Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 5
Sunuudagur 6. september 1942. ALÞYOUBLAÐIÐ s I ÞRIÐJA SKIPTI frá því William Leahy hætti störfum sem flotaforingi, hefir Roosevelt forseti falið honum þýðingarmikið starf utan flot- .ans. Síðasta embætti hans sem yfirmaður herforingjaráðs for- setans er ekki einungis nýtt embætti heldur er það einnig langmikilvægasta embættið, sem flotaforinginn hefir tekið að sér, miklu. þýðingarmeeira en sendiherraembætti hans. á 'Frakklandi síðast, og jafnvel þýðingarmeira en starf hans sem stjórnandi flotans. Lögum samkvæmt er forseti Bandaríkjanna yfirmaður hers- ins og flotans. En venjulega - skiptir h ann sér lítið af her- stjórninni nema í höfuðdrátt- um, en lætur sérfræðinga og .ráðunauta annast slikt. En trmamir, sem við lifum nú á eru ekki venjulegir tímar, held- ur tímar heimsstyrjaldar. Banda ríkin eru stór hluti í öflugu bandalagi. Forsetinn hefir, sem sameiginlegur yfirmaður hers og flota og flugflota, verið bók- staflega eini hlekkurinn, sem hefir tengt saman aðgerðir þess ara iþriggja aðila. Auk þess hef- ir hann orðið að samhæfa hern- aðarframleiðsluna og hernaðar- aðgerðirnar. Auk þess hefir hann verið aðaltengiliðurinn milli Bandaríkj anna og banda- manna þeirra. ÍÞað er hann, sem hefir átt viðræðurnar við Churc hill forsætisráðherra Breta og við sendimenn Stalins og Cha- ing Kaí-Shek. Auðvitað hefir hann haft ráðgjafa við þessar ráðstefnur, bæði hemiaðarlega og pólitíska ráðgjafa, én starfið hefir orðið svo gífurlega um- fangsmikið, að það kom í Ijós, að annað hvort varð hann að skipa mann í sinn stað til þess að vera yfirmaður herforingja- ráðsins og vafalaust sérfræðing fHermálaráðanaiitor Roosevelts: Leahy sióliðsforingi. í hernaðarmálum, eða hann varð að auka starfslið sitt og stofna sérstaka herstjórnarskrif- stofu, til þess að anna störfum forsetans sem yfirmaður alls hersins. Roosevelt forseti hefir kosið seinni leiðina. Og það eð for- setinn hefir meiri áhuga á flota- málum en landhernaði, hefir það komið fram í stofnun og skipulagningu hinnar nýju skrifstofu, ekki einungis vegna þess, að Leahy er flotaforingi, heldur vegna þess, að í þeim málum, sem koma flotanum við er yfirmaður herforingjairáðsT ins nánasti aðstoðarmaður hins starfandi flotaforingja. Auðvit- að er Leahy ágætlega hæfur til þess starfs, sem honum hefir verið falið. í fyrsta lagi er hann enginn viðvaningur í stjórn- málum eða þeim málum, sem við koma stjórninni. Síðan hann hætti þjónustu í flotanum, hef- i hann haft mikla reynslu á þessum sviðum. Flotaforinginn og forsetinn hafa þekkzt um langt skeið og fellur ágætlega hvorum við annan. Og undir hann sem flotaforingja heyra bæði lofthernaðaraðgerðir og aðgerðir landhersins að ýmsu leyti fyrir handan höfin. Og hermennirnir þekkja Leahy vel og treysta honum. Nafn hans hefir verið oftar nefnt en nafn noklcurs annars manns síðast- liðin þrjú ár sem væntanlegs skipulagningamanns samstarfs- ins milli hers og flota Ameríku- manna. Um ævistarf hans er það að segja, að Leahy hefir verið Eldhásstálkn vantar á veitingahús. HÁTT KAUP. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. S s s 5 S s s s s s S s Herbergi eitt eða fleiri óskast nú þegar. Leigu-upphæð eftir samkomulagi, en tryggt er, að viðkomandi er fullkomlega samkeppnisfær. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. einn af frægustu flotaforingj- um Ameríku um sína daga. Hann er ágætur starfsmaður, ákveðinn, skjótráður og ósveigj anlegur. Frami hans í flotaþjón ustunnd ecr fremur að þakka dugnaði hans og ástundun en sérstökum glæsileik. Allan þann tíma, sem liann var í þjónustu flotans, én það voru fjörutíu og sex ár, var hann sérfræðing- ur í skotlist og æfði menn sína í því að hæfa nákvæmlega á löngu færi. Leahy kom skyndilega fram í dagsljósið um árið .1920. Árið ^927 var harui orjSinn flota- deildarforingi og var yfirmaður hinnar þýðingarmiklu skipu- lagningaskrifstofu flotamála- ráðuneytisins. Eftir það hefir harm haft á hendi öll hin þýð- ingarmestu embætti flotamál- anna bæði á sjó og landi. Hann stjórnaði orrustuskipum flotans á Kyrrahafinu. Seinna, sem undiraðmíráll, hafði undir sinni stjórn allan orrustuflot- ann. Og loks, árið 1937, var hann gerður að yfirmanni flotaaðgerð anna. Hann var helzti aðstoðar- maður Roosevelts á þessum ár- um, árunum rétt fyrir stríðið, þegar skipa og flugvélafram- leiðslan var stóraukin. Þegar Leahy náði aldurstak- marki opinberra embættis- manna árið 1939 og varð 64 ára gamall, var þekking hans á öllu, sem flotamálum við kom orðin svo yfirgripsmikil, að ekki þótti fært að missa hæfi- leika hans frá opinberum störf- um. Þegar heimurinn var að steypast út í styrjöld, gerði Rossevelt forseti Leahy aðmírál að landstjóra Porto Rico. Árið eftir var hann gerður að sendi- herra á Frakklandi og hafði hann þar á hendi það erflða og vandasama hlutverk að tala kjark í Pétain og herða á mót- stöðu hans gegn klíku þeirra Darlans og Lavals. Það var vanþakklátt starf og sennilega óframkvæmanlegt, eins og á stóð. Leahy aðmíráll er nú 67 ára gamall, en eftir útliti að dæma virðist hann vera miklu yngri. Hann hefir alltaf verið mesti vinnuþjarkár og sjóhetja. 'Hann verður áreiðanlega góður sam- starfsmaður forsetans og getur létt af honum miklum störfum. Styrjaldir eru unnar með hug- rekki, en aðeins því hugrekki, sem grundvallað er á þekkingu reynslu og skynsemi. Yfirmenn hinna ýmsu greina hernaðarins eru einnig þraut- reyndir menn og engin hætta er á öðru, en að þeir hafi góða samvinnu við hinn nýja yfir- mann sinn. Það eru þeir King aðmíráll, yfirmaður flotans, Marshall hershöfðingi, yfirmað- ur landhersins og flugmálasér- fræðingarnir Towers aðmíráll og Arnold hershöfðingi. En yfir öllu er forsetinn og bpr ábyrgðina á öllu, með Leahy aðmírál sem yfirmann herfor- ingjaráðs síns, ráðgjafa og milligöngumann. Frá því þarf ekki að skýra, að Leahy aðmír- áll mun líka verða tengiliður riiilli Bandaríkjainna og yfir- manna bandamannaherjanna. Hann á ekki að verða nein topp- fígúra, heldur aðstoðarmaður þess manns, sem sleppur ekki við að bera þær byrðar, sem þátttaka Bandaríkjanna í heims styrjöld leggur honum á herð- ar. Grein Hallgríms skólastjóra. — Forsetinn og íslenzkan hans. — Torg neðst við Skólavörðustíg. — Bréf l’rá „BIánefss“ um imgfrú „L.“ INGPALLAHESTUR“ rit- ar mér: „Nýlega birtist í Alþýðnbiaðinu grein eftir Hall- grím Jónsson, fyrrverandi skóla- stjóra, um alþingi og alþingis- menn. Margt er þar réttilega sagt hjá þeim góða og glögga manni, enda eiga ýmsir alþingismenn lof skilið fyrir snjallan ræðuflutning og mælsku. En hér sem annars staðar verður að gjalda keisaran- um það, sem keisarans er, og guði það, sem honum ber.“ . . „GREINARHÖFUNDUR til- nefnir háttvirtan áttunda land- kjörinn þingmann meðal þeirra maima, sem bezt kunna að fara með íslenzkt mál íslenzkra þing- manna, þeirra, sem nú sitja á þingi. Áttundi landkjörinn þing- maður er jafnframt forseti sam- einaðs þings, og mætti ætla, að í þann sess veldust ekki aðrir menn, en þeir, sem kuuna góð skil á ís- lenzkri tungu, því að hvar ætti hún að vera fremur í heiðri höfö en í mesta tignarsessi hins þús- und ára gamla alþingis?“ „ENDA ER NÚVERANDI for- seti sæmilega vandur að máli, og virðist gera sér far um það, en sá er þar helztur gallinn á, að hon- um hættir til að vera full tilgerð- arlegur. En honum verður þrátt fyrir þetta sú skyssa á, að hann beygir algengt orð skakkt í for- setastóli, og furðar mig á því, að Hallgrímur skuli ekki minnast á það.“ ,lFORSETI segir jafnan við at- kvæðagreiðslu: ,J>eir háttvirtir þiugmenn, setn samþykkja þessa tillögu, eru beðnir að rétta upp hendi.“ Forsetimi beygir með öðrurp orðum orðið hönd skakkt. Hann notar þágufall í stað þol- fallsins, hönd. Þetta verður hvor- ugum hinna forsetanna á. Mér finnst einkennilegt, að jafn-mál- glöggur maður og Hallgrímur Jónsson er, skuli ekki hafa tekið eftir þessu, en óþarft finnst mér að hæla Gísla Sveinssyni fyrir góða meðferð íslenzks máls fyrr en hann leiðréttir þessa villu.“ „NEÐST á Skólavörðustígnum, að vestanverðu hefir staðið skúr- bygging í nokkur ár, og verið þar einhver verzlun,11 segir M. G. f bréfi. „í júní-mánuði s.l. var þessi bygging rifin, og grafið svo nið- uf á fastar klappir þar sem skúr- inn stóð, og hætt svo við. Síðan hefir þessi gryfja staðið með sömu ummerkjum. Neðan til er þessi gryfja heldur dýpri, og þar hefir safnast rigningarvatn, og er poll- urinn lengi búimi að vera grænn af slýi. Er merkilegt, að þetta skuli vera látið afskiptalaust, •—• svona rétt við miðbæiiin, og hrein- lætisvika hefir verið haldin ný- lega í ofanálag." „ÉN í SAMBANDI við þetta vil ég vekja athygli á öðru. Það er, að þarna ætti ekkert fram- búðarhús að reisa. Þama ætti torg að koma þvert yfir í Ingólfs- stræti, — og húsin að fara, sem þama eru ó milli Skólavörðustígs og Ingólfsstrætis.“ „ÞETTA TORG setti að heita Ingólfstorg. Skólavörðustígurinn, Frk á 6. eáðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.