Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. september 1942 Útcefandl: Alþýðuflokkarinn Misijórl: Stefán Fjetursson Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar. ritstjómar: 4901 og 4002 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Ver8 f lausasölu 25 aura. Alþýðaprentsmiðjan h. í. Níðingsverkið á Smáravöllum VIÐ ERUM óvanir her- mennsku og hernaði, ís- lendingar, og er því sízt áð furða, þótt okkur bregði við, þegar land okkar er allt í einu setið fjölmennum her. Það er heldur ekkert óeðlilegt, að við séum nokkurn tíma að venjast þeim anda og þeim siðum, sem hernum fylgja. Það verða vel- viljuð setulið líka að skilja. Við erum enda smámsaman að læra það hvað brýtur í bága við boð þau og bönn, sem nauðsynleg eru talin af hernaðarástæðum. En — við munum aldrei venjast skuggahliðum þeim, sem komið hafa fram á sambýlinu, við mun um aldrei venjast tilefnislaus- um og vansæmandi árásum, sem einstakir borgarar þessa þjóðfélags verða fyrir af ein- staklingum í aðkomumannalið- inu. Smáárekstra getum við lát- ið okkur skiljast, þeir eru eðli- legar afleiðingar þröngbýlis, þar sem búa menn af ólíkum þjóðum, óvanir að umgangast hver annan. En viðbjóðslegir stórglæpir, nauðganir, mann- dráp og banatilræði vekja okk- ur ugg og ótta. Slíks gátum við vænzt af öðrum, en ekki vernd- urum okkar. Þegar setulið engilsaxnesku þjóðanna stigu hér á land vökíu þeir atburðir ýmsar til- finningar í brjóstum íslendinga. Allir hefðum við það helzt kos- ið, að til þessa þyrfti ekki að koma, en flestir sættu sig við það, því að þeir töldu dvöl setu liðanna hér veita þjóðinni ör- yggi og skjól gegn öðru verra. Þá von eigum við líka enn og setjum allt traust okkar á sigur lýðræðislandanna. En þegar við kynntumst skuggahliðunum kom í ljós, að öryggi borgaranna var í nokk- urri hættu. Einstakir óhappa- menn úr setuliðinu hafa unnið hermdarverk á varnarlausum ís lendingum, jafnvel konum og hörnum, og hefir því miður orð- ið skemmra milli þeirra stóru högga upp á síðkastið. Skyn- samir menn og gætnir hljóta auðvitað að skilja hvílíka fá- sinna það er að kenna öllum hernum eða jafnvel þjóðinni, sem sendir hann, um glæpi þessara stigamanna. En hitt er augljóst, að slík afbrot hljóta að draga úr vinarþeli og sam- vinnuþýðleik almennings við aðkomumennina. „Þar á ég úlfs von, sem ég eyrun sé,“ segir gamalt máltæki. Menn vita aldrei hvern þeir hitta fyrir í fjölda ókunnugra manna, og ÖNNUR GREIN JÓNS BLÖNDALS: Er unt að stöðva verðbólguna ? i. AÐ LŒGrGUR í augum uppi að miklum vandkvæðum hlýtur að verða bundið að stöðva verðbólguná, eftir að hún er komin á jafnhátt stig og raun er á og að grípa verður til miklu róttækari aðgerða nú ef það á að takast, heldur en þurft hefði, ef hafizt hefði verið handa um það í tíma. Allar hinar svokölluðu til- raunir hins sameiginlega meiri hluta Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins, sem ráðið hefir stefnunni í dýrtíðarmálunum, hafa byrjað á skökkum enda, ef svo mætti segja. Það hefir verið reynt að halda niðri kaupgetu launa- stéttanna, án þess að gera nokkr ar alvarlegar tilraunir til þess að hefta flóð stríðsgróðans, því skattlagning hans með beinum sköttum, löngu eftir myndun hans, hlýtur að koma að mjög takmörkuðu gagni. Þessar tilraunir til þess að stöðva verðbólguna — ef þá á að nefna þær nafni, sem þær alls ekki verðskulda — hafa því í senn verið ranglátar, en jafnframt fánýtar og gagns- lausar, ef ná átti því takmarki, sem látið var í veðri vaka að stefnt væri að. Sú spurning, sem allir þeir, er stuðla vilja að þjóðfélags- legu réttlæti, og jafnframt að heiltorigðrji fjíáírmálastefnu, hljóta að leggja fyrir sig er þessi: Hvernig er hægt að stöðva verðbólguna, án þess að skerða eða bindra þær kjarabætur eða hlutdeild í stríðsgróðanum, sem (launastéttimum ber með réttu? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að allur ávinningur launastéttanna a£ kjarabótunum farist í flóðöldu verðbólgunnar og niðurstaðan verði á skömm- um tíma atvinnuleysi og hrun? Þessari spurningu ættu allir ábyrgir menn að reýna að svara áður en haldið er áfram lengra feigðarflani verðbólgunnar. II. Fyrsta og óhj ákvæmilegasta skilyrði til þess að stemmt verði stigu við verðbólgunni, er það að stríðsgróðaflóðið verði stöðv að. Um þetta ber öllum saman, en á hvem hátt verður það þessi afbrot gera þá því tor- tryggnari og smeykari í sam- búðinni. Það er óhjákvæmilegt, að sú tortryggni hlýtur líka að mæta fjölda hinna saklausu setuliðsmanna, en þessi ótti er eðlilegur, og hemaðaryfirvöldin verða að gera mönnum sínu'm það skiljanlegt í ljósi þeirra at- burða, sem gerzt hafa. Níðingsverkið á Smáravöllum vekur hrylling og viðbjóð allra íslendinga. Það eykur enn á- hyggjur feðranna um dætur sín- ar og 'böm sín, og áhyggjur eig- inmanna um konur sínar. ís- lendingar verða að gæta ýtrustu varúðar. yrða, að úr því sem komið er, verður það efcki gert eingöngu með sköttum eða verðlagseftir- liti. Ðáðar þessilr leiðdr hafa gefið þá reynslu, að örvænt má teljast að þær ikomi að fullu gagni, án annarra róttækari að- gerða. Skattaleiðin er í fyrsta lági of seinvirk (nema útflutn- ingsgj aldið, sem er gott, þar sem það nær til þess að komast að rótum stríðsgróðans), en auk þess eru þúsund aðferðir fyrir alla sem atvinnurekstur stunda til þess að fara í kring um skattalögin.Sama er að segja um verðlagseftirlitið, það er hægt að sniðganga það á ótal vegu, nema því aðeins að það verði eitthvert óskaplegt bákn, sem hafi nefið ofan í hvers manns kirnum. En auk þess hefir ekki einu sinni verið reynt að láta verðlagseftirlitið ná nema til lítils hluta af inn- fluttum vörum. En nú verða menn að athuga að ein aðaluppspretta stríðs- gróðans nú er einmitt innflutn- ingsverzlunin. Mörg hundruð ný verzlunarfyrirtæki hafa verið stofnuð og öll græða þau á tá og fingri. Og hinar dýru útlendu vörur margfaldast oft í verði áður en þær koma í hendur neytendanna. Önnur að- aluppspretta stríð&gróðans er vitanlega útflutningsveÍTzlunin og sú þriðja viðskipti við setu- liðið. Stríðsgróðaflóðið verður ekki stöðvuð öðru vísi en að hið opinbera fái í sínar hend- ur yfirráð yfir utanríkis- verzluninni, þannig að það geti algerlega ráðið verðlagn- ingunni á innfluttum vörum og tekið úr umferð nægilega mikið af tekjum útflytjend- anna. Þá yrði einnig allt verðlags- eftirlitið mjög einfalt í fram- kvæmdinni, þar sem hið opin- bera ákvæði smásöluverð á öll- um innfluttum vörum. Til þess að ná ofangreindu marki má vitanlega hugsa sér fleiri en eina laúsn og skal það ekki nánar rætt að sinni. Aðal- atriðið er það að ekki eru nein tök á því að hafa hemil á stríðs- gróðanum með núverandi skipu- lagi á innflutningsverzluninni, en auk þess má benda á að allar líkur eru til þess að það skips- rúm, sem við getum fengið í nánustu framtíð verði mjög tak- Enginn skilji þessi orð svo, að dreginn sé í efa einlægur vilji hernaðaryfirvaldanna og mikils meirihluta setuliðsins til þess að afstýra slíkum vandræð- uin. Þeir vilja vafalaust gera allt til að hindra þau. Enda er allt komið undir vilja þeirra og viðleitni fyrir okkur, þessa fá- mennu og varnarlausu smáþjóð. Við viljum líka eflaust langflest umgangast sambýlismennina án fjandskapar og ótta. Það hefð- um við langhelzt kosið. En iþað hefir óneitanlega komið í ljós, að öryggi borgaranna hefir mjög aukizt hætta, og brennt bam forðast eldinn. *** markað, miðað við hina miklu innflutningsþörf og kaupgetu og þessvegna er einnig nauðsyn- legt að hið opinbera hafi hönd í ibagga með innflutningnum á allt annan hátt en hingað til og sjái um að sá innflutningur, isem er okkur nauðsynlegur gangi fyrir. Núverandi skipu- t lagsleysi á þessum málum er orðið algerlega óviðunandi einnig af þessum ástæðum. Til þess að hafa hemil á stríðs gróðanum og draga úr verð- foólgunni þarf auk þess, sem að ofan greinir, að gera samtímis aðrar ráðstafanir, sem aðeins skal minnt á hér, þar sem þær bafa verið þaul- ræddar áður, að hækka gengi íslenzku krónunnar, halda uppi öflugu verðlagseftirliti, skatt- leggja stríðsgróða og brask, koma á skyldusparnaði almenn- ings, lækka tolla á nauðsynja- vörum o. s. frv. III. Annað aðalskilyrðið til þess að verðbólgan verði stöðvuð er skipulagning vinnumarikaðar- ins. Sú ringureið og öngþveiti, sem ríkjandi hefir verið á þessu sviði undanfarið, er að vísu SPURNINGIN um það, hvort stjórn Sjálfstæðisflokksins eigi að sitja fram yfir haust- kosningar, enda þótt bæði Al- þýðuflokkurinn og Kommúnista flokkurinn hafi lýst yfir, að hún njóti ekki lengur hlutleysis þeirra, er nú töluvert rædd í 'blöðimum. Morgunfolaðið segir í aðalritstjórnargrein sinni í gær: „Þar sem að stjórnin er minni- hlutastjórn, er það auðvitað á valdi þingsins að skipta um stjórn. En eins og flokkum er skipað á alþingi nú, er ekki annað nær hendi en að sama stjórn fari með völdin áfram, þar til nýtt þing hefir verið kosið samkvæmt hinni nýju kosningatilhögun. Ekkert hefir ennþá komið í ljós, sem sanni það, að nokkur einn flokkur eða flokkasamsteypa í þinginu geti myndað ríkisstjórn, sem ekki sé minnihlutastjórn eins og núver- andi ríkisstjóm er. Fljótt á litið karrn einhverjum að virðast, að við þær aðstæður, sem markaðar eru með hinum fyrr- greindu yfirlýsingum á alþingi, bæri núverandi ríkisstjóm að segja af sér. Þegar hins vegar þau við- horf eru athuguð, sem hér hefir verið taent á, verður auðsætt að þafí væri að svo komnu máli óráð. Kosningar munu fram fara inn- an skamms. Alþingi kemur þá sam- an á ný. Þá kemur að því að mynda verður ríkisstjórn, sem nýt- ur þingræðislegs sthðnings og get- ur starfað á breiðari grundvelli en núverandi ríkisstjóm var í upphafi markaður.“ Eins og sjá má á þessum um- mælum telur Morgunblaðið á- stæðulaust fyrir stjórnina að fyrst og fremst foein afleiðing verðbólgunnar og hinna van- hugsuðu gerðardómslaga, sem hindruðu eðlilega samninga verkamanna og atvinnurek- enda um anál sín, en einnig þess skipulags eða skipulags- leysis, sem verið hefir á þessum málum af hálfu setuliðsins. Kannast allir við starfsemi ýmissa spekúlanta, sem að nokkru leyti starfa á vegum setulisðins gegn prósentúm af vinnu verkamanna, en hafa auk þess með höndum ýmsar aðrar framkvæmdir. Þar sem gerðardómslögin eru nú úr sögunni má vænta þess að hinn svonefndi smáskæru- hernaður hætti. Hann var nauð synleg neyðarvörn verkamanna gegn ranglátri löggjöf, en getur vitanlega ekki gengið til lengd- ar, þar sem honum eru sam- fara allskonar truflanir á at- vinnulífi þjóðarinnar, stöðvan- ir á siglingum og nauðsynleg- um framkvæmdum. Sérstaklega verður að hafa í hu(ga hva(rsu jþýjðingarimikil miðstöð ísland er orðið í yfir- standandi styrjöld. Áframhald- andi ringulreið á atvinnumark- inum gæti leitt til þess að við kölluðum yfir okkur erlenda íhlutun, enda þegar verið skýrt frá því opinberlega að aðvaran- ir hafi borizt um þetta efni. En auk þess horfir nú til vandræða með ýmsa nauðsyn- (Frh. á Q. síðu.) segja af sér, þrátt fyrir yfirlýs- ingar Alþýðuflokksins og Kom- múnistaflokksins, og ekki einu sinni rétt að hún geri það. Ber- sýnilega treystir blaðið á að Framsóknarflokkurinn beri ekki fram neina tillögu til van- traustsyfirlýsingar á stjórninni á þessu þingi, enda þótt honum virðist nú vera í lófa lagið að fella hana, ef hann aðeins vildi. ❖ Tíminn lætur hins vegar svo sem honum finnist stjórnin ger- ast furðu djörf að ætla að sitja áfram, eftir það, sem skeð er. Hann segir í aðalritstjórnar- grein sinni í gær: „Stjórnin, sem veit og játar sjálf í kapp við stuðningsblöð sín, að allt sé á hverfanda hveli í land- inu í atvinnumálum, verðlagsmál- um >og fjármálum, játar að hún hafi yfirleitt misst taumhaldið þar, sem mest reið á að verjast áföll- um, þessi stjóm ögrar alþingi til að láta sig fara áfram með völd, sem ábyrga þingræðisstjórn, jafnt fyrir því, þótt hún hafi aðeins rúman þriðjung þingsins að bak- hjalli.“ Já, það er náttúrlega gott og blessað, að Tíminn skuli láta í ljós vandlætingu sína yfir slíkri ögrun af hálfu stjórnarinnar. En hvers vegna kemur Fram- sóknarflokkurinn ekki hrein- lega með vantraustsyfirlýs- ingu? Það skyldi þó aldrei vera að hann hafi ákveðið að hjálpa stjórninni með þegjandi hlut- leysi til þess að sitja fram yfir kosningar? gert? Ég held að óhætt sé að full-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.