Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 12. sept. 1942. £UJ>v)í>nt>U<H& tíftgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð i lausasöiu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan hJ. Terðbðlpn eo af- nrðaverðið ENGENN FLOKKUR hefir talað meira um þá hættu, sem þjóðinni stafar af vaxandi verðbólgu, en Framsóknarflokk- urinn. Svo að segja hvert ein- asta blað,. sem kom af Tím- anum síðasta missirið, eða síðan Framsóknarflokkurinn hrökkl- aðist úr stjórn, hefir útmálað þá ,,upplausn“ sem byrjuð væri af völdum verðbólgunnar og krafizt harðhentra ráðstafana til þess að stöðva hana. Og að sjálfsögðu hefir hlaðið sjaldan gleymt að geta þess, hve þimgar áhyggjur Famsóknarflokkurinn hefði af þessum málum, enda væri honum einum treystandi til þess að ráða fram úr þeim. Jú, það má sjá það á hinu inn- lenda afurðaverði, hve umhug- að Framsóknarflokknum er, eða hitt þó heldur, um að stöðva verðbólguna og snúa þeim hætt- um frá þjóðinni, sem af verð- bólgunni stafa. Sömu vikumar og Tíminn er að óskapast yfir „upplausninni“ af völdum henn- ar, eru aðstandendur hans að undirbúa ósvífnustu og geig- vænlegustu hækkun afurða- verðsins, sem nokkru sinni hefir verið ákveðin síðan stríðið hófst. Árangurinn af starfinu er nú kominn í Ijós: Kjötverðið hefir verið ákveðið 100% hærra en í fyrrahaust og yfir 400% hærra en fyrir stríð. Og mjólk- in, sem var hækkuð stórlega strax í sumar, hefir enn verið hækkuð um 30%, þannig að mjólkurverðið er nú orðið allt að því 300% hærra en fyrir stríð! * Og hvað segir svo Sjálfstæð- isflokkurinn um þessa verð- hækkun? Undanfarin ár hefir hann slegið úr og í við hinar sí- felldu hækkanir afurðaverðsins. Við Reykvíkinga hefir hann talað þannig, eins og hann væri þeim mótfallinn — allir muna enn eftir samþykktinni, sem hann lét „sjálfstæðisverkamenn- ina“ í Óðni gera í fyrrahaust gegn hinni „gegndarlausu hækk un innlendra afurða“. En við bændur hefir hann látið svo, sem verðhækkunin væri ekki nægilega mikil að hans áliti — allir muna einnig eftir þeim kröfum, sem nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu á bak við tiöldin í fyrrahaust, um að kjötverðið yrði hækkað miklum mun meira, en þá var ákveðið! Þessa tvöfeldni gat Sjálfstæð- isflokkurinn leyft sér enn í Halldór Halldórsson: HugsJónaútgáfaBi af Hrafnkðtlu. KKI er það neitt nýnæmi nú á dögum, að út séu fyrrahaust, því að þá var Fram- sóknarflokkurinn enn í hreinum meirihluta bæði í kjötverðlags- nefnd og mjólkurverðlagsnefnd. En nú er það ekki lengur hægt. Stjóm Ólafs Thors hefir sett Pál Zophoníasson af sem for- mann kjötverðlagsnefndar og skipað Sjálfstæðismann, Ingólf Jónsson frá Hellum, í hans stað. Sjálfstæðisflokkurinn hafði því úrslitaatkvæðið nú um kjötverð- ið. Og hvað kemur 1 Ijós? Þá keyrir fyrst um þverbak: Kjöt- verðið hækkar um 100% frá því, sem það var í fyrrahaust! Út í svo blint kapphlaup er Sjálfstæðis'flokkurinn kominn við Framsókn í lýðskrumi fyrir bændunum! Með slíku ábyrgð- arleysi um velferð og framtíð þjóðarinnar hyggst hann að vinna sér fylgi bænda. En neyt- endur í Reykjavík og l^æjunum eiga að borga hrúsann í hinu hækkaða afurðaverði! * Alþýðuflokkurinn hefir aldrei ætlazt til þess, að afurðaverði bænda yrði haldið niðri, þegar allt annað hækkar. Hann hefir alltaf viðurkennt, að bændur yrðu að fá uppi borinn hinn aukna kostnað við búrekstur þeirra, og að þeir ættu jafn- framt réttlætiskröfu eins og verkamenn og aðrar launa- stéttir landsins til nokkurrar hlutdeildar í hinum auknu þjóð- artekjum. En þegar kjötið og mjólkin eru hækkuð um 400% og 300% á sama tíma og kaup- gjaldið hefir ekki hækkað nema um 150%, þá er það ekki aðeins hróplegt ranglæti við verkalýð- inn og launastéttir bæjanna yfirleitt. Það er líka vís vegur út í hrun verðbólgunnar, sem ekki mun koma síður hart nið- ur á bændum um það er líkur, en á öðrum vinnandi stéttum þjóðarinnar. Það hefði hka frá ófriðar- byrjun verið hægðarleikur að tryggja hag bænda án þess að sprengja þannig upp afurða- verðið á markaðinum eins og gert hefk verið, ef farin hefði verið sú leið, sem Alþýðuflokk- urinn hefir alltaf viljað: að afla fjár með útflutningsgjaldi á þær vörur, sem seljast úr landi með stríðsgróða, til þess að hægt væri að halda niðri útsölu- verði afurðanna á hinum inn- lenda markaði, með verðjöfnun af hálfu hins opinbera. En þessa einu færu leið til þess að halda verðbólgunni í skefjum, hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn ekki viljað fara. Þeir völdu leið verðbólg- unnar. Því er nú komið sem komið er. HfllDSðLUBIRGÐIR AftNI JÓN550H. HAfNARSTR. 5 mmrmmimmrm gefnar hækur, og slíkir atburðir róta ekki að jafnaði upp í hug- um manna. Út af þessu getur þó brugðið stöku sinnum. Hrafn- kötlu-útgáfan nýja telst til slíkra undantekninga. Til henn- ar mun ekki vera stofnað í fjár- öflunarskyni, heldur á hún ræt- ur að rekja til annarra og feg- urri hugsjóna. Mun ég nú víkja örfáum orðum að þessum fögru hugsjónum. Útgefandinn, H. K. L., virðist hafa orðið þess áskynja, að dregið hafi úr lestri fornrita upp á síðkastið. Eins og hugs- andi mönnum er títt, hefir hann velt þessu fyrir sér og komizt að þeirri viturlegu niðurstöðu, að áhugaleysi þetta væri útgef- endum fornritanna að kenna. Straumhvörf þau, sem orðið h'afa í íslenzku þjóðlífi á síðustu áratugum, skipta engu máli sam kvæmt þessari nýstárlegu kenn ingu. Hið eina, sem gera þarf til þess að kipþa þessu í lag, er að gefa fornritin út með lögboð- inni stafsetningu íslenzka ríkis- ins. Stafsetning Wimmers hins danska er svo óþjóðleg, að ís- lenzk alþýða getur ekki lagt sig niður við að lesa rit, sem gefin eru út með henni. Ég býst við, að þessi kenning hefði þótt fá- vísleg, ef einhver grunnhygg- inn maður hefði kveðið upp úr með hana. En þar sem mikil- virkur rithöfundur, sem talinn er andríkur í útlandinu og aug- lýsingum íslenzkra dagblaða, virðist ætla að gerast píslavott- ur hennar vegna, verða tæplega bornar brigður á hana. Mun ég því ekki ætla mér þá dul að andmæla henni né reyna að hrekja hana á nokkurn hátt, heldur þakka höfundi fyrir upp- götvunina, sem hefir á sér merki einfaldleikans, eins og sagt er um merkustu uppgötv- anir mannkynsins. En það er annað atriði, sem mér ef til vill leyfist að koma með athugasemd um. Mér skilst, að Hrafnkötluútgáfan sé ekki einungis nýstárleg fyrir það, að á henni sé önnur stafsetning en sú, er tíðkast á fornritum. Á hinu ber miklu meira, að máli bókarinnar hefir verið hreytt. Líklega verður þó að sýkna út- gefandann vegna þess, að hann hefir gert þetta bona fide. Hann virðist ekki hafa gert sér grein fyriA því, hvað stafsetning er, enda er það vafalaust alltof smáborgaralegt viðfangsefni fyrir eina rithöfund jarðarinn- ar, sem komið getur til greina að kallast skáld, að því er einn Iandi Wimmers hermir. Það er því ef til vill skiljanlegt, að hugmyndir útgefandans um þessi efni séu áþekkar þeim skoðunum, sem mest stóðu mál- vísindunum fyrir þrifum á önd- verðri 19. öld. Það er ekki breyting á stafsetningu að rita og í stað ok, að í stað at og Sámur í stað Sámr í útgáfu fornrita. Þetta er breyting á máli. Þegar Hrafnkatla var samin, var ekki talað nákvæm- lega sama mál hér á landi og nú. Ef horið hefði verið fram og en skrifað ok á þeim tíma, er Hrafnkatla var rituð, gegndi öðru máli. H. K. L. hefir þannig breytt máft bókarinnar, að þvi er virðist án þess að ’hafa haft hugmynd um, að hann hefðist nokkuð slíkt að. Ég vil taka það fram, að ég tel þessar breyting- ar, sem á rnáli bókarinnar eru gerðar, ekki. ýkja mikilvægar. Ætlun mín er aðeins tað leið- rétta misskilning, sem virðist gæta í þessum efnum. Og úr því 1 að því er nú þannig háttað, eins 3 og H. K. L. virðist telja, að augu almúgans eigi erfitt að sætta sig við þessar fornu orðmyndir, þá ætti að losa hann við þurfa að gera sér það á móti skapi. Mér þykir skemmtilegra að lesa fornritin á fornu máli, en það er vafalaust sérvizka og aftur- haídssemi. En ég get vel skilið afstöðu þeirra, sem aðra skoðun hafa, og ég get vel sagt frá því BRAUTIN, blað Alþýðu- flokksins í Vestmannaeyj- um, birti nýlega eftirtektar- verða grein um stjórnmálavið- horfið eftir Gylfa Þ. Gíslason hagfræðing. Hann gerir þar meðal annars gerðardóminn og endalok hans að umtalsefni á eftirfarandi hátt: „Svo sem kunnugt er, rauf Al- þýðuílokkurinn stjórnarsamvinn- una við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn vegna setn- ingar gerðardómslagarma og tók forj'stuna í baráttunni gegn beim. Alþýðuflokkurinn taldi þessi lög enga þýðingu geta, haft í barátt- unni gegn dýrtíðinni og áleit þau ekki einungis ranglát, þar eð þau sviþtu verkamenn, sjómenn og launþega yfirleitt réttinum til þess áð bæta kjör sín á sama tíma sem þjóðartekjurnar stórjukust og ævintýralegur stríðsgróði streymdi í vasa flestra atvinnu- rekenda, heldur einnig skaðleg, þar eð þau gætu ekki náð til- gangi sínum, hlytu, eins og mál- um væri háttað, i að verða þver- brotín og valda varhugaverðri ringuSreið á vinnumárkaðinum. Reynslan hefir sý.nt, að skoðanii Aiþýðuflokksins voru réttar. Lö«- in höfðu enga þýðingu í barátt unni gegn dýrtíðinni, . öllum al- menningi hefir fundizt þau rang- lát, og þau hafa reynzt skaðleg. Og þao er því miður ef til vill ekki enn komið í ijós til fulis, hvílíkt tjón Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn ujnnu með þess^Ú lagasetningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefir viður- kennt, að framkvæmd laganna hafi mistekizt með öllu, en Fram- sóknarflokkurinn ber enn höfðinu við steininn og læzt ekki sjá það. Staðreyndirnar tala þó sínu máli, og lagasetning þessi hefir, auk hér, hvers vegna mér hefir reynzt það auðvelt í þetta sldpti. Ég hefi gluggað dálítið í rit eftir H. K. L. á ensku, og mér þykir miklu skemmtilegra að lesa þýðinguna en sama rit á því máli, sem höfundurinn skráði það á. En þetta er ein® þýðing, sem mér hefir þótt skemmtilegri en frumtextinn. Hvers vegna getur öðrum þá ekki þótt Hrafnkatla skemmti- legri í hálfgerðri þýðingu? Þetta ætti að nægja um fyrstu hugsjónina. Önnur hugsjónin veit ég ekki hvort runnin er undan rifjum H. K. L. eða samverkamanna hans. Hrafnkatla kostar í út- gáfu Sigurðar Kristjánssonar kr. 1,15, og þótti sú útgáfa einu sinni fullboðleg íslenzkri al- þýðu. Útgáfa H. K. L. kostar aðeins kr. 10.00. Þessi hugsjón þarf engrar skýringar við, því að ágóðinn rennur víst í einhvem hugsjónasjóð. Þriðja hugsjónin er þó líklega mergurinn málsins. Útgáfa af þessu tagi ér brot á íslenzkum lögum, og ber því að skoða hana sem tilræði við þau. Um það mál ætla ég mér ekki að ræða. Við þetta fá íslenzk stjórnar- völd að glúna, og verður gam- an að sjá, hvort nokkur dugur er í þeim eða hvort hugsjóna- mennimir bera sigur af hólmi. Halldór Halldórsson. þess sem hún varð launastéttun- um til t.jóns, orðið flokkunum, sem að henni stóðu, til háðungar, hún hefir sýnt þjóðiimi fram á, að hún á ekki að fela þeim for- sjá málefna sinna, því að þeim er hvorki treystandi til skyi sam- legra ráðstafana né réttiátra.“ Og enn fremur segir í grein- inni: , ,Foringj ar S j áifstæðisf lokksins eru Alþýðuflokknum reiðir fyrir baráttuina gegn gerðardómnmn. Þegar Ólafur Thors boðaði afnám laganna, sagði hann: „Það er, að svo miklu leyti sem nokkrum ein- stökum flokki verður um kennt, að gerðardómurinn fellur, ekkl :Framsóknarflokknum að kenna, og ekki Komm ^nistaflokknum, heldur Alþýðuflokknum, serh skel eggast og með mestri þraut-seigju hefir ráðizt á har.n frá upphafi.“ Og Jakob Möller sagði á síðasta þingi: „Það er sök Aþlýðuflokks- ins, ef gerðardómslögin ná ekki tilgangi sínum.“ Þótt ummæli þessi eigi að vera gagnrýni á Al- þýðuflokkinn, oru þau' í - rauninni hið mesta hrós um hami. f þeim felst viðurkenning foringja Sjálf- stæðisílokksins á því, sem raunar öll aiþýða landsins veit, að hún á Alþýðuflokknum að þakká, að numin hafa verið úr gildi ein ranglátustu og óþörfustu lög, sem hér hafa -verið sett á síðari ár- um.“ i Eins og menn sjá er Gylfi Þ. Gíslason á töluvert öðru máli um þetta síðasta atriði en kom- múnistakempurnar okkar sem setið hafa með sveittan skall- ann undanfarið við að reyna að sannfæra menn um að það Frh. á 6. sítSn. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.