn á suður- hluta vígstöðvanna í Egypta- landi. Hersveitir hans, þar á meðal vélahersveitir, sóttu fram, en það er enn ekki Ijóst hvort hér er um stórsókn aS ræða. Brezkar hersveitir lögðu þegar í stað til bardaga og geisa nú miklar orrustur. Undanfarið hafa sézt merkí þess, að Rommel væri að und- irbúa sókn, enda hefir hana fengið mikinn liðsstyrk og hergagna. Brezkar, ameríksk- ar og suðurafríkskar flug- vélar hafa haldið uppi sókn í lofti og gert miklar árásir á allar stöðvar Rommels. Mikill ósigur Japana við Milneflóa. Bandamenn voru viðbúnlr. JAPANIR hafa beðið mikinn ósigur við Milneflóa á Nýju Guineu, þar sem þeir seitu lið á land fyrir nqkkru. Segir í tilkynningu frá Mac- Árthur, að Bandamenn hafi séð fyrir þessa innrás og sent all- mikið herlið til flóans. Herlið þetta, sem var ein- göngu Ástralíumenn, fór þang- að með mikilli leynd og kom sér vel fyrir. Var vörnum staðarins svo fyrir komið, að Japanir mundu vera í hinni hörmuleg- ustu gildru, ef þeir géngju á land við flóann. Japanir , komu og gengu á land við Milneflóa. Þeir komu allmiklu liði á land og var það búið skriðdrekum og öðrum þungum hergögnum. Fyrst um sinn var andstaða Bandamanna aðeins ílofti og gerðu Kitty- hawk orrustuflugvélar hverja á- rásina á fætur annarri, en liðið á landi lét lítið á sér bera. Þégar Japanir héldu, að þeir hefðu nú komið sér vel fyrir á landi, hófu áströlsku hersveit- irnar gagnsókn og gereyddu mestöllúm hersveitum Japana, en hröktu þær, sem eftir voru, út á skaga einn, sem þarna er. Skriðdrekarnir og hinn þyngri útbúnaður Japana var allur eyðilagður eða tekinn sem her- fang. Fóru þeir, að því er segir í tilkynningu MacArthurs, hin- ar mestu hrakfarir þarna. Japanskt beitiskip og átta tundurspillar komust inn á fló- Kíeverjarnálg- ast Nanchang og Kinhwa. Sókn Þeirra mid- ar vel áfram. jf^ AÐ kann að fara svo, að ¦"- hin mikla sókn Kínverja þessa dagana verði mikilvægari fyrir alla Bandamenn en nokk- ur gerir sér í hugarlund nú. J héruðum þeim, þar 'sem þeir eru í sókn, eru miklir flugvellir, sem eru svo nálægt Japan, að þaðan er vel hægt að gera árás- ir á Tokio og aðrar borgir Jap- ana. Kínverjar hafa Chusien og Lishui á sínu valdi, en þar eru tveir stærstu flugvellir í Aust- ur-Kína. Nú sækja þeir að höf- uðborgum „Japans-árása-hérað- anna", Kiangsi og Chekiang, en það eru Kinhwa og Nanchang. Hinar reyndu og þaulæfðu hersveitir Siang Kai-Sjeks, sem taka þátt í sókn þessari, eru nú að hreinsa til í nágrenni við flugvellina Chusien og Lishui. Eru þeir ákveðnir í því, að Jap- anir skuli verða fyrir sömu loft- árásum og kínverskar borgir hafa orðið fyrir af þeirra hendi. ann að næturlagi og var fyrst haldið, að skipin væru með liðs- auka, en það er nú komið í ljós, að þau voru að flytja á brott það, sem þau gátu af landgöngu- liði Japana. Þetta var þriðja tilraun Jap- anatil þess að hefja sókn til borgarinnar Pqrt Moresby, og höfðu herforingjar Banda- manna réttilega búizt fastlega við að höggið mundi falla á þessum stað. v Stórkostlegar orrustur við borgina, L LONDON í gærkveldi. OKAORKUSTAN um Stalingrad er haiin. Við getum ekki búizt við árangri mjög fljótt, en her- sveitir okkar hafa brotizt gegnum ytri varnarbeltin norðan við borgina og eru aðeins 23 km. frá henni. ^ Þannig fórust einuni af talsmönnum þýzku her- stjórnarinnar í Berlin orð í dag. Það er af öllum fregn- um bersýnilegt, að Þjóðverjar hafa hyrjað aðra stór- íilraun sína til þess að brjótast fram til borgarinnar, og geysilegar orrustur standa nú yfir norðan og sunnan við borgina. Rússar hafa hins vegar ekki staðfest \ fregnir Þjóðverja um, að þeir hafi brotizt í gegn norðan við borgina og séu komnir svo nálægt henni, sem þeir segja. " Þjóðverjar verða fyrir gífurlegu mánntjóni í orrustun- um, en senda stöðugt liðsauka fram. Víggirðingarnar við Stalingrad eru afar sterkar og ná langt frá borginni, eins og sjá má af því, að Þjóðverjar sögðust vera komnir gegn- um yztu varnarlínu borgarinnar, en voru þó 23 km. frá henni. Sunnan við Stalingrad hafa Rússar hrundið fjölda- mörgum áhlaupum fótgönguliðs og skriðdrekasveita, en á einum stað hefir Þjóðverjum tekizt að reka fleyg inn í víg- línur þeirra. Miðnæturtilkynningin frá Moskva segir frá því, að rússneskar hersveitir berjist enn sunnan við Kletskaya, sem er vestan við Dón. Hafa hersveitir þessar gert áhlaup á stöðvar Þjóðverja og unnið þeim allmikið tjón. Rússar sækja hægt en sígandi inn í Rhzev, enda verða þeir að berjast við Þjóðverja um hvert hús og hvert virki í borginni. Tilkynningin frá Moskva á miðnætti segir frá því, að bar- dagar hafi byrjað aftur á Kal- ininvígstöðvunum og hafi Rúss- ar sótt fram og tekið 3 virki af Þjóðverjum. Þjóðverjar segja frá því, að Rússar hafi gert mikil áhlaup á stöðvar þeirra sunnan við Ilm- envatn og viðurkenna þeir, að rússnesku hersveitirnar haf i brotizt í gegnum víglínur þeirra á einum stað. í fjöllunum sunnan við Kras- Inodar hefir Þjóðverjum enn ekkert miðað áfram og fer vörn Þríggfa ára stríð. FYRIR þrem árum — 1. september 193» — réð- ust hersveitir nazista inn í Pólland og hófu aðra heims- styrjöld 20. aldarinnar. Þrem dögum síðar sagði brezkí friðarvinurinn Neville Cham- terlain Þýzkalandi stríð á tendur. Á þrem árum hefir styrj- öldin breiðzt um allan heim og tengzt við Austur-Asíu- styrjöldina, sem þegar hafði staðið í mörg ár, en breiddist með árásum Japana storkost- ¦ega út. Margar þjóðir hafa beðið ósigur fyrir nazismanum og lifa nú undir kúgun og harð- stjórn hans. Bandamenn voru ekki viðbúnir stríði og þeir hafa því orðið að láta undan síga, meðan þeir vígbjuggust og breyttu hinum gífurlega iðnaði sínum íf^hergagnaiðn- að. Þeir eru ekki fyllilega víg- búnir enn, en Möndulveldin eru þegar farin að finna, hvað koma á. Hinar stórkost- legu loftárásir á Þýzkaland, árásin á Dieppe, orrusturnar í Kóralhafi, við Salomons- eyjar og við Midway, allt eru þetta forboðar' þess, sem koma á, þegar merkisberar frelsisins hefja lokasóknina gegn nazismánum. Rússa, en þarna eru aðallega Kósakkasveitir, harðnandi. Fallhlífahersveit, sem Þjóð- verjar köstuðu niður að baki rússnesku víglínanna á þessum slóðum, hefir verið gereytt. Þá hafa Rússar á sama stað eyði- lagt 18 flugvélar fyrir þýzka flughernum. Miklar loftorrust- ur hafa orðið yfir Svartahafs- borginni Novorossisk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.