Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 5. scptcmber 1942» Maria Hallgrimsdéttlr: Menn, sem itæma konnr t ótlegð arleysi. „Þá væri allt í lagi,“ sagði hún. „Þú getur gefið barnið,“ sagði ég. „Ég gæti ekki gefið barnið mitt.“ Mér fannst hún vera með aleiguna sína, lífið, sem hún var að biðja að tortíma, á móti vilja sínum og betri vitund. Ég þurfti ekki að spyrja hana um, hvers vegna að hún hefði misst trúna á lífinu. Mér flaug margt í hug, ástandsnefndin ógleymanlega, undir grímu mannúðar og gæsku, átti kannske ein- hvern þátt í því með almenn- ingsálitinu, sem átti áð 'bæta öll mein siðferðisins. Hvaðan kom slíkum mönnum réttur, til þess að ganga svo nærri konum? Var það ekki hnefa- rétturinn — ofbeldið? Við lifum á óöld. Það hefir æ- tíð þótt létt verk og löður- mannlegt að vega að konum, jafnvel enn í dag er það níð- ingsverk, hvort heldur er í orði eða’á borði. Það fór hroll- ur um mig. Allt var á hverf- anda hveli og þó fór lífið sínu fram. Unga stúlkan gekk álút eftir götunni í sólskininu. Mér Verkamenn! s V i V V V VÍSCOl| v leðurfeitiv v margfaldar endingu vihnu- ^ stígvéla yðar og gerir þau * vatnsheld. MILO „,«<>. ií,p° UUlDSfiLUBIRrSni' ARNI JÓNSSON. HSfNAMIC.9 fannst dimmt í heimi, og mig: furðar á því að mennirnir skuli dæma hana. M. H. (U|»fðnbUðrt ðtrdanði; Alþýðuflokkurinn Kltstjóri: Stefán Fjetursson Ritstjórn og afgreiðsla i Al~ þýðuhúsinu við Hverfisgötu Simar ritstjórnar: 4901 og 4902 Simar afgreiðslu: 4900 og 4006 Verð i íausasölu 23 aura. AlþýðnprentsmiSjan h. f. Alltaf of seint. Aldrei í sögu reykja- VÍKUR hefir húsnæðis- leysið þjáð bæjarbúa eins og nú — og er þó langt til jafnað, því að húsnæðisvandræðin eru orðin ,,króniskur“ sjúkdómur þessa bæjarfélags. Maður skyldi ætla að reynsl- an af þessum sjúkdómi bæjar- félagsins hefði getað kennt valdamönnum þess. einhver ráð til úrbóta, en sjón er sögu rik- ari. Þeir hafa ekkert lært, því að allt, sem gert hefir verið til skamms tíma af ráðamönn- um bæjarfélagsins hefir verið afkáralejg hírossalækning, kák eitt, sem lítið hefir, eða ekkert, bætt úr bölinu. Sama sagan endurtekur sig ár eftir ár um flutningsdagana að hundruð og jafnvel þúsundir manna standa á götunni og eiga hvergi höfði sínu að að halla — og þetta hefir orðið enn hörmulegra hin síðustu ár, því að nú eru menn farnir að vera stöðugt húsnæðislausir. í þessu máli, eins og svo fjölda mörgum öðrum, hafa að- varanir Alþýðuflokksins reynzt réttar og á rökum reistar. Fyrir meira en 20 árum hóf Alþýðu- flokkurinn baráttu sína fyrir því, að Reykjavíkurbær hæfi byggingaframkvæmdir í stór- um stíl, að hann Ieigði síðan edgin fbúðahúsnæði eða seldi það og ynni þannig á móti hús- næðisvandræðunum,, ' sem þá þegar voru farin að þjá mörg heimili. En iþó að menn virðist gleymá ýmsu mjög fljótt, þá ættu þeir þó að muna, hvernig þá var tekið í þessar tillögur. íhalds- flokkurinn taldi það ekki „ná nokkurri átt að taka fram fyrir hendur á einstaklingsframtak- inu í byggingamálunum“ og það stoðaði ekki neitt, þó að Alþýðu- flokksmenn í bæjarstjórn og A1 þýðublaðið sýndu fram á það, að einstaklingsframtakið myndi ekki hugsa um það að hafa nægilegt húsnæði, og því gæti það orðið böl fyrir bæjarfélag- ið, ef ekki yrði hafizt handa. Baráttan um þetta mál hefir staðið svo að segja hvern dag síðan. Stærsta sigur sinn í því — og raunverulega þann eina, vann Alþýðuflokkurinn, þegar hann fékk með samningum við Framsóknarflokkinn íögin um verkamannahústaði sett. Síðan þau vorú samþykkt hafa fjölda margar ágætar íbúðir verið byggðar. Bæjarstjórn Reykjavíkur tók þessum lögum með fullum fjandskap og lýsti yfir því, þegar hún var spurð YMIS BLÖÐ halda áfram að hóta íslenzkum konum og dæma þær í útlegð fyrir framferði, sem að þeirra dómi er vítavert. Flest er þetta ritað af meiri tilfinningu en skiln- ingi eða þekkingu. Ungar stúlkur eru ýmist særðar við ættjarðarást eða þeim er hótað með útlegð — og ekkert dugar. Fyrir nokkru var ég í hópi nokkurra íslendinga, sem voru að kvarta yfir kvennmanns- leysi, svo kurteislegt sem það nú er. Við stúlkurnar vorum fremur fáorðar. Loks tók einn 'þeirra að aka sér og sagði, að það væri ljóta hallærið, síðan herliðið kom, áður hefði verið úr nógu að moða! Við kvöddum þá, og höfðum á tilfinningunni að við hefðum ekki verið í góð- um félagsskap. Manntalsskýrslurnar síðustu árin — jafnvel áratuginn — hafa sýnt, að þúsundir kvenna eru umfram menn í Reykjavík. Ættjarðarástin er sjálfsagt sterk tilfinning, en er ekki sjálf lífshvötin enn, sterkari? Ætli að lífshvöt hraustrar og þróttmikillar æsku sé ekki sterkari en nokkur ættjarðar- ást eða tryggð við æskuheim- ili? Öldum saman hafa mennirnir verið knúðir út í stríð — á vígvöllinn — af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, og ætíð hafa konurnar setið eftir heima og gætt hins unga lífs, haldið við hinu eilífa lífi á jörðunni. Meginþættir mannlegs eðlis eru líkir gegnu(m aldirnar. Goða- fræðin á sögu um konungs- son, sem hafði þrætueplið milli handa: þrjár gyðjur kepptu um eplið, ein hét kon- ungssyninum vizku og her- frægð, önnur lofaði auðæfum og ríki, og hin þriðja fegurstu konu jarðar, og hvað kaus hann — auðvitað fegurstu konu jarð- arinnar. um álit sitt á lögunum, að að hennar 'hyggju myndu þau gera meira ógagn en gagn. Reynslan hefir þó sýnt annað. En bæjarfélagið hefir ekkert gert, nema ef vera skyldi Póla- byggingarnar endur fyrir löngu og svó Höfðaborgin í fyrra. Stefán Jóhann Stefánsson skrifaði í hitteðfyrra meðan hann var félagsmálaráðherra bréf til borgarstjórans og hvatti eindregið til gagngerðra að- gerða gegn fyrirsjáanlegum hús næðisvandræðum. Borgarstjóri gerði ekkert fyrr en nokkum vikum fyrir fyrsta október í fyrra, þegar hann svo að segja rakst á húsnæðislausa fólkið á hverju götuhorni alla tíma dags ins. Þá hóf hann undirbúning- inn að byggingu Höfðáborgar og afleiðingin varð sú að hún kom allt of seint til þess að bæta úr sárustu þörf þá. Þannig hafa allar framkvæmdir verið af hálfu bæjarfélagsins. Þær hafa komið of seint. Seint í sumar var svo hafist handa um einu raunverulegu Mörg nútímastúlkan muh hugsa það, sem Guðrún Ósvíf- ursdóttir sagði, er Kjartan fór utan og hún vildi fara með: Eg ann ekki íslandi. En bak við það hlýtur að liggja, að Guð- rún unni Kjartani meira en ætt- jörðinni. Og enn tekst mönnum að snúa ást konunnar upp í hat- ur. Það hefir orðið hlutskipti margra kvenna að ganga er- lendum hermönnum á hönd, enga þeirra mun langa til að verða eftir á íslandi, að stríð- inu loknu; annað er, hvað að- stæður geta neytt þær tiL Ann- að mál er, hvort það er ekki eðlileg skylda föðurlandsins, að sjá fyrir þeim, eða hvað eiga þúsundirnar að gera, sem eru umfram? Mikið er talað um þjóðrækt nú á dögum, en er ekki mannúð og gagnkvæmur skilningur einstaklinga lítillar þjóðar, nauðsynleg undirstaða til þess að þjóðin standi §em einn mað- ur. Sjaldan kemur út blað, sem á einn eða annan hátt ekki ó- virðir konuna, þótt ekkert blað gangi eins langt og eitt víðlesn- asta dagblaðið okkar, sem oftast birtir fáránlegar skrítlur um eiginkonuna, unnustuna, tengda móðurina eða stúlkuna. — Það er ekki einu sinni hnytt- ið, og marga konu hefi ég heyrt hafa orð á því að segja blaðinu upp vegna þessa áróð- urs. Fyrir helgina streymdi fólk- ið út úr bænum. Eg sat eftir og horfði á fjöllin allavega lit í sólskininu og sjóinn silfurblá- ann. Fólkið hraðaði sér af stað með bakpoka, og töskur — í glitklæðum — upp í sveit. Þetta var eitthvað svo ánægju- legt. Eg hitti unga og glæsilega stúlku, hún var einbeitt á svip- inn, en svo alvarleg, að mér fannst hún sorgin uppmáluð. Hún spurði mig hvað hún ætti að gera, því hún 'væri ekki ein. „Giftu þig“, sagði ég í hugsun- byggingaframkvæmdirnar fyrir almenning, sem bæjarfélagið hefir haít með höndum. Það var árangur af tveggja áratuga baráttu Alþýðuflokksins og samþykkt samkvæmt tillögu fulltrúa hans í bæjarstjórn. En það er ekki nóg að byggja einu sinni nokkra tugi íbúða. Bærinn verður allt af að vera að hyggja. Og við skulum vona, að bygg- ingarnar, sem byrjað er á á Melunum, séu aðeins upphafið. Þessar byggingar bæta hins vegar ekki úr neyðinni nú. Það var byrjað allt of seint, alveg eins og allt hefir verið gert of seint í þessum málum áður. — Reynslan, sem Reýkvíkingar hafa fengið af afskiftum bæjar- stjórnarmeirihlutans í hús- næðismálunum ætti að hafa kennt þeim þann sannleika, að það er skaðlegt fyrir þá að fela slíkum mönnum forsjá mála sinna En nú eru margir einmitt að súpa seyðið af því að hafa gert það. •*# UM LANGAN TÍMA hafa öll blöð verið full af bollaleggingum um það, hvað gera ætti til þess að stöðva verðbólguna og dýrtíðarflóðið. Hér fara á eftir nokkur orð um þetta mál, sem nýlega birtust í Skutli, blaði Alþýðuflokksins á ísafirði: „Nú hafa .... höfundar gerð- ardómslaganna rekið sig á, og sumir þeirra viðurkennt að þjóð- in hafi ekki viljað hlý^a þess- um ranglátu lögum, en hvað ætla þeir svo að gera? Ætla þeir að stöðva auðsöfnun einstaklinganna, og hvernig ætla þeir þá að gera það? .... Er það máske rétta leiðin að láta auð- inn safnast á einstakra hendur, og taka svo aftur einhvern hluta hans með sköttum? Á venjulegum tíma getur verið að það dugi. En nú dugar það ekki. Þegar menn hafa fengið milljónirnar í hend- ur, eru þeir ekki fúsir á áð láta þær af hendi aftur. Og heldur en að gera það, er beitt klóm og: kjafti, skattsvik og hvers konar spilling dafnar, braskið kemst í algleyming, jarðir eru keyptar af bændunum fyrir afarverð, fiski- bátarnir af eigendum fyrir freist- anai upphæðir, vinnuaflið lokkað frá aðalatvinnuvegunum í fánýta þjónustu spekúlanta og spákaup- mennsku. Þetta eru ávextir þess, að auðurinn fær að safnast í dyngjur og færa þjóðfélagið úr skorðum. Eg fæ ekki betur séð ,en að ein leið, og aðeins ein, dugi, og hún er sú, að ríkið taki í sínar hend- ur alla utanríkisverzlunina og alla flutninga frá landinu og til þess. Með því væri gripið fyrir ræt- ur auðsöfnunarinnar, því hana má hvarvetna rekja til þessara or- saka. Með' því fengi ríkisvaldið full umráð yfir því auðmagni, sem spekúlantarnir skaða þjóðina nú með og valda verðbólgu og hvers' konar lausungu. Með því móti væri hægt að veita fjármagninu þangað, sem þess væri þörf, og sjá um, að það flytjist ekki þangað, sem það veldur tjóni, eins og nú á sér oft stað. Með því væri hægt að gera aðalatvinnuvegi lands- manna fyllilega samkeppnisfæra við naargvíslega óþjóðnýta sl.arf- semi, sem nú eyðir orku fullorð- inna karla og kvenna þúsundum saman.“ Þessi orð skera sig gleðilega út úr mörgu því, sem um vanda mál verðbólgunnar og dýrtíð- arinnar hefir verið skrifað. Hér er ekki verið með neinn harma grát né vangaveltur, heldur stungið upp á að taka fyrir rætur meinsemdarinnar. Þjóðviljinn birti í gær eftir- farandi kafla úr bréfi frá ein- um flokksmanni sínum: ,Við verðum að hafa pólitík okkar eitthvað meira en ásakan- ir á andstæðingana. Við verðurn líka að leitast við að beina hug fólksins að því, sem við viljum að komi og við verðum að sýna fólk- inu fram á í fullri alvöru að sós- íalisminn kemur ekki yfir það eins og regnið úr skýjunum, held- ur einungis fyrir tilverknað þess sjálfs....Mér mislíkar stórlega hvað flokkurinn leggur í ræðu og riti einhliða áherzlu á gagnrýni á andstæðinga. Hann verður líka að hamra inn í fólkið að hefjast handa um samtök og félagsskap. Við verðum að kenna fólkinu fé- lagssiðgæði.“ Jú, hugsunin er falleg. En er það ekki svipað því, að fara í geitarhús að leita sér ullar, að far í koirunúnistaflokkinn til að ,,kenna fólkinu félagssiðgæði“?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.