Alþýðublaðið - 11.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.09.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 11. september 1942 SAMÞYKKT um kaup og kjör verkamanna í Keflavík og Njarðvíkum gjörð á fundi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, 4. sept. ’42. 1. Lágmarkskaup (grunnkaup -f dýrtíðaruppbót) skal vera þannig: ALMENN VINNA: í sept.: Grunnkaup: Dagvinna ......... kr. 4,10 á klst. 2.10 Eftirvinna ............ kr. 6,14 á klst. 3,15 Nætur- og helgidagav....... kr. 8,19 á klst. 4,20 • SKIPAVINNA: Dagvinna .......... kr. 4,88 á klst. 2,50 Eftirvinna ............ kr. 7,31 á klst. 3,75 Nætur- og helgidagav....... kr. 9,75 á klst. 5,00 2. Dagvinna reiknast frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. — eftirv. frá kl. 5 e. h. til kl. 8 e. h. og næturv. frá kl. 8 e. h. til kl. 8 f. h. Helgidagav. frá kl. 8 f. h. til kl. 8 e.h. Helgidagakaup sé greitt á öllum helgidögum Þjóðkirkjunn- ar, svo og Sumardagurinn fyrsti, 17. júní og fyrsti desember. Fyrsti maí skal vera frídagur og þá ekki unnið. Matar- og kaffitímar skulu vera sem hér segir: Matartími frá kl. 12 til 1 e. h. og kl. 7 til 8 e. h. Kajjihlé í dagvinnu kl. 9,45 til ki. 10 f. h. og kl. 5 til 3,15 e.h. í eftirv. kl. 5 til 5,15 e. h. — í næturv. kl. 11 til 11,15 e. h. kl. 2 til 2.15 f. h. — kl. 5 til 5,15 f. h. og kl. 7,45 til kl. 8 f. h. Kaffitímar og matartíminn 7 til 8 e. h., sem falla inn í vinnutímabil, reiknast sem vinnutímar. Sé unnið í matar- og kaffitímum skal greiða þá með tvöföldu kaupi. -— Nú vinnur maður eftir-, nætur- eða helgidaga- vinnu, er öll fellur utan kaffitíma, þá greiðist'sú vinna með 10% álagi á kauptaxtann. í matar- og kaffitímum skal því aðeins unnið, að verkamenn séu fúsir til þess. 3. Vinnutími verkamanns telst frá því hann kemur til vinnu samkv. kvaðningu verkstjóra eða vinnuveitanda og þar til hann hættir vinnu, að frádregnum matartíma kl. 12 til 1 e.h. Þetta gildir ef unnið er innan Keflavíkur-kauptúns. Sé unnið utan byggðar kauptúnsins er skylt að flytja verka- menn að og frá vinnustað í vinnutíma. Ákvörðun um stað er verkamenn mæti á til ílutnings á vinnustað, sem verka- mönnum sé skilað á að vinnu lokinni, skal tekin í hverju tilfelli í samráði við viðkomandi verkamann. Ef verkamenn komast ekki af stað þegar að vinnu lokinni sökum skorts á farartækjum, eða af öðrum ástæðum, sem verkamönnum er. ekki um að kenna, skulu þeir halda fullu kaupi meðan á biðtíma stendur og þar til þeir hafa verið fluttir á ákvöfðunarstað sinn í kauptúninu. Komi verka- maður of seint til vinnu, á hann ekki kröfu til kaups fyrir þann stundarfjórðung, er hann mætir í, né fyrir þann tíma, sem áður er liðinn. Verkamenn skulu skráðir í vinnutíma og fá þeir kaup fyrir fyrir þann stundarfjórðung, sem þeir eru skráðir í. Sömu reglur um flutninga, að og frá vinnustað, gilda einn- ig fyrir Njarðvíkinga og skal þá skylt að flytja þá að og frá vinnustað í vinnutíma, ef þeir vinna utan byggðar þess hverfis, sem þeir eru búsettir í. 4. í skipavinnu, byggingarvinnu og öðrum meiri háttar at- vinnurekstri greiðist fyrir hvern byrjaðan vinnudag hálf daglaun og full daglaun, sé unnið meira en hálfan daginn. Á meðan núverandi ófriðarástand varir skulu verkamenn þeir, sem vinna að staðaldri fagvinnu og að jafnaði fá sama lágmarkskaup og greitt er í viðkomandi iðngreinum, enn- fremur njóta allra samningsbundinna réttinda félaga V. S.F.K. þótt þeir vinni fyrir hærra kaupi en ákveðið er í samþykkt þessari fyrir venjulega verkamannavinnu. Á tímabilinu frá 1. maí til 30. sept. skal dagvinnu lokið kl. 12 á hádegi •á laugardögum. Á þessu sama tímabili skal heimilt að hefja vinnu kl. 7,20 f. h. og greiðist sú vinna með venjulegu dagvinnukaupi. Öll vinna, sem unnin er eftir hádegi á laugardögum á fyrr nefndu tímabili skal greidd með helgidagakaupi. Á allt grunnkaup, sem um getur í samþykkt þessari skal koma full dýrtíðaruppbót mánaðarlega samkv. vísitölu kauplagsnefndar og skal miðað við vísitölu næsta mánaðar á undan þeim mánuði sem greitt er fyrir. 5. Verkamenn eiga rétt á að fá sumarleyfi í samræmi við á- kvæði frumvarps til laga um orlof, sem nú liggur fyrir al- þingi, hvort sem frumvarp það verður að lögum eða eigi. Á * meðan þessi réttur er ekki tryggður með lögum, skal verka- maður sýna félagsskírteini í V.S.F.K. er sanni, að hann sé skuldlaus við félagið, áður en sumarleyfispen. eru greiddir. 6. Verkfæri og vinnutæki skulu verkamönnum lögð til, þeim að kostnaðarlausu. Vinnuveitendur skulu sjá um, að útbún- aður allur og áhöld séu í góðu lagi svo að ekki stafi af slysa- hætta, eða öryggi verkamanna sé á annan hátt skert. 7. Á vinnustöðum skulu atvinnuveitendur sjá um, að lyfja- kassi sé á staðnum með nauðsynlegum lyfjum og umbúðum, svo og salerni, vatn og vaskur, ef við verður komið. Nú eru verkamenn að vinna á sama stað í lengri tíma og skal þá vinnuveitanda skylt að hafa þar skýli til þess að drekka í kaffi og mafast. 1 skýlinu skulu vera borð og bekkir og skal þess gætt að þar sé ávallt hreint og þrifalegt. Enn fremur skal í skýlinu vera hitunartæki. 8. Verkamaður á kröfu til þess að fá kaup sitt greitt vikulega. Skal verkamaður þá eiga heimtingu á fullri greiðslu á ógreiddu kaupgjaldi fram að næsta virkum degi á undan útborgunardegi. Það, sem eftir stendur af kaupi hans kemur til útborgunar næsta útborgunardag. Vinnuveitandi ákveð- ur hvern virkan dag vikunnar hann-velur til útborgunar á kaupi, sem fari fram í vinnutíma, pema öðruvísi umsemjist þegar sérstakl®ga stendur á. , 9. Atvinnurekendur eru skyldir að halda eftir ogreiddum gjöldum félaga V.S.F.K., sé þess krafizt. 10. Slasist verkamaður, vegna vinnu eða flutninga til og tra vinnustað á vegum vinnuveitanda, skal hann halda óskertu kaupi eigi skemur en 6 virka daga. Vitmuveitandi kosti flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss, ef læknir telur slíkt nauðsynlegt. 11. Skipavinna telst öll vinna við afgreiðslu skipa, ferming og afferming, jafnt á landi og í húsum inni sem á skipsfjöl. 12. Samþykkt þessi gildir frá og með 7. sept. ’42. Keflavík, 5. sept. ’42. Ut úr ógöngunum. Framh. a£ 4. síðu. lenzkum þjóðfélagsmálum, ef ekkert er aðhafzt til breytinga. Það er að sjálfsögðu miklu erfið- ara en áður var að bægja frá bölinu. Andúð, skilningsskortur og sinnuleysi gegn skynsamleg- um og réttlátum aðgerðum hafa valdið þeim hættum, er nú steðja að. Alþýðuflokkurinn hefir fyrr og síðar varað við því aðgerðaleysi og óréttlæti, er látið hefir ■ verið viðgangast, og bent á nýjar brautir, er fara ætti inn á. Og eftir því, sem lengur líður vex hættan. Þess vegna er það meiri nauðsyn en nokkru sinni fyr,r að freista þess að sameina til átaka alla þá, sem hafa vit og vilja til endur- reisnar. Þó að Alþýðuflokkurinn yrði fyrir sárum vonbrigðum út af samstarfi við aðra flokka fyrstu tvö ár stríðsins og hafi orðið fyrir hatrömum árásum kom- múnista, aftrar það honum þó ekki frá því að bjóða fram sam- ráð og samtök til lausnar vanda- málanna. í bréfi Alþýðuflokksins frá 11. ágúst s. 1., sem var svar við málaleitun Framsóknarflokks- ins til annarra þingflokka, er það tekið fram, að flokknum væri það gleðiefni, ef aðrir flokkar vildu, þó seint væri, skipta um stefnu og hverfa að öðrum réttlátari og heillavæn- legri leiðum. Og svo segir orð- rétt í niðurlagi bréfs þessa: „Er Alþýðuflokkurinn, eins og jafn- an fyrr, reiðubúinn til þess að gera nánari grein fyrir sjónar- miðum sínum og tillögum varð- andi þau vandamál, sem nú eru aðkallandi, og ræða um lausn þeirra við aðra flokka.“ í ræðu þeirri, er ég flutti í útvarpi 19. f. m., við þriðju um- ræðu kjördæmamálsins í neðri deild, gat ég þess af hálfu Al- þýðuflokksins, að. koma þyrfti á aukinni samvinnu og gagn- kvæmum skilningi milli bænd- VERKALÝÐS- OG SJÓ- MANNAFÉLAG KEFLAVÍKUR hefir aug- lýst nýjan kauptaxta fyrir félagaga sína. Er hann í fullu samræmi við kröfur þær, sem Alþýðusamhand Islands lagði til grundvallar í hréfi sínu til verkalýðsfélaganna nýlega og stefna að því fyrst og fremst. að samræma kaup og kjör verkamanna og verkakvenna um land allt. Kaup verkamanna í Keflavík hækkar samkvæmt taxta um 61,5%. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur skrifaði atvinnu- rekehdum, og þá fyifst og fremst útvegsbændafélaginiij, 26. fyrra mánaðar og tilkynnti þeim, að félgið óskaði eftir ■> því að ræða við þá um breytingar á kjörum verka- manna. Útvegsbændafélagið svaraði félaginu á þá leið að - anna í landinu og verkalýðsins yfirleitt til bættrar afkomu beggja aðila, og að fá þyrfti fullt samkomulag við verkalýð- inn til sameiginlegra átaka um lausn vandamálanna og leggja inn á nýjar leiðir réttlátrar skiptingar arðsins og bættrar afkomu þjóðfélagsþegnanna — inn á leiðir nýrra aukinna og réttlátra skipulagshátta. Og um þessar leiðir vildi Alþýðuflokk- urinn ræða við aðra flokka og stuðla fyrir sitt leyti að nýrri og víðtækari framkvæmd mála. í framhaldi af þessu hvoru- tveggja . lýsti Haraldur Guð- mundsson yfir því í efri deild, er kjördæmamálið var endan- lega afgreitt, að Alþýðuflokk- urinn væri að sjálfsögðu nú við því búinn, að taka upp viðræð- ur við aðra flokka, varðandi að- kallandi vandamál og leggja fram tillögur af sinni hálfu. Aðrir flokkar hafa ekki á neinn hátt leitað eftir tillögum Alþýðuflokksins né sýnt nokk- urn lit á að benda á nýjar leiðir af sinni hálfu. Dagana 21.—23. ágúst s. 1. hélt stjórn, varastjórn, nokkrir trúnaðarmenn og frambjóðend- ur Alþýðuflokksins við síðustu alþingiskosningar, fund hér í bænum. Voru þar gerðar sam- þykktir um stefnu flokksins til úrlausnar á aðsteðjandi vanda- málum og aðferðir til að fram- kvæma þær. Þessar samþykktir verða nú birtar hér í blaðinu. Á grundvelli þessara samþykkta gengur Alþýðuflokkurinn nú til kosninga. Hann heitir á kjósend- ur landsins að athuga þessar til- lögur ýtarlega, um leið og þeir gera sér grein fyrir ástandi og horfum í þjóðmálum. Allir þeir, • sem á tillögur þessar geta fall- izt í höfuðatriðum, eiga að leggjalóð sitt í vogarskálarnar með Alþýðuf.lokknum til 'fram- kvæmda á viðreisn og viðnámi þjóðarinnar gegn ógnandi hætt- um, er yfir vofa. það áliti sig ekki svo stóran at- vinnurekenda að það teldi sér skylt að semja við verkalýðs- félagið, en aðrir atvinnurek- endur svöruðu engu. Stjórn Verkalýðs- og sjó- mannafélagsins boðaði þá til fundar í félaginu 7. þessa mán. og var þar einróma samþykkt að félagið gæti ékki annað gert en að setja taxta um kaup og kjör meðlimanna og auglýsa hann. Var nýr 'taxti samþykkt- ur á fundinum og tilkynntur daginn eftir. Hefir verið unnið eftir hon- um síðan og ekki borið á neinni óánægju með hann af hendi atvinnurekenda eða mótmælum gegn honum. Verkamenn fá stórfelldar kjarabætur samkvæmt þessum nýja taxta, ekki einimgis kaup- hækkun sem nemur 61,5%, eins og áður segir, heldur á- kveðinn 8 stunda vinnudag, HANNES Á HORNINU. (Frh. af 5. síðu.) HÉR ER SÍÐASTA BRÉFIÐ frá ungfrú ,,L“ og segist hún ekki taka framar til máls: „Vanmáttur Blánefss er ekki dulbúinn, en eins og öllum er Ijóst er mannkynið mjög vanmáttugt. Merkur sænsk- ur maður, sem var að hrósa ís- lendingum, taldi þeim m. a. til gildis, að þeir bæru ekki sorgir sínar á torg. Eftir því ætti það að vera kostur, að geta dulbúið van- mátt sinn. Vanmátt sinn gegn nef- tóbaki og víni vill Blánefss bæta upp með því að vitna til einnar af okkar beztu stéttum, sjómanna- stéttarinnar, en; hún sjálf lætur lítið yfir sínum hreystiverkum.“ „EN ÞJÓÐARHROKINN gægist upp — eða er það enn vanmóttar- kenndin. Fleiri hafa bjargað mannslífum er tækifæri gafst, t. d. Danir. Gott er að bjarga erlendum mönnum hér við strendurnar og eru slík hreýstiverk birt í blöðu'm og aldrei er því útvarpað að bjarga þurfi dauðVona fólki, sem liggur í húsunum í kringum okk- ur. Það er látið eiga sig, þótt inn- an handar hefði verið að bjarga því, t. d. með uppskurði eða legu í sjúkrahúsi. Reykjavíkurbær á ekkert sjúkrahús, en Landsspítal- inn hefir engar skyldur við bæj- arbúa. Læt ég vera hve manns- lífin eru mikilsvirt hér á landi.“ „MÉR þykir Blánefss segja frétt- ir, er hann telur konur njóta jafn- réttis hér við menn, og bregður þeim um að þær komi ekki fram í opinberum málum. Ungur kven- stúdent með ágætiseinkunn varð nýlega að lúta í lægra haldi fyrir karlstúdenti með lægri einkunn, er þau sóttu um styrk til fram- haldsnáms, hún í uppeldisfræði, hann í teikningu. Máske að mað- ur sá hafi haft eitthváð á sér, má- ske neftóbak í citrónolíuglasi, fram yfir ungu stúlkuna.“ „BLÁNEFSS REKUR framfara- sögu tóbaksílátanna, og finnst það mjakast, en ,,mjakast“ það ekki aftur á bak eða út á hlið? Nú bera menn neftóbakið í citrónolíuglös- um, sem miðinn er ekki einu sinni tekinn af. Ýtarleg frásögn fylgir um meðferð þeirra, er það ef til vill vísbending ef einhver vildi innleiða þá á ný í þjóðræknis- skyni — ný iðnaðargrein myndi þá hefjast, og samræmi vera á, þar eð neftóbak er nú talinn innlendur iðnaður. Mér finnst alltaf hálf- hlægilegt þegar fólk er að flagga með kompleksunum hans Freuds. Það virðist grípa orðið á lofti ein- hvers staðar án þess almennilega að skilja það, en allir finna þó vanmátt sinn — „veikur er vilji og veik eru börn“ — en kannske er það af vanmætti að menn troða tóbaki í nefið, og þeir, sem eru sérlega sterkir, geri það ekki.“ „MÉR ÞYKIR VÆNT UM sam- úð Hannesar. Hún yljar þegar blæs kalt. Um einlægni Blánefss hirði ég minna. Mér sýnist hún í sauðargæru. En mæti hann manni, sem hann álítur dulbúinn, vegna vanmáttar, þá ætti hann ekki að svipta dulbúnaðinum af honum ef hann vill vera mannúðarinnar megin.En er það ekki „steinblinda og ofstæki“ að segja að „L“ telji fslendinga auðvirðilega, ég hefí að- eins sagt að betur færi á að þeir gættu meiri þrifnaðar, sumir þeirra. Þessu virðist Blánefss hafa ,gleymt.“ ÞESSAR UMRÆÐUR hafa verið bæði skemmtilegar og gagnlegar. Ungfrú „L“ hefir brugðið upp ,,karricatur“ af litlum minnihluta landsmanna — og fleiri hafa reiðzt en ætlað var, en menn hafa gott af því að skipta skapi. Ég þakka ungfrú „L“ fyrir samvinnuna. sumarleyfi, samkvæmt frum- varpi Alþýðuflokksins, kaup 6 daga , ef maður slasast við vinnu og ýmislegt annað sem er til 'hags- og kjarabóta fyxir verkamenn. Stórfelldar kaup- og bjarabætur verkamanua í Keflavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.