Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYIHJBLAÐIÐ Sunnudagur 6. september 1942. (Uþijðttblaðtó trts«fandl: AlþýSuílokkurinn Kitstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiösla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4909 og 4906 Verö i íausasölu 25 aura. Aiþýöuprentsmiðjan h. f. Öfæntnr stnðoing- nr víð stjórnina. FRAiMSÓKNARFLOKK- HRESrN hefir nú í þing- lokin borið fram tillögu til þingsályktunar í sameinuðu þingi „viðvíkjandi ríkisstjórn- inni.“ Er aðalinntak hennar það, „að vegna þess, að ekki er sjáanlegt, eins og málum er nú komið, að meirihlutastjóm verði mynduð á þessu þingi, en kosningar fara í hönd, þá verði að svo stöddu að líta á ríkisstjórnina sem starfandi til bráðabirgða.“ Enn hefir atkvæðagreiðsla ekki farið fram um þessa þingsá lyktunartillögu. En það mun öllum vera ljóst, að svo fremi að hún verði samþykkt, hefir því verið slegið föstu, að stjóm Ólatfur Thors skuli sitja að minnsta kosti fram yfir kosning ar. Það er Framsóknarflokkur- iim, flokkur Hermanns Jónas- sonar og Jónasar Jónssonar, sem á síðustu stundu hefir á- kveðið að styðja hana 'þangað til með hlutleysi sínu! * Við öðru munu menn hafa foúizt. Frá því í vor, að stjórn Ólafs Thors var mynduð og allt iþar til þessi þingsályktun- artillaga Famsóknarflokksins kom fram, hefir folað hans og að minnsta kosti sumir forystu- menn veitzt að stjórninni með meiri dólgshætti en dæmi eru til í íslenzkri stjómmálasögu og kallað hana „stjóm upplausn- arinnar“, sem hreinn og beinn þjóðarvoði væri að láta fara með völd deginum lengur. Og þegar AJþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn, sem í rúma þrjá mánuði sýndu stjóm inni hlutleysi vegna kjördæma- málsins, lýstu því yfir á dögunum eftir fullnaðaraf- greiðslu þess, að hún nyti ekki lengur hlutleysis þeirra, flýtti Framsóknarflokkurinn sér að taka það fram, að einnig hann væri í stjórnarandstöðu. En að- eins tveimur dögum síðar legg- nr hann fram þingsályktunar- tillögu sína þess efnis, að þar eð ekki sé sjáanlegt, að meiri- Mutastjóm verði mynduð á þessu þingi, en kosningar fari í hönd, þá verðí að svo stöddu að líta á stjómina sem starf- andi til bráðabirgða — það er að segja: fram yfir kosningar. Og í framsöguræðu sinni fyrir þessari þingsályktunartillögu í fyrradag, segir fqrmaður Fram- sóknarflokksins, Jónas Jónsson, að það megi að vísu ýmislegt að stjóm Ólafs Thors finna Séra Sigurbjörn Einarsson: Dagbók nm lónsmessoleytið. UMFERÐAiRNIÐUR DAGS- INS er að deyja út um leið og miðnæturslikja sólmánaðar leggst yfir landið og bæinn. Friðúr voirnæturinnar er svo ólíkur dauðaþögn, skammdegis- myrkranna. Desembernóttin liggur yfir manni með blindu alveldi höfuðskepnunnar, júní- nóttin sveipar værð og friði utan um mann, án húms,. án skugga, þytlaus vængur hennar strýkur burt ys og annir nátt- úrunnar og mannanna, hún er í 'bandalagi við lífið en ekki dauðann, eins og hin svipdökka systir hennar í desember. . Gatan fyrir uitan er orðin hljóð, aðeins endrum og eins fótatak við gluggann með flýti hins svefnþurfa manns, — nema ef vera skyldi fótatak tveggja fast saman, sem ekki vita um stund eða stað, ætla sér út fyrir bæinn, eða út í bláinn, að minnsta kosti inn í framtíðina saman, bjarta, skuggalausa framtíð, með morg un á öllum fjöllum, eins og þessa nótt í langdeginu. Ég veit ekki hvað þau, þessi tvö á leiðinni fram hjá gluggan- um á vald hinnar björtu, hljóðu nætur, myndu segja, en einu sinni hefir vitur maður sagt, að engar stundir lífsins sé mað- urinn eins sæll og þegar hann sefur draumlausum svefni. Og víst er nióttin vinur alls og allra, sem starfa og strita og mæðast í mörgu, vást leggst kyrrð hennar með endur- nærandi mýkt og græðandi svölun yfir sálu mannsins. En samt myndu vafalaust margir , fleiri en þau tvö sem njóta þess að kanna draum- löndin vakandi þessa nótt, telja þetta veruleikalausa böl- sýni hjá hinum spaka Grikkja, lífsafneitun, rökkuróra og húm- speki. Og þó varst þú, gamli vinur, Sókrates Sófroniskusson, ekki svefngöngumaður þau sjötíu ár, sem þér var unnað að lifa. Og ekki horfðir þú á mannlífið luktum augum. Þú varðir ævinni til þess að rann- saka það. Þú þekktir dagsins eril og dagsins unað. Þú þekktir líka ávöxtuna, sem maðurinn uppsker af hvoru tveggja. Þrátt fyrir allt er líklega þessi úr- skurður þinn á einhverjum forsendum reistur. Hver veit, nema það hafi verið svo á þín- um dögum, að strit og umsvif, áhyggjur og mæða dagsjns hafi fært manninum stopula gæfu, má vera, að þú hafir ályktað rétt, að manninum hafi ekki orðið annað en tap úr allri sinni eftirsókn eftir ávinningi. Og annar spakur maður, sem látið hefir eftir hugsanir sínar í riti Prédikarans í Bibh'unni, segir: Hvaða ávinning hefir maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólunni? — Ég hefi séð öll verk, sem gjör- ast undir sólunni, og sjá: Allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi. í dag, þennan dag, sem nú er liðinn, hafa jörðunni verið helguð mikil átök og mikil af- köst. Einn fór til kaupskapar síns, annað á akur sirm, hinn þriðji sveittist við svo kölluð andleg störf. Og að liðnum fá- um stundum rís hin bisandi vera upp til nýrra afkasta í sveita síns andlitis> í sömu spor- um og áður. Fyrir framan mig á borðinu horfi ég á hugleiðingar þriðja mannsins um mannlífið. Það er kunnur nútímarithöfundur og skáld, sem skrifar á þessa leið: Reyni ég að bregða upp mynd af því, hvernig mannlífið kem- ur mér fyrir sjónir, eíns og því er lifað í raun og veru, þá sé ég mennina eins og hóp skip- brotsmanna, sem af ókunnum orsökum hafa skolazt inn á óþekkt haf, þeir hafa enga björgunarbáta, þeir eru ósyndir, þeir eiga ekkert annað en frum stæða lífshvöt og troða marvað- ann, til þess að halda sér á floti. Þannig lifir maxmkynið lífi sínu á jörðunni — treður mar- vaðann, til þess að halda sér uppi, halda í sér lífinu, — halda í sér því lífi, sem ekki hefir neitt markmið né neina mein- ingu aðra en þá að troða mar- vaðann. Hætti einhver að fousla og troða marvaðann, á sama augnabliki sekkur hann og ferst, og yfir höfði drukknandi, sökkvandi mannsins, hamast hinir áfram við að halda höfð- :l eins og að flestum öðrum stjórn um; en sem stendur muni ekki vera hægt að fá foetri stjóm en hana! Það er stjórn Ólafs Thors, „stjórn upplausnarimxar,“ eins og Tíminn hefir kallað hana, sem nú fær þennan vitnisburð frá formanni Framsóknar- flokksins! Það hefir sannazt hér á stjórn Ólafs Thors, að þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Þeg- ar allir flokkar aðrir en Sjálf- stæðisflokkurinn eru nýbúnir að lýsa því yfir, að þeir séu í andstöðu við stjórnina, og ekki er annað sýnilegt, en að hver sé síðastur fyrir 'henni, foregður $vx> kynlega viðj, að flokkrjr Hermanns Jónassonar og Jónas- ar Jónsseaiar, sem enginn efað- ist um að myndi grípa fyrsta tækifæri til þess að fella „stjórn upplausnarinnar“ með því að flytja tillögu til vantrausts- yfirlýsingar á hana, kemur í þess stað með þingsályktunar- tillögu þess efnis að hún skuli sitja að minnsta kosti fram yfir kosningar enda sé, eins og for- maður Framsóknarflokksins segir, ekki hægt að fá betri stjórn en hana! * Skyldi ekki Ólafur Thors brosa í kampinn síðan honum barst þessi óvænta hjálp? Það gerist að vísu margt merkilegt á okkar tímum. En það hefði áreiðanlega þótt forspá fyrir nokkrum vikum síðan, að flokk ur Hermanns Jónassonar ætti eftir að verða einskonar stuðn- ingsflokkur Ólafs Thors og stjórnar hans. inu upp úr með sömu örvilnuðu áfergjunni. Forstjóri milljóna- fyrirtækisins, sem sqr keppi- nautum um milljónirnar skjóta upp hjá sér, og einstæðingur- inn, sem er að reita saman fyrir gistingu næstu nótt, — allir menn eru í sama hamslausa 'hryllingi að sama marklausa og meiningarlausa starfa: Að troða marvaðann. Vei þeim, sem þreytist! Vei þeim, sem gefst upp! Hvásandi mannkösin hefir engan tíma til þess að sýna neina miskunn. Þögul, dauð djúpin þekkja ekki neina misk- unnsemi . .. . “ Lífsbaráttuna þekkjum vér allir. Þó gengur hún misjafnlega nærri oss, vér berurn misjafn- lega mikið úr býtum, vér erum misjafnlega lúnir, þegar vér kveðjum daginn og leggjumst til hvíldar, og vonir næsta dags misjafnlega bjartar. En er ekki mynd skáldsins, sem ég vitnaði í, átakanlega sönn? Fyrir hvað erum vér að vinna? Er ekki öllu erfiði mannsins sáð í vind- inn og sjóinn? Þessari spurningu verður ekki svarað öðruvísi en játandi, — þangað til fagnaðarerindið kemur til skjalanna. Það er alveg sama hvað vér sköpum oss fullkomin ytri skilyrði, sem einstaklingar og sem samfélag, þá er öll vor tilvera hjóm og hismi, markleysa og ekki neitt, ef hún er skoðuð frá sjónarmiði eilífð- arinnar, — þangað til konungur eilífðarinnair er búinn að tala við oss og líf vort er á einhvern hátt komið í þjónuþtu hans. Páll postuli segir: „Vér erum samverkamenn Guðs.“ Þetta er köllun kristinnar trúar til vor allra. Kristin trú heldur því fram, að lífið eigi að vera prests þjónusta frammi fyrir Guði. Það er ekki presturinn einn, sem er verkamaður x víngarði Drottins. Hver þjónusta í þágu samfélagsins, hver athöfn til líknar og græðslu er samstarf við Guð. iOg Ljúthe\þ geingur svo langt, að hann segir, að vinnustúlkan, sem sópar rykið undan bekknum í stofunni, fremji jafn dýra guðsþjónustu eins og presturinn, sem syngur messu, ef hún stafar í trú, fyrir Guðs atjgliti, starfar eins og hún sé að vinna fyrir hann. Þvíh'k er tignin og helgin, sem fagnaðarerindið breiðir yfir Framh. á 6. síðu. T7ÍSIR gerði í gær, í aðalrit- * stjórnargrein sinni, þings- ályktunartillögu Framsóknar- flokksins „viðvíkjandi ríkis- stjórninni“ að umtalsefni, og segir um hana meðal annars: „Menn hafa veriö að brjóta heilann um það, síðan tillaga þessi birtist, hvort heldur yrði að líta á' hana *sem trausts- eða van- trauststillögu. Sannleikurinn er sá, að síðan Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurin lýstu yfir af- stöðu sinni til ríkisstjórnarinnar á dögunum, hafa menn verið að bú- ast við því, að fram mundi koma tillaga um vantraust á stjómina frá Framsóknarflokknum. Yfir- lýsing formanns flokksins í sam- einuðu þingi um það, að flokkur- inn væri í andstöðu við ríkis- stjórnina, var alveg óþörf, af því að sú afstaða flokksins var al- kunn, og hún var alveg þýðingar- laus, af því að hún skar ekkert úr um það, hvort flokkurinn vildi una því, að ríkisstjórnin færi á- fram með völd eða ekki. Hins- vegar virðist nú alveg úr þessu skorið með þeirri þingsályktunar- tillögu flokksins, sem nú er fram komin. í þeirri tillögu felst alveg ótvírætt, að flokkurinn telur ekk- ert annað fært en að núverandi ríkisstjórn sitji áfram við völd til næsta þings. í greinargerðinni fyr- ir tillögunni er þetta undirstrikað með tilvisun til yfirlýsinga Al- þýðuflokksins og Sósíalistaflokks- ins um, að þeir „mundu ekki lengur hindra vantraust, ef fram kæmi.“ Og einmitt fyrir þá sök vill Framsóknarflokkurinn ekki bera fram vantraustið, að hann telur, að það hlyti ,þá að verða samþykkt og ríkisstjómin að biðj- ast lausnar.“ Vísir er, eins og menn sjá, ekki í miklum vafa um það, hvað þingsályktunartillaga Framsóknarflokksins þýðir. Tíminn skýrði í fyrradag á eftirfarandi hátt frá formanns- skiptunum í kjötverðlagsnefnd: „Ríkisstjórnin hefir nú skipað Ingólf á Hellu uppbótarþingmann til að taka við formannsstörfum í kjötverðlagsnefnd í stað Páls Zóphóníassonar, sem gegnt hefir því starfi frá því að nefndin var fyrst skipuð. Hæpið er, að þessi breyting mælist vel fyrir hjá bændum. Og hæpið er það fyrir hið blaktandi stjórnarskar að gera slíka breyt- ingu til að skara eld að köku skó- sveina sinna. — Stjórnin virðist enn þá ekki vilja viðurkenna, að hún er valdalaus stjóm, sem „starfar til bráðabirgða.“ Það er nú svona með völd stjórnarinnar! Það lítur ekki út fyrir, að þau hafi minnkað neitt við þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins um að ekki sé hægt að mynda neina meirihlutastjórn á þessu þingi og því verði að líta á stjórnina sem starfandi til bráðabirgða fram yfir kosningar. Þvert á móti. Það var ekki fyrr en að þessi þingsályktunartillaga var komin fram, að stjórnin tók þá ákvörðun, svo sem í þakkar- skyni við Framsókn, að sparka Framsóknarmanninum úr for- mannssæti kjötverðlagsnefndar og skipa Sjálfstæðismanninn í hans stað. Það bendir ekki bein- línis í þá átt, að stjómin telji sig veikari eftir hina fram komnu þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins, en áður. , Hitt er svo allt annað mál, hversu mikinn álitsauka stjórn- in og Sj álfstæðisflokkurinn á eftir að fá af formannssætinu í kjötverðlagsnefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.