Alþýðublaðið - 13.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.09.1942, Blaðsíða 8
Stumudagur 13. september 1948 6 ALÞYÐUBLAÐIÐ 1.111 r 1 r" ■BTiARNARBIÓ Lydial og biðiarBii fjérir AðalblHtverk Herie Oberon Sunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Ævlntýri blaðamaaos Foreign Correspondent Mánudag kl. 4, 6,30 og 9. Börnum yngri en 16 ára bannaður aðgangur. ARNI GÍSLASON, sýslu- maður í Slcaftafellssýslum 1851—1879, lét Þorvaldi Thor- oddsen í té þessa greinagóðu lýsingu á melkorninu og með- ferð þess: ,fMelkom er notað í soðkök- ur, kökumar hnoðaðar úr deigi og soðnar í graut. Melur skor- inn um höfuðdag og síðar, tekin bindini í hönd og skorin með sigð, melgresi síðan snúið utan um bindinin, og heita þau þá „kerfi“. Svo eru kerfin bundin í bagga og öocin látin snúa upp, þegar flutt er. Þegar þau eru enn þá of græn, á kornið verra með að losna úr þeim, og er þá kerfunum hlaðið í hryggi, nærri mjaðmarháa eða lægri, svo gerð komist í. Hryggimir eru hafðir á túnum, þar sem vatn rennur frá, og kallaðir kornlanir. Þær eru þaktar mel- stöngum, svo tyrft yfir melinn og síðan brædd mykja yfir allt saman. Við þetta losnar hism- ið utan af, og eru lanirnar gerð- ar á haustum og liggja svo ó- hreyfðar fram á útmánuði. Sér- stök hús eða hesthús eru gerð að „sofnhúsi.“ Þar er sett axl- arhá hilla eða pallur úr spýt- um þakinn melstöngum. Korn- inu er svo dreift á pallinn, en ruddi eða melur kynt undir pallinum, þó svo að loginn nái eigi upp að honum. Meðan á hitun stendur, er kornið strokið til, svo það jafnþorrni, látið verða breyskingsþurrt. Pállur- ur þínir hafa borið það lengi. — Það er einmitt þess vegna, sem ég kæri mig ekki um að þú takir það upp. XXVII Tíminn mjakaðist áfram hægt og hægt. Berta hlóð um sig virki með stærilæti sínu, en stundum varð henni það svo þungbært, að við lá að hún bug- aðist. Áreynslan, sem hún lagði á sig, var oft lítt bærileg, reiðin og gremjan sauð í henni, en hún píndi sig til að brosa fram- an í alla eins og hún hafði áður gert. Hún þjáðist mjög í ein- stæðingsskap sínum, því að hún hafði engan, sem hún gat trúað fyrir vandræðum sínum. Það var hræðilegt, að geta á engan hátt svalað tilfinningum sínum og þurfa að byrgja inni þann orm, sem stöðugt nagaði hjarta- ræturnar. Slíkt gerir rithöfund- inum ekkert, hann finnur fróun í skrifum sínum, hann getur sagt leyndarmál sín, án þess þó að koma upp um sig, en konan getur ekkert annað en þagað. Eðvarð var Bertu nú svo mjög á móti skapi, að hún gat ekki einu sinni fengið sig til að snerta hann. En allir, sem hún þekkti, voru vinir hans og að- dáendur. Hvernig gat hún sagt Fanneyju Glover, að Eðvarð væri bjáni, sem henni leiddist fram úr öllu hófi? Fanney hélt einmitt, að hann væri öllum öðrum mönnum fremri. Henni gramdist, að frami Eðvarðs skyldi hafa skotið henni svona inn er kallaður „sofn“ og korn- ið á einum palli líka kállað „sofn.“ Þegar kornið er orðið þurrt, er það látið í stamp . . . og svo er það troðið í stampin- um og þæft, svo hismið losni. Stampurinn er kallaður troðslu bytta, en svo er allt vinzað eins og grös í trogi, svo hýðið fjúki burt. Ef það lánast, er vinnan búin, ef ekki, þá er troðið aftur. Bezt er að mala kornið strax og geyma mélið missiri, þá verður það hvítara og betra, en oftast er það notað strax...“ langt aftur fyrir hann. Einu sinni var álit hans einkum í því fólgið, að hann var maðurinn hennar. Henni fannst illt að búa þannig við ljómann, sem af honum lagði, en skammaðist sín þó um leið fyrir þessa af- brýðissemi. Loks fannst ;henni ómögulegt að vera lengur í návist hans, hann gerði hana heimska og grófgerða, fannst henni, hún var sjúk og miður sín, og hún var örvingluð. Hún ákvað að fara aftur frá honum, og koma nú aldrei framar. — Ég drep mig, ef ég verð lengur. Eðvarð hafði verið dapur í bragði tvo síðustu dagana, eft- irlætishundurinn hans hafði drepizt, og hafði legið við að Eðvarð gréti. — Þú ert miklu sorgbitnari yfir dauða hundsins en þú hefir nokkru sinni verið vegna þess að ég hefi kvalizt. — Ó, vertu nú góð stúlka og stríddu mér ekki. Mér þykir þetta svo leiðinlegt með seppa. — Fífl! tautaði Berta. Hann fór út daufur í dálkinn og mæddur á svipinn og sagði hverjum, sem heyra vildi með skjálfandi röddu mjög /ná- kvæmlega um dauða hundsins. — Blessaður maðurinn, sagði ungfrú Glover, — hann er svo góður í sér. Berta gat varla orða bundizt yfir gremju sinni. Bara að fólk vissi hve kaldur hann var gagn- vart ást hennar. Og hún minnt- ist þess hversu mjög hún. hafði lítillækkað sig fyrir honum. — Hann auðmýkti mig eins og hægt var. í þúsundasta sinn mat hún hann og fann hann léttvægan. Það var óskiljanlegt að hún skyldi hafa þolað þetta allt saman, að hún skyldi hafa bundið sig svona ómerkilegum manni. Hún roðnaði af sneypu þegar hún minntist þess hve auðsveip hún hafði verið í ást sinni. Einmitt þegar hún hafði ver- ið að hugsa um þetta kom Ram- NÝIA BIÚ I Fulton. hugvitsmaður (Little Old New York). Söguleg stórmynd um fyrsta gufuskipið, og höfund þess, Aðalhlutverk leika: Richard Green Alice Faye Fred Mac Murray Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl, 11 f. hád. ■ GAMLA BIÖ ■ Mcfiiaty hiDD mikli (The Breat McGinty). Brian Donleuy Akim Tamiroff. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Æskan ð leiksvlðlqa með Miekey Rooney Sýnd kl. 3. say læknir inn, en hann var að vitja hennar vegna smávægi- legra kvilla. — Jæja, sagði hann óðara og hann hafði blásið mæðinni, — hvernig líður Eðvarði í dag? — Hamingjan góða, hvernig á ég nú að vita það? æpti hún og hafði ekki gát á tungu sinni éftir hina erfiðu þögn. — Hvað er nú þetta? Hefir nú eitthvað sletzt upp á vin- skapinn hjá blessuðum turtil- dúfunum? — Ó, ég er að verða tryllt a£ því að heyra þetta stöðuga oflof um Eðvarð. Ég er þreytt af því að vera eins konar óæðri fylgi- hnöttur hans. — Hvað er nú að yðurr Berta? sagði læknirinn og rak upp skellihlátur. — Ég hefö alltaf haldið, að ekkert þætté yður betra en það að heyra þaS HÆGINDIÐ GÓÐA LLU og DÓRA hafði sinn- azt dálítið við fóstruna. Þau höfðu verið að byggja frá- bærlega vandað hús úr kubb- um í barnaherberginu, og fóstr- an hafði skipað þeim að rífa það niður, áður en þau færu út. ,,Af hverju megum við ekki láta' það standa, þangað til við komum heim aftur?“ sagði Ella önug. ,,Ég held það verði svo sem ekki fyrir neinum.“ „Það er alveg sama, þið megið ekki ganga svona frá því,“ sagði fóstran. „Þegar þið komið inn aftur, farið þið svo ef til vill að leika ykkur að bíl- unum og brúðunum, og þá lenda kubbarnir á ringulreið um allt herbergið. Þið verðið að ganga frá þeim undir eins.“ Börnin gengu frá kubbunum á sínum stað, en þó ekki án þess að nöldra dálítið fyrst. Þau langaði alls ekkert til að fara út núna, jafnvel þótt ferðinni væri heitið á markaðstorgið og þeim þætti undir venjuleguns kringumstæðum mjög gaman að koma þangað. Ekki leið samt á löngu, áður en þau voru ferðbúin, og fóstran herti á eft- ir þeim að komast sem fyrst af stað. Svo fóru þau öll út. „Þegar við erum komin á markaðstorgið, þá skulum við laumast burt frá fóstrunni,“ hvíslaði Dóri að Ellu. Hann var nú ekki alltaf að setja fyrir sig smámuni, karlinn sá. „Við skulum fara alveg út af torginu, svo að fóstran viti ekki, hvað hefir orðið af okk- ur,“ hélt Dóri áfram. Þegar þau komu á torgið, fór fóstran að gera kaup og snéri sér fyrst að smjörsölunni. Þá notuðu börnin tækifærið og laumuðust burt. Þau hlupu fram hjá söluborðunum og lentu inni í stórum garði. Frá Wid. World F.ir.ro, ' IT’S IN THIS LOCKER AU- > RIGHT, 8UT WHAT WOULD MAKE A NOISE UK6 THAT? ym SOJSJDS UKE. . . VZCZT' < SOUNJPS LIKE SOMETH1N6 3USTED LOOSE IN THE AFTER STORASE LOCKER/ GIVEA "7 iXCK-SEE, SCORCH/ J-\\ HEY, FLSTCH/ TTS NOT WAT... JT'S WHO/ r* NOT WAITIN6 FOR A STREET CAá £"17 BUDDV/ «— Stormy: Það lítur út fyrir að eitthvað sé laust í afturklefan- um. Viltu gera svo vel og fara og athuga, hvað það muni geta verið, Örn. Örn: Það er ábyggilega í þessum klefa, en hvað gæti gert slíkan hávaða hér aftur í? Örn; Heyrðu, Stormy, það er .. hvað? ... Hver er þetta? Öm: Hvað ert þú að gera hér? Njósnarínn: Ekki að bíða eft- ir strætisvagni, karl minn. «•*- na*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.