Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. september 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ SAjGAN endurtekur sig, er orðið þekkt orðtak og hefir orðið mörgum prófessorum að umhugsunarefni. En núverandi styrjöld hefir gert venjulegum mönnum mjög ljósa endurtekn- ingu sögunnar. Fall Frakklands ag uppgjöf Belgíu árið 1940 getum við borið saman við brott hvarf Rússa úr heimsstyrjöld- inni 1914—1918. Innrás Napó- leons í Rússland 1812 getum við borið saman við innrás Hitlers 1941. Og síðast, en ekki sízt getum við borið saman innrás þá, sem Napoleon undirbjó árið 1798, en sló svo á frest og ætl- aði að framkvæma 1803—4—5, við innrás þá, sem vofað hefir yfir af hendi Adolfs Hitlers frá því 1940. Þetta málefni gæti orðið fróðlegt að skýra dálítitð nánar. í hinni nýútkomnu bók: „Na- póleon við Ermarsund“, gerir höfundurinn, Carola Oman, enga tilraun til samanburðar (þar er ekki minnzt á núverandi styrjöld), en hún safnar í eina heild öllum þim atriðum, sem snerta þessa tilraun Napoleons fyrsta, og af því getur svo les- andinn dregið sínar ályktanir og gert samanburð. En ef hann hefir enga löngun til þess, get- ur hann látið það vera og lesið aðeins sér til skemmtunar mjög æsilega 'bók um staðreyndir, sem safnað hefir verið saman á þrjú hundruð blaðsíður. Aðferð ungfrú Oman er sú, að bregða kastljósi yfir ýmis atriði sögunnar, séð með augum ým- issa manna, sem uppi voru á þeim tíma, er atburðirnir gerð- ust. Það er að vísu er.íið aðferð og rennur oft út í sand, en ung- frú Oman, sem hefir ritað f jölda ævisagna, hefir sémtaka kunn- áttu í þvi að fara með efni án þess að missa það út um greipar sér, og er einkar lagin á að þjappa saman efni í glögga smámynd, sem skýrir aðra at- burði. Hún byrjar á aftöku Lúðvíks sextánda og endar á dauða keisarans á St. Helena ár- ið 1821. En meginefni bókarinn- ar er þó þjappað saman á þeim síðum, þar sem skýrt er frá því, þegar franska hernum var safu- að saman umhverfis Boulogne og hinum mikla undirbúningi Georgs þriðja Englandskonungs að taka á móti. Um þessar mundir berast miklar fregnir um sprengju- árásir brezka flugflótans á birgðageymslur á í'rakklands- og Hollands-strönd. En hvaða fréttir bárust yfir sundið' fyrir um hundrað og fimmtíu árum, til íbúanna á hinni klettóttu Ermarsundsströnd Engiands? Að vísu fréttu þeir um mikla S S N S s s s s s s s s s s s s í 5 Stærsta stífla í heimi. Þetta er Grand Coulee stíflan í Norðvestur-Bandaríkjunum, sem mun vera stærta stífla í heimi. Myndin var tekin að næturlagi. Til vinstri sést bærinn, sem byggður var fyrir verkamennina, sem vinna við stöðina. Napoieon við Ermarsund. stórskotahríð við sundið, en þeir fréttu annað, sem var að vísu ekki satt, en þó nægilegt til Iþess að skelfa íbúana. Þeir fréttu um gríðarmikla fleka, yf- irbyggða, með fallbyssum í hverju horni, og þeir fréttu um fljótandi virki, sem áttu að geta boriö sextíu fallbyssur og um f jórar þúsundir manna. Mikill undirbúningur var á Englandi til þess að taka á móti þessum virkjum. Virki voru hlaðin í hverri höfn, hverjum vogi og vík, og hermenn í glæsi- legum einkennisbúningum sögðu konum sínum og unnust- um, hvemig þær ættu að taka á móti „Bona“, ef hann léti sjá sig og reyndi að fara yfir sundið. Þetta skeði árið 1798, og það, sem ehikennilegast er, innrás var gerð á Bretlandseyjar, ef með þeim er talið írland, sem írlendingar myndu sennilega ekki kæra sig um. Humbert hershöfðingi hafði sett um þús- und manns á land í Mayo, en þeir voru fljótlega króaðir inni. Annar leiðangur komst til Sligo Bay, en flýði brátt til Rockefort. En svo að öll ná- kvæmni sé við höfð, þá var inn- rás gerð í England 1897, þegar Svarta hersveitin undir stjóm írska uppreisnarforingjans Tate setti lið á land í Cardiganflóa á Wales. En liðið var óðara ger- sigrað og leyfar þess eltar uppi á tveim dögum. ©I! H milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömii. Höfum 3—4 slíip í förum. Tilkynningar um vöm- sendingar sendist Oiiliford’s Associated Uecs, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD Það var mörgum árum seinna, á fyrsta áratug nítjándu aldar- innar, sem aðalinnrásarhættan var. Allt hitt hafði aðeins verið undirbúningur. En aðalógnunin var 1803, þá ætlaði Napóleon að láta hendur standa fram úr ermum. Stríð var enn á ný haf- ið milli Englands og Frakklands. Þegar keisarinn snaraði sér á bak á Grána sinn á hæðunum fyrir framan Boulogne, urðu Englendingar gripnir skelfingu. Fjórar herbúðir voru umherfis þessa frönsku hafnarborg, og á- litið er, að þar hafi verið um tvö hundruð þúsundir her- manna, reiðubúnar til þess að gera innrásina, þegar stundir kæmu. En hvað dvaldi Orminn langa? Það var ekki skortur á mönnum, vopnum né skotfær- um. Það voru herskip, sem vantaði — öflugur herskipa- floti, leiðangrinum til verndar. Napoleon hafði um tvær þús- undir skipa, báta og flutninga- pramma af öllum gerðum, sem biðu eftir því að siglt yrði af stað. En einhver galli var á gjöf Njarðar. „Miðsumarkvöld nokkurt árið 1804 opnaði ,Boni‘ gluggann sinn og horfði í sjón- auka út á sundið í áttina til Dover. Hann heyrðist tauta fyr- ir munni sér: „Já, byrinn er góður og ekki nema þrjátíu og sex klukkutíma sigling. . .. .“ Keisarinn hafði allt, sem hann þarfnaðist, nema það mikilvæg- asta — öflugan herskipaflota. Það voru ekki hennennimir á klettóttu ströndinni hinum meg- in sundsins, sem Napóleon ótt- aðist. Það voru herskipin, sjó- mennirnir og flotaforingjar á borð við Nelson. En þetta var Englendingum ekki ljóst. Þeir voru óttaslegnir. Fregnunum rigndi niður. Bona- parte var að byggja gríðarstóra skipabrú, sem herinn átti að fara yfir frá Calais til Dover, en herforingjar í loftbelgjum áttu að stjórna yfirförinni. Enn- fremur voru námusérfræðingar, að því er sagt var, að byggja neðanjarðargöng undir Ermar- sund og miðaði þeim hægt en öruggt í áttina til ensku strand- arinnar, og loks átti keisarinn sjálfur að vera um borð í fiski- skútu úti fyrir ströndinni, dul- búinn sem enskur fiskimaður. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim ótta og þeirri skelf- ingu, sem ríkti á Englandi þessa daga, en ungfrú Omen heppnast það‘ að svo miklu leyti, sem unnt er. Flest voru þetta lyga- fregnir. Maður, sem átti heima á afskekktum stað á Englandi, vaknaði um miðja nótt við það, að sonur hans kom inn í hér- bergið og sagði: „Vertu ekki hræddur, en Frakkar eru að setja lið á land. Það er verið að 'berja bumbur og kveðja herinn til atlögu.“ Faðirinn hugsaði sig um ofurlitla stund, en sagði svo; „Jæja, við getum víst ekkert gert til gagns.“ Því næst hallaði hann sér aftur á eyrað og sofn- aði Þeir eru rólegir á yfirborðinu, Bretarnir. Svarið við innrásar- ógnuninni kom í októbermánuði 1805, þegar Nelson molaði franska flotann við Trafalgar. En þetta hafði verið raunveru- leg ógnun, og sannleikurinn, sem í henni fólst, er enn þá til umræðu. Þegar Napoleon var fangi á St. Helenu, sagði maður nokkur við hann, sem var hjá honum í heimsókn, að undirbúningur hans við Boulogne hefði aðeins verið gerður í því skyni að lát- ast vera að búa sig gegn Bret- um, meðan hann hefði raun- verulega verið að æfa úrvalsher gegn Austurríkismönnum. Þá svaraði Napoleon og brosti Framh. á 6. síðu. Ekki meira um knattspyrnuna að sinni. — Finna for- vitna skrifar mér um greiðasölustaðina. — Hættið bílaorginu. V ALLSÆKINN hefir skrifað mér Iangt bréf um knatt- spyrnuna, en hann hóf umræður um, það mál nýlega hér og fékk svarbréf frá „Gömlum knatt- spyrnumanni". En ég á ómögulegt með að birta meira af slíkum bréfum að minnsta kosti fyrst um sinn. Verður „Vallsækinn“ og „Gamall knattspyrnumaður“ líka að una við það. Þeir eru báðir búnir að fá að segja meiningu sína um knattspyrnuna núna og tel ég það alveg nóg. „FINNA FORVITNA“ skrifar: „Ég er nýkomin úr sumarfríi og er nú aS smárifja upp fyrir mér ýmislegt úr ferðinni, bæði það góða og fallega og sömuleiðis hitt, sem miður fer og ég hefði kosið á annan veg, bæði vegna mín og þjóðar minnar." „ÆTLA ÉG NÚ að biðja þig að skila ýrnsu smávegis til þeirra, sem urðu á vegi mínum. Það er þá fyrst: Snyrtiklefar greiðasölustað- anna þurfa um’ióía — fleiri hand- klæði, óbrotnar skálar og um- gerðir þeirra — lýsól eða eitthvað annað sótthreinsandi saman við vatnið, sem klefarnir, eru þvegnir úr, o. s. frv.“ „ÞÁ BIÐ ÉG HG að skila til þeirra í matsöiunni á Blönduósi, að það þurfi að kaupa flugnaveiðara í eldhús og borðstofu — og helzt flugnaduft eða flitt líka, svo að flugumar hætti að dansa listdans í stórhópum á sykri, mat og and- liti gestanna og sömuleiðis hætti þær að stmga sér til sunds í rjómakrúsir, vatnsglös og mjólkur- könnur. — Segðu enn fremur þeim, sem ráða á greiðasölustöðum að láta frammistöðustúlkurnar hafa eitthvað um hárið. Þær hafa flestar hár ofan á herðar og brjóst, krullað og fjörugt og á sí- felldu iði og flugi yfir brauödisk- um og bollum og ekki örgrannt um að snerting við framreidda fæðu eigi sér stað og eitt og eitt hár losni og setjist að þar, sem gestirnir sizt hefðu kosið.“ „ÝMISLEGT FLEIRA mætti nefna, sem' laga mætti með litlum tilkostnaði á þessum fjölförnu leiðum, t. d. mættu bekkirnir í Fornahvammi vera orðnir að stól- um, svo að ekki þurfi að klifra og gera alls konar miður fagrar kúnstir til að komast í og úr sæti. — Bið ég svo að lokum kærlega að heilsa okkar óviðjafnanlega ágætu langleiða-bilstjórum með þökk fyrir allt gott.“ „HANNESARMABUR“ skrifar mér eftirfarandi — og vonandi hittir hann í mark: „Mig langar að biðja þig um greiða. Hann er sá, að biðja bílstjóra í vissum bíl- um í bænum að hætta þessu óþarfa flauti, sem virðist vera að komast í móð aftur vegna nýs flautu- hljóms.“ „SÉRSTAKLEGA er það einn bíll, sem er farinn að gera mig taugaveiklaðan, því að hann er alltaf flautandi sýknt og heilagt, hvar sem er. Bílstjóránum þykir það víst svo mikið „sport“, þvi að hann getur flautað marga mis- munandi tóna.“ Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.