Alþýðublaðið - 09.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.09.1942, Blaðsíða 7
Miðvikadagur 9. sept. 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ vBærinn í dag. | Næturlaeknir er Bjarni Jónsson, Reynimel 58, sími 2472. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- Leiðrétting. í auglýsingu Dagsbrúnar í gær um grunnkaupstaxta verkamanna er fagvinnu stunda, stóð kaup- taxti, en átti að vera GRUNN- kaupstaxti. Þetta leiðréttist hér með. Athygli bókamanna hefir blaðið verið beðið að vekja á því, að á Laugavegi 12 eru seld- ar bækur, eftir ísl. og erl. höf- unda, í nokkra daga. Er þetta tal- ið aðeins til bráðabirgða, og í því skyni að rýma fyrir haustbókun- um, sem nú fara, hvað úr hverju, að koma á markaðinn. Happdrættið. Athygli skal vakin á því, að í dag er síðasti söludagur I 7. fl. og síðustu forvöð að endurnýja miða. Þeir, sem láta undir höfuð leggj- ast að endurnýja í dag, verða ekki með í drættinum á rnorgun. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Jóna Sigurðardóttir, Hvg. 75 og Brynjólfur Magnússon sama stað. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Helga Magnúsdóttir og Jóhann Gunnar Sigurðsson, Há- teigsvegi 13. 15 ára gamall piltnr drukkn 4 ar i En annar bjargaðist við illan leik. Vm°u að 'sandfiutnlngi á up hriplekum prðmmum. HANNESÁ HORNINU (Frh. af 5. síðu.) til að gera þessi viðskipti að blaða- máli, og það á svo illvígan hátt, að reynt er að stimpla afgreiðslumenn stofnunarinnar sem glópa. Er slíkt að vísu hæpin tilraun, þar eð hundruð og þúsundir manna kom- ast daglega að amiarri raun í við- skiptum við þá.“ „TIL. VELVILJAÐRAR skýring ar á misskilningi umrædds við- skiptamanns má geta þess, að bréf- hirðingin í Skildinganesi var um mörg ár í húsi Elísar Jónssonar kaupmamis. En e rþað hús var rif- ið á s.l. vetri, var bréfhirðingin flutt í Kronhúsið við Þverveg 2.É Hús Elísar var endurbyggt í Laug- arnesi og þar mun hami væntan- lega starfrækja Laugarnesbréfhirð- ingu, sem áður var í Þorgrímsbúð.“ KVARTANIR MANNA um ým- islegt, sem þeim finnst fara aflaga, er nauðsynlegt að birta. En það er líka ekki síður mikils virði fyrir alla aðila að fá upplýsingar um hið rétía í hverju máli. Félagslíf. — í. R. R. Armanu. 10. sept. íþróttamótið hefst á morgun kl. 7 e. h. á íþróttavell- inum. Nafnakall fyrir allar íþróttagreinar fer fram kl. 6,45 í kvöld 1. 7 (nafnakall kl. 6.45) fara fram undanrásir í 100 m. hlaupinu. Ennfremur fer þá fram keppni í langstokki og kúluvarpi fyrir öldunga. Kepp- endur og starfsmenn eru á- minntir um að mæta tímanlega. Saumastúlkur og lærlinga vantar nú þegar eða 1. okt. Ekki svarað í síma. Henny Ottósson, Kirkjuhvoli. UNGUR PILTUR, Geir Einarsson, sonur Ein- ars bónda á .Kárastöðum, drukknaði í gær skammt undan landi í Þingvallavatni Annar piltur, Áskell Einars- son, uppeldissonur Jóns bónda á Brúsastöðum bjarg- aði sér með naumindum til lands á sundi. Ástæðan fyrir þessu hörmulega slysi var sú, að piltarnir voru að flytja sand um vatnið á tveimur hrip- lekum blikkprömmum, sem ekki þoldu litla kviku, sem var á vatninu í gær. Alþýðublaðið hefir átt tal við Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúa Slysavarnafélágs íslands, en hann fór austur til Þingvalla strax og Slysavarnafélaginu var tilkynnt um slysið og með- an enn var ekki fullvíst, hvort takast i mætti að bjarga Geir með lífgunartilraunum. Hann sagði svo frá: Klukkan tæplega eitt hringdi lögreglan til okkar í skrifstofu Slysavarnafél. og sagði, að slys hefði orðið á Þingvallavatni þá fyrir örstuttri stundu. Drengur hefði fallið í vatnið, búið væri að ná honum, en enginn væri eystra, sem kynni vel til lífg- unartilrauna. Við áttum strax tal við settan héraðslækni, Karl Jónasson, og fórum við í skyndi austur. Þegar þangað kom, fengum við að vita, að Óskar Þórðarson læknir væri búinn að starfa að lífgunartil- raunum á piltinum í tæpan hálfan annan klukkutíma. Hafði Óskar læknir komið til Valhallar af tilviljun rétt eft- ir að slysið vildi til, og hóf þá strax og hann fékk að vita um það, lífgunartilraunirnar. Þeim læknunum Óskari og Karli kom saman um að frekari lífg- unartilraunir væru þýðingar- lausar, enda þótti þeim margt benda til þess að pilturinn hefði dáið samstundis. Geir Einarsson, sem var 15 ára að aldri, hafði um hádegis- bilið farið að vinna að sand- flutningi frá ósum Öxarár til sumarbústaðar sunnar með vatninu. Vann með honum að þessu Áskell Einarsson, 19 ára gamall, uppeldissonur Jóns á Brúsastöðum. Þeir voru á 2 lélegum prömmum úr blikki og tré. Voru prammarnir báðir lekir. Piltarnir höfðu látið prammana hafa samflot og ró- ið á sitt borðið hvor. Kl. um 12.30 voru þeir á leið skammt framundan sumarbústað Vil- hjálms Þórs. Prammarnir voru hlaðnir og allt í einu kom dá- lítil bára á þá. Prammarnir þoldu það ekki og sukku eins og steinar með sandinum og piltunum. Áskell losnaði strax og greip til sunds. Hann sá hvergi félaga sinn og hélt til lands. Gekk honum sundið mjög erfiðlega, þó að ekki væri langt til lands, enda kann Ás- kell mjög lítið til sunds, þó að það bjargaði lífi hans að þessu sinni. Þegar Áskell var á sundinu sást til hans frá sumarbústað Vilhjálms Þórs.Kona Vilhjálms Þórs, börn hennar og vinnu- stúlka þeirra hjóna, hlupu á móts við piltinn og sagði hann þeim tíðindin, og það með, að Geir væri enn úti. Frúin og vinnustúlka hennar ásamt Ás- keli hrundu báti á flot, sem var þarna við hendina og ætluðu út, en í því kom fólk frá Val- höll og meðal þess Guðbjörn bróðir Geirs, og Helgi Vigfús- son kennari, sem starfar í Val- höll. Var nú haldið í bátnum á slysstaðinn, en kona Vilhj. Þór hljóp í næsta síma til að segja tíðindin. Þegar báturinn kom á slysstaðinn, sást ekki urmull af prömmunum, en Helgi Vigfússon stakk sér og kafáði niður. Fann hann strax bátana og Geir í öðrum þeirra, undir þóftunni, eins og hann hefði runnið undir hana. Tókst Helga öðru sinni, er hann kaf- aði, að ná Geir og lá hann laus á bátnum. Var nú strax haldið til lands og gerði Helgi fyrstu lífgunar- tilraunirnar í bátnum og síðár á vatnsbakkanum. Rétt í sömu svifum komu tveir norskir sjóliðar. Báru þeir Geir inn í næsta sumarbústað og héldu lífgunartilraununum áfram, — þar til læknirinn kom og tók við. Dýpi mun vera, þar sem slys- ið bar að, um 4 metrar. Sáttanefndin íehnr deiinmálin i Hafnar firði til meðferðar (* 1J ,4 jff |§i — V ; j i Sættir tóknst ekki milli verka- maima og atvinnurekenda. P NN HEFIR EKKI geng- ið saman milli verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og atvinnurek- enda þar. Verkamannafélagið hefir gert kröfur til atvinnurekenda um nokkru hærra grunnkaup en en Dagsbrúnarmenn fengu í al- mennri dagvinnu, en atvinnu- rekendur hafa ekki viljað sam- þykkja þessar kröfur verka- manna að svo stöddu. Hefir nú verið ákveðið að fá hinni stjórnskipuðu sáttanefnd þetta deilumál í hendur — og mun nefndin vera í þann veginn að hefja starfsemi sína. • Jarðarför sonar okkar og bróður BJARNA HALLDÓRSSONAR sem drukknaði 1. sept. af b/v Kára, hefst með húskveðju fimmtu- daginn 10. sept. kl. 1% á heimili okkar Linnetstíg 14. HafnarfirðL / Margrét Þórðardóttir, Halldór Auðtmsson og börn. Jarðarför konunnar minnar GUÐRÍÐAR ÞORVALDSDÓTTUR frá Vegamótum, fer fram frá heimili mínu, Njálsgötu 53, fimmtu- daginn 10. sept. og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Siguxður Guðmundsson. i niimiim iiiiiii iiuwi wibi Faðir okkar GUÐMUNDUR BJÖRNSSON andaðist mánudaginn 7. sept. á Elliheimilinu Grund. Ingólfur Guðmundsson og systkini. Vantar nú þegar stfilkn á kaffistofu. Afgreiðsla Alpýðublaðsins vfisar á. Síðasti dagur þingsins. Frh. af 2. síðu. sjálfstæðismálsins, eins og það hefSi nú verið lagt fyrir þingið, einkum vegna þeirra „nýju og óvæntu viðhorfa,“ sem hún hefði taíað um, og almenningi væri ókunnugt um hver væru, en yrðu að fá að vita. Við lok fyrstu umræðu var st j ór nskipunarlagaf r umvarpinu vísað til sérstakrar stjórnar- skrárnefndar, sem samtímis var kosin, en þá neituðu Frams.m. að taka sæti í nefndinni! Voru því ekki kosnir í hana nema þrír menn, Haraldur Guðmundsson, Brynjólfur Bjarnason og Bjarni Benediktsson. Skiluðu þeir sam- eiginlegu áliti kl. 10 í gærkvöldi og hljóp slíkur ofsi í Framsókn- armenn við lestur þess, að for- seti deildarinnar fékk ekki að lesa það til enda í friði. Stóð Jónas Jónsson á fætur og hélt ræðustúf í miðjum lestrinum, og heimtaði, að Framsóknar- flokkurinn fengi að gera athuga semdir við lestur álitsins í út- varpinu í dag. Varð forseti að taka af honum orðið til þess að geta lokið við lestur nefndar- álitsins. Við lokaatkvæðagreiðsluna í efri deild um málið, sem fram fór kl. 11 í gærkvöldi, greiddu allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðuflokksins og komúnistaflokksins, 10 að tölu, atkvæði með stjórnskipunar- lagafrumvarpinu. Framsóknar- menn greiddu ekki atkvæði. Aheit á Strandarkirkju: 10 kr. frá K. R. J. Nikil kauphækknn og átta stunda vinnndagur á Siglufirði. Frá fréttaritara ALþýðu- blaðsins á Siglufirði í gærkveldi. O AMKVÆMT samningum, ^ sem undirritaðir voru í dag milli verkamamiafélagsins Þróttar og síldarversmiðja ríkis ins fá verkamenn, sem við þær vinna, viðurkenndan átta stunda vinnudag og mikla grimnkaups- hækkun. Eftir núverandi vísitöiu fram færslukostnaðarins verður kaupið í almennri dagvinnu kr. 4,84, í eftirvinnu kr. 7.08 og í helgidagavinnu kr. 9.44. Sarna kaup er greitt fyrir eftirvinnu' og næturvinnu. Síldarvelrksm. Rauðka og Grána hafa þegar báða rfall- izt á átta stunda vinnudag. en eítir er að undirrita samn- inga við þ?ær. Samningar standa nú einnig yfir við aðra atvinnurekendur. í samninganefnd Þróttar við síldaverksmiðjur ríkisins voru Steingrímur Magnússon, Sigurð ur Magnússon og Gunnar Jóhannsson. Viss. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband í Hafnarfirði ung- frú Jóhanna S. Hinriksdóttir og Guðlaugur Ketilsson trésmiður, Rvík. Sr. J. Auðuns gaf brúðhjón- in saman. Heimili þeirra er á Sól- vallagotu 39, Rvík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.