Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1942, Blaðsíða 8
AJL^Y-PLOLAÐIP ■ ............ r- Þriíjudagur 3. septembcr 1942. JARNARBIOI Lydia og biðlarnir fjórir Aðalbiutverk Nerle Oberon Sýnd kl 5, 7 og 9. TVEIR Gyðingar sváfu einu sinni í sama herbergi í gistihúsi í New York. Annar þeirra vaknaði um miðja nótt við það, að hinn gekk um gólf í ergi og gríð. „Af hverju ert þú að ganga um gólf?“ spurði hann félaga sinn. „Eg skulda Rubenstein 100 dollara, sem ég lofaði að borga í morgun, en sé engin ráð til þess.“ •, 4 „O, leggstu bara upp í og sofnaðu, láttu Rubenstein um að ganga um gólf.“ ÞORLEIFUR JÓNSSON prófastur í Hvammi í Döl- um segir svo í bréfi um Bessa- staðaskóla: „Við svokallaðan Snorra varð ég var minn fyrsta vetur í skóla (1815), sem var eins kon- ar hegning fyrir innbyrðis af- brot, t. a. m. við þá, sem báru sögur í eyru kennaranna úr skólanum, með þeim hætti, að sakadólgurinn var settur í bekkjarhorn, hvar piltar sett- ust að honum við báðar hlið- ar hver út af öðrum, og þannig með allra atbeina þrýstu svo fast að sakadólg, að hann æpti hástöfum. En meðan á þessum hryðjuverkum stóð, var haldið uppi einkennilegum söng og mikið við lagt, ef sagt var frá því.“ » vofandi. Honum var sagt þetta fyrir fram, og kom Athill Bacot til hans ásamt sjö nefndar- mönnum, og var hann mjög yirðulegur ásýndum. Eðvarð sagðist ekkert vilja segja þeim að svo stöddu máli, en bað um frest til að athuga málið. Eð- varð var þegar ákveðinn að taka boðinu, og þegar nefndin var farin,- gekk hann í herbergi Bertu. — Jæja, nú eru fréttir á ferð- inni, sagði hann og sagði henni allt af létta. í Blackstable kjör- dæminu, sem Eðvarð var beð- inn að vera í kjöri, voru aðal- lega sjómenn, sem fylgdu Al- þýðuflokknum að málum. — Bacot gamli sagði, að ég væri eini íhaldsframbjóðandinn sem væri líklegur til að komast að. Berta var svo undrandi að hún gat engu svarað. Hún hafði svo lágar hugmyndir um bónda sinn, að hana furðaði á :því,*að þeim skyldi hafa komið til hug- ar að tilnefna hann. Hún braut heilann um, hvað fyrir þeim hefði vakað. ■ — Þetta er upphefð fyrir mig, finnst þér ekki? — Þér dettur auðvitað ekki í hug að taka á móti upphefð-. inni? — Ekki? Auðvitað geri ég það. Hvað er á móti því? — Þú ihefir aldrei skipt þér af stjórnmálum og aldrei á ævi þinn/i haldið næðu|. Hún var viss um að hann yrði sér til minnkunnar og ákvað því, þeirra beggja vegna, að gera það sem í hennar valdi stæði til þess að aftra honum frá þessu. „Hann er svo fávís“, hugsaði hún. — Hvaða vitleysa. Ég hefi stundum haldið ræður í krikket veizlum. Þegar ég er staðinn á fætur dettur mér alltaf eitt- 'hvað í hug. — En þetta er gerólíkt. Þú hefir ekkert vit á þjóðmálum. En Eðvarð lét sér ekki segj- ast, enda er ekkert eins erfitt og það að sannfæra menn um fávizku þeirra. Bertu óx þetta mál mjög í augum og fannst það ganga guðlasti næst að takast svona starf á hendur, án þess að vera því nauðakunnug- ur, og vel til þess. hæfur. En það er sem betur fer ekki álit meiri hlutans og stjórnarvald- anna í þessu virðulega landi. — Ég hélt að það mundi gleðja þig að ég hlyti frama, spurði hann. — Ég vil ekki að þú gerir þér til minnkunnar, Eðvarð. Þú hefir margsagt, að þú virðir bókalestur og menntun lítils, og það ætti því ekki að særa þig þegar ég segi að þú ert ekki vel menntaður. Ég 'held, að ekki sé heiðarlegt af þér að tak- ast á hendur starf, sem þú ert ekki hæfur til að sinna. — Ég ekki hæfur? æpti Eðvarð undrandi. — Þetta var ágætt hjá þér. Ég held, án þess að ég sé að gorta, að ég sé til flestra starfa hæfur. Þú skalt spyrja Bacott gamla um álit hans á mér og þá uppljúkast augu þín væntanlega. Sann- leikurinn er sá að allir hafa álit á mér nema þú, en það er iíka sagt að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. — Þetta getur vel verið rétt hjá þér, Eðvarð. Ég ætla mér heldur ekki að fara að standa í vegi fyrir fyrirætlunum þínum. Ég bjóst bara við því, að þú gerðir þér ekki Ijóst hvað þú ert að gera, og ég vildi forða þér frá sneypu. — Sneypu! Hvernig þá! Ójá, þú heldur, að ég falli í kosn- ingunurm En ég skal veðja við þig hverju sem þú vilt um það, að ég verð langhæstur. Daginn eftir skrifaði Eðvarð Bacott bréf og tilkynnti honum þar, að sér væri ánægja að því að lýsa því yfir, að hann væri fús til að fallast á tilboð íhalds- flokksins. Berta var. orðin viss um að hún fengi engu áorkað um þetta mál og ákvað þá að reyna samt að forða honum frá skömm, eftir fremsta megni. Hún sendi til London eftir bæk- lingum og reglugerðum úm störf og skyldur fylkisstjórna. Svo bað hún Eðvarð að lesa þetta, en hann treysti sjálfum NYJA bio b Tónar og tnngl- skinsnætnr. (Melody and Moonlight) Skemmtileg musikmynd. Aðlhlutverkin leika: MARY LEE JOHNNY DOWNS BARBARA ALLEN Sýnd kl. 5, 7 og 9. SQAMLA BIO Æskan á leiksviðinu. (Babes in Arms) Metro Goldwyn Mayer söngvamynd. MICKEY ROONEY JUDY GARLAND Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3V2-6V2 FÁLKINN (THE GAY FALCON) með George Sanders. Bönnuð fyrir börn innan ‘12 ára. ( sér svo vel, að hann hló bara að henni, einkum þegar hún sett- ist sjálf við að lesa bæklingana til þess að geta svo kennt hon- um. — Ég kæri mig ekkert um að vita nein ósköp, sagði hann. — Aðeins eitt er nauðsynlegt og það er kjarkur. Heldur þú, að allir, sem kosnir eru á þing, viti alla skapaða hluti um stjórn- mál? Fjandann ætli þeir viti. Berta var eyðilögð yfir því, að maður hennar skyldi vera svo ánægður með sjálfan sig, að hann vildi ekkert læra. Svo er hamingjunni fyrir að þakka, að menn vita ekki sjálfir hve vitlausir þeir eru, annars mundi annarhver maður fremja sjálfs- morð. Það er fyrst þegar menn hafa aflað sér víðtækrar þekk- ingar, að þeim verður það ljóst hve þeir vita lítið. Maður, sem Galdrakarlinn glettni breyta eirskildingnum okkar í silfurskilding?“ Maðurinn svamlaði að bakk- anum og tók við skildingnum. „Bíðið þið róleg, þangað til ég er kominn í frakkann minn,“ sagði hann. „Ég geri nú ekki mikil kraftaverk, nema ég sé í frakkanum mínum. En hvað ætli þið botnið í því, rýjurnar mínar?“ Hann þreif til frakkans, sem lá í grasinu rétt hjá þeim og slöngvaði honum um herðar sér — og þá sáu börnin sér til mikillar skelfingar, að þetta var enginn annar en Ylfingur gamli galdramaður! Svo setti hann líka upp þrístrenda hattinn og brosti til þeirra. En þegar hann sá, hvað þau voru skelkuð, hvessti hann á þau augun. „Hvað er eiginlega að ýkk- ur?“ spurði hann. „Ekki ætla ég að éta ykkur!“ „Annað var okkur nú sagt,“ sagði Heiða. „Ljúflingur ljós- álfur sagði okkur, að þú mundir breyta okkur í súkkulaðisteng- ur og éta okkur, ef þú næðir í okkur.“ „Sagði hann það, þrjótur- inn?“ spurði Ylfingur gamli. „Jæja, ég hafði reyndar hugsað honum þegjándi þörfina, ef ég næði í lurginn á honum, því að frekari, ruddalegri og auðvirði- legri álfi hefi ég aldrei kynnzt en honum. Sendi hann ykkur hingað?“ „Já,“ sagði Lalli. „Svo er mál með vexti, að hann fann perlu- brjóstnælu, sem mamma glat- aði. Hún hafði alveg sérstakt dálæti á nælunni, því að hún var afmælisgjöf frá okkur Heiðu. Og hann vildi ekki af- henda okkur hana, nem'k við færum til kastalans þíns og næðum í þrjár fjaðrir úr stéli páfuglsins, svo að hann gæti MYiimfti Örn: Það dugði ekkert, Stormy. Ég fæ enn ekki að 1 fljúga. Stormy: Ég var heppinn, ég dró hlut stýrimanns alla leið- ina. Sæll Raj. Stormy: Örn, má ég kynna þig fyrir Indverjanum Me- handru Sohrab Negal. Við köllum hann bara Raj. ... Ég held að hann hafi bara gengið í flugherinn til þess að fá fría ferð heim. Raj: Til þess að fá fría ferð heim og lumbra svolítið á Jap- önunum, vinir mínir. Stormy: Ég skal kenna þér ameríkskar mállýzkur á leið- inni, Raj, ef þú vilt kenna mér að segja „sæl, elskan“ á hindúa- máli. #

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.