Alþýðublaðið - 11.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.09.1942, Blaðsíða 8
 ALI»YÐUBLAÐ1Ð Föstudagur 11. september 1942 JARNARBlÓi Lfdia og biðlarnir fjérir Aðalblntverk Merle Oberon Sýnd kl 5, 7 og 9. EINS og sjá má á sévisögu Jóns biskups Árnasonar (biskups í Skálholti 1722— 1743) hefir bannfæring hér á landi ekki eingöngu tíðkazt í kaþólskum sið. Þar segir svo: „Gísli Ólafsson Rauðalæk, sem anno 1700 byrjaði að for- sóma sakrampntanna brúkun, hverju hann og yfir 20 ár fram- fór, en þar engar hótanir eða áminningar giltu, var eftir ráði biskupsins mag. Jóns Árnasonar opinberlega bannfærður anno 1724. En Gísli framfór í samri forherðingu. Anno 1726 var hann nauðugur af sýslumanni fluttur á alþing, hvar hann lézt viðurkennast, og var úr banni leystur á Þingvöllum, en strax og hann kom heim aftur, hvarf hann til sinnar fyrri forherð- ingar, hvar fyrir hann, að óökt- uðum öllum áminningum, var anno 1728 eftir kirkjulaganna fyrirmælum bannfærður þéirri stærri bannfæringu og yfirgef- inn til holdsins fordjörfunar í Satans hendur. En Gísli fram- fór enn nú og til 1732 í sinni forherðingu, guðsorða og sakra- mentanna forakti, og var þetta ei lítil hugraun fyrir biskup- inn.“ * AF MÉR reytist ró og spekt, ræflar andans trosna. Holdið er í taumi tregt, trúarskrúfur losna. (Váldimar Pálsson). hann? Sýnið mér hann. Kæri herra Craddock, ræðan yðar var indæl, ekki get ég annað sagt. — Og svo smekkleg, sagði ungfrú Hancock með ljómandi augum, ■— en hve þér hljótið að vera hreykin af manni yðar, frú Craddock. — Nú er svart útlitið fyrir þá rauðu, sagði presturinn og neri hendur sínar. — Ó, herra Craddock, lofið mér að komast að yður, hrópaði frú Branderton, — ég komst ekki til yðar áðan. Þeir eru al- veg búnir að vera. Ég viknaði, þér voruð svo innilegur. — Ekkert er eins hrífandi og tilfinningasemi, hvíslaði ungfrú Glover að bróður sínum. — Mér fannst hjarta mitt ætla að bresta. — Herra Craddock, sagði frú Mayston Ryle, — þér gerðuð mig hugfangna. Hvar er konan yðar, ég verð að segja henni það líka. — Þetta er bezta’ ræða, sem haldin hefir verið, hrópaði frú Branderton. — Þetta er það eina rétta, sem ég hefi heyrt yður segja í tuttugu ár, frú Branderton, sagði frú Mayston Ryle, og leit fast á herra Atthill Bacot. XXVI Þegar Rosebery lávarður heldur ræðu, flytja blöð flokks- ins ræðuna á eftir í fullri lengd og er þar talað í fyrstu persónu, ekkert fellt úr, og þetta er talin mesta upphefð fyrir alla stjórn- málamenn. Þegar hann loks hafði náð svo háum metorðum, að ekki gat orðið um meira að ræða, gat hann ekki annað gert en að deyja mjög heiðarlega og hlaut legstað í Westminster Abbey og var jarðaður þar með kurt og pí. Blackstable Tíðindi birtu líka ræðu Eðvarðs í heilu lagi, málvillurnar voru leiðrétt- ar og greinarmerki' sett í. Eð- varð keypti slatta af blaðinu og las vandlega til þess að sjá, hvort tilfinningar hans væri rétt túlkaðar, og ems hvort nokkrar prentvillur fyndust. Hann rétti Bertu blaðið og stóð yfir henni á meðan hún las það. — Þetta lítur bara ljómandi vel út, sýnist þér það ekki? — Ágætlega. — Heyrðu annars, er ekki heimilisfang Pálu frænku Eliot Mansions 72? — Jú, hví spyrðu? Henni brá í brún þegar hún sá hann vefja sex blöðum sam- an og skrifa utan á. — Ég hugsa að henni þyki gaman að sjá ræðuna, og henni mundi þykja miður, ef hún heyrði um þetta, og ég hefði ekki sagt henni frá því. — Já, ég hugsa að henni þyki gaman að fá ræðuna. En því sendirðu henni svona mörg blöð, svo áttu ekkert til handa öðrum. — O, gerir ekkert, ritstjór- inn sagði að ég, gæti fengið þús- und, ef ég kærði mig um. En hún lætur blöðin, sem fram yf- ir eru, ganga til kunningja sinna. Svar Pálu frænku kom svo að segja um hæl. Kæri Eðvarð. Ég las öll sex blöðin, sem þú sendir mér, með mestu athygli. Ég held að það sanni ágæti ræðunnar, að ég las hana með engu minni athygli í sjötta skiptið en það fyrsta. Ég er viss um að mælskan á engan sinn líka. Hverju orði sannara er það, að „sérhver Englendingur á sér móður“ (svo fremi að ó- tímabær dauði hafi ekki svipt hann henni). Það er skrýtið hve slíkir hlutir geta dulizt fyrir manni, unz þeir eru lagðir á borðið fyrir framan mann, og þá furðar mann á því að hafa ekki tekið eftir þessu fyrr. Ég vona að ég móðgi þig ekki með því að segja að ég get ekki séð neinn skyldleika við Bertu í sumum þeim tilfinningum, sem endurspeglast í ræðunni (er þar einkum til að nefna setninguna um þjóðfána vorn). Skrifaðirðu annars ræðuna sjálfur? Út með sannleikann, játaðu bara að Berta hjálpaði þér. Þín einlæg Pála frænka. S NÝJA BIÓ ■ Tónar og tungl- sbinsnætnr. (Melody and Moonlight) Skemmtileg musikmynd. Aðlhlutverkin leika: MARY LEE JOIINNY DOWNS BARBARA ALLEN Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. ■ GAMLA BIO Æskan á leiksviðinu. (Babes in Arms) Metro Goldwyn Mayer söngvamynd. MICKEY ROONEY JÚDY GARLAND Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. ZV2-6V2 FÁLKINN (THE GAY FALCON) með George Sanders. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. Eðvarð las bréfið og kastaði því hlæjandi til Bertu. -— Skrambi er það gott hjá henni að segja að þú munir hafa hjálpað mér. — Eg skrifa henni strax og segi henni að þú eigir þessa ræðu aleinn. Berta átti ennþá erfitt með að skilja það aðdáun, sem mað- ur hennar vakti. Hún þekkti það hve hæfileikar hans voru af skornum skammti og var undrandi yfir því, að allir aðr- ir skyldu telja hann slíkan gáfu mann. Henni fannst skoðanir hans hlægilégar og dáðist að þeirri dirfsku hans að voga sér að ræða með hátíðleik um hluti, sem hann bar ekkert skynbragð á, en furðulegast fannst hehni þ’ó það, að fólk skyldi taka þetta goit og gilt. Hann virtist '&x/t/rux/rvnoL, Galdrakarlinn cjlettnl halda áfram til álfsins og láta hann skila brjóstnælunni henn- ar mömmu ykkar.“ „Eigum við ad ná í fiskbát- inn til þess að flytja okkur aft- ur að jarðgöngunum?“ spurði Heiða áfjáð af eftirvæntingu. „Blessuð verið þið, nei, nei. Við getum komizt þangað á miklu fljótlegri hátt,“ sagði galdrakarlinn. „Komið þið hingað undir frakkann minn.“ Börnin gengu til hans, og hann smeygði þeim inn undir frakkann sinn. Svo hafði hann yfir langa töfraþulu, og svo hóf- ust þau allt í einu á loft öll þrjú og bárust með geysihraða á vængjum vindanna. Að lokum svifu þau hægt og þægilega til jarðar. Og hvar haldið þið að þau hafi verið stödd, þegar þau gægðust út undan frakka Ylf- ings gamla galdramanns? Hvergi annars staðar en ná- kvæmlega á þeim stað, sem mamma þeirra týndi nælunni sinni! „Ljúflingur, Ljúflingur!11 kallaði Lalli. Og þegar í stað kom álfurinn á fléygiferð út úr runnanum sínum. En áður en hann vissi af, hafði galdramað- urinn gripið til hans og ríghélt honum nú. „Hæ, hæ,“ sagði Ylfingur gamli kampakátur. „Svo að þetta er álfurinn, sem gretti sig framan í mig, eða er það ekki? Þetta er álfurinn, sem sendir börn til þess að krækja í töfrafjaðrir frá páfuglinum mínum! Þetta er álfqrinn, sem stelur brjóstnælum, sem aðrir . eiga! Jæja, piltur minn! Ilvern- I ig væri að breyta þér í súkku- laðistöng og éta þig?“ „Nei, nei,“ sagði álfurinn snöktandi. Harín dró brjóstnæl- una upp úr vasa sínum og íleygði henni til barnanna. • • ' HIYNDA SAGA AHs «EAPX5iR/ DOCTöZWS \T$ AMID 15 LIEUTEMANT /iNFECtiöN ANP NO PANGER OF LARRAPX.. ? /cONTAGION/ BIÁ, OF C0UR6E, HE CANT LEAVé TOPAV/ 50.. m Örn: Ég er tilbúinn, herra. Er Larraby mikið ... ? Foringinn: Nei, hann er ekki alvarlega veikur, en hann get- ur ekki farið í dag. Foringinn: Gangi þér vel, karl • minn. Örn: Þakka fyrir, kærlega. Örn: fíæ, Fletch. Bíddu eftir mer. A FEW 5EC0NP5 LATERTHF GREAT 50M6ER5 TAKE 0FF..THEIR PESTINATíON,//VAiA/ f~ Nokkru síðar hefja risa- sprengjuflugvélarnar sig til flugs. Ákvörðunarstaður þeirra er: Indland.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.