Alþýðublaðið - 10.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.09.1942, Blaðsíða 6
r , Fimmtudagur 10. sept. 1942. Þorvaldur Ó, Jónsson. Fimmtnqnr: Þorvaldnr ð. Jóus- son Þoryaldur ó. jónsson, vélstj., Seljalandi, Rvík, er 50 ára í dag. Þorvaldur er fæd’dur að Ölfusholti í Árnes- sýslu 10. sept. 1892. Hann flutt- ist til Reykjavíkur 1912 og gerðist þá strax sjómaður og hefir verið það alla tíð síðan. Af þessum tíma hefir hann ver- ið vélstjóri í 14 ár, og af þeim hjá sama félagi í 11 ár, en nú hefir hann skipt um atvinnu og vinnur hjá vélsmiðjunni Héðni. Þorvaldur byrjaði sjó- mennsku sína á þeim tíma, þeg- ar aðeins úrvalsmenn héldu plássum fyrir dugnað og skyldu- rækni, enda hefir hann verið búinn þeim kostum báðum í ríkum mæli. Þorvaldur gerðist meðlimur Sjómannafélags Reykjavíkur 1915 á fyrsta ári þess og ‘hefir verið þar óslitið síðan, ávallt ákveðinn, öruggur og afbragðs félagsmaður. Þorvaldur hefir ekki látið mikið á sér bera, en við, sem höfum verið með honum, vit- um, að það r-úm er vel skipað, þar sem hann er, og hann hefir aldrei farið dult með það, áð hann fylgdi með áhuga Alþýðu- flokknum og þeim umbóta- og menningarmálum, sem hann hefir jafnan barizt fyrir. Hann hefir ekki getað fallizt á þær öfgafullu skoðanir, að umbætur væru einskis vert kák, þótt ekki næðist það ákjósanlegasta strax. Ég veit, að margir félagar þín ir munu minnast þín með hlýj- um huga á þessum tímamótum ævi þinnar og árna þér allra heilla með framtíðina. Sjómannafélagi. r .. — ■■ ■ ■ - 1 heima hjá sér. Þeir eru svo máttfarnir, að þeir geta ekki hreyft sig og sár eru dottin á líkamina. Ef menn koma til hjálpar, er þeim heilsað með kvalaópum, óráðshjali og bæna- söngli. í yfirskipuðum sjúkra- húsunum eru stundum þrír eða fjórir sjúklingar að deyja úr hungri í hverju rúmi. Kirkju- garðarnir eru fylltir nöktum líkum', og stundum eru grafin allt að 300 lík í einu í sömu gröf, Þegar menn deyja heima, fleygj a ættingj arnir líkunum í göturennuna, til þess að þurfa_ ekki að afhenda skömmtunar- seðil hins látna. ALÞYÐUBLAÐIÐ Ameríkskar fallhlífahersveitir. Ameríkumenn hafa fyrir löngu komið sér upp fallhlífa- hersveitum og er það herlið flotans (U.S. Marines), sem hafa orðið fyrir valinu og ver- ið þjálfað til starfsins. Þessar fallhlífarhersveitir hafa enn ekki tekið þátt í bar- dögum, en búast má við þeim þá og þegar, því að þær hafa nú verið alllengi að æfingum og munu fullæfðar. Þá eru hersveitir ameríkska flotans þegar komnar í sókn á Kyrra- hafi og kann þeim að vera þörf á fallhlífasveitum. Efri myndin er tekin inni í flugvél, seip flytur fallhlífa- hersveitir á áfangastaðinn. — Standa hermennirnir í röðum og bíða eftir að röðin komi að þeim, til þess að stökkva út. Neðri myndin sýnir hermenn- ina stökkva. SalafHólms. ST J ÓRN ARTÍÐIND A- HEFTI var að koma út, með f jölda laga frá alþingi 1942, eins og vant er árlega. Þar á meðal eru lög nr. 70, 4. júlí, er segja: „Ríkisstjórninni heimilast að selja bæjarsjóði Reykjavíkur þjóðjörðina Hólm í Seltjarnar- neshreppi. í Gullbringusýslu. Námuréttindi í landi Hólms eru undanskilin“. — Lagagrein þessi gefur ástæðu til ýmissa hugleiðinga. Með lögum nr. 22, 3. okt. 1903 er „Kjósar- og Gullbringu- sýslu skipt í tvö sýslufélög. Ann / að sýslufélagið er hin forna Kjósarsýsla og Seltjarnarnes- hreppur. Hitt sýslufélagið . . . .“ (eru aðrir hreppar hinnar fornu Gullbringusýslu). Hvort er nú heldur, samkv. þessum tveim lögum, Seltjarnameshreppum í Kjósarsýslu eða Gullbringu- sýslu? Síðan sýsluskiptingarlög- in 3. okt. ’03 gengu í gildi, hefir í öllum héraðsstjórnarefnum Kjósacsýslu verið taldir 4 hrepp ar, þ. e. Seltjarnarneshreppur í henni. Var það ekki rétt? „Námuréttindi í landi Hólms eru undaínskilin“ söltunni. — Hvað er ,,land Hólms“? Löglega ákveðin landamerki munu eng- in til fyrir Hólmi í Seltjarnar- neshreppi. Ágreiningslaust munu þau hvergi vera, nema að' því leyti sem áin Bugða ræður norðurjaðri landsins, og ef til vill yfir Rauðhóla (milli ár og tjarnar). — Lenda sú, sem ríkis- sjóður á í Mosfellshreppi (norð- an Bugðu) gegnt Hólmi, og sem Hólmsbónda hefir lengi verið leigð með Hólmi, og því er nú nefnd Hólmsheiði, er Hólms landi óviðkomandi. „Námuréttindi .... undan- skilin“. Hve víðtækt er orðið náma? í Rauðhólum er vikwr- náma, bezta vegofaníburðarefni hérlendis. En telst það til námu? Undanfarið hefir svo mikið af þessu verðmæta efni verið flutt víðsvegar, úr landi Hólms, að nema mundi mörg- um tugum þús. kr., með aðeins 50 aura verði pr. bílhlass, ef selt hefði verið, annað en það, sem ríkið sjálft hefir notað. — Hafi það ekki verið selt, hver sem vildi mátt taka það ókeypis, hefir ríkissjóður tapað - þar miklu verðmæti. Hversu verður það, sem eftir er, metið við söluna, ef það telst ekki til náma? Eða, sé Seltjarnarnes- hreppUr í Kjósarsýslu, verður þá Hólmur löglega seldur eftir lögunum 4. júlí ’42? Grafarholti. 29. ágúst 1942. Björn Bjamason. Það er fljótlegt að matreiða „Freia“ fiskfars, auk þess er það hollur, ódýr og góður matur. Viscol leðurfeitis s margfaldar endingu vinnu- ^ stígvéla yðar og gerir þau • vatnsheld. S S Hungursneyð 1921 og 1942. (Frh. af 5. síðu.) komu stálpuðu börnin og íoks fullorðnu karlmennirnir. Fólkið beið,xólegt. Okkur fannst mannkynið standa soltið fyrir framan okk- ur. Ög við gátum ekki mettað það. Hér var enginn Kristur, sem gat mettað fólkið með kraftaverki. Við gáfum mæðr- unrnn brauð, og andlit þeirra ljómuðu, þegar þær tóku við því. Svo lutu þær höfði yfir brauðið og grétu. Börnin héldu á brauðum sínum í báðum hönd- um, en nörtuðu ekki í þau. Þau voru að bíða eftir því, að aðrir fengju eitthvað. Ég veit ekki, hversu lengi þessi bið hefir var- að. Okkur langaði til þess að segja þessu fólki, að við vild- um gjaman geta gefið því öllu að borða. Þegar við komum aftur >til bátsins okkar, gátum við ekki lagzt til hvíldar. Við sátum sam- an í einum klefanum og bárum því við, að ekki væri hægt að sofa fyrir flugum. Við vissum, að bráðlega myndum við fá nóg að borða í París, Berlín eða Rómaborg. En við hlutum að minnast bræðra vorra, sem voru að deyja úr sulti á Volgubökk- um. Engin örlög eru of erfið, ef þau eru borin af mörgum, ekkert brauð svo lítið, að ekki megi skipta því. Floyd, hinn frægi fréttarit- ari, sem hafði komið til Rúss- lands í fréttaleit, gekk um gólf með tárin í augunum. ❖ í Aþenuborg, þar sem hung- ursneyð geisar nú, deýja 500 manns daglega úr hungri. Fá- tækrahjálpin gefur um 600 000 manns eina máltíð á dag, en það eru um þrír fjórðu allra borg- arbúa. Þessi máltíð er hrísgrjón, þurrkaðir ávextir og viðsmjör, og er aðeins nægileg til þess að halda lífinu í fólki. Þegar Þjóðverjar höfðu rænt öllum matvælum og auðæfum Grikkja, vörpuðu þeir af sér allri ábyrgð á því að fæða hina sigruðu og undirokuðu þjóð. Þýzkir hermenn höfðu jafnvel grafið upp þær kartöflur, sem Grikkir höfðu sáð. Þegar grísk kona bað um að fá að kaupa mjólk handa ^ börnum sínum sagði nazistiskur embættismað- ur skýrt og skirinort, að mjólk- in nægði varla hánda þýzkum neytendum, sem staddir væru þar. Þegar ítalska setuliðið kom, var þjóðin svipt öllum matvæl- um. ítölsku hermennirnir gáfu þá grískum borgurum af mat sínum, en auðvitað var það mjög lítið, sem þeir gátu rniðl- að. Raunasaga Grikkja felst ekki svo mjög í þeim líkum, sem finnast á morgnana á götum borgarinnar, heldur er hún á- takan.lega skráð í andlit þeirra, sem lifa og skinhoraða líkam- ina. Konur og karlmenn í ó- hreinum tötrum (fólk hirðir ekki um að þvo sér lengur, þar eð engin sápa er til) þyrpast að gtöðvjjm innrásarhermannanna, til þess að hirða leifar þeirra. Fátæklingarnir liggja kyrrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.