Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.09.1942, Blaðsíða 7
____________________ALÞYÐUBLAÐiÐ . Verkalýðsféiogin á Ansturlandi hafa samræmt kanptaxta sína. •0 ---- Deilnr úf af Ecaupinu i Vestmanna ey|um, taxti auglýstnr 6 Meflavik KAUPSAMNINGAR standa nú yfir víða um land milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Alþýðublaðið snéri sér í gær til Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins, og spurðist fyrir um þessi mál. Jóni fórust svo grð: Við þökkum innilega auðsýnda samúð 6g hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, HERDÍSAR ÞÓRÐARDÓTTUR. . , .f Börn og tengdabörn. Jarðarför dóttur okkar og systur, SUNNEVU, fer fram frá' heimili okkar, Hringbraut 18:8, þriðjudaginn 8. þ. m. kl. IV2. 1 ' í. ' Kristín Guðmundsdóttir, Sigurður Guðnason og dætur. VerkamaDnafélaqið Bagsbrim. i'élsegsfundnr verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld 7. september, kl. 8V2 í Iðnó. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Laun verkamanna, er fagvinnu stunda. ,3. Landvarnavinnan. ‘ Dags’brúnarmenn, fjölmennið og mætið stundvísléga. STJÓRNIN Sunnadagur 6. september 1942. j Bærinn í dag.s Helgidagslæknir er Jónas Krist- jánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. ÚTVARPIÐ: 14,00 Messa í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). Sálmar: 71, 664, 345, 17, 638. 15.30— 16,30 Miðdegistónleikar (plötur): Ýms lög, leikin og sungin. 19,25 Hljómplötur: Klassískir dansar. 20,20 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson): Sónata í e- moll eftir Sjögren. 20.35 Erindi: Trúin á Olymps- guði, I (Jón Gíslason dr. phil.). 21,00 Hljómplötur: Lög eftir Cho- pin og Mendelssohn. 21,15 Upplestur: „Græna flugan“, smásaga eftir Kalmaií Miks- zath (Jón Sigtryggsson cand. phil.). 21.35 Danslög. (21,50 Férttir.) 23,00 Dagskrárlok. MESSUR: Messað í dómkirkjunni kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson. Hallgrímsprestakall. Messað í Austurbæjarskólanum kl. 2, síra Sigurbjöm Einarsson. Elliheimilið Grund. Messa kl. 2. Dómprófastur setur síra S. Á. Gíslason inn í embættið. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað kl. 2. Síra Árni Sigurðsson. FrjáLslyndi söfnuðurinn. Messað kl. 5. Síra Jón Auðuns. í kaþólsku kirkjunni í Reykja- vík, hámessa kl. 10 og í Hafnar- firði kl. 9. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messað kl. 2. Síra Jón Auðuns. Messað að Bessastöðum kl. 2. Síra Garðar Þorsteinsson. MÁNUDAGUR: Næturlæknir er Kjartan Guð- mundsson, Sólvallagötu 3, sími 5351. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15.30— 16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Létt kórlög. 20,00 Fréttir. 20,30 Hljómplötur: Þjóðdansar. 20,45 Sumarþættir (Ámi Jónsson frá Múla). 21,05 Útvarpshljómsveitin: Þjóð- iög frá ýmsum löndum. Ein- söngur (ungfrú Kristín Ein- arsdóttir): Söngvar úr ís- lenzkum leikritum. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Könaissi frá Silungapolli koma heim laugardagimi 12. þ. m. Aðstandendur taki á móti þeim flutningi þeirra við Iðnskólann kl. 4 e. h. Sjöiugsaimæli á á morgun frú Guðrá* Árna- étóttir, Framnesvegi 12. Alpingl. (Frh. af 2. síöu.) að og þar með atkvæðagreiðsl- unni. Á fundinum átti einnig að kjósa nýtt menntamálaráð, nýja Þingvallanefnd, nýja landkjör- stjóm, og hina nýstofnuðu bíla- úthlutunarnefnd. En Öllum þessum kosningum var einnig frestað. Ekkert var látið uppi um það í gær, hvemig á frestun fund- arins í sameinuðu þingi staefS. PATAPEESSDM j P. W. BtEPvING er á Smiðjústíg 11. „Við sendum út orðsendingu, bæði í blöðum og útvarpi, til verkalýðsfélaganna, að kaup- gjaldsákvæði hinna illræmdu gerðardómslaga væru úr gildi numin, og samkvæmt bráða- birgðaákvæði í hinum nýju lög- um um dómnefnd í verðlags- málum hefðu verkalýðsfélögin rétt til að segja upp öllum samningum með viku fyrirvara. Þar sem samningafrelsið var þannig aftur fengið, skoruðum við á allt verkafólk að láta smá- skæruhernaðinn niður falla og skoruðum á félögin að segja upp samningum við atvinnurek- endur og hef ja samningaumleit- anir að nýju. Sérstaklega beind- um við þeirri ósk til þeirra, að unnið yrði að því að koma á samræmingu kaupgjalds í land- inu, hækkun grunnkaups og styttingu vinnudagsins niður í átta stundir. En því hafa verka- lýðssamtökin barizt fyrir frá því fyrsta að til þeirra var stofnað. Strax daginn eftir birt- ingu þessarar orðsendingar átti ég símtal við forystumenn flest- allra verkalýðsfélaganna • úti á landinu og ítrekaði þá áskorun er fólst í orðsendingunni og fór þess á leit, að félög nálægra staða hefðu samvinnu sín á milli um samningagerð við at- vinnurekendur, því að á þarrn eina hátt væri hægt að ná sam: ræmingu á kaupi. Ég fór þess ,t. d. á leit við félögin á Austur- landi, að í hverju félagi yrði k'jörinn einn fulltrúi, og kæmu fulltrúarnir síðan saman til fundar, á Seyðisfirði eða ann- ars staðar, og ynnu að því að koma á einu og sama kaupgjaldi á öllu Austurlandi, því að að- staða öll til atvinnureksturs á Fjörðunum, svo og aðstaða fólksins til að afla sér lífsnauð- synja, er svo lík, að þar á að gilda eitt og sama kaupgjald. Austfirðingar brugðust fljótt og vel við þessari áskorun og var fundur haldinn á Eskifirði í fyrradag, þar sem saman voru komnir fulltrúar frá Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Komu þeir sér saman um að grunnkaup skyldi vera: Almenn vinna: Dagvinna kr. 1,90, Eftirvinna 2,85. Nætur- og helgidagavinna 3,80. Skiftavinna: Dagvinna kr. 2,30. Eftirvinna 3,45. Nætur- og helgidagavinna 4,60. Vinna við /coí, sált og sement: Dagvinna kr. 2,60. Eftirvinna 3,90. Nætur- og helgidagavinna 5,20. ' Kaup kvenfólks skuli hækka hlutfallslega miki8 og kaup karla. Kaixp þetta miðbít við áita fitaœdc viiaiwdag. í Vestmannaeyjum auglýsti verkalýðsfélagið taxta um kaup og kjör, og var sá taxti í sam- ræmi við það, sem Dagsbrún hafði samið um hér við atvinnu rekendur. Atvinnurekendur í Vestmanneyjum vildu ekki hlíta hinum auglýsta taxta og mótmæltu honum opinberlega, en buðu upp á samninga. Samn- ingaumleitanir hafa farið fram tvo undanfarna daga, en strönd- uðu í gærkveldi, og ber aðallega á milli í því efni, að atvinnu- rekendur vilja ekki greiða það kaup, sem krafizt var við ísun fiskjar og við vinnu í hafnar- gerðinni, en það var allmiklu hærra en gerð var krafa til við almenna vinnu, eða það sama, sem hér gerist við kol1, salt og sement. Þá gera atvinnurekend- ur kröfu til þess, að samningur- inn verði gerður til eins árs, en félagið vill hafa opna leið til uppsagnar að sex mánuðum liðnum, ef aðstæður hafa þá breytzt. Tilboð atvinnurekenda verður lagt fyrir fund í félag-, inu. í Keflavík var fundur í fyrra- kvöld og var þar samþykkt að auglýsa taxta, og mun það hafa verið gert í gærkveldi. Kaup- taxtinn er samhljóða þeim taxta, sem Dagsbrún hefir sam- ið um við atvinnurekendur. Félögin munu nú flest hafa tekið ákvörðun um það, að segja upp samningum og mörg þegar búin að því, en munu bíða að hefja samningaumleit- anir, þar til þeim hefir borizt það bréf, er Alþýðusambandið hefir sent út til félaganna til leiðbeiningar um þessi mál, með tilliti til þess, að hægt sé að samræma kaupið.“ JároiðnaðarmeDD sentja við atvinnn- rekendnr. MihlarkanphækkaraÍB* O AMNINGAR hafa verið undirritaðir inilli Félags Jámiðnaðarmanna og atvinnn- rekenda í járniðnaðinum. Samkvæmt hinum nýja samn- ingi verður vikukaup með 48 vinn.ustundum kr. 145,00 áður var kaup fyrir jafnlangan tíina kr. 100,00. Yfirvinn'úkaup er kr. 4,68 um tíznann og næturvinnukaup kr. 6,24. Samningtrrinn var gerðtxr til ð mánaOa og gekk i gildi í fyrra- d«g- Þetta er þýzki nazisminn. Frh. af 2. síðu. inni við Seyðisfjörð. En það er þýðingarlaust að æðrast þess vegna. Við eigum að gera allar þær varúðarráðstafanir, sem í okkar valdi stendur að gera, til þess að manntjón verði sem minnst af árásum níðinganna, en setja okkur um leið, að taka hverju því, sem að höndum ber, með hugprýði og þrautseigju. Og vel megum við jafnframt minnast þess, að lítið höfum við enn orðið að þola í þessum ó- friði í samanburði við margar aðrar þjóðir. Kaffi- ob srknrskant nrioD linnkar næst. EGAR NÆST VERÐUR úthlutað skömmtunar- seðlum verður kaffi- og sykur- skammturinn minnkaður. Kaffi skammturinn á þá að minnka um 450 grömm, úr 15000 gr- niður í 1050 grömm. Sykurskammturinn á og að minnka um 500 grömm, úr 6,500 grömmum niður í 6000 grömm. Talað er um að ef til vill verði sykur- og kaffiskammt urinn hækkaður aftur fyrir jólahátíðina. Útvarp og skriðdrekar. Eins og kuimugt er vinna brezku konumar ýmis þýðingarmikil störf I samJbandi við hernaðinn. Stúlkan á myndinni heitir Chiistine Harrie, og er hún að setja útvarpstæki í ekriðdreka. Harrig var hjúkrunwkana, éBwr en HtriðiO skall á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.