Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. september 1942. | \ ^Bærinn í dag. ? Næturiœkmr er Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. Saniningaumleitanir milli Sjómannafélags Reykjavíkur og togaraeigenda munu nú fara að hefjast, þar sem farmannadeilunni er lokið. Er gert ráð fyrir að fyrsti fundur milli aðilja verði n.k. miðvikudag kl. 2.30. Hlutavelta Ármanns. Ármenningar eldri og yngri, — gerum hlutaveltu félagsins sem stærsta og glæsilegasta. Tekið á móti munum í Körfugerðinni, Bankastræti 10, og hjá Þórarni Magnússyni, Grettisgötu 28. J$ stjórnarskrár- brejrting. (Frh. ai 2. síðu.) Eins og greinir í frumvarpinu nær þessi heimild alþingi til handa einvörðungu til þeirra mála, er um ræðir í þingsálykt- unartillögum alþingis frá 17. maí 1941, þ. e. a. s. til þess að setja lýðveldi í stað konungs- dæmis og gera óhjákvæmileg- ar breytingar vegna niðurfalls sambandssáttmálans milli ís- lands og Danmerkur, en engar aðrar breytingar á stjórnar- skipunarlögum landsins, hvorki varðandi kjördæmaskipun né neitt annað, er alþingi heimilt að gera án eftir farandi þingrofs og almennra kosinnga til al- þingis. Ástæða þykir til að taka það fram, að enda þótt stjórnar- skrárbreyting sú, sem frum- varp þetta gerir ráð fyrir, taki gildi með nokkuð óvenjulegum hætti, vegna hinna sérstöku aðstæðna, getur það að sjálf- sögðu ekki gefið neitt fordæmi um breytingar á stjórnar- skránni.11 Ðmræðornar. Nokkur orðaskipti urðu um þetta frumvarp við fyTstu um- ræðu í neðri deild. Ólafur Thors forsætisráð-' herra fylgdi því úr hlaði með fáeinum orðum, þar sem hann gat þess, að ætlunin hefði verið að afgreiða sjálfstæðismálið á annan og endanlegri hátt á þessu þingi, en gert væri méð frumvarpinu. En ný viðhorf hefðu orðið því valdandi, að stjómin leggur nú til, að málið verið þannig afgreitt. Margir þingmenn tóku til máls á eftir forsætisráðherra. Stefán Jóh. Stefánsson, sem talaði fyxir Alþýðuflokkinn, gat þess, að Alþýðuflokkurinn hefði fyir löngu lýst því yfir, að hann væri því fylgjandi að Skrifstofa Dagsbrúnar verðnr loknð S dag kl. 1-4 e.h. vegna Jarðar- farar. stofnað yrði lýðveldi hér á landi, tmdir eins og sambands- lagasáttmálinn við Danmörku væri útrunninn. En jafóframt aefði flokkurinn ævinlega lagt á það ríka áhergju, ;^ð‘! sfálf- stæðismálið ætti að vera hafið yfir allan flokkaríg, að ailir flokkar ættu að standa í því, og samkvæmt þvr' héfði hann alltaf breytt. Íjféfán Jóhann sagði, að eftir atvikum og eins og málið laegrnú fyrir, gæti Alþýðuflokkurinn fylgt því frumvarpi, sem fram væri komið. Hann teldi, að með því væri auðvelduð endanieg lausn sjálfstæðismálsins, þegar tíma- bært þætti að stíga lokaskrefið. Sigfús Sigurhjartarson lýsti því yfir fyrir hönd Kommún- istaflokksins, áð einnig hann myndi greiða atkvæði með hinu fram komna írumvarpi. Eysteinn Jónsson og Jörund- ur Brynjólfsson, sem töluðu fyrir Framsóknarflokkinn, deildu hinsvegar fast á stjórn- ina og töldu hana hafa brugðizt þeim loforðum, sem hún hefði gefið um að gangast fyrir fulln- aðarlausn sjálfstæðismálsins og lýðveldisstofnuninni þegar á þessu þingi og brugðu henni um það, að hafa notað sjálfstæðis- málið sér til framdráttar við kosningamar í sumar og gert það þannig að flokksmáli. Ósk Bandarik|anna ? Pétur Ottesen upplýsti í ræðu, sem hann flutti, að það lægju sérstakar ástæður til þess, að málið væri nú þannig lagt fyrir og ekki lengra farið; og hann sagðist enga ástæðu sjá til að þegja um þær: Það herveldi, sem við hefð rnn falið vernd landsins, hefði óskað þess, að málinu yrði slegið á frest. Pétur Ottesen sagðist hins- vegar, ekki sjá neina ástæðu til þess ,að verða við slíkum ósk- um, þar eð við hefðum loforð Bandaríkjanna fyrir því að viðurkenna fullveldi okkar, og hann vildi ekki væna Banda- ríkin þess, að þau gengju á bak þeirra loforða. Sjálfur sagðist hann vera á móti öll- um afslætti í þessu máli og ekki mundu taka neinn þátt í af- greiðslu þess á öðrum grund- velli en þeim, sem lagður hefði verið á síðasta þingi. Ólafur Thors tók hvað eftir annað til máls til þess að svara þeirri gagnrýni og þeim árás- um, sem fram komu á þeirri afgreiðslu sjálfstæðismálsins, sem stjómin stingur upp á. XJm upplýsingar Péturs Ottesen sagði hann, að hann teldi sér ekki fært, að ,gera neinar at- hugasemdir við þær á þessu stigi naálsins. Eftir fyrstu umræðu frum- varpsins var því vísað til stjórn arskrárnefndar og varð þar samkomulag um að bæta við frumvarpið ákvæði þess efnis, að engar aðrar breytingar mætti á umræddan hátt gera á stjómarskránni aðrar en þær, sem leiddu af sambandsslitun- um við Dani og breytingu stjóm arfarsins úr konungsríki í lýð- veldi. Var frumparpið sam- þykkt með þeirri breytingu við báðar síðari umræðurnar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Mianingarord. Sunneva Sigurðardóttir. AÞEIRRI SKÁLMÖLD, sem nú geisar yfir heim- inn, þykir eitt mannslát ef til vill ekki miklum tíðindum sæta. En við andlát Sunnevu Sigurðardóttur, sem andaðist á Landakotsspítala síðastliðinn þriðjudag og verður til grafar borin í dag, setti vini og vanda- menn hljóða. Sunna, eins og hún var venjulega kölluð, var aðeins rúmlega tvítug að aldri er hún lézt, fædd 28. október 1921 að Borgarholti í Biskups- tungum, en fluttist hingað árs- gömul til Reykjavíkur með foreldrum sínum, Sigurði Guðnasyni, Hringbraut 188, og konu hans, Kristínu Guð- mundsdóttur, og dvaldi hún hjá foreldrum sínum unz dauðinn kallaði hana svo skyndilega á burt. Sunna var tápmikil stúlka, í- mynd lífsgleðinnar og hreyst- innar, og því sviplegra var andlát hennar eftir aðeins nokkurra daga Iegu. Hún var með glæsilegri ungum stúlkum hér í bæ og eftirlæti allra, sem 'hún umgekkst og kynntust henni, enda átti hún marga vini og kunningja, sem sakna nú vinar í stað. Dauða sínum tók hún með þeirri ró og því jafn- aðargeði, sem fátítt er um þá, sem hníga í valinn í blóma lífsins, og má það vera mikil huggun harmi lostnum foreldr- um og systrum. Kunningi. BILASTULDIRNIR. Frh. af 2. síðu. samþykki meiri hluta kjósenda í landinu við leynilega at- Við Öskjuhlíð óku þeir fyrst á rafmagnsstaur, klufu hann í tvennt og tættist bifreiðin þá mikið að framan. Þegar þeir komu niður á Grettisgotu óku þeir á steintröppur á húsi, — komust þó af þeim aftur og óku áfram. Á Klapparstígnum hentust þeir á grjóthrúgu og er talið, að ef bifreiðin hefði ekki stöðvast þar, þá hefði bif- reeiðin jafnvel lent inni í gömlu hrörlegu húsi, sem þama stendur. Þama skildu piltarnir bifreiðina eftir. En svo stálu þeir annarri á gatna- mótum Bjargarstígs og Gnmd- Jarðarför fósturbróður míns JÓNS ELÍASAB JÓNSSONAR, vélstjóra, er andaðist 30. f. m. fer fram fra dómkirkjunni fimmtudaginm 10. þ. m. kl. 10% f. h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Egill Árnason. Konan mín . KEISTÍN PÁLSDÓTTIR verður jarðsungin, miðvikudaginn 9. september. Aðhöfnin hefst að heimili hennar Barónsstíg 63 kl. 1% e. h. Jarðað verður í Fossvogi. Nikulás Illugason. Félag pípulagningamanna og Sveinafél. pípulagningamanna halda sameiginlegan fund í skrifstofu Sveina- < sambandsins í Kirkjuhvoli. fimmtudaginn 10. sept. kl. 8 að kvöldi. I Fundarefni: Hitaveitumálið. Stjérnir félaganna* Herbergi eitt eða fleiri óskast nú þegar. * Leigu-upphæð eftir samkomulagi, en tryggt er, að viðkomandi er fullkomlega samkeppnisfær. Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. TDtamning Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún 7. sept. 1942 samþykkir eftirfarandi kauptaxta fyrir verka- menn, sem vinna hverskonar fagvinnu; í dagvinnu kr. 2.90 á klst. Eftir-, nætur og helgidagavinna greiðist með 50% og 100% álagi. Að öðru leyti fer um kjör og hlunnindi verka- manna, sem fagvinnu stunda, eftir samningi Verka- mannafélagsins Dagsbrún við Vinnuveitendafélag ís- lands, dags. 24. ágúst 1942. • Taxti þessi gildir frá og með 15. september 1942. Frá og með sama degi er meðlimum Verkamanna- félagsins Dagsbrún óheimilt að vinna að hverskonar fagvinnu, nema ákvæði taxta þessa séu haldin. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrún. arstígs. Óku þeir þessari bif- reið á geysiferð niður Banka- stræti og um Austurstræti. En er þeir ætluðu að beygja inn í Aðalstræti var hraðinn svo mikill, að bifreiðin valt á hlið- ina upp að verzluninni Man- chester. Það var ameríkskur lögreglu maður, sem tilkynnti lögregl- unni um ferðalag piltanna. — Tókst lögreglunni bráðlega að handsama þá og setti hún þá í „Steininn.“ Bíða piltamir nú dóms. Hér eru fjórir menn sek- ir, bifreiðarstjórinn, sem seldi piltunum áfengið, ekki síður en þeir. Auglýsið í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.