Alþýðublaðið - 03.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.09.1942, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. september 1942 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 jBærinn í dagj Næturlæknir er í nótt Kristián Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturvörður er í Iðunnar-apó- teki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Hljómplötur: Danslög. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpshljómsveitin: a) For leikur að óperunni „Euris- teo“ eftir Hasse. b) Gavotte eftir Sgambati. c) Conte- vals eftir Leopold. d) Slav- nesk rapsódía eftir Carl Friedmann. 21,00 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 21,20 Hljómplötur: Ýms lög, leik- in og sungin. Dánardægur. í fyrrakvöld andaðist á Landa- kotsspítala ungfrú Sunneva Sig- urðardóttir, dóttir Sigurðar Guðna- sonar, formanns Dagsbrúnar, af afleiðingum uppskurðar. Sunneva var hin efnilegasta stúlka, aðeins rúmlega tvítug. Hennar mun verða nánar getið hér -í blaðinu síðar. Gunnlaugur Magnússon sjómaður, Brekkustíg 6 B, er 75 ára í dag. „ Fimmtugur er í dag Þórður Björnsson múr- ari, Njálsgötu 4 B. SKIPSTJÓRAFUNDURINN Frh. af 2. síðu. úr hófi, að óviðunandi sé. Vill fundurinn benda á örfá atriði þessu til stuðnings: 1) Þegar skipin komu fyrst að landi með afla á Sigluf jörð, voru 4 losara- vindur af 12 óstarfhæfar og verksmiðjurnar að ýmsu öðru leyti óviðbúnar að taka til starfa. Öllu verra vár þó ástand- ið á Raufarhöfn hvað löndunar- tæki og annan viðbúnað snert- ir. 2) Hvers vegna var nokkur hluti verksmiðjanna látinn standa ónotaður, þrátt fyrir stöðugan landburð af síld mik- inn hluta veiðitímans og mögu- leika á að starfrækja þær. 3) Hin ítrekuðu veiðibönn, sem valdið hafa stórkostlegum afla- töpum hjá fjölda skipa, að nokkru leyti að ástæðulausu, og var seinna veiðibannið upphafið fyrirvaralaust áður en fjöldi skipa hafði útent biðtímanp. OIli þetta skipunum injög miklu misrétti og virðist að öllu leyti hafa verið mjög illa yfirveguð ráðstöfun. 4) Fundurinn álítur algerlega óverjandi að hið „kemiska“ efni, aquicide, hafi ekki verið notað hjá verksmiðj- unum, og telur nauðsynlegt að rannsakað verði hvað það eitt hafi valdið miklu tjóni. Kristinn Árnason, fundarstjóri. Ragnar Jóhannsson, fundarritari. 1 ST. FRÓN nr. 227. Fundur í kvöld kl. 8V2. — Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga. — 2. Kosning embættismanna. 3. Skýrslur embættismanna. 4. Vígsla embættismanna. 5. Önnur mál. — Reglufélagar, fjölmennið og mætið stund- víslega. Kaup verzlunarfólksins: Startsfélklð hjá KðKON fær fullar uppbætur. Q TARFSFÓLK KRON á að fá sömu launauppbætur og opinbenr starfsmenn: 30% af fyrstu 2400 kr. launum (grunnlaunum og dýrtíðarupp- bót) og 25% af því, sem eftir er upp í 10 þúsund kr. Jafnframt er nú sagt að eng- in ákvörðun hafi enn verið tekin um ómagauppbæturnar til starfsfólksins, það mál hafi enn ekki verið rætt — og séu alveg eins miklar líkur til að uppbótin verði samþykkt. Þessar upplýsingar fékk Al- þýðublaðið í gær', en í fyrradag fékk Alþýðublaðið staðfestingu á þeirri fregn, að starfsfólkið ætti aðeins að fá uppbæturnar greiddar frá 1. ágúst og engar ómagauppbætur. Þessa stáðfest- ingu fékk blaðið hjá Theódór Líndal hæstaréttarmálaflutn- ingsmanni, sem á sæti í launa- málanefnd KRON' og í stjórn þess — og enn fremur hjá for- stjóra KRON, Jens Figved, sem að minnsta kosti kvaðst hafa skilið að uppbæturnar ættu að- eins að greiðast frá 1. ágúst. Alþýðublaðið hafði í gær tal af Felix Guðmundssyni, sem á sæti í stjórn KRON. Hann sagði: „Upplýsingar Alþýðublaðsins um uppbæturnar til starfsfólks- ins komu mér á óvart. Þegar til- laga launamálanefndar félags- ins var fyrir nokkru lögð fram á stjómarfundi, var að vísu mikið að gera og tillagan af- greidd í skyndi. En ég leit svo á — og mér er kunnugt um, að fleiri stjórnarmeðlimir hafa einnig litið svo á, að verið væri að ákveða sömu uppbætur og opinberir starfsmenn eiga að fá. Að minnsta kosti veit ég að uppbótin verður greidd frá og með 1. júlí.“ —- En ómagauppbæturnar? ,,Ég er alls ekki á þeirri skoð- un að það mál sé afgreitt, hvað svo sem launamálanefndin hefir rætt um. Við höfum í KRQN til þessa að minnsta kosti ekki haldið niðri launakjörum verzl- unarfólksins og það mun ekki verða í framtíðinni. Ég hygg að ómagauppbæturnar verði rædd- ar á stjórnarfundi mjög bráð- lega og ákvörðun tekin.“ * Þetta sagði Felix Guðmunds- son — og ætti það að skýra málið nokkuð. Þetta mál var gert að umtals- efni hér í blaðinu vegna þess að meðan deilt var um launakjör- in innan Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, aðallega um ó- magauppbæturnar. Var meðal annars vitnað í KRON um það, að starfsfólk þess fengi svo sem ekki betra. Þjóðviljinn, blað kommún- ista, segir í gær, að enginn á- greiningur muni vera um samn- inga verzlunarfólksins. Annar ritstjóri þessa blaðs á sæti í launamálanefnd KRON. Má vera að hann hafi því dá- lítið önnur sjónarmið en fólkið, sem stendur í búðunum hér í Reykjavík. Hins vegar virðist það líka nú vera orðið aðalhlutverk þessa blaðs að telja kjark úr verka- fólki í launabaráttunni. — Einn af smölum lcommúnista sagði nýlega, þegar talað var um að kaup margra Dagsbrúnarmanna hefði lækkað við samninga Dagsbrúnar, og að kaup iðnað- arfólks hefði í mjög mörgum tilfellum stórlækkað við sanrin- inga ,,Iðju“: ,,Ja, sjáðu til: Kaupið má ekki verða svo hátt, að við þurfum að lækka það þegar við tökum völdin“!! Það er ef til vill þessi hugmynd um valdatökuna, sem veldur hinni nýju ,,ábyrgðartilfinningu“ í Þjóðviljanum(!!). Milliþinganefnd i vinnumálum. Frh. af 2. síðu. og vinnumiðlun, er byggist á rannsókn á því, hve margir vinnufærir karlar og konur eru í landinu og hvernig vinnuafl þeirra er nú hagnýtt, enn fremur á rannsókn á vinnuþörf atvinnuveganna. Skulu tillögurnar miða að þvi, að unnt verði að vinna nauðsynleg framleiðslustörf, verklegar framkvæmdir og gera öryggisráðstafanir sakir ófriðarins, eftir því sem ■ vinnuaflið endist til, og leitað um þær samkomulags við verkalýðssamtökin. 2. Tillögur um samninga milli ríkisstjórnarinnar og verka- lýðssamtakanna um samræm- ingu á kaupi og kjörum og vinnutíma í þeirri vinnu, er ríkið og stofnanir þess láta framkvæma. 3. Frv. til l. um vinnutíma í ýmsum atvinnugreinum, svo og um vinnuvernd og aukið öryggi og ■ góðan aðbúnað verkalýðsins. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr rikissjóði.“ Norskur her- læknir. (Frh. af 2. síðu.) þessari tíu vikna ferð og farið Shálfa leiðina kringum hnöttinn, gekk hann í þjónustu frjálsra Norðmanna og hefir verið lækn- ir við norsk sjúkrahús síðan. Hann hefir nú verið hér á ís- landi í þrjár vikur. Þegar tíð- indamaður blaðsins spurði hann, hvernig honum litist á ísland og íslendinga, svaraði hann: ,,Mér finnst ég vera nær iþví að, vera heima hjá mér en nokkru sinni, síðan ég fór frá Noregi. Fólk hér er mjög vin- ‘ gjarnlegt og hér finn ég sama á- Faðir okkar og tengdafaðir, HELGI SIGVALDASON frá Litlabæ, verður jarðsettur laugardaginn 5. iþ. m., og hefst athöfnin meö bæn frá heimili hins látna, IHverfisgötu 21 B, Hafnarfirði, kl. 2 e. h. Böm og tengdabörn. Konan mín. KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, andaðist í Landsspítalanum 2. september. Nikulás Illue'ason. Jarðarför móður minnar og tengdamóður, HERDÍSAR ÞÓRDARDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. september og hefst með bæn á heimili okkar, Reykj avíkurveg 29, Skerjafirði, kl. ■3V2 eftir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda. Sína Maríasdóttir. Þorleifur Kristjásson. 5 s | Vantar I \ • bifreiðastjóra á vörubifreið. S ; Bifreiðin er ágæt og beztu-kjara-samningar í boði. b Tlnnlvsinfrar í síma 490fí osr afvreiðslu Albvðnblaðsins. S SamDingstakar nni fiutninga á vðrabíinm. Samningstökum þeim um flutninga á vörubílum, sem geta útvegað þrjátíu (30) eða fleiri 2%—3 tonna vörubíla í góðu standi, er hér með boðið að senda til- boð í að annast flutninga á vörubílum fyrir Banda- ríkjaherinn. f Samningar munu verða í gildi frá 1. október 1942 fram að 31. desember 1942. The Office of the Engineer, Bandaríkjaherinn, Camp Curtis, veita frekari upplýs- ingar frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. — Innsigluðum tilboð- um verður veitt móttaka í The Office of the Engineer hvenær sem er, fyrir kl. 2 e. h. föstudaginn 11. sept. 1942, og munu þau þá verða opnuð í allra viðurvist. BifreiðatiðgerðamaðBr getur fengið atvinnu og gott húsnæði nii hppflr pðfl 1 oktnhpr — A á huga á umheiminum, sem ég á að venjast heima. Mér virðast íslendingar líta stríð þetta sömu augum og við Norðmenn litum fyrri heims- styrjöldina, og ég vona, að þeir læri af reynslu okkar þá og geri ekki sömu skyssurnar og við gerðum þá. Gullið flæðir yfir landið, og ég vona að þið gætið ykkar, svo að ekki skelli hér yfir jafn erfið kreppa og við áttum við að stríða eftir fyrra stríðið.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.