Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. september 1942 Tveir leiðtogar ’ávarpa þjóðir sínar. ■ri _____ T VEIR af mestu leiðtogum beggja stríðsaðila liafa á- varpað þjóðir sínar á þriggja ára afmæli stríðsins. Annar, Adolf Hitler, ríkisleiðtogi Þýzkalands, hefir að baki sér mikla sigurför, en að þessu sinni boðaði hann ekki, eins og ■svo oft áður, frekari sigra. Hinn, Franklin Delano Roosevelt, for- seti Bandaríkjanna, er leiðtogi þjóðar, sem enn er ekki að fullu komin í stríðið, og hefir beðið ósigra, var vongóður og boðaði sókn oþ sigra fyrr eða síðar, hvað sem það kostaði. Hitler: Sérstök áskorun var send til þýzku þjóðarinnar í gær og kom hún frá aðalstöðvum Hit- lers. Hann skoraði á Þjóðverja að ibúa sig vel undir fjórða stríðs- veturinn og færa meiri fórnir en nokkru sinni. Hann boðaði ekki sigra, en hvatti menn til þess að gefa allt, sem þeir geta án verið, til vetrarhjálparinnar. Roosevelt: Roosevelt forseti hélt í gær ræðu í nýjum herspítala í Mary- land í Bandaríkjunum. Hann fór hörðum orðum um hinar ómann úðlegu bardagaaðferðir Þjóð- verja, ítala og Japana og sagði, að óréttur sá og ójafnrétti, sem þessar þjóðir'hefðu á stefnuskrá sinni, yrðu að hverfa úr heim- inum. í þrjú ár, sagði forsetinn, hafa menn fallið og þjóðir verið undirokaðar í baráttu frelsisins. Japanir hafa spurt, hvar am- eríkski flotinn sé. Þeir hafa fengið þrjú svör við þessari spurningu sinni, sagði Roose- velt: Kóralorrustuna, Midway- orrustuna og Salomonsinnrás- ina, og þeir munu fá fleiri. Að lokum sagði hann, að víg- vél nazismans mundi fyrr eða síðar bíða ósigur fyrir yfirgnæf- andi herafla hinna sameinuðu þjóða. Roosevelt forseti hefir sent forseta pólsku stjórnarinnar í London skeyti í tilefni af þriggja ára afmæli innrásarinn- ar í Pólland, sem var upphaf sty r j aldar innar. New York, 31. ágúst. Það er svo mikil neyð í hinu mdkla franska vígi, Dakar, að það myndi verða auðvelt með sterkri árás bandamanna að sigra setuliðið þar, er sagt í til- kynningu, sem New York Her- ald Tribune fékk frá fréttarit- ara sínum í Vestur-Afríku, So- nya Tomara. Tilkynningin sagði, að við þrezka hafnbannið hefðu mat- arbirgðir minnkað svo mikið, að setuliðíð liöi skort, og að hinir innfæddu væru í svo mikilli neyð vegna f járhagslegrar kyrr- stöðu, að uppreisn væri yfir- vofandi. . l. jf ALÞYÐUBLAÐIÐ s Herforingjaráð Momniels. Harðar orrustnr við Qaret el Hameimat í Sgiptalaudi. Rommel er farinn á stúfana enn einu sinni og hyggst nú að leggja undir sig Egyptaland. Hér sést hann á fundi með heríeringjaráði sínu einhvers staðar í eyðimörkinni. Ástandlð alvarlegt fyrlr Rússa suðvestan vil Stalingrad. StjórnarbreytiBB I Japao. Togo hverfur úr stjóruinni San Fransisko, 1. sept. ALLMIKILVÆGAR breyt- ingar hafa verið gerðar á japönsku stjórninni, og hefir utanríkisráðherrann, Togo, sagt af sér störfum „vegna heilsu- brests“. Breytingar þessar, sem voru tilkynntar í útvarpinu frá Tokio í dag, hafa vakið mikla athygli um allan heim. Tojo herforingi, forsætisráð- herrann, hefir tekið að sér ut- anríkisráðuneytið, þótt hann væri forsætis- og hermálaráð- herra fyrir. Togo var síðasti ó- einkennisklæddi maður stjórn- arinnar og er hún nú skipuð eingöngu herforingjum og flota- foringjum.. Nýtt ráðuneyti hefir verið myndað og er það kallað „Ráðu- neyti fyrir hina miklu Austur- Asíu“. Mun það fara með mál- efni landa þeirra, sem Japanir hafa lagt undir sig, en þar felast í raun og veru öll utanríkismál- efni Japana, nema sambandið við bandamennina og Rússa. Miklar getgátur hafa fram komið um ástæðuna til þess, að Togo sagði af sér eða var settur úr stjórninni, ef svo er. Þessar eru helztar: 1) Togo var á móti innrás í Síberíu og því látinn víkja fyrir kröfum Þjóðverja um slíka inn- rás. 2) Á hinn bóginn er bent á það, að Togo er einn heitasti fylgismaður sambandsins við Þýzkaland og hann er giftur þýzkri konu. Rússar hörfa til nýrra stöðva en halda velli norðan við borgina. LONDON í gær. BRENNIPUNKTUR bardaganna við Stalingrad hefir nú færzt frá vígstöðvunum norðan við borgina til suð- vesturvígstöðvanna, þar sem Þjóðverjar hafa rekið tvo mikla fleyga inn í varnarlínur Rússa. Miðnæturtilkynning Rússa viðurkennir, að hersveitir þeirra hafi hörfað til nýrra varnarstöðva á þessum slóðum og að ástandið sé mjög alvarlegt fyrir þá. Sókn Þjóðverja norðan við borgina hefir nú að því er virðist stöðvazt, en miklir bardagar geisa þar enn. Þjóð- verjum tókst á þesum slóðum að brjótast alllangt fram, en Rússar þjörmuðu svo að framvarðasveitum þeirra, að þær urðu að fá vistir og skotfæri loftleiðis. Manntjón er á þessum hluta vígstöðvanna mikið á báða bóga. kafbátum þeirra hafi sökkt þremur stórum flutnmgaskipum Þjóðverja í Behrentshafi norð- an viS Noreg. Sex ameríkskir herforingjar eru nú komnir til Moskva til þess að aðstoða Bradley herfor- ingja, sem hefir verið þar um hríð og átt viðræður við rúss- nesku stjórnina um aðsoð Bandaríkjamanna við Rússa. AMERÍKSKIR SKRIÐ- DREKAR Frá því hefi verið skýrt í Moskva, að ameríkskir skrið- drekar hafi verið notaðir á víg- stöðvunum við höfuðborgina, meðal annars í sókn Zhukovs Hafa þeir að sögn gefizt afarvel. Vestan við Don, langt að baki víglínunum við Stalingrad, berj ast Rússar enn af miklum eíd- móði. Eiga þeir við ítali að etja og segjast hafa hrundið miklum áhlaupum þeirra, en svo gert gagnáhlaup sjálfir. Er þetta sunnan við Kletskaya. Rússar halda áfram sókn sinni til Rhzev. KAUKASUS Fréttir frá Kaukasusvígstöðv- unum voru í gær Rússum í hag og skýrðu frá gagnáhlaupum þeirra. í dag viðurkenna þeir þó, að iþeir hafi enn neyðzt til þess qð hörfa í f jöllunum sunnan við Krasnadar, þótt þeir hafi áður sótt þar fram á nokkrum stöð- um. SKIP Rússar tilkynna, að einn af 3) Tojo er að tryggja sér sjálfum meiri völd. Herforingjar hafa lengi ráðið öllu í stjórnmálum Japana og fer það mjög saman hjá þeim, að maður er herforingi og st j órnmálamaður. London. — Japanir hafa nú gert áhlaup við Kokoda á Nýju Guineu og virðast þeir ætla að reyna að komast yfir Stanley- fjöllin til Port Moresby. Hafa þeir háð nokkrar snarpar við- ureignir við ástralskar hersveit- ir, sem eru til varnar, en ekki sótt fram að ráði. Við Milne- En ekki Ijóst, hvort um stórsókn er að ræða. London í gærkvöldi. LITLAR FREGNIR hafa enn horizt af sókn Rommels, og virðast Bretar ekki enn viss- ir, hvort hér er um sókn að ræða eða aðeins könnunarleið- angur í stórvun stíl til þess að kanna varnir Breta. Allmiklar orrustur geisa á syðsta hluta vígstöðvanna, við E1 Hameimat, þar sem þýzku hersveitirnar sóttu fyrst fram. Voru það vélahersveitir, ,og kom fótgönguliðið skammt á eftir. Kom þegar í stað til mik- illar orrustu, sem geisar enn. Bretum mun verða nokkur styrkur í jarðsprengjubeltum, sem þeir hafa komið fyrir á þessum slóðum. ítalir gerðu um svipað leyti áhlaup á miðhluta vígstöðvanna, en miðaði ekkert áfram. Brezkar flugvélár hófu árás- ir á Þjóðverja jafnskjótt og þeir hófu sóknina, en eftir skamma stund skall á einn mesti sand- stormur, sem komið hefir í sum- ar, og neyddust þá flugvélarnar til þess að halda kyrru fyrir. Ameríkskar flugvélar og ame- íkskir flugmenn taka þátt í á- rásunum, og eru nú komnar til landsins B-25 flugvélar, sem hafa gert margar árásir á stöðvar Þjóðverja að baki víg- línanna. Qaret el Hameimat er um 70 metra há hæð, sem er við norðurenda Qattaralægðarinn- ar miklu. SKIP MUSSOLINIS í fyrradag sökktu tundur- skeytaflugvélar brezka flug- hersins meðalstóru ítölsku olíu- skipi á Miðjarðarhafi. Önnur flugvél skaut úr fallbyssum og vélbyssum á annað skip og skaut einnig niður ítálska orrustu- flugvél. Bretar misstu enga flugvél. Síðan ítalir hófu þátttöku í stríðinu, hafa Bretar og banda- menn þeirra sökkt 214 skipum Möndulveldanna í „hafi Musso- linis“. ítalir hafa misst í bardög- um 5 beitisip með átta þuml- unga fallbyssum og 4 beitiskip með sex þumlunga byssum, um 50 tundurspilla og mörg smærri skip. Þegar allt er talið saman, hef ir Mussolini misst um það bil helming herskipaflota síns og tvo þriðju flutningaskipa sinna. Munu ítalir eiga við hina mestu erfiðleika að etja við nýbygg- ingar, vegna stálskorts. Vitað er, að smíði hefir verið stöðvuð á tveimur orrustúskipum vegna stálskorts. flóa eru Ástralíumennirnir að hreinsa til eftir hinn mikla sig- ur á jlapönum þar fyrir nokkru.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.