Alþýðublaðið - 04.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1942, Blaðsíða 3
s Föstudagur 4. september 1942. ALÞYÐUBLAÐfÐ láös- og leigohjálp BBETA til D. S. A. Merkilegar tölur birt ar fiam fratnfieiðsÍQ Breta. LONDON í -gærkveldi. ITILEFNI af þriggja ára af- mæli stríðsins hafa brezkir embættismenn skýrt allmikið frá framleiðslu lands þeirra í þágu stríðsins, en venjulega er ekkert frá þessu skýrt opinber- lega. Þá hefir einnig verið skýrt frá því, að láns- og leigulijálpin er ekki aðeins frá Ameríku- mönnum til Breta, heldiur og frá JBretum til Ameríkumanna. Frá því stríðið hófst hafa Bretar smíðað um 500 herskip af ýmusm gerðum og' því bætt upp hið mikla skipatjón, sem þeir hafa orðið fyrir. Flútninga- skipum er hleypt af stokkunum 30 dögum eftir að kjölurinn er lagður að þeim. Skriðdrekaframleiðsla Breta er nú fimm sinnurn meiri en hún var, þegar viðburðirnir við Dunkirk urðu og helmingi meiri en hún var fyrir einu ári síðan. í hinum stóru flugvélaverk- smiðium Bretlands er framleidd flugvél aðra hverja klukku- stund. Mikill hluti af framleiðslu Bretlands fer út úr landinu. Aðeins 20% af skotfæra- framleiðslunni verður eftir heima, en 80% eru flutt til annarra landá. Bretar sendu síðastliðið ár 10 000 flugvélar til annarra landa, en aðeins 2000 yoru fluttar til landsins. Bretar fluttu síðastliðið ár 3000 skriðdreka til annarra landa, en áðeins 200 voru fluttir inn. Þá hefir verið bent á það, að láns- og leiguhjálpin er ekki að- eins frá Ameríkumönnum til Bretlands, heldur og frá Bretum til Bandaríkjanna. Hér eru nokkur dæmi: 1) Amepíkskir flugmenn í Bretlandi nota Spitfireflugvélar framleiddar af Bretum. 2) Bretar láta Ameríkumönn- um í té alls konar vörur, allt frá flugvélum til minnstu varahluta í bifreiðar, banana, súkkulaði og hvað eina. 3) Ameríkumenn nota brezka flugvelli og flotastöðvar um all- an heim og gert er við ameríksk herskip í brezkum stöðvum. 4) Brezkar loftvarnabyssur eru notaðar í vörnum Panama- skurðarins. 5) Brezkir loftbelgir eru notað- ir við loftvarnir stórborganna á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna. 6) Ameríkskar hersveitir nota brezkar 25 punda fallbyssur. 7) Ameríkski flugherinn í Bretlandi hefir notað fjölda flugvalla brezka flughersins. 8) Brezk skip og flugvélar leita að kafbátum við Atlants- .•hafsstrendur og brezk skip fylgja ameríkskum skipalestum. 9) Vi úr milljón verkamanna og kvenna vinna að framleiðslu fyrir Ameríkumenn í Bretlandi. Fyrir allt þetta borga Banda- ríkin ekki einn einasta dollar. Þetta er láns- og leiguhjálp á báða bóga. Thunderbolt Nazisti fer úr stjórn Spánar< Hér sést nýjasta orrustuflugvél Ameríkumanna, sem nú er farið að framleiða í stórum stíl. Er það Republic P—47, eða Thunderbolt, eins og hún er kölluð. Þetta mun vera hraðfleyg- asta flugvél, sem til er, og hefir hún farið með yfir 1000 km. hraða á klst., er hún steypti sér. Á venjulegu flugi getur hún farið yfir 640 km. á klst. Miklir bardagar ersi iiáiir skammt "sunnan vlð Stalingrad. ----- —:- Rússar hörfa iítilsháttar norð- vestan við horgina. Miklar ærrnstur við Movorossisk LONDON í gærkveldi SMÁTT OG SMÁTT færast Þjóðverjar nær Stalingrad, en geysilegir bardagar eru háðir um hvert fet, sem Rússar hörfa til borgarinnar. Bardagarnir sunnan við borgina eru háðir skammt frá henni og norðan við hana hafa Rússar enn hörfað lítils háttar. Fyrir sunnan borgina sækja 200 skriðdrekar og mikill fjöldi fótgönguliðs að stöðvum Rússa, og eru stóhkostlegar orrustur háðar þar. Þjóðverjar brutust fyrir þremur dög- um inn í víggiðingar Rússa, og hefir ekki tekizt að hrekja þá þaðan aftur. Nú reyna! þýzku hersveitirhar að breikka svæðið, sem þær hafa náð á sitt vald. Amerikskir kafbátar sðkkva 5 skipum á Kyrrahafi. London, í gærkveldi. |5» LOTAMÁLARÁÐUNEYT- IÐ í Washington hefir sagt frá því, að ameríkskir kaf- bátar hafi enn sökkt mörgum skipum á Kyrrahafi og laskað önnur. Einu litlu beitiskipi var sökkt, tveim flutningaskipum, einu ol- íuskipi og einu skipi enn. Þá var eitt lítið skip laákað mikið og því sennilega sökkt, en tvö stór olíuskip urðu fyrir miklum skemmdum. Þessi skip koma ekkert við orrustunum við Salomonseyjar. Alaskaveghmm mikla lokið ð einu ári. Washington, 3. sept. L ASKAVEGINUM mikla, sem Bandaríkjamenn eru að leggja yfir Kanada til Al- aska, verður lokið 1. desember n.k. A. B. Candler, öldunga- deildarþingmaður, sem er for- maður hermálanefndar þings- ins, skýrir frá þessu, en hann er nýkominn úr ferð um Alaska. Vinnan við þennan mikla og mikilvæga veg hófst ekki að marki fyrr en eftir árás Japana á Pearl Harbor. Þykir það hið mesta kraftaverk á sviði verk- fræði og vegalagninga, að -vegur þessi skuli lagður á einu ári. Vegur þessi hefir mikla og margvíslega þýðingu fyrir Am- eríkumenn, því að eftir honum verður hægt að flytja hergögn og herlið til Alaska. Verður þannig bæði skiprúm og tími sparað. Norðan við Stalingrad hafa Þjóðverjar gert e'inn eitt stór- áhlaupið á stöðvar Rússa, en með mikilli stórskotahríð og fjölda skriðdreknabyssna tókst Rússum að hrinda áhlaupinu. Þjóðverjar endurskipulögðu lið- sveitir sínar og eftir tveggja tíma hlé gerðu þeir aftur áhlaup og að þessu sinni neyddust Rússar til þess að hörfa nokkuð. Þjóðverjar segja frá því, að þeir hafi náð á sitt vald mikil- vægum hæðum báðum megin við borgina. Enn fremur segja þeir frá því, að þeir hafi gert miklar loftárásir á samgöngu- æðar við Stalingrad, svo að allar samgöngur við borgina séu nú miklum erfiðleikum bundnar. NOVOROSSISK Miklir bardagar eru nú háðir norðan við flotahöfnina Novo- rossisk á strönd Svartahafsins. Segja Rússar frá því, að þar hafi Þjóðverjar gert miklar árásir á borg, sem aðeins er nefnd N. og hafi bæði stórskotaliði og loftárásum verið ’beint á stað þennan. Þegar því var lokið, ■kom |áhlaup á landi og urðu Rússar að hörfa. í Dorikírikanmm, við Klets- kaya, segja Rússar, að þeir hafi hrundið öllum árásum möndul- herjanna. Mikil loftárás á Karlsruhe. London, í gærkveldi. REZKI flugherinn gerði í fyrrinótt mikla árás á þýzku iðnaðar- og járnbrauta- borgina Karlsruhe. Segir í til- kynningu flugmálaráðuneytis- ins, að árásin hafi verið ágæt- lega heppnuð og hafi geysilegir eldar komið upp í borginni. Karlsruhe er mikilvæg járn- brautaborg og þar að auki eru þar margar og mikilvægar her- gagnaverksmiðjur. Ein af brezku Wellington-flugvélun- um, sem þátt tók í árásinni, skaut niður tvær Junkers 88 sprengjuflugvélar og sáust þær springa í loft upp á jörðunni. Sermin® SuEB@r Sæf ur af tstðrfum nfanríkisráðh. Bann var taðalfy!Igis- maðurHItlers á Spáml LONDON í gærkveldi AÐ hefir vakið mikla at- hygli um allan heim, að Senior Serrano Suner, utan- ríkismálaráðherra Spánar, hefir látið af störfum. Suner er kunnur fyrir að vera mikill fylgismaður nazista, og hefir hann ætíð unnið að því með oddi og egg, að auka sam- vinnu Spánar og mödulveld- anna, og margir hafa grunað hann um að reyna að koma Spáni í stríðið. Við stöðunni hefir tekið Ho- dana herforingi, sem gegndi stöðunni árin 1938 til ’40. Var hann hægri hönd Francös, með- an á borgarastyrjöldinni stóð og var áður foringi herforingja- ráðs hans í Marokko. Nokkrar aðrar breytingar hafa verið gerðar á stjórninni. Assantio herforingi hefir tekið við stöðu hermálaráðherrans af Barita herforingja. Franco hefir sjálfur tekið við formannsstöðunni í Phalanx- flokknum, en Suner gegndi áður þeirri stöðu. Þetta spor Francos getur haft margvíslega þýðingu og er nú enginn vafi á, að hann óttast ósigur Möndulveldanna, en tel- ur Spán ekki hafa ráð á að vera í flokki þeirra, sem undir verða. Má nú búast við nánari sam- vinnu Bandamanna við Spán- verja. New York. — Roosevelt for- seti hefir haldið ræðu til stúd- enda þeirra, sem sækja alþjóða- mót stúdenta, sem nú stendur yfir í Washington. Sagði hann, að allt, sem nazisminn hefði að bjóða æskunni, væri dauði. Hinn nýi heimur mun ekki verða til á einni nóttu, sagði for- setinn, hann krefst mikils átaks, fórna og trúar. ❖ London. — Wavell hefir haldið ræðu í tilefni af þriggja ára afmæli stríðsins. Sagði hann, að hættan hefði aldrei í 100 ár verið eins nærri Indlandi og nú, en, bætti hann við, varn- ir landsins eru öflugri en nokkru sinni. London. — Alexander flota- málaráðherra Breta hefir í ræðu sagt, að Bandamenn hafi aldrei sökkt eins mörgum kafbátum og þeir gerðu í ágúst. Hættan af tundurduflunum er nú svo að segja úr sögunni. Ný tæki eru í notkun og það er kafbátum hættulegra en nokkru sinni að gera árásir á skip okkar, sagði Alexander að lokum. Bretar misstu 8 flugvélar og er það mjög lítið í hlutfalli við fjölda flugvélanna, sem tóku þátt í árásinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.