Alþýðublaðið - 15.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.09.1942, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. september 1942. ALÞVÐU8LAÐ1Ð Þjóðverjar við hlið Stalingrad. Rússar verjast. : tV '• % ;g ,1 Vörn Rússa við Stalingrad er einn mikilvægasti viðburður Rússlandsstyrjaldarinnar, hvern- ig sem henni lýkur. Hér sjást rússneskir fótgönguliðar í skotgröfum, sem þeir hafa grafið. 100. loftárás Bretá á Bremen. Rússar gera loftárásir á olíusvæðin í Rúmeniu. LONDON í gærkveldi Tiyi' IKILL FJÖLDI brezkra og kanadiskra sprengju- flugvéla gerði í fyrrinótt hundruðustu loftárás þessa stríðs á aðra stærstu hafnarborg Þjóðverja, Bremen. Sjálfir viðurkenna Þjóðverjar í tilkynningum sínum, að mann- tjón og eigna hafi orðið mikið, en Bretar segja frá því, að stórkostlegir eldar hafi komið upp við höfnina. Bretar misstu í árásinni og nokkrum smærri árásar- ferðum orrustuflugvéla til Hollands og Frakklands alls 19 flugvélar. Allmörgum 4000-punda sprengjum var kastað á borgina auk mikils fjölda eldsprengna. Meðan brezku og kanadisku flugvélarnar köstuðu sprengjum sínum á Bremen, fóru rússneskar sprengjuflug- vélar til árása á marga staði í löndum Þjóðverja, allt sunn- an frá Bukarest í Rúmeníu norður til Königsberg í Austur- Prússlandi. Rússnesk vík- ingaárás í Norður-Noregi? New York, í gærkveldi. ÚSSAR hafa nú að hrezkri fyrirmynd gert fyrstu víkingaárás sína á strendur herteknu landanna. Blað rússneska flotans i Moskva, „Rauði flotinnu, skýrir frá því, að rússnesk herskip hafi gert árás þessa „á nyrztu strendur nazista“ fyrir nokkru. Er talið, að hér sé um að ræða nyrzta hluta norsku strandarinnar. Herskipin hófu skothríð á stöðvar Þjóðverja og land- göngulið flotans fór í smá- bátum á land. Eyðilögðu her- mennirnir skotfærageymslu, birgðastöð og tóku loks 200 þýzka fanga. 800 drepnir i Bosniu. Mikil ókyrrð í Búigaríu. ‘C' RÉTTIR hafa borizt úr ýmsum áttum um mikla ó- LONDON í gærkveldí. kyrrð og skemmdarverk á Bal- kanskaga. ■ I Bosníu hefir allt járnbrautarkerfi landsins verið eyðilagt, svo að það er gagns- laust fyrir Þjóðverja. Hefir út- varpið í Ber)lin talað um að hersveitir Þjóðverja hafi verið að „hreinsa til“ í landinu, og hafa 800 manns verið teknir af lífi. í Makedoníu hafa orðið mikl- ar óeirðir og sömu sögu er. að segja um alla Búlgaríu. Ríkir þar hin megnasta óánægja með þátttökuna í stríðinu. Búlgar- arnir hafa lítið eða ekkert haft upp úr þessari þátttöku sinni, nema skika af Makedoníu, sem þeir fengu af Grikkjum, en hann hefir orðið þeim til meiri rauna en ánægju. Þeir gerðust þátttakendur í stríðinu, þegar allt benti til þess, að Þjóðverj- ar mundu vinna það en nú, — þegar öðruvísi er um að litast — er talið líklegt, að þeir verði fyrsta rottan, sem stekkur af hinu sökkvandi skipi Hitlers. Leppstjórn nazista í Búlgar- íu hefir misst mjög mikið af því litla fylgi, sem hún nokkru sinni hafði. Lögreglan, Gestapo Búlgaríu, hefir einnig misst mjög tökin á þjóðinni. London. — Brezkir kafbátar hafa í þessu stríði sökkt 300 birgðaskipum Möndulveldanna og laskað 50 til viðbótar. Þar að auki hafa brezku kafbátarn ir sökkt 87 ítölskum og þýzkum herskipum. Nairobi, Austur-Afríku. Bret ar hafa gert fjórðu landgöngu sína á Madagaskar. Yar það á vesturströndinni, gegnt Mosam bik, Andstaða var lítil. Her- sveitirnar, sem gengu á land hjá Madjunga, hafa haldið all langt inn í landið og mætt lít- illi mótstöðu . Tvær víkinga- árásir Breta, sem Róm og lín segja frá. LONDON í gærkveldi ÖNDULVELDIN höfðu í dag frá tveimur mis- heppnuðum víkingaárásiun bandamanna að segja, sem bandamenn hafa ekki getið í sínum fréttum. Annað var gert á Bretagneskagann, og unnu Þjóðverjar þar mikinn sigur, að sögn Berlínarútsvarpsins. Hitt var gert skammt frá Tobruk í Libyu, og hrundu ítalir og bandamenn þeirra því fræki- lega, eftir sögn Rómaborgarút- varpsins. Berlín sagði frá því, að brezkur herflokkur hefði nálg- azt frönsku ströndina skammt austur af Cherbourg' á Bre- tagneskaga. Þjóðverjar hófu þegar í stað skothríð á bátinn og hæfðu hann svo, að hann sökk. Tókst Þjóðverjum að bjarga þrem liðsforingjum og einum öðrum manni, en allir hinir fór- ust. (Þess má geta hér, að fyrir nokkru sagði ameríkska tíma- ritið Newsweek frá því, að Bretar gerðu oft njósnaárásir á Bretagneströndina, þar eð hún væri löng og erfið til varnar. Þar að auki væri fólkið vinveitt og hjálpsamt Bretunum . og hefðu þeir því oft farið slíka njósnaleiðangra, án þess að tala um það í fréttum sínum. Er þetta því ekkert einsdæmi, ef satt reynist.) ítalir segja frá hinni víkinga- árásinni, sem gerð var skammt frá Tobruk. Áttu þar að vera á ferð brezkir tundurspillar og beitiskip og þar að auki naut landgönguliðið stuðnings flug- véla. Segja ítalir, að þeir hafi skotið niður 6 af flugvélu'm Breta og hrakið landgönguliðið á brott. Þá segjast þeir hafa laskað tvö skip. Ekkert hefir verið minnzt á þetta í tilkynn- ingum Bandamanna frá Kairo. San Fransisco. — Banda- menn vinna stríðið 1944, segja fimm sænskir blaðamenn, sem nú eru á ferð um Bandaríkin, í boði , Blaðamannafélags Bandaríkjanna og ameríkska utanríkismálaráðuneytisins. Ef veturinn verður Rússum hag- stæður, segja Svíarnir enn- fremur, halda Rússar út, og eft ir það munu Bandamenn hafa frumkvæðið að hernaðarað- gerðum. Mestar voru árásirnar á olíu- svæðin í Rúmeníu, og segir ein frétt, að olíuborgin Ploesti sé í björtu báli. Frá Moskva er til- kynnt, að 33 miklir eldar hafi komið upp í höfuðborg Rú- meníu, Bukarest, og hafi tjón orðið mikið og margvíslegt. HINUM MEGIN Á sama tíma, sem brezku, kanadisku og rússnesku flugvél- arnar létu sprengjum rigna yfir borgir Ilitlers-Evrópu, köstuðu flugmenn MacArthurs hinum megin á hnettinum smálest eftir smálest af sprengjum á flug- velli Japana á Nýju Guineu. í tilkynningu frá Melbourne segir, að 26 smálestum hafi verið f kastað á flugvöllinn í Buna, og sáu flugmennirnir eld- ana, sem upp komu, 45 km. frá staðnum. Sprengjuflugvélar af öllum tegundum og stærðum tóku þátt í árásinni svo og or- ustuflugvélar. Var um 28 000 vélbyssukúlum skotrð á stöðv- ar Japana. Mestir bardag- ar suðvestan við borgina. III iLT! i — .i i Hörð mótspyrna og gagnáhlaup Rússa — segja Þjóðverjar LONDON í gærkveldi. r FTIR HINAR ALVAR- ■” LEGU fréttir, sem bár- ust frá Stalingrad í gær, segir í miðnæturtilkynningu Rússa að þeir haldi hvarvetna velli og Þjóðverjar hafi ekki brot- izt frekar inn í víglínur þeirra sunnan eða vestan við borg- ina. Þýzku tilkynningarnar sgja hins vgar frá því, að hersveitir von Bocks hafi brotizt inn í víggirðingamar í úthverfum borgarinnar, þrátt fyrir geysiharða mót- spyrnu Rússa og gagnáhlaup þeirra. Stórskotalið Rússa hefir unnið þýzku hersveit- unum mikið tjón. Margar nýjar hersveitir hafa veriS fluttar fram til vígstöðvanna, og nú virðast Rússar hafa fengið nokkurn liðstyrk. Þeir segja hins vegar frá því, að eiga þó enn sem fyrr við mik- ið ofurefli að etja. Ein frétt frá Moskva í gær segir frá því, að Þjóðverjar hafi misst 12 000 manns í hinum æð- isgengnu árásum þeirra á borg- ina undanfarna daga. KATJKASUS Rússar hafa nú aftur orðið að hörfa í Suður-Kaukasus. Þjóð- verjar, sem fyrir hálfum mán- uði komust yfir Terakfljót og hafa ekki sótt þaðan áfram, —- sóttu í gær með sterkar véla- hersveitir og hafa hrakið Rússa nokkurn spöl í áttina til Groz- ny olíulindanna. Ekki verður þó að sinni séð, hvað uppi verður á teningnum í Kaukasus, því að vitað er, að Rússar hafa styrkt mjög heri sína á þessum slóðum. SVARTAHAF Þjóðverjar tilkynna, að þeir hafi sótt áfram eftir pð þeir tóku Novorossisk, en Rússar tala lítið um bardaga á landi á þessum slóðum. Hins vegar segja þeir frá því, að flugvélar þeirra hafi gert árásir á þýzka báta, sem voru að flytja herlið frá Krímskaga til Svartahafs- hafnanna. VORONEZH Bardagar hafa nú aftur bloss að upp við Voronezh og gerðu Þjóðverjar þar í gær allmikil gagnáhlaup og segjast hafa hrakið Rússa af vesturbökkum Don á einum stað. Fyrir norðan Moskva eru Rússar í sókn á flestum stöðum — en Þjóðverjar, sem hafa sent liðsauka til vígstöðvanna, hafa gert mikil gagnáhlaup.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.