Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIP Laugardagur 12. sept. 1942. | Bærinn í dag. ? • Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- téki. Hafnarfjaröarkirkja: Messa á morgun. Séra G .Þ. Menntamál, Janúar—ágústheftið er nýkom- ið út. Flytur það meðal amiars þetta efni: Jakob Kristinsson fræðslumálast j óri sextugur, eftir G.M.M., Ávarp til norskra kenn- ara, Handíðaskólinn, eftir G.M.M. Námsstjórarnir, Eru landsprófin að spilla lestrarkunnáttunni ? eft- ir Hannes J. Magnússon, Dómarn- ir um börnin, eftir Margrétu Jónsdóttur, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja eftir G.M.M. Með lögum skal land byggja, eftir Hannes J. Magnússon, Innanlands námsferðir kennara, eftir Marínó L. Stefánsson, Grímur Grímsson sextugur, Guðjón Guðjónsson, ís- lenzkar námsbækur, eftir Hlöð- ver Sigurðsson, Unglingareglan, Þorkelsson frá Valdastöðum í víð og dreif. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna band af síra Árna Sigurðssyni Steinunn Snorradóttir frá Akur- eyri og Bragi Kristjánsson stud. oecon. Heimili þeirra verður á Hringbraut 158. Hjónaefní. S.l. laugsirdag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Jóhanna Guð- jónsdóttir, Grett. 31 A og Þorkell Þorkelsson frá aVldastöðum í Kjós. Áríðaadi. N Allir, sem hafa muni á hluta- veltu Ármanns, eru vinsamlega beðnir að koma þeim í í. R- húsið fyrir kl. 7 í kvöld. KJÖTIÐ OG MJÓLKIN. (Frh. af 2. sí6u.) ir síðustu kosningar aí hve mik illi linkind þeir taka nú á þess- um málum. Þeir eru ekki að hugsa um málstað neytendanna hér í Iteykjavík og í sjávar- plássunum, þerr eru ekki að iaugsa um þurrahúðarfólkið í kaupstöðunum, heldum sitt eigið pólitíska einkabrask, sem í haust á að tryggja þeim fáein atkvæði í sveitunum. Það vax líka ekJii við öðru að búast af þeim flokki manna. — Félagslíf. — VALUR 2. flokkur. — Mætið á íþróttavellinum í kvöld kl. 9. Áríðandi að allix mæti. ÁRMENNINGAR iara í Jósepsdal um helgina. Tilkynnið þátttöku í síma 3339 kl. 8—9 í kvöld. Ásbjörn Grettisgötu 2. fijðf til stúdenta I garðsins: Herbergi Theódórs Jakobss. "VT OKKRIR vinir Theódórs * Jakobssonar skipamiðlara. sem nýlega er látinn, hafa á- kveðið að gefa eitt herbergi — tíu þúsund krónur —■ til minn- ingar um hann. Theódór Jak- obsson var mjög vinsæll maður og unni háskólanum og stúd- entalífinu af heilum hug. Vin- um hans hefir þótt fara vel á því að varðveita nafn hans meðal stúdenta með því að eitt herbergi í nýja stúdentagarðin- um beri nafn hans. Verður mynd hins látna heiðursmanns hengd upp í herbergi því, er ber nafn hans, og munu ungir stúdentar, er fá dvöl í þessu herbergi á ókomnum tímum, minnast hins sviphreina og lífs- glaða drengskaparmanns, er hné í valinn í miðju lífsstarfi sínu. Minning Theódórs Jakobs- sonar mun á þenna hátt lifa meðal íslenzkra stúdenta á ó- komnum öldum. Ég flyt hinum veglyndu gef- endum, er vilja ekki láta nafna sinria getið, alúðarfyllstu þakk- ir. 10. sept. 1942. Alexander Jóhannesson. Fyrst með Framsákii svo með ðlafi Tfcors AÐ er kátbroslegt að lesa Þjóðviljann í fyrrad., þar sem hann er að tala um af- stöðu Alþýðuflokksins til ann- arra flðkka á síðasta alþingi, svo barnalegar og fráleitar eru frásagnir blaðsins. Aftur á móti er mjög athyglisverð afstaða kommúnista á síðasta alþingi. í upphafi þingsins neituðu þeir með öllu að hafa samstarf við þá flokka — Alþýðufl. og Sjálf stæðisfl. — sem fylgjandi voru kjördæmamálinu, um kosningu forseta, nema Framsóknarfl. væri með samstarfinu. Svo fast ir og vinsamlegtr voru komm- únistar í upphafi' þingsins við Framsóknarfl. Þegar kjördæmamálið var endanlega afgreitf á alþingi, mátti vel heyra það á kommún- istum, að þeir óttuðust ekkert meira en að ríkisstjórn Sjálf- stæðisfl. færi frá völdum. En þegar Alþýðufl. hcifði gefið yf- irlýsingu sína þá, um að öllu hlutleysi við ríkisstjómina væri lokið, neyddust kommúnistar til, af einberri hræðslu, og þó mjög hikandi að gefa samskon- ar yfirlýsingu. Og þetta var Ólafsson 6ími 5867 og 4577. eðlilegt. Á meðal þingmanna | voru kommúÖistar taldir vera einhverjir traustustu fylgis- menn ríkisstjómarinnar, ef til vill að Jónasi frá Hriflu undan- skildum. Þannig voru þeir í lok þingsins. Minna mætti einnig á þá hjálp, sem kommúnistar fengu við nefndarkosningarnar í sam- einuðu þingi í þinglokin. Skal ósagt látið, hvort það var þakk læti Sjálfstæðisflokksins eftir á fyrir stuðninginn, eða einhver fyrirframgreiðsla Framsóknar fyrir fyrirhugaða samvinnu. Þetta er ágætt min'nisblað fyrir alþýðu manna. Kommún- istar byrja með trygð og um- önnun við Framsókn, og vilja ekkert gera nema hafa þá í sam fylgd. Þeir enda með angur- værri • tryggð við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Nokkur orð ti! kjSt- verðlagsnefndsr. AUNDANFÖRNUM árum hefir sá grunur leikið á, að nokkurar ónákvæmni gætti með flokkun á dilkakjöti því, er kjötverzlanir hér í bæ selja til neytenda, það er að segja, að yfirleitt hafi allt kjöt verið selt sem I. flokkur. Nú er það vitað, að allmikill hluti af dilkakjöt- inu í landinu er II. og III. flokks kjöt. Hvað saltkjötinu við kemur, þá hefi ég að minnsta'kosti ekki nokkur undanfarin ár heyrt talað um II. eða III. flokks salt- kjöt. Nú langar mig til að fara þess vinsamlega á leit við kjöt- verðlagsnefnd, að hún gefi upp, hvað hafi verið gert við þetta H. og IH. flokks kjöt., og hafi það verið selt, iþá hvað og eftir hvaða reglum. Neytendur telja sig vafalaust, og það með réttu, eiga fyllsta rétt á að þarna séu markaðar hreinar línur, því verðmunur- inn á I. og HI. fl. er hvorki meiri né minni en kr. 0,60 pr. kg. heildsöluverð, á 15 kg. kjöts, sem svarar til að vera meðalþyngd á dilkakropp, verð- ur því munuririn kr. 9,00 og það rniðað við heildsöluverð. Þarna er um allháa fjárupp- hæð að ræða, þegar lítið er til alls þess dilkakjöts, sem fram- leitt er á öllu landinu. Einnig finnst mér það afleftt fyrir kjöt- verzlanir, að liggja undir 'þeim gnm, að misnota ef til vill að- stöðu sína í þessu efni, og fynd- ist mér því ekki nema réttmætt, að öllum sláturhúsum hæri að stimpla sérstaklega flokkunina á hvern skrokk, t. d. á frampart, síðu og læri. Sama er um salt- kjötið að segja, setja ætti flokksstimpil á hverja tunnu. Þá vita verzlaaiir hvað þær eru að selja og neytendux hvað þeir eru að kaupa. Rvík, 10. »ept. 1942. K. K. Príkirkja* í Reykjavik. Messað á morgun ld. 5. Sr. Árni Sigurðsson. AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðma. ALLSKOMR Smávara til fata. Skófatnaður við allra hæfi, ávallt fyrirliggjandi., Heildverzlun Y Innilegar þakkir til héraðsbúa Dalasýslu og annarra okkat mörgu vina, fyrir samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför. BJARNA hreppstjóra JENSSONAR í Ásgarði. Vandamenn. TilkpnÍiBg Srá démsmálaráðuneytinu Athygli almennings er hér með vakin á eftirfarandi: / 1) Það varðar sektum eða varðhaldi eða hvoru * tveggja að eiga kaup eða skipti um vörur, sem hermenn, sem tilheyra herflokkum eða herskipum, sem hér eru, bjóða fram eða þeir hafa undir höndum, og að taka við slíkum vörum að gjöf frá þeim, svo og að taka að sér , að selja slíkar vörur fyrir þá, enda liggi ekki fyrir, er yiðskiptin fara fram eða gjöfin þegin, fullar sannanir fyrir því, að aðflutningsgjöld hafi verið greidd af vör- unum og fulinægt hafi verið öðrum almennum inn- flutningsskilyrðum, sbr. 1. gr. laga nr. 13, 5. maí 1941. Auk þess mega þeir, er taka við slíkum vörum búast við að þurfa að afhenda þær aftur endurgjaldslaust. 2) Samkvæmt yfirlýsingu herstjómarinnar er setu- liðsmönnum ófrjálst, að láta af hendi eða selja varning tilheyrandi birgðum eða búnaði hersins, og getur það því, auk þess, sm að framan greinir, varðað við hin almennu hegningarlög að kaupa eða taka við slíkum vamingi. Nokkrir refsidómar hafa þegar verið felldir í slík- um málum. Dómsmálaráðueytið, 11. sept. 1942. Anglýsing umkennslu og eUaskéla. Berklavamarlögin mæla iþanmig fyrir samkvæmt- 9. gr. þeirra:- „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskerm slu né einkakennslu. Engan nemajnda með smitandi herklaveiki má taka í ■skóla, til kennslu á heimili eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur“. Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komandi hausti ý.J og vetri eru því heðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mánaðargömul. )f‘| Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögregl|istjóra og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heil- brigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð um að ( i hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nemandanna séu haldnir smitandi berklaveiki.“ Það skal tekið fram ,að þetta gildix einnig um þá einka- : á I áminntir um að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Refkjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, a ðþetta gildir einnig um þá einka- skóla, smáa sem stóra, er áðux hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíká einkaskóla utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, en innan takmarka læknishéraðsins, má senda á skrifstofu mína. Héraðslaaknirinn í Reykjavfk, 11. sept. 194&. Magnús Féturssow.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.