Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. september 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ FYRST svo er komið, að ekkert skip er sjálfu sér nóg til langframa, og úr því að skip geta ekki siglt stöðugt á höfi^m, sem kafbátari, auk tundurskeytabáta og flugvéla herja á, eða eru stráð tundur- . duflum, verða skip að hafa ör- uggsr hafnir, þar sem þau geta skyndílega látið í haf úr, tilbúin til þess að mæta slíkum aðgerð- um, og þar sem þau geta fengið birgðir, viðgerðir geta farið fram og áhafnirnar hvílzt. Bæki stöðvar hafa þannig tvö mis- munandi hlutverk, hið fyrra að sjá fyrir birgðum og viðgerð- um og hið síðara að gera her- skipum kleift að vera í nánd, þegar þeirra er þörf. Þótt sama bækistöð geti fullnægt báðum þessum ætlunarverkum, er það ekkert höfuðatriði að haga svo til. Við ákvörðun á legu bh'gða- og viðgerðastöðvar þarf ekki að taka tillit til bækistöðva óvin- anna né samgönguleiða, og þó áð hentugt sé, að viðgerðastöð sé nálægt orrustusvæðum, er það ekki bráðnauðsynlegt. Ó- þægindin við fjarlægar hafnir er löng fjarvera frá flotanum, og stundum er bráðabirgða- viðgerðar eða minni háttar aðgerðar þörf þegar í stað. Hið eina, sem er bráð- nauðsynlegt, er það, að birgðastöðvarnar, með bryggj- um sínum, birgðaskemmum og birgðaskipum, verða að vera utan þeirra takmarka, sem hætta er á verulegum árásum. Herskipastöð þarf hins veg- ar að vera eins nálægt stöðvum óvinanna og hægt er, til þess að unnt sé að koma í veg fyrir hverja hreýfingu óvinanna áð- ur en tilgangi er náð, og hindra þá í að komast aftur til stöðva sinna. Fjarlæg flotastöð hefir í för með sér slitrótt eftirlit. Áð- ur en England kom upp flota- stöð á Miðjarðarhafi, gat brezki flotinn aðeins haldið uppi eftir- liti á hafinu frá því herskipin komu frá Englandi snemma sumars og þar til þau sneru heim í október. En er reistar voru hver á eftir annarri flota- stöðvarnar á Gibraltar Minorca og Malta, var flotanum gert kleift að vera stöðugt á verðin- um. iÞað sama á sér stað nú, þótt það sé nokkuð á annan hátt. Ef Miðjarðarhafsflotinn hefði getað nota Malta áfram sem Kiska, ein af Aleuteyjum. Japanir hafa nú náð á sitt vald tveim Aleuteyjum, Attu og Kiska. Ameríkumenn hafa gert miklar árásir á stöðvar þeirra þar og sýnir myndin japanskt skip brenna á höfninni í Kiska. í hringunum sjást önnur japönsk skip. Þýðing bœkistððva í stríðlnu. GREININ, sem hér birtist, er eftir Sir Herbert Richmond aðmírál, og er út- dráttur úr bæklingi eftir hann, sem nefnist: „Sjóstríð á okkar dögum“. flotastöð, örugga gegn hvers- konar árásum, hefðu flutningar óvinanna frá ítölskum höfnum til Libyu orðið ómögulegir nema í laiyni og með mikilli áhættu. Þeir liðsaukar, sem gerðu ó- vinunum fært að hrekja Banda menn frá Benghazi og jafnvel að ógna aðstöðu þeirra í Egypta landi, hefðu þá aldrei getað kom izt yfir 'Sicileyjarsund. En þar eð flotinn neyddist til að hafa bækistöð sína í Alexandríu, í þúsund mílna fjarlægð, gat hann ekki verið stöðugt á verði, og Málarasveinafélag Revkfaviknr tiikynoir: Frá og með þriðjudeginum 8. sept. n. k. verður lág- marks grunnkaup félagsmanna kr. 3,10 — þrjár krónur og tíu aurar ■— í dagvinnu. Eftirvinna greiðist með 60% og nætur- og helgidagavinna með 100% á dagvinnu Auk þess greiðist full verðlagsuppbót á allt kaup. Dagvinna er miðuð við 8 stunda vinnudag. Nánari upplýsingar um kaup og kjör félagsmanna fá viðkomandi á skrifstofu Sveinasambands byggingar- manna í Kirkjuhvoli. STJÓRNIN haldið uppi nauðsynlegu eftir- liti. Þannig eru tvennir erfið- leikar á staðsetningu flotastöðv ar. Nálægðar við óvinina er óskað til þess að geta haldið uppi nákvæmu og stöðugu eft- irliti, en slík nálægð setur flotann í hættu vegna loftárása, á meðan ekki eru til fullkomin varnartæki gegn loftárásum á skip í höfnum inni. í yfirstandandi styrjöld miða ó vinirnir að því að bæta úr hinni veiku aðstöðu sinni til þess að herja á skip, með því að reyna að hrekja Breta úr stöðvum sínum með landhernaði. Ef herj um óvinanna hefði tekizt að kömast yfir Sýrland og Pale- stínu inn í Egyptaland, hefði brezki flotinn verið hrakinn frá austurhluta Miðjarðarhafs og yfirráðin þar hefðu komizt í hendur óvinanna, og hægt hefði verið að flytja óvinaherlið á- hættulaust til Austur-Afríku. Nýlendurnar þar hefðu verið yfirunnar og flotastöðvar end- urreistar á strönd Austur- Afríku, og þaðan hefðu verið gerðar öflugar árásir á verzlun- arsiglingar og aðrar samgöng- ur á Indlandshafi. Með stöðugum aðgerðum í Sýrlandi, Irak og Persíu, áttu landherinn og flugherinn meðal annars mikilvægan þátt í því, að yfirráðin á sjó héldust. Við höfirm líka séð stöðugt meixa og meira lagt að Frakklandi að leyfa óvinunum að nota fransk- ar bækistöðvar í Algier og Vest- ur-Afríku, og lagt að Spáni að taka þátt í — eða að minnsta kosti að látast ekki sjá — árás á Gíbraltar. Með því að koma í veg fyrir, að Bretar geti haft not af Gíbr- altar, jafnvel þótt hann væri ekki hertekinn, mundu óvin- imir vinna tvennt mikils vert með tilliti til yfirráða á hafinu. Án flotastöðvar í sundinu, væri heimahöfn næsta bækistöð við innsiglinguna í Miðjarðarhaf, en þaðan eru of miklar fjarlægð ir til þess, að hægt sé að fylgj- ast stöðugt með þeirri innsigl- ingus eða skipta sér verulega af óvinaflota og flugliði, sem hefði aðsetur í hafnarborgum Vestur- Afríku, einkum Dakar og Casa- blanca. Og þrátt fyrir brezka bækistöð í Sierra Leone, myndi það auðvelda sterkri flotadeild óvinanna árásir frá þessum höfnum á verzlunarsigl ingar á Atlantshafi, vegna vönt- unar á bækistöð, sem væri á heppilegum stað til þess að gera þaðan gagnráðstafanir. Orð Napoleons: „Stríð veltur á kapp hlaupi um aðstöðu1 eiga eins vel við um sjóhernað, eins og land- hernaðinn, sem hann átti við. Og vegna þess, að þessu er svona farið, hefir hernaðar- stefna Breta byggz(t mikið á því að reisa flotastöðvar og svipta óvinina sínum stöðvum. Að Bretar yfirgáfu flota- stöðvarnar á írlandi — Queen- stown, Berehaven og Lough Swilly — hefir valdið miklum örðugleikmn við að verja sigl- ingar vestur um og aukið skipa- missinn til muna. í heimsstyrj- öldinni 1914—1918 voru þess- ar hafnir mikilvægar bæki- stöðvar fyrir flotann, sem vernd aði verzlunarsiglingarnar. í maí 1938 benti Churchill rækilega á, hvaða hlutverki þær gegndu, og hvaða skaði það væri að hafa ekki not af þeim. Hann sagði í þinginu, að flotastjórnin hefði haldið því fram við undirskrift milliríkjasáttmálans 1921, að „án þessara hafna mundi verða erfitt ef ekki ómögulegt að sjá landinu fyrir matvælum í stríði' gegn landi, sem hefði stói'an og öflugan kafbátaflota. Ástæðan var sú, að þessar hafnir voru sérstaklega mikilvægar fyrir flotann, sem barðist gegn kaf- (Frh. á 6. síðu.) Kafli úr löngu bréfi frá „Ungfrú L4< i m þrifnáð og ó- þrifnað, kurteisi og ókurteisi. UNGFRÚ „L“ hefir skrifað mér iangt bréf af tilefni þess scm ég hef birt úr svarbréfum við því sem ég birti frá henni fyrir nokkru. Eg get því miður ekki birt nema nokkurn hluta a£ bréfi henn- ar, en ég mun að iíkindum gera því betri skil síðar. Ungfrú „L” segir m. a.: „SANNLEIKANUM VERÐUR hver sárreiðastur”, annars hefði minni hlutinn, sem ég minntist á um daginn í ádrepunni ekki tekið til máls. En er það ekki satt sem ég segi: Þeir hlaupa strax með skæting í blöðin og Hannesi finnst „ungfrú L“ sett í gapastokk. Yng- issveinninn P-son nefnir rjólið. Já, því hafði ég alveg gleymt, sumir íslendingar tyggja skro og spýta í boga, sumir hafa hrákadalla í húsum inni, en ég held nú að það sé orðið sjaldgæft, svo langt aftur vil ég nú ekki fara. Eru þeir ekki líkir sjálfum sér, í ofanálag eru þeir persónulegir. Sé L „ungfrú L“ og ógift, getur það engan skaðað nema ef til vill hana sjálfa, ef það er þá nokkur skaði skeður. Lífið er fleira en hjónaband, sem virðist þessum ungu mönnum hin eina sæla“. „FRAMFERÐI ÞEIRRA er skað- legt, þess vegna tók ég til máls. Hér er lítið dæmi. Stúlka stóð við Tjarnarbíó um daginn. Fyrir fram an hana stóð ásjálegur íslending- ur. Hann hóstaði út í loftið, án þess að taka fyrir munninn, og hrækti á götuna. Hann var mjög ánægður með sjálfan sig, næstum montinn. Fyrir framan hann stóð hermaður, sem einnig var kvefað- ur hann hóstaði svo lítið bar á og hélt klúti fyrir munninum. Hann var óásjálegur en prúðmennlegur. Fyrir aftan stúlkuna stóð íslend- ingur sem var alltaf að taka í nef- ið og hóstaði yfir hann, því það var þröngt. Loks lak tóbakssultar- dropi niður á hvíta nýja hattinn hennar. En hvað vinnur maður ekki til, til þess að komast í fín- asta bíó bæjarins". „EFTIR AÐ HÚN var búin að fá mtóana, og lögð af stað heim, mætti hún lítilli telpu með stóran þcrsk, dreginn upp á vír, sem stungið var gegnum augun. Telpan dró þorskinn niður á götuna, að líkindum með ungum og efnileg- um bakteríum. Sko, þetta er víta- vert að mínum dómi og skaðlegra en þótt einhver „Ungfrú L“ væri í hinp svo kallaða ástandi". „EINU SINNI hitti ég þýzkara löngu fyrir stríð. Hann hæddist að okkur og sagði að við værum fram takslaus og löt. Hann sagði að karl mennirnir svæfu langt fram á dag, og létu konurnar færa sér kaffið í Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.