Alþýðublaðið - 10.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBUÐIÐ Fimmtudagur 10. sept. 1942L fUþijðnbloðtó Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sfmar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Afgreiðsla siálfstæðismðlslns í aigingi. Shrípaleikor Fram- ; sðknarflokksios. ÞAÐ væri ekki ástæðulaust þó að Framsóknarmenn minntust skrípaleiks þess, sem flokkur þeirra lék á alþingi á þriðjudaginn, síðasta daginn, sem umræður og atkvæða- greiðslur fóru fram um mál í efri deild og sameinuðu þingi, með nokkrum kinnroða, þeg- ar fram líða stimdir. Því að sjaldan hefir nokkur flokkur sýnt meira ábyrgðarleysi gagn- yart þjóðinni og meira virðing- arleysi fyrir sjálfum sér. ❖ Til skamms tíma myndi eng- inn hafa trúað því, að nokkur flokkur hér á landi vildi veröa til þess, að stofna til sundr- tmgar og ófriðar um sjáhstæð- ismálið. Til þess virtist engin ástæða vera. í því máli liggja fyrir svo skýrar og ótvíræðar, sameigmlegar yfirlýsingar allra flokka fá síðustu árum, að eng- um gat dottið annað í hug, en að þeir myndu halda áfram að fylgjast að í því. En nú vita menn, eftir það, sem gerðist á alþingi í þing- lokin, að Franisóknarflokkur- inn er, undir forystu Hermanns Jónassonar og Jónasar Jónsson- ar, þess albúinn, að stofna til stríðs hér innanlands um stjálf- stæðismálið. Ekki vegna þess, að hann hafi þar neina aðra stefnu, eða heimti neinar rót- tækari samlþykktir í því, en en aðrir flokkar — heldur í því eina skyni að reyna að notfæra sér óvæntan þröskuld á vegi sjálfstæðismálsins sér til flokkslegs framdráttar, en öðr- Tjan flokkum til sví^irðingar, enda :þótt það sé sannað mál, að Framsóknarflokkurinn ber sízt minni ábyrgð á þeim vanda, sem við höfum komizt í með afgreiðslu sálfstæðismálsins, en aðrir flokkar. Þvert á móti hef- ir formaður þess flokks og blað alltaf hvatt til þess ýtrasta í því máli ,einnig til þess að síð- asta skrefið yrði stígið í því á hinu nýjafstaðna þingi — því var Hermann Jónasson einnig samþykkur eins og sannað hefir verið — þó að Framsóknar- flokkuxinn vilji nú hlaupa frá allri ábyrgð og skerast úr leik í þessu viðkvæmasta og sam- eiginlegasta máli allrar þjóðar- innar. * En ofan á þetta ábyrgðar- leysi gagnvart þjóðinni, sýndi Framsóknarflokkurinn á þingi á föstudaginn slíkt virðingar- leysi fyrir sjálftun sér, að al- Álit stjórnarskrárnefndar i efri deild, lagt fram við 2. umræðu málsins þar i fyrradag. i ■ ♦■■■—.-.—» EINS og frá var skýrt hér í blaðinu í gær, var stjórn- skipunarlagafrumvarpinu um breytingar á stjómar- skránni, þess efnis, að heimilt skuli að slíta sambandinu við Dani og stofna lýðveldi með alþingissamþykkt og eftirfarandi þjóðaratkvæði, vísað til sérstakrar stjórnar- skrárnefndar í efri deild áður en það var afgreitt sem lög frá alþingi. Sá fáheyrði atburður gerðist í sambandi við þetta, að Fram- sóknarflokkurinn neitaði að eiga fulltrúa í stjórnarskrámefnd- inni, og voru því ekki kosnir í 'hana nema þrír menn, einn fyrir hvern hinna flokkanna þriggja, og voru það þeir Haraldur Guð- mundsson fyrir Alþýðuflokkinn, Brynjólfur Bjarnason fyrir Kommúnistaflokkinn og Bjarni Benediktsson fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Skiluðu þeir sameiginlegu áliti sem vakti mikið uppþot af hálfu Framsóknarmanna í efri deild við aðra umræðu málsins, og var á þessa leið: „Allt til þessa hafa lands- menn verið sammála um, að sjálfstæðismálið yrði eigi leitt til lykta og lýðveldi á íslandi eigi stofnað nema með breyt- ingu á stjórnarskránni. A. m. k. hafa til þessa engin andmæli komið fram gegn því, að svo bæri að haga meðferð málsins. Nú er því í fyrsta skipti haldið fram af sumra hálfu, að þetta sé hægt að gera með einfaldri þing- samþykkt. Þeir, sem 'þessu halda fram, ru|la saman annars vegar því, sem gera má til •bráðabirgða sem neyðarráðstöf- un, og hins vegar því, sem gera þarf til að koma þessum málum í fast stjórnskipulegt horf. Ef fallizt væri á þessa einkennilegu skoðun, þá mætti með sama rétti breyta til frambúðar öðrum ákvæíjfum stj ómarskrár'innar, eins og til dæmis kjördæmaskip- uninni, með einfaldri þingsam- þykkt. Sú leið, sem sumir fram- sóknarmenn benda nú á, liggur því ekki að endanlegri lausn sjálfstæðismálsins, heldur í átt upplausnar og öryggisleysis. Með frv. því, sem hér liggur fyrir, er aftur á móti greitt fyrir fulinaðarafgreiðslu sjálfstæðis- málsins. Ef ekkert væri í málinu að gert nú, eins og háttvirtir •þingmenn Framsóknarflokksins virðast vilja, þá þarf til endan- legrar afgreiðslu þess samþykki eins alþingis, þingrof og almenn- ar kosningar samþykki hins- nýja alþingis á frv. óbreyttu og staðfestingu handhafa konungs- valdsins. Auk þessa hefir al- mennt verið svo ráð fyrir gert, að áður en málinu væri endan- lega til lykta ráðið, skuli um það ganga þjóðaratkv. eða um það haldinn þjóðfundur. í stað þessarar margbrotnu meðferðar er með þessu frv. löghelgað, að til fullnaðarafgreiðslu málsins sé nægilegt, að eitt alþingi sam- þykki hana og hún verði síðan samþykkt við einfalda þjóðar- atkv.greiðslu. Þarf ekki að eyða orðum að því, hvort leiðin sé greiðfærari, né að því, að nú er í fyrsta sinn ráðgert, að hið end- anlega takmark verði ákveðið í sjálfri stjórnarskránni. Hitt er rétt, að nefndin hefði miklu heldur kosið að sam- þykkja nú frv. um sjálfa fulln- aðarafgreiðslu málsins. Gegn þessu eru samt veigamiklar á- stæður, sem gera að verkum, að ýmsir telja hæpið, að sam- þykkt slíks frv. nú mundi flýta endanlegri lausn málsins, enda naúðsynleg einjng ekki gert einsdæmi mun vera í þingsögu okkar í seinni tíð. Hermann Jónasson lét svo um mælt í ræðu í efri deild, að ríkisstjórnin hefði með þeirri leið, sem hún og meirihluti þingsins ákvað að fara í sjálf- stæðismálinu til bráðabirgða, eftir að sýnt þótti að ekki væri unnt að stíga síðasta skref ið í því á þessu þingi, gert þjóðinni „smán“ og „minnkað virðingu umheimsins fyrir okk. ur meira en nokkurri ríkis- stjórn nokkumtíma áður hefði teki23t.“ og hann bætti því við, að það væri „ekki hægt að þurrka af þjóðinni smánina, nema þurrka af henni núver- andi ríkisstjórn.“' Þessi þinglegu orð, eða hitt þó heldur, sagði Hermann Jónasson við umræður sjálf- stæðismálsins í efri deild. En aðeins örfáum klukkustundum | síðar greiddi hann og allur Framsóknarflokkurinn atkvæði með því, ásamt Sjálfstæðis- flokknum, að núverandi ríkis- stjórn færi áfram með völd að minnsta kosti fram yfir kosn- ingar, enda lýsti formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson ,því yfir fyrir nokkr- um dögum, að ekki væri sem stæði nægt að fá betri stjórn en hana, þó að sjálfsögðu mætti ýmislegt að henni finna eins og að flestum stjórnum! Þarna hafa menn heilindi Hermanns Jónassonar, Jórias- ar Jónssonar og Framsóknar- flokksins yfirleitt, þarna hafa menn áhuga hans fyrir því, að „þurrka smánina af þjóðinni,“ „með því að þurrka núverandi ríkisstjórn af henni“! Aumari skrípaleik hefir enginn flokk- ur leikið á alþingi, nokkurn tíma. fyrir hendi um þvílíka lausn. Jafnvel þótt engin önnur at- vik kæmu þar til, mundi slíkt frv., eins og þegar er sagt, ekki öðla,st gildi fyrr en eftir að næsta þing hefði samþykkt það á ný, það verið staðfest á venju- legan hátt og væntanlega eftir að hafa samþykkt það á ný, það verið staðfest á venjulegan hátt og væntanlega eftir að hafa hlotið samþykkt þjóðarinnar við almenna atkvæðagreiðslu. Ef frv. það, sem nú liggur fyr- ir, verður samþykkt, er unnt að afgreiða sjálft aðalmálið á næsta þingi og skjóta því síðan þegar undir atkvæði þjóðar- innar. Með þessu frv. er því hægt að ljúka málinu nákvæmlega jafn- fljótt og þótt sú leið væri farin, sem í upphafi var fyrirhuguð. Hitt er á valdi næsta þings að ákveða, hvort fært þykir að af- greiða málið þá þegar. Það fer m. a. eftir því, hvort þjóðin stendur einhuga um það. Þess verður því að vænta, að sú til- raun, sem hefir verið gerð til að vekja sundrungu og ófrið um málið, verði látin niður falla. Einhuga þjóð getur miklu til vegar komið, sem sundraðri mistekst. Samkvæmt framansögðu og firænir Tðnatar J arðarberj a—essense Kirsuberja—essense Romm—essense V anille—extr act Pectmal Lyklaveski tapaðist í AQstnrbænum. Há fundarlaun. Skilist á afgr. Alþýðublaðsins með skírskotun til þeirra yfir- lýsinga, sem af hálfu flokkanna 'háfa komið fram í umræðunum, leggur nefndin til, að frv. verðl samþykkt.“ , \ FGREIÐSLA sjálfstæðis- málsins á alþingi í þing- lokin og átök þau, sem urðu um hana, eru nú aðalumræðu- efni blaðanna. Morgunblaðið segir í gær: „Enn er ekki tímabært að skrá setja þann þátt sjálfstæðisbarátt- unnar, sem gerzt ' hefir innan luktra dyra alþingis undanfarinn mánaðartíma. En þe(gar íslenzka þjóðin fær að kynnast þessum þætti, mun hún komast að raun um, að enn á hún innan sinna vé- baiida valdamikla menn, sem bein- línis sitja á svikráðum við hennar helgustu mál. Þetta eru stór orð ,en þau verða að segjast, því að þau eru sann- leikur. Og það alvarlegasta er, að það er stærsti þingflokkurinn og sá flokkurinn, sem hefir farið lengst með æðstu völd í landinu, sem hér hefir flekkaðan skjöld.“ Og ennfremur skrifar Morg- unblaðið: „Þjóðin hefir hingað til borið gæfu til, að standa saman út é við. En á því augnabliki, sem mest ríður á sameiningu þjóðar- innar, skérst Hermann Jónasson úr leik, dregur rýtinginn úr erm- inni og ræðst aftan að ríkisstjórn- inni. — Að vísu skýrði hann frá því, að erlent vald hefði beygt þing- og þjóðarviljann, en hlakk- aði eins og hrafn yfir hræi, yfir því, að alþingi hafði að vel at- huguðu máli ekki talið sér fært að bera sjálfstæðismálið fram í því formi, er í öndverðu var ætl- að. Þannig var öll ræða þessa fyrr- verandi forsætisráðherra. Hún var samantvinnuð fúkyrðum og öll var hún sönnun þess, að . þessi maður vílar ekki fyrir sér að 1 draga viðkvæmustu mál þjóðar- innar ofan í sora dægurmálanna."1 Þjóðviljinn skrifar í gær um þetta sama mál: „Framsóknarflokkurinn þóttist eygja í þessu máli ágætt tæki- færi til árása á ríkisstjómina„ sern hefð'i verið búin að loía því, að leysa þetta mál á röggsam- legri hátt á þessu næsta þingi. Og þó sé hér um helgasta mál állrar þjóðarinnar að ræða, fanst Fram- sóknarmöhnum vel við eiga aS setja ímyndaða pólitíska hags- muni flokks síns ofar á blað. Hóf því Hermann Jónasson hinar svæsnustu árásir á rikisstjórnina og reyndi jafnframt að gera þess- ar aðgerðir í sjálfstæðismálinu sem auðvirðilegastar.“ Danskurinn myndi segja, að Hermann og Framsókn fengju „en daarlig Presse“ En við ís- lendingar segjum bara: Ljót er lýsingin — og því miður er hún sönn. Kvöldskóli K.F.U.M. Skólinn tekur til starfa 1. okt. n.k. og starfar í byrjunardeildum og framhaldsdeild. Hann er bæði fyrir pilta og stúlkur, og eru þess- ar námsgreinar kenndar: Islenzka, danska ,enska, kristin fræði, reikn ingur og bókfærsla. Auk þess er kennd þýzka í framhaldsdeild og námsmeyjum skólans er veitt til- sögn í handavinnu. Einskis inn- töfeuprófs er krafizt, en nemendur verða að hafa lokið fullnaðarprófi barnafræðslimnar. Skólinn hefir ágætum kennurum á að skipa og hefir öðlazt miklar vinsældir. Er búizt við mikilli aðsókn að hon- um og ættu nemendur að tryggja sér skólavist sem allra fyrst. Um- sóknum er veitt móttaka í verzl. Vísi, Laugavegi 1 til 25. sept.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.