Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.09.1942, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 1. september 1942. Sveinalélag pípulagningamanna tilkynnir: Á félagsfundi 28. ágúst var samþykkt að frá og með fimmtudeginum 10. september verði grunnkaup sveina sem hér segir: í dagvinnu kr. 3,10 pr. klst. Eftirvinna greiðist með 60% og nætur- og helgidaga- vinna með 100% hærra grunnkáupi en dagvinna. Sé um mánaðarkaup að ræða, skal það vera kr. 550,00 pr. mánuð. Auk þess greiðist full verðlagsuppbót á öll grunnlaun. Vinnuvikan skal vera 48 klst. Allar nánari upplýsingar um kaffihlé, utanbæjar- vinnu og önnur ákvæði, er þetta varðar, fá'st á skrif- stofu Sveinasambands byggingarmanna í Kirkjuhvoli. STJÓRNIN^ Samningstabar um flntninga á vornbilum. Samningstökum þeim um flutninga á vörubílum, sem geta útvegað þrjátíu (30) eða fleiri 2%—3 tonna vörubíla í góðu standi, er hér með boðið að senda til- boð í eða annast flutninga á vörubílum fyrir Banda- ríkjaherinn. Samningar munu verða í gildi frá 1. október 1942 fram að 31. desember 1942. The Office of the Engineer, Bandaríkjaherinn, Camp Curtis, veita frekari upplýs- ingar frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. — Innsigluðum tilboð- um verður veitt móttaka í The Office of the Engineer hvenær sem er, fyrir kl. 2 e. h. föstudaginn 11. sept. 1942, og munu þau þá verða opnuð í allra viðurvist. t hringiðu verðbólgunnar. Framh. af 4. síðu. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. rúmiS bursta skóna sína og þvo sér um fæturna. Hann sagði að konur hér væru mönnum fremri, en þá datt mér í hug að hann mundi vilja láta þvo sér um fæturna.“ „SUMIR SEGJA, að Þjóðverjar álíti það heiður fyrir konur að fá að gera ýmis slík verk. Sinn er sið- urinn í landi hverju. Japanir álíta heiður að fremja „harakiri". Það er margt, sem maður ekki skilur. Eg skil ekki mennina sem skrifa Hannesi á hominu í dag. Einu sinni sá ég í sænskri bók, að höf- undurinn, sem lauk miklu lofsorði á fslendinga furðaði sig á hvort þeir burstuðu aldrei tennur eða skoluðu munn. Svona mætti lengi telja“. „FYRIR NOKKRU birti amer- ískt blað gréín um ísland og minnt ist á afkomendur víkinganna, sem nú grétu á götum úti af kvenmanns leysi. Eru það ekki einskonar land- ráðamenn, sem verða til þess að kynna þjóð sína þannig fyrir stærstu menningarþjóð heimsins? En er það annars ekki framför, að tóbakskarlarnir þerra nú tárin og taka til máls, þótt það verði kannske langt þangað til þeir fara í bað daglega og hætta að hrækja á götuna“. „MER HEFÐI aldrei komið til hugar að nokkur maður vildi telja sig til minnihlutans sjálfur og svara mér. Ég hafði aldrei búizt við riddaralegum undirtektum. Það er til svo mikils mælzt, máske hefi ég vonað, að einhverjir tækju rétt- mætum leiðbeiningum, sé svo ekki er það verst fyrir fólkið sjálft, því er innan handar að leysa sig úr á- lögum óþrifnaðar og ómenningar. Við lifum eins og blómi í eggi — nógur matar, nóg vatn, nóg sápa, nóg starf og — of mikill óþrifnað- ur. Eg þakka Hannesi á hpminu fyrir það frjálslyndi að birta grein ina, sem máske var nokkuð ber- orð, en hún hefir þó komizt inn úr óþrif askelinni1 ‘. Bækistöflvar f strfði. (Frh. af 5. síðu.) bátunum og verndaði skipalest ir. Hefði flotinn haft aðsetur í Lamlash, hefði hann orðið að sigla 200 mílum lengra en til stöðva sinna í Lough Swilly. Án Berehaven og Queenstoæn hefði siglingin orðið 400 mílum lengri. Það er augljóst, að iþetta er ekki aðeins aukaáreynzla á skipshafnirnar, heldur hefir það einnig áhrif á skipafjöldann, sem fyrir sendi er. Svo sterk og ómótmælanleg sem þessi rök voru, urðu þau langt um sterkari við fall Frakk lands, sem hafði í för með sér hertöku allra frönsku strandar- innar og færði óvinunum bæki- stöðvar á Atlantshafsströndinni fyirir herjskipaflota sinn, kaf- báta og flugher. Sprengiflugvél- ar þeirra herja frá flugvöllum á Atlantshafsströndinni og gera árásir á skip og vísa kafbátum á skipalestirnair. ÍBrezki flug- herinn verður að starfa frá stöðvum, sem liggja langt frá átakasvæðinu og er missir írsku stöðvanna jafnvel meiri fyrir hann en flotann, þar eð flug- leiðin hefir lengzt hlutfallslega ALÞÝÐUBLAÐIÐ meira en siglingaleiðin, þvf að flotinn getur farið lengri leið án viðkomu. Aðvörun Churc- hills var ekki gaumur gefinn, og það er afleiðing af þessu skilningsleysi á þeirri grund- vallarreglu að sækjast eftir bækistöðvum, að mörg þúsund smálesta skipastól hefir verið sökkt í Vesturheimssiglingum. Ein skýringin enn á nauðsyn hernaðarbækistöðva, er í sam- bandi við herjnám íslands. I höndum Þjóðverja hefði ísland verið afbragðs bækistöð til á- rásar á siglingar á Norður-At- lantshafý árásir, sem mjög erfitt hefði verið að verjast: því að hafnbann á ísland hefði verið ómögulegt. í höndum Bandamanna er það bækistöð fyrir her af öllum tegundum, sem starfar á svæðinu frá Græn landi til Clyde. Að fá bækistöðv ar í Noregi hefir verið Þjóð- verjum hjálp í ofsóknum sínum gegn Murmansk, og eru þar aðseturstaðir fyrir herskip, sem send eru út á siglingaleiðir og fyrir her, sem ætlað er að taka þátt í áformaðri innrás í Bret- land. Upphaf ófriðarins í hinum fjarlægari Austurlöndum sýndi mjög greinilega þýðingu hern- aðarbækistöðva. Árás Japana miðaði að því að gera óvirkan flota Bandaríkjanna í flota- stöðinni á Hawaieyjum og að töku aðalstöðva Bandamanna í Singapore og Cavite, ásamt stiklusteinum milli Pearl Har- bour og Manila — eyjunum Wake, Midway og Guam. — Að hrekja Bandamenn úr stöðvum sínum áður en þeir gætu ann- að hvort sameinazt eða endur- bætt aðstöðu sína, og lama þar með starfsemi flotans, var aug- ljóst markmið Japana. Við þetta bættist innrásin á vesturströnd Malaya, sem gerði Japönum kleift að ná á sitt vald Penang og öðrum höfnum á strönd Ind- landshafsins, en þaðan ógna herskip þeirra og kafbátar öll- um samgöngum um Indlands- haf — austurlandaverzluninni og flutningaleiðinni fyrir Góðr- ar-vonar-höfða, sem sér fyrir þörfum ‘brezka hersins í hinum nálægari Austurlöndum, rúss- neska hersins með flutningum um Persaflóa, og hersins í Ind- landi. Ameríska flotastöðin á Filips- eyjum er mikilvæg í baráttu gegn flutningaleiðum japönsku hlerjanna, sem berjast í öllu Kína og Indo-Kína. Héðan í frá verða þær hernaðaraðgerðir, sem stefna að endurtöku hinna ýmsu af þessum stöðvum, með þeim mikilvægustu í sjóhern- aðinum; vegna þess, að umráð yfir þessum stöðvum og þeir auknu möguleikar til starfa, sem þær veita flotanum í aust- urhöfum, er grundvallandi fyr- ir allar hernaðaraðgerðir, sem núverandi aðstæður krefjast. Stúlku vantar strax í Elli- og hjúkrunarheimilið GRUND Uppl. gefur yfirhjúkrttnar konan. sem mjög miklir erfiðleikar yrðu á því að útvega nægilegan vinnukraft til framkvæmdanna, nema þá með því að bjóða stöðugt upp kaupið. Allar líkur benda því til að margar af hinum ráðgerðu fram kvæmdum yrðu svo dýrar, — ef þá yfirleitt væri unnt að fá þeim lokið — að þeim, sem ættu að standa straum af þeim í fram- tíðinni, yrði með því bundinn baggi, sem þeir fengju þá ekki undir risið. En auk þess eru mestu líkur til, ef ráðizt yrði í allar þessar stórframkvæmdir samtímis að aðeins litlum hluta þeirra yrði lokið, en hinar myndu stöðvast í miðjum klíð- um, sem að framan greinir. Þetta ástand, sem nú er að skapast í þessum málum er glöggt dæmi þess í hvert öng- þveiti einstaklingframtakið get- ur leitt þjóðina, ef ekki er fylgt fastri og heilbrigðri fjármála- og viðskiptastefnu af hálfu hins opinbera. Ég held að óþarft ætti að vera að útmála það frekar, hver háski er hér yfirvofandi, ef ekki er gripið snöggt og fast í taum- ana af því opinbera.. Það er orðin óhjákvæmileg nauðsyn, að hið opinbera ráðstafi öllu fáanlegu skipsrúmi fyrir þær vörur, sem nauðsynlegast er að flytjist til landsins og að það ákveði hverjar af hinum mörgu ráðgerðu framkvæmdum eigi að sitja í fyrirrúmi og hverjar verði að bíða. Ella verður skip- inu fljótlega siglt í strand. En því miður virðist mikill hluti þjóðarinnar bíða eftir þeirri stundu með fullkominni ró og æðruleysi, sem helzt minnir á rósemi dauðans. III. En nú veit ég að til eru menn sem spyrja: Hvert er maðurinn eiginlega að fara? Er hánn að hafa á móti því ’ að settar séu af stað nýjar framkvæmdir, sem auka eftirspurnina eftir vinnu- aflinu og hljóta að hafa í för með sér hækkun kaupgjaldsins og þar með bætta afkomu verkalýðsins? Er allt þetta skraf um verðbólguna ekki uppftmd- ið af fulltrúum atvinnurekend- anna, sem vilja komast hjá því að greiða hærra kaup? Ég veit að til eru verkalýðs- leiðtogar, sem telja það „fjand- samlegt“ verkalýðnum að benda á hættuna af hinni skipulags- lausu eftirspurn setuliðsins eftir vinnuafli og yfirboð stríðs spekúlantanna yfir hvern ann- an til þass að ná í vinnuaflið til framkvæmda sinna. Sömu menn hljóta einnig að telja það fjandsamlegt hagsmunum verkamanna að halda því fram að draga þurfi úr ráðgerðum framkvæmdum eða fresta þeim. En þeir sem þannig hugsa skoða þagsmunabaráttu verka- lýðsins frá ótrúlega nærsýnu og skammsýnu stundarhags- sjónarmiði. Hagsmunir verka- lýðsins eru ekki kauptaxti, sem kannske fær ekki staðizt nema nokkrar vikur eða mánuði. Þetta hafa þroskaðir leiðtog- ar verkalýðsins í öllum menn- % ingarlöndum löngu lært, ekki sízt á Norðurlöndum. Þess vegna hafa þeir lagt á það mikla áherzlu að skilja hagkerfi auðvaldsskipulagsins og gera verkamönnum það skiljanlegt. Og þessvegna hafa þeir lagt megináherslu á að heyja hina pólitísku baráttu með skynsam- legum rökum og baráttuaðferð- um, til þess að ekki væri jafn- óðum tekið frá verkalýðnum með pólitískum aðgerðum, það sem hann 'kann að ávinna sér með hinni faglegu baráttu. Ef leiðtogar verkamanna vilja vera raunhæfir og ábyrg- ir forystumenn þá mega þeir ebki segja: Hér er allt í lagi, eftirspurn- in eftir vinnuaflinu eykst, kaup ið hækkar, hafið engar áhyggj- ur um framtíðina. Þeir .eiga þvert á móti að krefjast skjótra og ákveðinna aðgerða til þess að stöðva verð- bólguna og geta ekki skorazt undan ábyrgðinni á því að taka þátt í þeim aðgerðum, sem til þess þurfa. Það er rétt að verðbólgan eykur eftirspurnina eftir vinnu afli að vissu marki og skapar grundvöll fyrir kauphækkun- um. En hitt er jafnvíst að fái verðbólgan að halda áfram ó- hindrað framvegis eins og hing að til, þá stöðvast atvinnurekst- urinn og kauphækkunin verður aftur tekin af verkamönnum með gengislækkun, sem hlýtur að verða óhjákvæmileg, ef ekki er snúið aftur á óheilla- brautinni. IV. Framsóknarflokkurinn lætur nú blað sitt hlakka gleiðgosa- lega yfir þeirri upplausn verð- bólgunnar, sem hin sameigin- lega fjármálastefna hans og Sjálfstæðisflokksins hefir leitt yfir þjóðina. Þeir Framsóknar- menn ætla sér að telja þjóðinni trú um að það sé kjördæma- málíð, sem hafi skapað verð- bólguna. Var ekki vísitálan komin upp í 183 stig, þegar kjördæmamálið kom á dagskrá? Og voru ekki örlög gerðar- dómsins sögð fyrir*, áður en| farið var að ræða það mál? Er ekki tími til þess kominn að flokkurinn leggi það nú á borðið skýrt og skorinort, hvernig þeir vilja stöðva upp- lausn verðbólgunnar? Kákráð- stafanir gerðardómslaganna verða ekki lengur teknar alvar- lega sem tilraun til að stemma stigu við verðbólgunni. Er hægt að finna nokkurn þann grundvöll, sem meirihluti þjóðarinnar ætti að geta sam- einazt um til þess að ráða bug á vandamálum verðbólgunnar að svo miklu leyti sem það er hægt ennþá? Það er áreiðanlega ó- stætt öllum flokkunum að neita að taka þátt í skynsamlegri og sanngjarnri lausn þeirra miklu og aðkallandi vandamála, sem nú krefjast skjótrar lausnar. Eg mun í annarri grein reyna að skýra hvernig sú lausn ætti og þyrfti að vera, ef hún á að vera að gagni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.