Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. september 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Engir loeyfisdagar, engar sigurhátíðir. Vinn- ið 'verkin og vinnið iþau fljótt.“ Jack Curtin hafði nýlega mynd- að áttundu Alþýðuflokksstjórn- ina í Ástralíu. Sumum þeirra seytján Alþýðuflokksmanna, sem fóru í stjórn með honum, fannst forsætisáðherrann eiga skilið að taka sér nokkurra daga frí. En Jack Curtin datt það ekki í hug. Hann kallaði sam- ráðherra sína til sín þegar í stað, þegar þeir höfðu unnið embættiseið sinn, og hann hef- ir unnið sleitulaust síðan. Jack Curtii er hæggerður og þögull maður. En hann getur verið mjög ákveðinn, stuttorður og gagnorður þegar þess þarf með. Stundum hafa menn skílið hlédrægni _hans sem skort á dugnaði. En það er hinn mesti misskilningur og rangt mat á manni sem aldrei á ævi sinni hefir hikað við að leggja á sig ailt, sem hann gat orkað, til þess að koma í frarnkvæmd áhugamálum sínum. En hann hefir leikið á menn með því að fara rólega að öllu. Og það er ekki öllum mönnum ljóst, að forsætisráðherra Ástralíu hef- ir myndað sér skoðun á nærri því öllum málefnum. Menn hafa íitið svo á, að vegna þess, að hann hefi stundum verið þogull og ekki þótzt þurfa að tala mikið, væri hann óákveð- inn og sinnulítill, en það er öðru máli að gegna. Hann er alltaf reiðnubúinn til að starfa og lætur verkin tala í stað orðanna. Jack Curtin fæddist fyrir 56 árum í Creswick, sem er lítil borg í Victoríu. Faðir hans var lögreglumaður, og þegar Jack var tólf ára hætti hann í skóla og fór að' læra prentiðn og vann sem nemandi við viku- blað borgarinnar. Er hann hafði verið þar í fjögur ár fekk hann atvinnu í verkstæði hjá leir- kerasmið. Um þetta leyti iðkaði hann knattspyrnu og varð frægur Flugvöllur á Nýju Guineu. Ameríkskar og ástralskar orrustuflugvélar eru nú á Nýju Guineu og hafa veitt Japönum harðar móttökur, þegar þeir hafa sótt þangað. Hér sjást Aircobra flugvélar hefja sig til flugs. \ fyrir þá íþrótt í fæðingarborg sinni. Jafníramt fór hann að taka þátt í verkalýðsmálum og eftir fáein ár fór hann úr verk- smiðjunni og gerðist ritari Bandalags timburverkamanna. Árið 1917 var Jack Curtin orð inn þekktur verkalýðsleiðtogi, ekki einungis í fæðingarborg sinni, heldm" víðar. Enn þá hækkaði hann í tigninni og gerð ist nú ritstjóri blaðsins „The Westralian Worker“ Þar fékk hann loks stari' við sitt hæfi. Heimsstyrjöldin hafði valdið miklum breytingum á mörgum sviðum í Ástralíu. Og herútboð- ið varð mikið deiluefni. Þegar Keðjur og tannhjól fyrír fyplrligg|ai%di. imALmm&m Á ia«®i wriks Th© Renðld aœé Ci©iresati,sy Chðk 0©. Lfd. Manehe^teF —, Englansd. i Relðhfólaverksilðfad ,Fálkinn‘ Langavegi 24 Beykjavíb* það var til umræðu reis öflug mótmælaalda. Enginn réðst með meiri ákefð á herútboðið en hinn fámálugi og hæggerði ritstjóri blaðsins „The Westral- ian Worker.“ Curtin gerðist ritari bandalags gegn herútboði. Og hann barðist svo hatram- lega, að hann varð fyrir hatri bæði- stjórnarinnar og leiðtoga föðurlandssmna. Flrumvarpið var fellt og leiðtogar hinna stærstu flokka urðu óðir af reiði. Curtin áleit hyggilegast að hverfa af leikvelli stjórnmál- anna um skeið. , er war§ sfriðinu. brauði og skófatnaði.“ Hann réðst mjög eindregið á hina miklu skatta á lágtekjumenn, sem gert var ráð fyrir. Hin íhaldssama stjórn hafði 33 at- kvæði í þinignu. En Alþýðu- flokkurinn 32. Áður fyrr höfðu hinir 2 óháðu menn í þinginu verið stuðningsmenn stjórnar- innar. Alþýðutflokkurinn bar fram vantraust á stjórnina, og þegar hinir tveir óháðu greiddu atkvæði með vantraustinu urðu atkvæði stjórnarandstöðunnar CL'RTIN lét lítið á sér bera í rúmt ár. Reiðin út af herútboðsfrumvarpinu hjaðnaði um leið og styrjöldinni lauk. Curtin kom nú aftur á vettvang og gerðist á ný ritstjóri blaðs síns. Meðan hann dró sig í hlé frá þjóðmálabaráttunni, hafði hann kynnzt ungri stúlku, Elsie Hobart, sem var verkalýðssinni og á móti herútboði, eins og hann. Þau giftust og stofnuðu heimili að Cottesloe, sem er í útjaðri Perthborgar niðri við sjóinn. Þar eiga þau heima enn í dag. Árið 1928 var Curtin kosinn á þing. Þar sat hann til ársins 1931, en féll þá við kosningar. Hann komst aftur á þing árið 1934 og hefir verið á þingi síðan. Hann gerðist leiðtogi Alþýðu- flokksins árið 1935. í október- mánuði síðastliðnum lagði for- sætisráðherrann, Arthur Willi- am Fadden, eftir að hafa setið 37 daga að völdum, nýtt fjár- lagafumvarp fyrir þingið. Curt- in réðst af mikilli herkju á frumvarpið. „Fjárlagafrumvarp það, sem stjórnin hefir lagt fram, legg- ur engar kvaðir á herðar hinum ríku.“ sagði hann. „En það sviptir börn fátæklinganna bæði 34 gegn 33 atkvæðum stjórnar- innar. Fadden forsætisráð- jherra ba^st lausnaíj þ!egar i stað fyrir ráðuneyti sitt. Því næst var skorað á Jack Curtin að mynda stjórn. Hann lýsti því strax yfir, að auk forsætisráð- herraembættisins, myndi hanm taka að sér landvarnarráðu-. neytið. Síðan hafa hemaðar- málin tekið skjótum framför- um í Ástralíu. * JACK CURTIN er mjög íþróttalega vaxinn. Við fyrstu kynningu virðist mörg- ijm hann vera þumbaralegur og stoltur. En það er fjarri því að svo sé. Hann er hlédrægur og virðulegur í framgöngu, en en mjög vingjarnlegur og ástúð- legur undii* niðri. Hann segir, að bezta skemmt- un sín sé sund og gönguferðir. En í raun og veru hefir hann mest gaman af því að tala við skemmtilega menn. Honum þyk ir gaman að því að halla sér aft- ur á bak í stólnum sínum með tebolla fyrir framan sig og tala við gáfaða menn. Hann getur rætt um fjöldamörg málefni og verða menn oft undrandi á því, hversu víðtæk þekking hans Og hann er ekki hræddur er. við að láta í Ijós skoðarir sín- ar. \ I j1* NN ÞÁ hefir hahn mikinn áhuga á knattspyrnu og er það íþróttin, sem hann fylgist nákvæmlega með. Stöku sinn- um hefir hann gaman af að spila bridge. Hann hefir engan blaða- fulltrúa í þjónustu sinni, eins og hinir ameríksku stjórnmála- forkólfar. Hann vill vera frem- ur en að látast. Um þessar mundir hefir hann aðeins eitt höfuðtakmark: að buga fjand,- menn lýðæ&isins.; Og að því marki keppir hann í fararbroddi þjóðar sinnar. Ég er skotinn í *henni! — Nýtt bréf frá ungfrú „L“ Grípið grjótið — og grýtið hana, ef þið þorið! EG SKAL fúslega játa, að ég er sjálfur svolítið skotinn í ungfrú „L“. Þess vegna mega les- endur mínir ekki lá mér, þó að ég dragi heldur hennar taum. Geta þeir svo sjálfir brotið heilann um það, hvers vegna ég get verið skot- inn í „slíku kvendi.“ Ástarjátn- ingu mína þyl ég aðeins henns og engum öðrum, hvorki kvenkyns eða karlkyns. Hér á eftir fer kafli úr löngu bréfi þessarar ungfrúar: „ „X-12“ EFAST UM að rélegir og virðulegir heiðursmenn geti umgengist stúlku, sem er eins ó- svífin og dónaleg í orðum og fröken ,,L.“ En er ekki rökrétt að álíta, að þegar fröken ,,L“ tali við heiðursmenn, tali hún eins og hefðarkona? Er ekki konan berg- mál mannsins? Máske er ég ekki svo vel að mér í enskri tungu, að ég þekki „dónaskap" hennar. Mik- il málvendnisöld gengur nú yfir landið. Um það er líka ritað og rætt, já, jafnvel skrifaðir bækling- ar. Þó mun flestum finnast, er þekkja lítið eitt til annarra tungu mála, að íslenzkan sé mjög fág- að mál, að minnsta kosti, ef maður dæmir eftir nútíma blaðamennsku og rithætti nokkurra manna, sem rita í blöðin.‘ þeirra . „í BILI MAN EG eftir langri og orðljótri grein er deildi mjög á þýðanda bókar nokkurrar. Hann hafði ekki beygt orðið „kýr“ rétt. Sumum fannst lítil syndin sú, að segja „kú“ hjá óþverraorðbragði því, sem fyllti þá grein. Sumir málvendnismennirnir virðast tína sþörðin og eftir skilja berin, eins og „Grammaticus“ forðum. Hvað ætli að orðið ,,lygi“ komi oft fyrir í graininni á bls. 4 í Morgunblað- inu 23. ágúst s.l.?“ „ „X-12“ MÍNNIST á uppeldis- hæli fyrir stúlkur. Álitamál er hvort nokkur þörf er á því nú, það var kannske þörf á því íyrir stríðið úr því að ekki var bætt úr atvinnuléysinu á annan hátt þá, eða skólaskyldualdurinn lengdur upp í 16—18 ár, eða jafnvel 20 ár, því að mennt er máttur, en auð- ur er valtastur vina. ‘iíðustu árin fyrir stríðið var siðgæðið hér í Reykjavík engin fyrirmynd og fóru af því sögur bæði innan landa og utan. Og ófagrar eru sögurnar Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.