Alþýðublaðið - 04.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.09.1942, Blaðsíða 5
Föstudagnr 4. september 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ ERFÐASKRÁR eru margs- konar. Mr. Justice Lang- ton segir, að sumt fólk líti á samningu erfðaskrár eins og' ein hvern heilagan atburð. Það vill gera þær í einrúmi og við hefur allskonar siði. Aðrir telja samningu erfðaskrár ósköp sjálfsagðan hlut, sem þurfi ekki að taka svo ýkja alvarlega. Þetta er víst hvorttveggja rétt, svona er fólk. Það sést bezt á því, hve margbreytilegar skoðanir og til finningar koma fram í erfða- skrám. Nú skulu nefnd tvö dæmi. Erfðaskrá frú Margrétar Thomp son er einhver furðulegasta erfðaskrá allra tíma. Frú Mar- grét átti heima í Lundúnum og dó 1777. Hún var ákaflega hrifin af neftóbaki, þessu „dýr- mæta dufti,11 eins og hún komst að orði. í erfðaskrá hennar eru þessar setningar meðal annarra. „Ég mæli svo fyrir, að þegar ég hefi verið kistulögð, skuli svo miklu skozku neftóbaki, beztu tegund. stráð yfir líkama minn, að ekki sjáist í hann. Ekkert er svo hressandi sem þetta dýrmæta duft. Sex mestu neftóbaksmennimir í St. Jakobs-sókninni eiga að bera mig, klæddir tóbakslit-um káp- um. Sex ungmeyj'ar eiga að halda uppi jöðrum sorgarblæj- urmar yfir kistunni og skal hver þeirra bera á sér tóbaks- bauk, svo að þær geti hresst sig á göngunni.“ Svo var það Spitz, heppnasti hundur í heimi. Hann erfði 6 000 pund eftir húsmóður sína Margréti MeDermott í Chicago. Ættingjar hennar véfengdu erfðaskrána, en dómarinn stað- festi hana þegar hann hafði hlustað á framburð lögfræðings hinnar látnu, Óskars A. Ross. Hann tók það fram, að jómfrú McDermott hefði þrásinnis sagt, að Spitz væri eini vinur sinn. Héppi hlaut því þessi sex þús- und pund. Á einum stað er enn haldið við einkennilegum sið, sem er allt frá þeim tímum, er lík- stuldar tíðkuðust. Er þar farið eftir fyrirmælum erðaskrár. Þetta er í Suttan-sókninni. Þar er fjölskyldugrafhvelfing ein opnuð 12. ágúst ár hvert,, og hefir það verið gert í 144 ár. Þetta er gert samkvæmt fyrir- mælum í erfðaskrá dætra Jam- es Gilson í London, en þær voru hræddar við líkstuld, og vildu hafa þessar varúðarráðstafanir. Richard Stratton Layboume liðsforingi lagði 3 000 pund í sjóð og ánafnaði foringja her- sveitarinnar frá Wales. Skyldi hann veita hverjum welskum hermanni í Gíbraltar ákveðinn 8BE Frá Midwayorrustunni. Mynd þessi var tekin í orrustunni miklu við Midway, þegar Ameríkumenn unnu hinn mikla sigur sinn á Japönum. Sýnir mynain eina verulega tjónið, sem Ameríkumenn urðu fyrir, eða þegar flugvélamóðurskipið. Yorktown varð fyrir árásum japanskra steypiflugvéla og laskaðist. Einkennilegar erfðarskrár. skammt af bjór og vindlingum á afmælisdegi hins látna ár hvert. Laybourne lagði líka 500 pund í sjóð, og skyldi verja tekjum af honum til þess, að veita hverjum liðþjálfa í welsku hersveitinni kampavíns flösku á hverju laugardags- kvöldi, þegar þeir væru í út- varðaeftirliti, Þetta á að vera á tímabilinu frá 1. október til 31. marz. Gamalt máltæki segir, að það kosti ekkert að vera kurteis. En enginn veit, hvað hægt er að græða á kurteisinni. A. J. Ravenshill strætisvagnastjóri erfði 25 pund vegna kurteisi sinnar við farþega. Antonio A. T. Banbara, skipamiðlari í Liver pool, lét þakklæti sitt í ljós á svipaðan hátt. Hann mælti svo fyrir, að eitt pund af eftixlátn- um eignum hans skyldi renna til hvers vagnstjóra, í Liver- pool-sporvagnafélaginu, þeirra sem lengst hefðu starfað, og ekið höfðu þá áætlunarleið, sem hann og fjölskylda hans þurfti að fara. Hverju sinni sem herra Eustace Meddings las um eigin- mann, sem arfleiddi konu sína með því skilyrði, að hún giftist ekki aftur, sagði hann „eigin- gjarn óþokki.“ Engum þurfti því að koma það á óvart, að Tilkyiming. Að gefnu tilefni vill Vörubílastöðin „I>róttur“ að- vara alla verktaka um, að vorir taxtar eru háðir verð- ^ sveiflum, sem hæglega geta breytzt með stuttu milli- N bili. — Teljum vér því allar skuMbindingar, sem kxmna ^ að verða gerðar um verð á akstri yfir lengri tíma, 'í okkur óviðkomandi. ). Stjórn Vörubílastöðvarinnar „Þróttur‘ hann arfleiddi konu sína að öll- um eignum sínum með ósk um, að hún giftist aftur, ef hana langaði til. Hinsvegar er efni margra eríðaskráa á þá lund, að hæfi- legra væri, að þær væru skrif- aðar með eitri en bleki. Slikar skrár eru oftast gerðar af mönn- um, sem borið hafa kala í brjósti til kvenna sinna, — af ímynduðum eða óeðlilegum á- stæðum. Hér er dæmi rnn þetta: „Eignir minar mundu senni- lega hafa verið stórum meiri, ef hið óhappasæla kvonfang mitt hefði ekki reynzt þröskuld- ur á þeirri leið, því ég er kvænt- ur þeim slyngasta ræningja, sem vinnur í dagsbirtu að iðju sinni.; Tejk'|gsl( míru viði þessa edikssúru óvætti í mannsmynd hafa, að ég ætla, kostað mig meira en 400 pund.“ Annar eiginmaður arfleiddi konu sína. að farthing (þ. e. minnsta mynt- in, fjórði hluti úr penny) og átti það að sendast í ófrímektu umslagi. Þetta hefði kostað ekkjuna útgjöld, sem hefðu orðið hærri en arfurinn. Oft hefir það komið fyrir í Englandi, að menn hafa arf- leitt konur sínar að nokkrum aurum ásamt þeirri ósk, að þær kaupi sér fyrir þá snærisspotta til að hengja sig í. Miðlari nokkur skrifaði: „Ég eftirlæt konunni minni friðil sinn ásamt þeirri vitneskju, að ég var ekki eins mikið fífl og hún bjóst við. Syni mínum eftirlæt ég ánægj- una af því að vinna fyrir sér. í þrjátíu og fimm ár hélt hann, að þessi ánægja væri mér ætluð. Honum skjátlaðist.“ Og svo var maður í úthverfi Lundúna, sem arfleiddi konu sína að buxunum sinum, sem merki þess, að hún þráði alla ævi, að vera í slíkri flík, sem húsbóndinn á heimilinu, en það var hún aldrei.“ Loks er þessi að minnast, að ýrnsar aðferðir hafa verið notað- ar til að skrifa erfðaskrár. Blind- ur maðusr í Los Angeles lét eftir sig erfðaskrá, sem var ekki annað en raðir af smáholum í mjúltum pappír. Þetta reynd- ist vera rithönd hins látna og var erfðaskráin tekin gild. Erfðaskrár hafa komið fram á ýmiskonar skjölum, bæði í Engiandi og Ameríku. Glad- stone hleypti þessari tízku af stokkunum með því að skrifa erfðaskrá sína á blöð, sem rifin voru úr sparisjóðsbók. Tóbaks- sali í London skrifaði sína hins vegar á bút úr Evrópukorti. í Ameríku hefir erfðaskrá skrifuð með snarhönd verið tekin gild, og í Frakklandi skrifaði fyrr- verandi yfirdyravöður í Dóm- höllinni erfðaskrá sína snotur- lega á einn stólfótinn í iborð- stofunni, sinni. En ef til vill er erfðaskrá bónda nokkurs í Tenessee ein hin furðulegsta, sem sögur fara af. Eftir dauða hans leituðu ættingjar hans hátt og lágt að erfðaskrá hans, en fundu hvergi. Þá bar svo til, að vinnumaður einn gekk niður í kjallarann og fann þá erfða- skrá bóndans rispaða á hollenzk an ost. í næstsíðasta stríði voru marg ar erfðaskrár skrifaðar í mestu hættu á allkonar hluti, t. d. vindlingapakka og bakhliðar heiðursmerkja. Éin fannst eftir Jótlandsorrustuna á einum skildi, sem sjóliðar bera um sér, með upplýsingum áletruð- um. Að síðustu skal getið um erfðaskrá Ameríkana nokkurs, ef erfðaskrá skyldi kalla. Hann hefir enn ekki kvatt þennan heim, en er hræddur við að verða kviksettur. Hann hefir því lagt svo fyrir, að hljóðnemi skuli settur í líkkistu hans og skyldi hann vera í sambandi við hátala í húsi kirkjugarðs- varðarins. Hljóðneminn hefir þegar verið settur í kistuna full smíðaða og nú er ekkert annað eftir en sjá, hvort útbúnaður- inn sé ekki allur í lagi, sem verður ekki hægt að sjá fyrr en maðurinn fellur frá. Kaispendur, kaupmenn og lögin rnn vörusvik. — Tjarn- arbíó, árvalsmyndir og George Formy. — Okrið á veitingasíöðum út um land. — Bitreiðaskúrarnir. EG FÆ hvaS eftir aunað bré? frá fólki, sem kvartar und- an því, ao því séu seldar skemmdar vörur eða eyöilagöar, að það hafi reynt að fá seljandann til að taka vörurnar aftur, — en því hafi verið neitað. Er fólk fullt af giemju yfit’ þessu, sem vonlegt er. FYKIlí NOKKRUM dögum fékk ég eftirfarandi bréf: „Mig lar.gar til að spyrja þig um eftir- farandi: 3era ekki kaupmenn á- byrgð á vörum, sem þeir selja, að varan sé nothæf? Og, ef hún reyn- ist það ekki, eru þeir þá ekki skyldugir að taka hana aftur?“ ,EG SPYR ÞIG um þetta, vegna þess, að ég keypti 1 kg. af smjöri um daginn. Það reyndist ekki rnannamatur, þegar heim kom. Eg fór með smjörið daginn eftir, og ætlaði að skila því, en þá sagðist kaupmaðurinn ekki taka það aft- ur, og hann tæki enga ábyrgð á þeim vörum, sem hann seldi. Eg ætla ekki að svo stöddu, að birta nafn þessarar verzlunar, ég ætla að bíoa eftir úrskurði þínum. En það getur verið gott fyrir fólk að vita, hvaða verzlun þetta er.“ AF TILEFNI ÞESSA bréfs — og bað getur verið svar til fjölda margra annarra, vil ég segja þetta: Seljandinn ber ábyrgð gagnvart kaupandanum á því að varan sé óskemmd. Hann er skyldugur að taka hana aftur eða enaurgreiða hana. Oft er smákaupmaðurinn al- veg saklaus af því að hafa selt svikna vöru, en hann ber þó á- byrgð gagnvart kaupandanum — sjálfur getur hann svo leitað réttar síns gagnvart þeim, sem hann hefir keypt vöruna hjá. G-158 SKRIFAR: „Hvernig var það, Hannes minn, var okkur bíó- "estum ekki hátíðlega lofað af hinu nýstofnaða Tjarnarbíói, að þar yrðu aðeins sýndar I. flokks myndir, eða sem næst því? Það er eins og mig minni, að þetta sé rétt hjá mér. En sé svo, þá verð ég að segja, að illa höfum við verið sviknir þar. Bíóið fór vissu- lega vel af stað með aö sýna “Lady Hamilton”, því að sú mynd var prýðileg, og bíóinu vissulega saniboðin.“ „EN MER BKÁ í BRÚN núna um helgina, þegar ég heimsótti bí- óið í annað sinn, því að myndin, sem þá var sýnd, og er víst enn, er einhver sú leiðinlegasta og bjánalegasta, sem ég hefi séð, og einkum þó þar, sem hún átti að vera gamanmynd. Það var myndin „Það rættist úr því“ með George Formby. Formby-myndir eru venjulega mjög smellnar og Frfc. & 6. síSu. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.