Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 4
'4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. septembcr 1942t fNjnjöttbUÍHí) Útgefandi: Alþýðuflokknrinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. | Ritstjórn og afgreiðsla í Al- . þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Samræming kaupgjaldsins. ¥7'AUPSAMNINGAR standa nú mjög víða yfir milji verk alýðsfé lagan n a og atvinnu- rekenda. Hafa félögin sagt upp fyrri samningum, í samræmi við það ákvæði, sem sett var inn í lögin um dómnefnd í verðlags- málum fyrir forgöngu Alþýðu- flokksmanna, að segja megi upp samningum með vikufyrirvara. Þetta var gert með það fyrir augum, að takast megi að sam- ræma kaupgjaldið. Starfa verka- lýðsfélögin nú að því, og er það mjög mikilsvert, hversu það tekst. Eitt helzta ranglæti gerðar- dómslaganna var það, hve mis- jafnlega kaupbindingin kom niður á launþegum, eftir því hvar þeir bjuggu á landinu. Fósu hin dreifðu þorp víðs vegar um landið verst út úr þessu, en í Reykjavík og stærri bæjunum, þar sem mest var um vinnuna, urðu kaupgjaldsákvæðin aftur á móti áhrifalust. Stafaði það af því, að hér var vinnueftir- spumin svo gífurleg, að verka- menn þurftu ekki að taka nein- um lélegum kjörum. Víða í af- skekktari landshlutum horfði þetta öðru vísi við. Þar var vinnueftirspurnin minni, og þar eiga margir líka erfiðara um vik að skipta um vinnustað, öðru vísi en dveljast langdvölum fjarri heimilum og f jölskyldum. Á slíkum stöðum komu kaup- bindingarákvæði gerðardóms- laganna harðast niður. Þó fóru allir þeir, sem heim- angengt áttu, burt frá þessum stöðurn, að minnsta kosti í bili, til þess að leita sér betur laun- aðrar atvinnu annars staðar. Fólksstraumurinn til Reykja- víkur er orðinn meira áhyggju- efni en nokkru sinni. Skortur vinnuafls í hinum dreifðu byggðum hefir aldrei verið meiri, og þykir atvinnuvegmn sveitanna og smáþorpanna sums staðar nokkur hætta búin af. Fólkið streymdi þangað, sem kjörin voru betri. Ef vel tekst til um samræm- ingu kaupgjaldsins, ætti að verða á þessu nokkur breyt. til batnaðar. Þá þurfa menn síður að yfirgefa heimili sín í leit að betur launaðri atvinnu en fæst heima fyrir. Menn ganga líka á- nægðara að störfum sínum, þeg- ar þeir vita, að þeim er ekki gert mishátt undir höfði eftir því, hvar þeir eiga heima. Samræm- ing kaupgjaldsins hindrar þann- ig að nokkru leyti óeðlilegan aðflutning vinnandi fólks til Frá sjðunda fulltráaþingi sam* bands islenzkra barnakennara SJÖUNDA fulltrúaþing Sambands íslenzkra bamakennara var haldið hér í Reykjavík í síðustu viku, og ræddi það fjöldamörg mál, sem snerta hag og menntun kennara og fræðslumálin í landinu. Fer hér á eftir yfirlit um störf þingsins: I. Þingið var sett á þriðju- daginn kl. 2 í Austurbæjarskól- anum. 25 fulltrúar mættu fyrsta daginn. Tilkynnt hafði verið um 40 fulltrúa, en rúmlega 30 mættu.' i sambandinu eru um 400 ksnnarar. II, Sfarísinenn þingsins: Að satnmgu þingsins lokinni var ko.'áím fa.-seti þingsins, og hlaut kosningu Jónas Jósteins- son. 2. forseti var kosinn Helgi Þorláksson, Vestmannaeyjum, en 3. forseti Hlöðver Sigurðsson Stokkseyri. Einnig vou þá kosn- ar fastanefndir. Ritarar: Sig- urður Gunnarsson skólastjórþ Húsavík, 2. Hjörtur Krist- roundsson, Rvík, 3. Helgi Þor- láksson, Vestmannaeyjum, 4. Gúnnar Ólafsson, Fáskrúðsfirði. III. Helztu mál: 1. Skipulag fræðslumála. 2. Ríkisútgáfa námsbóka. 3. Launamál kennara. Alþingi hefir skorað á ríkisstjórnina, að endurskoðuð verði launakjör opinberra starfsmanna, og mun Samband ísl. bamakennara gera í því sambandi tillögur um framtíðarlaunakjör barnakenn- ara. 4. Tryggingamál (eftirlaun o. s. frv.). 5. Menningarsjóður kennara. (Stofnaður til minnAigar um séra Magnús Helgason skóla- stjóra. Sjóðnum á að verja til ab styrkju barnakennara til framhaldsnáms og auka mennt- ihi þefe'a í hvívetna.) 6. Skólabyggingar. 7. Barnabókmenntir. IV. Ný stjórn S. í. B. var kos- in og hlutu kosningu: Aðal- steinn Sigihundsson formaður, Sigxxrðru Thorlacius, sem var fráfarandi formaður sambands- ins, baðst eindregið undan end- urkosningu vegna starfs síns sem fulltrúi kennarastéttarinnar í Bandalagi opmfoerra starfs- manna. Ritari sambahdsins var kosinn Ingimar Jóhannesson, en Páhni Jósefsson gialdkeri. Meðstjórnendur voru kosnir: Sigurður Thorlacius varaformað ur, Jónas B. Jónsson vararitari, Arngrímur Kristjánsson vara- gjaldkeri og Gunnar M. Magn- úss ritstjóri Menntamála, tíma- rits sambandsins. V. Helztu samþykktir full- trúaþingsins: 1) Samþykkt var skipulags- skrá Menningarsjóðs kennara, sem stofnaður er til miimingar um séra Magnús Helgason skólastjóra. 2) Tryggingamál kennara: samþykkt var að fela sambands- } stjórninni að vinna áfram að þessu máli. Guðmundur Guð- mundsson. tryggingafræðingur, flutti erindi um tryggingamál. Urðu nokkrar umræður um þessi mál, og var einkum rætt um lífeyrissjóð barnakennara. 3) Mál frá fræðslumálanefnd: Ríkisútgáfa námsbóka: Sam- þykktar voru tvær tillögur. Efni þeirrar fyrri var þetta: Lögum um ríkisútgáfu náms- bóka sé breytt þannig, að stjórn- arnefnd sú, sem kosin hefir ver- ið til þess að sjá um ríkisútgáf- una, verði felld niður, en fræðslumálastjórninni falið starf hennar. Framkvæmda- stjórn útgáfunnar sé áfram í höndum forstjóra Ríkisprent- smiðjunnar Gutenbergs. Hin tillagan var áskorun um að ríkisútgáfan gefi út meira af bókum til móðurmálskennsl- unnar, svo sem skrifbækur, stafsetningarorðabækur og hentuga málfræði. 4. Barnabókmenntir: Sam- þykktar voru tvær tillögur. Sú fyrri var ákorun til skólaráða barnaskólanna um að láta óvil- halla menn dæma barnabækur til leiðbeiningar fyrir almenn- ing. Þannig yrði greidd gata hollra barnabóka, en hinum gert erfiðara fyrir. Efni síðari tillögunnar var, að kosin yrði milliþinganefnd, sem athugi, hvort ekki sé til- tækilegt að stofna til fullkom- innar útgáfu barnabóka, sem yrði undir umsjón barnakenn- ara. í nefndina voru kosnir: Aðal- steinn Sigmundsson, Sigurður Thorlacíus og Ármann Hall- dórsson. 5. Skipulag fræðslumálanna. Samþykkt var að skora á fræðslumálastjóra að hefja nú þegar þann undirbúning og þá rannsókn, sem telja verður nauðsynlega til þess að endur- skoða og breyta að öllu núver- andi fræðslu- og uppeldismála- kerfi. 6. Menntun kennara. Sam- bandsstjórninni var falið að beita sér fyrir því við fræðslu- málastjórnina, að undirbúnings- menntun kennara verði bætt á eftirfarandi hátt: a. Námstími kennara lengist úr þremur vetr- um í fjóra. b. Inntökuskilyrði í Kennaraskólann séu þyngd svo, að þau svari til þeirrar kunn- áttrg sem krafizt er til gagn- fræðaprófs hins minna. c. Kom- ið sé upp við Háskóla íslands Reykjavíkur, og annað þangað, sem kaupgjaldið var hærra en úti um landið, og vinnueftir- spumin er meiri. Af þeim fregnum, sem borizt hafa af kaupsamningum hingað og þangað um landið, er útlit fyrir, að þeir ætli að takast vel. Menn fagna almennt afnámi gerðardómslaganna og þeirrar spillingar, sem-þau höfðu í för með sér. Almenningur skilur líka, hversu samræming kaup- gjaldsins er þjóðinni mikilsverð eftir það, sem á undan er gengið. rannsóknarstofnun í uppeldis- vísindum, þar sem útskrifaðir kennarar geti stundað nám. Sama stofnun annist leiðbein- ingar og rannsóknir í þágu barnafræðslunnar. 7 a) Launamál kennara. I málinu voru samþykktar tvær tillögur: 1. Sambandsstjórninni var falið að beita sér fyrir því, að eftirfarandi atriði nái fram að ganga á næsta alþingi: a. Aldursuppbætur kennara verði jafnar og náist að fullu eftir 6 ár í stað 9. b. Skólahéruð, þar sem fastir skólar eru, sjái skóla- stjórum fyrir húsnæði, ef þeir óska þess, en annars jafngildi húsnæðis í peningum. Héruð þessi tryggi einnig kennurum húsnæði, ef þeir óska þess. c. Kennarar allra fastra skóla hafi sömu laun. d. Níu mánaða starfs tími teljist fullt starfsár og annar starfstími eftir því. 2. Vegna samþykktar alþing- is um að endurskoða launakjör almennt, var samþykkt að kjósa fimm manna milliþinganefnd, sem ásamt sambandsstjórninni vinni að því að bera fram launa- kröfur kennarastéttarinnar í samræmi við kröfu annarra stétta. 7 b) Þingið lýsti ánægju sinni yfir því, að alþingi ákvað að láta endurskoða launalög opin- berra starfsmanna. 7 c) 7. fulltrúaþing S. í. B. skorar á alþingi og ríkisstjórn að láta endurskoða reglur þær, er verðvísitalan er byggð á. Reisa síðan vísitöluna á víðtækari grundvelli. 8) Þingið felur sambands- stjórn að beita sér fyrir því, að ríkið styrki nokkra kennara ár- lega til þess að ferðast milli skóla innanlands, á starfstíma skólanna, t. d. í einn til tvO' mánuði, í því augnamiði að kynnast góðum kennsluaðferð- um og öðru, sem gagnlegt má teljast starfi þeirra. 9) Þingið mótmælir þeirri ó- hæfu, að ýmsir barnaskólar landsins hafa verið látnir hætta störfum undanfarin ár, löngut áður en starfstíma þeirra var- lokið og tafðir frá því að hefja störf á réttum tíma á haustin, án þess að nauðsyn á þessum. töfum hafi verið sýnileg. Skor- ar þingið á fræðslumálastjóra að hindra allar þær ,tafir á störf- um skólanna, sem ekki stafa af óhjákvæmilegum forföllum eða brýnni nauðsyn almennings. 10) Þingið telur afarbrýna nauðsyn á, að komið sé upp hið bráðasta sæmilegu upptoku- heimili fyrir vandræðaunglinga í Reykjavík og dvalarheimili 1 sveit fyrir vandræðadrengL Skorar þingið fastlega á rík- isstjórnina að hefjast þegar handa um að koma upp stofn- unum þessum samkvæmt heim- ild í lögum um eftirlit með ung- mennum. 11) Þingið telur asskilegt, að: stofnuð séu íþróttafélög meðal nemenda þeirra barnaskóla, sem eru nægilega fjölmennir til þess, og sjái þau nemendum fyrir þeim íþróttaiðkunum, sem. þeir óska eftir í viðbót við fasta xþróttakennslu skólarma. Þegar slík félög hafa verið stofnuð, telur þingið æskilegt að stofn- að sé samband þeirra, og hafi > það m'. a. með höndum að sjá um skólaíþróttamót. 1 12) Þingið lætur í ljós ánægjxi sína yfir því, að byrjað var síð- Frh. á 6. síöu. VÍSIR ræðir um stjórnskip- unarlagafrumvarpið nýja í forystugrein í gær. Er blaðið ekki vel ánægt með frumvarp- ið, en tekur því þó ekki illa. í greininni segir meðal annars: „Hefir hér verið lagt inxi á nýja leið í löggjöf og óvenjulega enda auðsætt, að söðlað hefir ver- ið um frá því, sem ætlað var á síðasta þingi um afgreiðslu og meðferð sjálfstæðismálsins. Hér er spor í rétta átt undirbúið, en ekki stigið, og munu það reynast þjóð- inni nokkur vonbrigði. Þótt alþingi hafi í bili orðið að víkja nokkuð af þeirri braut, sem upphaflega var fyrirhuguð, er ekki um að sakast. Aðalatriðið er hitt, að stefnt sé í rétta átt og engar yfirsjónir drýgðar, sem draga úr rétti vorum. Um endanlega af- greiðslu sjálfstæðismálsins verður aldrei samið. Þar er aðeins tvennt til: Sjálfstæði fullt og óskert að alþjóðalögum, eða sjálfsteeði ekki. Þriðja leiðin var að vísu reynd 1918, en henni verður ekki áfram haldið, enda þá ekki ætlunin að svo yrði. Það er elcki af fjandskap við aðrar þjóðir, að íslendingar vilja tryggja sjálfstæði sitt, en allt er það illa i garð íslenzku þjóð- arinnar, sem að utan kemur og hamla vill í gegn endanlegu sjálf- stæði þjóðárinnar. Sá veit gerst. hvar skórinn kreppir, sem her hann, og enginn getur vitað það betur, þótt hann hafi stærri fæt- ur og styrk meiri. Þetta eru al- menn og sígild sannindi, — jafn- góð með öllum þjóðum.“ :Jí Morgunblaðið ber sig illa undan því á sunnudaginn, aö einstaka alþingismenn mis- bjóði þinghelginni og virðingu þingsins með Ijótum munnsöfn- uði. Er blaðinu einkum þungt til þingmanns Vestur-Skaftfell inga og þykir hann heldur skæður í munninum. Um þing- helgina segir þetta í biaðinu: „Friðhelgi þingsins á ekki a8 vera skálkasícjól ódrengskapar og fúlmennsku. Þingmenn, sem ekki geta hagað orðum sínum prúð- mannlega, jafnvel þótt í deilum eigi, þeir eru ekki þinghæfir. —* Þingmenn, sem viðhafa sóðalegt og ruddalegt orðbragð í þingræðu saurga þinghelgina. Ef þjóðin skildi sinn vitjunartíma, ættu slíkir þingmenn aldrei aftur- kvæmt inn í þingið.“ Þessi orð eru réttmæt, hvaða þingmenn, sem í hlut eiga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.