Alþýðublaðið - 03.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.09.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. september 1942 Tllkynnmg. Frá og með deginum í dag hækka fargjöld með vögnum vorum sem hér segir: Á leiðinni Lækjartorg — Kleppur ---- — Rafstöð ---- ---- -— Fossvogur ---- — Seltjarnarnes ---- — Sólvellir ---- — Njálsgötu-Gunnarsbraut Hækkar 20 aura gjald í 25 aura --- 30 — — í 40 — ---- 40 — — í 50 — Á leiðinni Lækjartorg — Skerjafjörður hækkar 20 aura gjald í 25 aura ---- 25 — — í 30 — --- 30 — — í 35 — Ath. Fargjöld barna verða eins og verið hefir % far- gjald miðað við fullorðna, nema innanbæjar 10; aurar í stað 12V2 eyris, og í Skerjafjörð 15 aurar, en ekki 17 V2 eyrir. Reykjavík, 2. sept. 1942. Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. FYRIÉ NOKKRU bauð Bæjarútgerð Hafnarfjarðar okkur, öllu sínu landverkafólki, í tveggja daga skemmtiför austur í Þjórsárdal og til Gullfoss og Geysis. Fararstjórn annaðist okkar ágæti verkstjóri, Haraldur Kristjánsson, af mikilli prýði og gerði sér allt far um, að förin mætti verða hverjum einstökum þátttakanda til sem mestrar ánægju. Var og ekkert til þess sparað af hálfu Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar, að förin gæti orðið sem ánægjulegust, heldur í hvívetna sýnd hin mesta rausn og höfðingsskapur bæði í veitingum og öðru því, sem hægt var að láta okkur í té. Ekki er það ofmælt, að við höfum aldrei skemmt okkur betur en í þessari för. Höfðu sum okkar aldrei áður farið um þessi fögru héruð eða haft tækifæri til að skoða hina merku sögustaði. Verður þetta ferðalag okkur öllum ó- gleymanlegt. Fyrir þessa frábæru rausn og höfðingsskap færum við framkvæmdastjóra og stjórn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar okkar innilegustu þakkir. Sömuleiðis þökkum við verkstjór- anum fyrir frábæra fararstjóm. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefir frá fyrstu tíð haft ó- metanlega þýðingu fyrir verkafólk þessa bæjar. Við vonum að svo verði ekki síður hér eftir en hingað til og óskum þess af alhug, að gifta og gengi fylgi þessu góða fyrirtæki í nútíð og framtíð. Hafnarfirði, 30. ágúst 1942. Verkafólk Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Eldhússtúlku vantar á veitingahús. HÁTT KAUP. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. þeirri braut að fjandskapast við landvarnirnar. Það eykur á spill- ingaráhrif stríðsgróðafársins og lamar allan mótstöðukraft þjóðar- innar líka á öðrum sviðum.“ Það er mikið rétt í þessu. En óneitanlega er það dálítið neyð- arlegt, að lesa slíka hugvekju í Þjóðviljanum, eina blaðinu, sem nokkru sinni hefir virkilega „fjandskapazt við landvarnirn- » ar“. En það var nú á þeim tím- | um, þegar „faðir Stalin“ var enn ekki orðinn bandamaður „brezka auðvaldsins" og setu- liðs þess hér á landi. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) æðis mælikvarða, er þó um svo margar tegundir enn að velja, þar sem öll vigtin er þó etin. Sama má segja um mjólkina. Þar gæti verið meiri hagsýni en mér virðist vera yfirleitt." Hannes á horninu. Sfðtta striðsmissirið. Framh. af 5 s.íðu. kröfúr sínar um síðustu leif- ar landa Tyrkja í Evrópu, en Búlgarar hafa ekki tekið þátt í styrjöldinni gegn Rússum. í upphafi ófriðarins skoðuðu Tyrkir sig „bandalagsþjóð Vest- urveldanna, sem ekki tæki þátt í ófriðnum“. Eftir hrun Frakk- lands tóku þeir hins vegar að gæta strangasta hlutleysis. Hvort þeir verja sig, þegar þjarmað verður að þeim, eða hvort landið verður önnur Dan- mörk, er fyrst og fremst undir því komið hvað bandamenn hafa að leggja á vogaskálarnar. En hvað sem því líður, hefir hætt- an á því aukizt, að leiðin, sem liggur um Sýrland, Palestínu, Sues-skurðinn og Egyptaland lokist meira en orðið er. Af þessu sést enh, hversu ná- tengd stjórnmálin eru hernaðar rekstrinum. En hvað viðvíkur henaðarrekstrinum, hefir það komið greinilegar fram í þessu stríði en áður, hversu aðstaða þtess hernaðaraðilans, sem er í sókn, er ihægari en hins, sem verjast þarf. Skýringuna er að finna í hernaðartækni nútím- ans, og er það auðskilið. í fyrri heimsstyrjöldinni var fótgöngulið enn látið gera á- rásir, með aðstoð stórskotaliðs eða án hennar, og varð það þá oft fyrir miklu tjóni. Flugvél- ar og skriðdrekar öðluðust nokkra, en enga úrslitaþýðingu á síðustu árum styrjaldarinnar (1917—1918). Jafnvel þótt tek- izt hefði að brjótast í gegn, gat fótgönguliðið ekki rekið djúpan fleyg inn í víglínurnar, því að framsókn þess hlaut að vera svo hæg, mjög oft tókst and- stæðingunum að loka fleygn- um. Sækjendur og verjendur börðust með sömu vopnunum. Á þessu hefi orðið gerbreyt- ing. Nú er árás gerð með flug- vélum, skriðdrekum og vélbúnu fótgönguliði. Þetta gerir sækj- andanum kleift að brjótast ó- vænt fram og með miklum þunga og færa sér í nyt þann árangur, sem næst með því að sækja langt fram. Þessari sókn- araðferð eiga Þjóðverjar að mestu leyti hina skjótu sigra sína að þakka. Við það bætist, að Þjóðverjar hafa hingað til jafnan átt því láni að fagna, að eiga aðallega í höggi við einn óvin í einu, sem þeir þá stóðu framar að öllu leyti. Þá kemur hér enn til greina lega Þýzk- lands í Mið-Evrópu, en hún ger- ir það að verkum, að aðflutn- ingar eru auðveldari fyrir Þjóð- verja en andstæðinga þeirra. Sókn Þjóðverja á hinum ýmsu vígstöðyum hefir kostað þá tiltölulega lítið. Þeir urðu þó fyrst fyrir verulegu manntjóni, er þeir í fyrsta sinni í styrjöld- inni komust í vanaraðstöðu, þ. e. a. s. veturinn 1941—’42 í Rússlandi. (Hér má sleppa varna/rstyrjöldinni veturinn 1939—’40, því að þá var yfir- leitt ekki ráðizt alvarlega á Þýzkaland). Það, sem af er styrjöldinni, hefir því greini- lega komið í ljós, hversu að- staða þess hemaðaraðilans, sem er einungis eða aðallega í vörn, er erfiðari. Hann er venjulega veikari en sækjandinn, þar sem mest á ríður, eins og t. d. rúss- neski herinn hefir nú verið, þótt hann sé miklu mannfleiri. Vörn getur hins vegar verið gagnleg og meira að segja nauð- synleg, ef um það er að ræða að tefja tímann og halda óvininum í skefjum, þar til hægt er að hefja sókn á hendur honum. Þannig ber að skilja vörnina á Vestur-vígstöðvunum vetur- inn 1939—’40 en þar var ein- ungis um að ræða hvíld eftir styrjöldina í Póllandi. En styrj- öld verður ekki unnin í algerri vörn. Þannig mun hernaðar- aðstaða bandamanna þá fyrst breytast til batnaðar, þegar þeir ná frumkvæðinu úr hönd- um Hitlers og bandamanna hans og knýja þýzku herstjórnina til þess að tvístra kröftum sínum í fyrsta skiptið í þessari styrjöld. í Austur-Asíu ihafa Bandamenn og Kínverjar hafizt handa gegn Japönum. Úrslit ófriðarins eru líklega komin undir því, hvort, hvenær og hvernig eins verður farið að og áfram haldið í Evrópu. Mælskumenn og ræðulist. s Framh. af 4. síðu. Eitt skal þó nefnt hér, það, að ræðumanni er lífsnauðsyn að bera gott skyn á það, sem hann gerir að umræðuefni. Ungu mennirnir ættu að taka sér til fyrirmyndar mælskustu menn og beztu menn bæði hér og erlendis. Skulu nefndir örfáir ensku- mælendur, sem þóttu frábærir ræðugarpar á sínum tíma: Daniel Webster, W. J. Bryan, Henry Clay, Gladstone, John Bright, Annie Besant og H. H. Asquith. Ungir menn, enginn verður fyrirhafnarlítið sannur mælsku- maður. Rifjið upp söguna um Demosþenes, forngríska mælskumanninn: „Og nú fór hann að langa til að talka þáítt í istjþrnmálu'm. Dag einn tók hann til máls á þjóðþinginu. En er hann stóð andspænis fólksfjöldanum, fat- aðist honum. Lýðurinn horfði forvitnisaugum á þennan unga mann. Hann talaði ógreinilega, röddin var óstyrk, og loks tap- aði hann sér algerlega. Hann varð að fara niður úr ræðu- stólnum og háðhlátrar múgsins glumdu í eyrum honum. En Demosiþenes missti ekki kjark- - , , SHerforingi í Alaska^ s s Simon B. Buckner. yfirmaður Bandaríkjahersins í Alaska. inn. Mótlætið bugaði hann ekki, heldur stælti hann. Las hann nú með enn meiri áhuga um mælskulist en áður. Átta sinn- um skrifaði hann upp allar bækur Þukydíds, sagnaritara í Aþenu, um Pelopsskagastríðin, fil þess að æfast í gullaldar- máli. Og eftir nokkura mánuði kunni hann iþær utan bókar. — — Þrjú ár bjó Demosþenes sig kappsamlega undir að tala aftur opinberlega. Og að þeim liðnum talaði hann á þjóðþingi, en þá hló enginn. Allir hlust- uðu undrandi á hann. Hann náði föstum tökum á öllum á- heyrendum sínum. Að lokum rómuðu allir mælsku hans. Hann var allt í einu orðinn ndesti mælskumaður Aþenu- borgar. Ungir íslendinar, lesið og lærið fornsögur vorar. Lestur þeirra getur orðið undirstaða ræðulistar og gert yður færari um að halda upp heiðri tungu vorrar. hlaða til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar og Súg- andafjarðar næstkomandi föstudag. Tekið á móti flutningi til hádegis samdægurs. SendMnn óskast strax í matvörubúð vora í Skerjafirði. koupfétaqié Ntitíma fólk notar Kanpmenn panta Thera Cream HEILDVERSLUN GUÐM. H. ÞÓRÐARSSONAR, Grundarstíg 11. — Sími 5369.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.