Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 5. september 1942. Eldhússtúlku vantar á veitingahús. HÁTT KAUP. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. V erkamenn og menn vanir járnsmíðavinnu óskast nú þegar. Vélsmiðjan Héðinn h. f. Sími 1365. Björn L. Jonsson; Tízkinbreytingar í matreiðsln HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) ᣠburgeisunum á sumum fjörðun- um á Austurlandi. í>eir, sem ekki hafa haft ástæðu til að kynnast lífinu í bænum áratuginn fyrir stríðið, ættu að lesa „litteratur- inn“ frá þeim árunum. Lesið smá- pésa eins og: „Frúin eða vinnu- konan? Þáttur úr reykvíkskri hjónabandssögu. Byggist á sönn- um viðburði. Reykjavík, 1936. Prentsmiðjan Bergstaðastr. 19“ “. „EKKERT HERLIÐ var þá hér á landi, til þess að kenna um ó- lifnað og óþrifnað, eða til þess að spilla heilsunni. En máske að heil- brigðisstjórnin hafi fyrst gripið í taumana 1940, til þess að kyn- sjúkdómasýklarnir gætu verið hreinræktaður íslenzkur stofn? í samræmi við þjóðræktina og Mon- roe-kenninguna. Þá getur einhver vísindamaðurinn í framtíðinni máske fengið doktorstitilinn fyrir þau vísindi? Já, kannske 26 ára gamall. Síðan máske farið til suð- lægari landa og flutt fyrirlestur um það og getið þjóð sinni og landi frægð.“ „LENGI HEFIR ÞURFT að koma upp drykkjumannahæli, og nú loks er nokkurt útlit fyrir að það komist á stofn. En hver hefir beitt sér mest fyrir því? Ein af okkar merku konum, Guðrún Lárusdóttir. Bendir það ekki á undirlægjuhátt, ef „L“ færi að líkjast enskum hefðarkonum? Því ekki að taka Ólafíu Jóhannsdóttur til fyrirmyndar, eða var það nafn ekki eins fínt að áliti „X-12“ eins og enska nafnið: „The lady with the lamp“ var hjúkrunarkona, sem „lýsti“ hermönnunum. Þeir lofuðu líka ljósi hennar að skína.“ „NEI, ÞAU ERU EKKI talin tárin, sem óhamingjusamar konur og stúlkur úthelltu fyrir stríðið, þegar atvinnuleysið krepti að þeim og allar bjargir virtust bannaðar. Nú er öldin önnur. Nú geta marg- ar þeirra unnið fyrir sér á heið- arlegan hátt. „X-12“ talár digur- barkalega um „æskumennina", sem eiga að fara með hin ímynd- uðu vandamál. Ó-já. Þá dettur mér í hug maður, sem þótti gott „neðan í því“ árin fyrir stríðið. Hann talaði einmitt í þessum tón. Svo tók hann rækilega í nefið, — hvarf síðan til Ameríku og hefir aldrei til hans spurst. En ég þekki konuna, sem sér fyrir börnunum hans.“ „FORRÁÐAMENN þjóðarinnar sváfu yfir kjötpottunum fyrir stríð ið, og sumir þeirra höfðu ekkert á móti því, að nóg væri af kven- fólkinu og réttur þeirra væri að- eins í orði, þess auðsveipnari urðu þær. En svo komust fleiri „tíg- ulkóngar í spilið“ og þá var uppi fótur og í'it og undir mannúðar- og heilsuverndargrímunni voru menn settir til höfuðs nokkrum smámeyjum, sem höfðu villst — menn, sem ekki allir höfðu sem hreinastan skjöldinn — sumir hefðu vænst þess að heiðursmenn hefðu farið og fari með þau mál og aðrir komi þar ekki nærri. Á- standið var sagt óttalegt, en var það ekki afbrýðin, sem stóð að baki og hnefarétturinn sem réði, sem var óttalegastur? “ „ÍSLENZK ÞJÓÐ hefir öll skil- yrði til þess að láta sér líða vel, en hún á ekki að temja sér þjóð- arhroka eða stofna til úlfúðar inn- byrðis. Við höfum nýfengið frels- ið, sem óaldarseggir íslenzkir glöt- uðu fyrr á öldum. Það væri sorg- legt, ef einhver yrði til þess að selja það á ný fyrir Whisky- flösku eða tóbaksdós! Jón Sigurðs- son myndi spyrja hvað væri orðið okkar starf? Lesið biblíuna! Þið, sem ekki viljið slétta götur! Stendur þar ekki, að maður eigi að vera lítillátur og auðmjúkur? Eða er ykkur aðeins eitt nauðsyn- legt, að sjá hvernig hermennirnir dansa við stúlkurnar, sem þið viljið eiga einir?“ SVONA NÚI.Nú getið þið grýtt hana, ef þið þorið! Hannes á horninu. IFYRiIRLESTRI, sem Jónas Kristjánsson flutti í Kvennaskólanum á Blöndósi ár- ið 1925 og prentaður var í Vsrði árið eftir/ bendir hann á, að í matargjörð menningarþjóðanna sé það tízkan ,sem mestu ráði, en hún hirði mest um útlit mat- arins, sem á borð er borinn', og bragðgæði hans, en um næring- arverðmæti hans og hollustu sé ekkert skeytt. Þetta er hverju orði sannara. En það er ekki þar með sagt, að nauðsnlegt sé að afnema tízkuna eða berjast gegn henni, til að ráða bót á iþessu. Það þarf að breyta henni. Og til allrar hamingju er tízkan breytileg. Og hér þarf að breyta henni á þann veg, að mönnum þyki þeir réttir eftirsóknar- verðastir og „fínastir", sem hollastir eru, að við val mat- arins, geymslu hans og meðferð og sjálfa matreiðsluna sé hinu sanna næringargildi og hollust- unni skipað í öndvegi. þetta ætti að vera iþeim mun auðveld- ara, sem breytingin þarf ekki að verða á kostnað útlits og bragðgæða. Reynslan sýnir, og flestir munu fljótt sannfærast um, að réttir sem eru búnir til samkvæmt boðorðum heilbrigð- innar, standa krásum mat- reiðslubókanna sízt að -baki um útlit og bragð. Menn þurfa bara nokkurn tíma — og hann þó ekki langan — til að „læra átið“, því að smekkur flestra er mjög afvegaleiddur orðinn af allskonar kryddi, meira og minna skaðlegu, sykri, salti, pipar o. s. írv.*) Hér á landi er vaknaður á- hugi á neyzlu erlendra og irm- lendra nytjajurta og annarra hollra matvæfa, svo sem heil- hveitis og hveitihýðis (almennt nefnt ,,klíð“). Hveitihýði hefir til skamms tíma verið flutt inn eingöngu sem skepnufóður. Fyrir 3 árum eða svo átti Jónas Kristjánsson upptökin að því, að verzlun ein hér í ibæ tók að *) Varla mun ofmælt, að hástig þessarar spillingar komi fram í kvennasíðu Mgbl. 29. ág. s.l. í svo- felldri uppskrift af salatlegi: Hvítt uppstúf með salti, pipar, löguðu sinnepi, sykri og ediki eftir smekkí!!). selja það til manneldis. Nú fæst það í mörgum verzlunum, a. m. k. við og við, og fer notkun þess hraðvaxandi, bæði í Reykjavík og víðsvegar um landið. Sama er að segja um heilhveitið. Hér er um tízkubreytingu að ræða. Fólk er tekið að heimta betri, hollari matvæli. Hollust- an er að smáþokast upp í önd- vegið. En því miður er almenningur illa að sér í matargjörð og þarf þar á tilsögn að halda, bóklegri eða verklegri. Og þar kemur til kasta matreiðslukennaranna. Þangað þarf tízkubreytingin einnig að ná. Því að það er unnið fyrir gíg, ef hinum hollu matvælum er stórspillt með mikilli og óþarfri suðu eða alls- konar skaðlegu kryddi og brasi. Matreiðslukennarar mega ekki vera þrælar .tízkunnar, verk- færi hennar, heldur eiga þeir að móta hana og nota í þágu heil- brigðinnar. Frk. Helga Sigurðardóttir mun vera okkar mikilvirkasti matreiðslubókahöfundur. Bæk- ur hennar bera vott um miklar framfarir, enda hefir hún fullan hug á að kynna sér boðorð heil- brigðinnar og fara eftir þeim í leiðbeiningum sínum, þótt enn hafi hún ekki hrist af sér fjötra tízkunnar. Þetta hvorttveggja kemur greinilega fram í nýj- ustu bók hennar, Heimils- almanakinu. Vafalaust mætti sitt af hverju út á bók þessa setja frá heilbrigðislegu sjónarmiði. Hér mun það ekki gert, en þó verð ég að benda á einn ljótan blett á bókinni. Það er bls. 72, sem er helguð blessuðum börnunum okkar. Það er fallega gert, að hugsa til þeirra, en í sporum höfundar hefði ég reynt að finna handa þeim eitthvað ann- að. Frk. H. S. kennir okkur hér að nota heilhveiti og hveitihýði í grauta, brauð o. fl. Vonandi bætir hún síðar við fleiri upp- skriftum af þessu tagi, því að þessi ágætu matvæli má nota á marga fleiri vegu. En höfuðkosturinn við bók- ina og það eina, sem kom mér / til að skrifa þessar línur, eru hráu jurtasalötin, sem ná yfir einar 6 blaðsíður í bókinni en hafa i m,ífnum augufm meira gildi en hinar 140 bls. til sam- ans, og er þó margt gott á þeim. Fyrir þessar 6 síður væru gef- andi 8 krónur og meira til. Það er galli, hve lítið ber á þeim í bókinni, og að höf. getur þeirra ekki í formálanum, en úr þessu vil ég leitast við að bæta með þessum línum. Grænmeti — eins og mörg önnur matvæli — er hollast hrátt, sé hreinlega með það far- ið. Þaninig gefur það líkama neytandans öll sín efni óskert og án þess að þau hafi tekið nokkrum breytingum. Það er m. ö. o. „lifandi fæða“ í orðs- ins ^yllsta skilningi. Það þætti óðs manns æði að borða salat soðið. Af hverju? Blátt áfram af því að það er tízka að eta það hrátt. Þessi tízka þarf að færast yfir á sem flest annað græn- meti. Og hér er frk. H. S. að stuðla að því að breyta tízk- unni, leiða hana inn á hinn rétta úeg. Hún kennir okkur að matbúa, auk salats, spínat, grænkál, hvítkál, gúrkur, gul- rætur, rófur, kartöflur, hreðk- ur, og fleiji^ tegundir græn- metis á þann hátt, að fullnægt sé í senn kröfum hollustu, út- lits og bragðs. Og hún lætur þess getið, að á svipaðan hátt sé hægt að matbúa njóla, súru- blöð o. fl. ,,villtar“ innlendar jurtir. Það er kvartað yfir því, að hér á landi sé ekki hægt að fá grænmeti nema lítinn hluta ársins. Ef vel er að gáð, reynist þetta á annan veg. Njóli og fl. jurtir koma upp þegar í maí. Sumarmánuðina eru bæði inn- lendar og erlendar nytjajurtir á boðstólnum, svo að engan þarf að skorta neitt þann tíma. Hvít- kál getur geymzt fram á-vetur, og grænkál stendur grænt í görð •unum fram eftir öllum vetri. Gulrætur geta geymzt sem nýj- ar allan veturinn, og rófur og kartöflur eru til árið um kring. Og kostnaðurinn? Hvert einasta sveitaheimili getur veitt sér öll þessi gæði með sáralitlum tilkostnaði, og fjöldinn allur af kaupstaðaheimilum einnig, all- ir sem garðholu hafa. Hinir sem allt þurfa að kaupa, standa auð- vitað lakar að vígi. En þeir geta þó, til jafns við hina, gætt sér á margskonar innlendum nytja jurtum, sem vaxa villtar á tún- um og útengi. Annars er það háskalegur misskilningur að horfa mjög í fé til matarkaupa af þessu tagi. Menn skirrast ekki við að kasta út tugum eða hundruð- um króna „á einu bretti“ í mis- jafnar skemmtanir og ýmsa* hluti, sem vel er hægt að vera án eða veita aðeins augnabliks ánægju. En þeim hinum sömu mundi blöskra ,ef þeir ættu að verja álíka upphæðum til kaupa á úrvals matvörum, sem kalla má lífsnauðsyn og gætu enzt þéim eða börnum þeirra og heimili í vikur eða mánuði, og þeir mundu kalla það „luxus“. En þetta er rangt. Það er „luxus“ að eyða peningum í skaðlegar kryddvörur, sælgæti, einhæfar og stórspilltar mat- I vörur. Það er ennfremur j Þúsandir vita; að ævilöng gæfa fylgir hringunum frá SIGURÞÓR ,,luxus“, sem enginn hefir efni á, aS eyðileggja hollan mat með óþarfri suðu og á annan hátt. Af þessu leiðir þriðja „luxus- inn“, en það eru rándýr meðul og annar kostnaður og tjón, sem af vanheilsu stafar. Hitt er ekki „luxus“, að kaupa nýja ávexti, tómata og annað græn- meti dýrum dómúm. Það er þvert á móti sparnaður, þegar á allt er litið. Strangir heilbrigðispostular mundu segja, að í sumum salat- uppskriftum frk. H. S. væri óþarflega mikið af sykri og kryddi. En þar er líka víða gert ráð fyrir hunangi og sítrónu- safa, og verður ekki á betra kosið. Því miður er þó bent á sykur og edik jafnframt, vafa- laust af því að það er ódýrara og alltaf fáanlegt. Sítrónur fást hér að jafnaði, og með því að edik er talið óhollt, þá verð- ur það raunverulega dýrara en sítrónusafinn. Um hunangið er það að segja ,að það fæst nú að- eins í lyfjabúðum og kostar þar upp undir 40 kr. kg.! Fyrir stuttu síðan fékkst það í eihni verzlun hér og var þar um 5 sinnum ódýrara, eða milli 7 og 8 kr. kg. Mætti kalla það við- ráðanlegt verð.* ) Ég vil hvetja fólk til að kynna sér þessar uppskriftir frk. H. S. — og nota þær óspart —, og umfram allt að spará ekki græn metið. — Menn mega ekki láta sér nægja eitt eða tvö salatblöð á dag, held- ur blátt áfram troða í sig eins og þeir geta, meðan lystin leyfir. Þetta á ekki að vera á- bætir, heldur fullkominn rétt- úr, og enginn þarf að óttast, að ofát af þessu verði honum að meini — þeir sem óvanir eru, ættu þó ekki að fara of geyst. Að lokum þakka ég frk.«H. S. fyrir þessar að flestu leyti ágætu uppskriftir, og vona að hún láti ekki þar við sitja. Björn L. Jónsson. *) Eftir að þetta var ritað, hefir hunang komið aftur í búðir, að vísu dýrara en áður. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Framhald af fyrri tilkynning- um um áheit og gjafir til kirkj- unnar afhent slcrifstofu „Hinnar alm. fjársöfnunarnefndar" kirkj- unnar, Bankastræti 11. M.G. (á- heit) 5. G.F. (áheit) 5. I.G. (á- heit) 5. K.J. (áheit) 5. A.G. (á- heit) 5. Afhent af blaðinu „Tím- inn“ (áheit) frá konu á Patreks- firði 10 kr. Gömul kona (áheit) 5. Fanney (áheit) 50. Afhent af hr. vígslubiskupi, Friðriki J. Rafnar, Akureyri, 10. Burstagerðin, Lvg. 96, kr. 300.00. Steingrímur Björns son, Fjölnisv. 15, kr. 75. Jósefína (áheit) 10. S.E. (áheit) 50. J.B. (áheit) 25. J.J. (áheit) 20. Alfreð 100 kr. N.N. Stykkishólmi (áheit) 50. Velunnarar „Fram“ (áheit) 4. N.N. 50. Kona í Svínavatnshr. A.-Hún. (áheit) 50. Póló-menn 100 kr. R.S. (áheit) 10 kr. Kona (á- heit) 10 kr. D.V. (áheit) 10 kr. Beztu þakkir. F.h. „Hinnar alnd. fjársöfnunarnefndar.“ Hjörtur Hansson, Bankastærti 11, (2. hæð).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.