Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. september 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞJéðverJar haf a mílljén manns í orrustunni nm Stalingrad og seg|a að borgln falll nm helgina, en Riissar á annari skoð un. LONDON í gærkveldi. JÓÐVERJAR gefa nú í skyn, að Stalingrad muni falla um helgina, en í Moskva og borginni sjálfri eru menn á allt annarri skoð- un. Fréttaritarinn Paul Winterton, sem er í Moskva, segir frá því, að Þjóðverjar hafi um 1 000 000 manna her í sókninni, 1000 flugvélar og mörg þúsund skriðdreka. — Talið er, að 25 herdeildir séu norðan við borgina, og enn þá fleiri sunnan við hana, en Þjóðverjar senda daglega margar hersveitir til víg- stöðvanna. Kaldir vindar eru þegar farn- Ir að blása yfir „steppurnar“ í Suður-Rússlandi, en eftir nokkr- ar vikur er búizt við að rign- ingar hefjist, og verða þá allir bardagar erfiði.r Ef Þjóðverjum tekst ekki að ná Stalingrad á sitt vald, verður aðstaða þeirra þarna eystra mjög erfið næsta vetur. Þjóðverjar eru þegar farnir að búa sig undir veturinn. Sunnan við Stalingrad hafa Rússar enn hörfað nokkuð eftir geysilega bardaga og ítrekuð á- hlaup Þjóðverja. Þýzku her- sveitirnar, sem sækja fram á þessum slóðum, hafa mikinn fjölda skriðdreka, og yfir þeim sveima hundruð flugvéla, sem kasta stöðugt sprengjum á stöðvar Rússa og gera vélbyssu- árásir á þá. Norðan við Stalingrad geng- ur Rússum ibetur en á suður- hluta vígstoðvanna. Hafa þeir þar gert miklar gagnárásir og komið í veg fyrir, að Þjóðverj- ar gætu sótt fram nokkuð að marki. Bardagarnir eru eins og sunnan við borgina geysilega harðir, og' er manntjónið á báða bóga mikið. Rússar segja frá því, að þeir hafi undanfarið fellt 25 000 Þjóðverja við Stalingrad. Þeir segjast eyðileggja 50 flugvélar fyrir þeim á degi hverjum. KAUKASUS Rússar hafa enn orðið að hörfa nokkuð norðan við flota- stöðina Novorossisk, en þó hefir framsókn Þjóðverja ekki verið eins hröð undanfarið og áður var. Rússar hafa eyðilagt nokkra báta, sem Þjóðverjar notuðu í innrásartilraUn á Svartahafsströndinni. Sókn Þjóðverja til Grozny- olíulindanna gengur hægt, en sígandi. Þeir eiga nú eftir 75 km. til borgarinnar. Brezk árás á Bremen; ♦ . rússnesk á Budapest. Mesta árás fljág- andi virkja. Þetta eru nýjustu Fljúgandi virkin (Boeing B-17E), sem nú gera hverja árásina á fætur ann- arri á meginlandið. Bandamðnnum veltir betur í Egiptalandl. Merklleg vfkfngaárás ttala. LONDON í gærkveldi. A LLMIKLIR BARDAGAR eru nú háðir í Egyptalandi, og eru það að þessu sinni bandamenn, sem eiga frum- kvæðið að hernaðaraðgerðum. Þeir gerðu á fimmtudag á- hlaup á miðvígstöðvunum og hröktu möndulherinn nokk- urn spöl aftur á bak. Síðan hafa hersveitir Rommels gert þrjú gagnáhlaup til þess að reyna að hrekja Nýsjálending- ana, sem áhlaupið gerðu, til hinna fyrri stöðva sinna, en ekki tekizt það. Hafa þeir orðið fyrir allmiklu tjóni, sér- staklega af stórskotaliði bandamanna. Horska ktrkjan neit- ar friðartiiboði frá Qnislinpm. LONDON, 5. sept. TILRAUNIR Quislínga til þess að fá frið við norsku kirkjuna hafa farið út um þúf- ur. Fundur presta og biskupa hinnar frjálsu kirkju Norð- manna hefir samþykkt að hafna tilboði Quislings um frið. Meðal þeírra, sem fundinn sátu, var Berggrav biskup. Fréttir, sem hafa borizt til London, segja frá því, að 40 norskir .verkamenn hafi verið settir í fangelsi fyrir að neita að ferma þýzkt skip með kartöfl- um og ávöxtum, sem áttu að fara til Þýzkalands frá Noregi. * Fyrir nokkru heimtuðu Þjóð- verjar, að sjúkrahús eitt í Skien yrði rýmt og fengið þeim til um- ráða innan tvegja klukku- stunda. Varð að flytja nokkurn hluta sjúklinganna í búnaðar- skóla, sem þarna er, en flestir urðu að fara heim til sín. Marg- ir þeirra voru með hættulega sjúkdóma. Þessi dýrslega fram- koma Þjóveja hefi vakið mikla gremju í héraðinu. Samkvæmt bréfum, sem quislingarnir norsku, sem berj- ast á austuryígstöðvunum, hafa sent heim, er farið með þá þar eystra rétt eins og þeir eiga skil- Á syðri hluta vígstöðvanna hafa Þjóðverjar enn hörfað nokkuð, án þess að til mikillar orrustu kæmi. Á þessum slóð- um eru nokkrar deildir amer- íkskra skriðdreka og eru þeir þarna til þess að öðlast reynslu. Innan skamms fara Ameríku- menn þessir aftur heim til USA og kenna öðrum það, sem þeir hafa lært í eyðimörkinni. Þeir hafa þegar eyðilagt marga skrið dreka Þjóðverja. Fréttaritarar segja frá því, að á vígvellinum megi sjá hundruð alls konar far artækja, sem eyðilögð hafa ver- ið fyrir Þjóðverjum. ÍTALSKIR VÍKINGAR Fyrir nokkru gengu 14 ítalir, einn foringi og 13 undirforingj- ar og óbreyttir hermenn á land að baki brezku víglínunni og 1 var á öllu bersýnilegt, að hér var um víkingaárás að ræða. Þegar brezkir hermenn komu á vettvang, gáfust ftalirnir upp, án þess að hleypa af nokkru skoti. Hann stjórnar. London. — Þjóðverjar hafa gert dreifðar árásir á Englarld, meðal annars á London. Þar var flugmálaráðherra Bretlands að halda ræðu. Hann heyrði ekki hættumerkið og hélt áfram, en hélt að merkið um að hættan væri liðin hjá, væri hættumerki. Hann sagði: „Látum RAF um þetta.“ Þá sögðu menn honum, að þetta væri merki um að hættan væri liðin hjá. Þá sagði ráðherrann um hæl: „Þá hefir RAF þegar unnið verk sitt.“ Þetta er foringi ameríksku- sprengjuflugvélanna í Bret- landi, Ira C. Eaker. Hann stjórnaði sjálfur fyrstu árs þeirra. -----------------------------♦ Þýðing flugsins eftir stríðið. Chicago. — Flughetja Banda- ríkjamanna í fyrra stríði, Eddie Richenbecker, hefir sagt, að til þess að vinna stríðið muni fyrr eða síðar þurfa 300 000 flug- menn og 3-—5 millj. vélfræð- inga. Enn fremur 15 milljóna her. Richenbecker sagði einnig, að miklar breytingar yrðu í flug málum, þegar þetta stríð yrði búið. Hann segir, að því verði engin takmörk sett, sem hægt verði að gera á sviði flugmála og fyrst um sinn verði allur fyrsta flokks póstur sendur loftleiðis, svo og mestallur létt- ari flutningur. Það verður mikil breyting á þessu sviði, og'það mun þurfa þúsundir og aftur þúsundir manna til þess að starfa við flug. London. — Hinn frægi flug- maður frá fyrra stríðinu, Billy Bishop, er kominn til London. Bishop er sem kunnugt er Ka- nadamaður, o.g er hann eftirlits- foringi í kanadiska hernum. :J; * Cincinnati, USA. — Miklir bardagar eru nú í úthverfum borgarinnar Kinhwa í Kína, þar sem Kínverjar eru nu aftur í sókn eftir gagnáhlaup Japana. London, 5. september. MKLIR eldar voru enn í Bremen í gærmorgun eft- ir árás brezka flughersins í fyrri nótt, samkvæmt frásögn flug- manns, sem flaug yfir borgina. Árásin stóð aðeins í 30 mín- útur, en mikill fjöldi flugvéla tók þátt í henni. Var meðal ann- ars kastað allmörgum 4000 ■punda sprengjum og komu upp svo miklir eldar, að flugmenn- irnir sáu þá heila klukkustund eftir að þeir yfirgáfu borgina. I Bremen eru mikilvægar verk- smiðjur og skipasmíðastöðvar. Bretar misstu 11 af hinum mörgu sprengjuflugvélum, sem þeir sendu til árásarinnar. Hafa þeir þá í þrem stórárásum síð- astliðna viku aðeins misst 22 flugvélar. BUDAPEST Meðan brezku flugvélarnar voru að kasta sprengjum sínum á Bremen, komu aðrar flugvél- ar úr austri inn yfir lönd naz- ista. Rússneskar flugvélar fóru yfir 3000 km. vegalengd til þess að gera fyrstu loftárás stríðsins á höfuðborg Ungverjalands, Budapest. Voru þetta sérstaklega útbún- ar háloftsflugvélar og köstuðu þær mörgum sprengjum á ýmsa staði í borginni. Komu upp yfir 30 eldar, en eitt sinn varð stórr- kostleg sprenging, sem yfir- gnæfði allar aðrar og' er talið, að skotfærabúr eða olíugeymsla hafi orðið fyrir sprengju. Rússnesku flugvélarnar voru einnig yfir Königsberg í Aust- ur-Prússlandi og köstuðu þar niður sprengjum. Þjóðverjar til- kynna einnig, að rússnesku flug vélarnar hafi flogið yfir Vín, höfuðborg Austurríkis, Breslau og aðrar borgir. Ungverska stjórnin hefir fyrirskipað myrkvun um allt Ungverjaland. DAGÁRÁSIR Mörg hundruð flugvéla Breta, Bandaríkjamanna og ann arra Bandamannaþjóða fóru í gær til árása á Þýzkaland og hernumdu löndin. Boston sprengjuflugvélar ameríkska flughersins köstuðu sprengjum á höfnina í Le Havre. Fljúgandi virki gerðu einnig í gærdag mestu árás, sem þau hafa hingað til gert. Þrjár deildir þeirra, sennilega 35—45 flugvélar, gerðu árásina á járn- brautarstöðina í Rouen í Frakk- landi. Flugvélarnar flugu mjög hátt, en engu síður komu sprengjur niður á stöðina. Orr- ustuflugvélar fylgdu þeim til Rouen og háðu bardaga við þýzkar orrustuflugvélar. Banda menn misstu 6 flugvélar, en skutu niður tvær þýzkar. Þetta var 9. og mesta árásin, sem Fljúgandi virki gera í Ev- rópu og hefir Þjóðverjum enn ekki tekizt að skjóta eitt ein- asta þeirra niður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.