Alþýðublaðið - 16.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1942, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 18- sept 1942. (UfrijfcibUtt* Útgefandi: Alþýðoflofekurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Rítstjóm og afgreiðsla í Ál- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan hJ. Setiliðið og samnings réttar verkaiýðsins. r1 — fN Pl HVER svo sem úrslitin kunna að verða í þeirri deilu, sem upp er komin milli amerísku setuliðsstjórnarinnar og verkalýðssamtakanna, þá mun það mælast illa fyrir, ekki aðeins meðal verkamanna, held ur og hjá allri íslenzku þjóð- inni, að setuliðsstjórnin skuli hafa farið inn á þá braut, að neita að greiða kaup í setuliðs- vinnunni samkvæmt þeim samn ingum, sem tekizt hafa með verkalýðsfélögunum og íslenzk um atvinnurekendum, og setja í þess stað taxta upp á sitt ein- dæmi. Þetta óyndisúrræði amerísku setuliðsstjómarinnar mun ekki aðeins þessvegna verða óvin- sælt meðal verkamanna, að með taxta hennar á að svifta þá ýmsum þeim hlunnindum í setu liðsvinnunni, sem þeim hafa verið tryggð með samningum við íslenzka atvinnurekendur í allri annarri vinnu hér á landi. Og væri það þó ærin ástæða fyrir verkamenn að vera ó- ánægðir yfir öðrum eins uppá- tækjum setuliðsstjórnarinnar og þeim, að taka af þeim greiðslur fyrir kaffitíma og flutninga að og frá vinnustað, svo að ekki sé nú minnzt á annað eins og það, að með taxta setuliðsstjóm arinnar skuli vera teknir af þeim margir frídagar, þar á meðal þjóðhátíðardagar og ýms ir helgidagar þjóðkirkjunnar, sem öldum saman hafa verið hátíðisdagar og hvíldardagar hér á landi. Nei, það verður áreiðanlega ekki síður óánægjuefni,. þvert á móti mun það koma illa við menn langt út fyrir stétt verka manna, já við alla þjóðina, að ameríska setuliðsstjórnin skuli hafa farið inn á þá viðsjárverðu. braut, að neita að virða þá samninga um kaup og kjör, sem hér em gerðir milli verka- marnia og íslenzkra atvinnurek- enda og raunverulega gilda sem lög í landinu. Það er ekki að- eins að ganga á samningsrétt verkalýðsins — það er að ganga á rétt allrar þjóðarinnar. Með taxta amerísku setuliðs- stjórnarinnar teljum við íslend ingar því skapað mjög viðsjár- vert fordæmi, og við getum í því sambandi ekki látið hjá líða, að benda á, að brezka setu- liðsstjómin hér lét sér það aldrei á verða, að ganga þannig fram hjá verkalýðsfélögunum og þeim rétti, sem þau hafa hér ALÞVÐUBaftÐiÐ JÓNAS OUÐMUWDSSON: Ómakleg ummæli: Svar til Jóns Ámasonar. EG hefi nú um langt skeið leitt hjá mér að leggja orð í belg um allt dýrtíðar- skrafið og ætla mér að halda því áfram, þótt ég geri nú und- antekningu. Mér ofbýður svo orðið óheil- indin og óskammfeilnin, rang- færslurnar og rógurinn um þessi mál — og raunar flest önnur líka — að mér finnst alveg til- gangslaust að reyna að ræða þau. Það sýnist dkki i liengur nein von til þess að þar verði nokkru viti við komið. En það sem gefur mér tilefni til þess að fara á stúfana í þetta sinn„ er grein Jóns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra, í Tímanum 12. þ. m., þar sem hann ber Alþýðu flokkinn bæði ósönnum og ó- maklegum ásökunum. Alþýðuflokkurinn er orðinn því svo vanur að hann sé bor- inn ósönnum og ómaklegum sökum, að ég býst varla við að hann veldi þessar ásakanir J. Á. sérstaklega úr til svara, en þar sem þær snerta að nokkru af- skipti mín af þessum dýrtíðar- málum og vegna þess að jafn mætur maður og J. Á. er höfund ur þeirra, tel ég mér skylt að fara um þær nokkrum orðum. J.Á. ræðir í grein sinni, 12. sept., um dýrtíðarmálin og segir þar um Alþýðuflokkinn og að- gerðir hans: „Skal ég gera þá játningu að ég hefi orðið hina mestu van- trú á forystumönnum Alþýðu- flokksins, vegna úrræðaleysis þeirra og bjálfaskapar nú um nokkurt skeið. Þeir virðast vera á móti öllum tilraumun til um- bóta og koma aldrei með neinar nýtilegar tillögur til lausnar á vandamálunum, eins og bezt sést á niðurrifsstefnu þeirra í dýitíðarmálunum.“ (Lbr. mín.) Um „trú“ eða „vantrú" J. Á. á foringjum Alþýðuflokksins skal ég ekki ræða. Hún er hans einkamál. Og um „úrræðaleys- ið og bjálfaskapinn“ skal ég segja það eitt, að vart munu „úrræði“ Framsóknar hafa gef- samkvæmt íslenzkum lögum. En við þetta mál verð- ur ekki skilist án þess, að minn- ast nokkrum orðum á þau af- skifti, sem stjórn Verkamanna- félagsins Dagsbrún hefir haft af því. Það verður að teljast stórkcstlega vítavert, bæði frá sjónarmiði verkalýðsins og þjóðarheildarinnar, hvernig þeir menn, sem þar hafa nú for ystuna, hafa raunverulega beygt sig fyrir valdboði setu- liðsstjórnarinnar og þar með lát ið af hendi við hana samnings- rétt verkalýðsins, löghelgaðan hér á landi. Þeir hefðu sagt eitt hvað, kommúnistarnir, sem nú ráða í stjórn Dagsbrúnar, ef aðr ir en þeir hefðu haldið þannig á málstað verkalýðsins. Það þýðir ekkert fyrir þá að .... ♦ ist það velí dýrtíðarmálunum, að ekki megi með nokkrum sanni kalla, að þar hafi um hreinan „'bjálfaskap" verið að ræða. En það ætla ég, er J. Á. með still- ingu og gætni yfirvegar þær ásakanir sínar, að Alþýðuflokk- inn hafi „aldrei komið með nein ar nýtilegar tillögur til lausnar á vandamálunum“, sjái hann að hann hefir þar ofmælt sig svo ekki sé meira sagt. Um þessi ummæli hans vil ég svo fara nokkrum orðum frekar. Ég vil þá fyrst benda J. Á. á, að það var Alþýðuflokkur- inn, eða ég fyrir hans hönd, sem fyrstur benti á það í sept- ember og október 1940, að ef ekki yrðu þá þegar gerðar þær ráðstafanir sem tíygðu gegn hinni aðsteðjandi dýrtíð, mundi illa fara í fjármálum þjóðar- innar og seint ganga að stöðva flóðið. Ég gerði þetta í tveim gileinum í Alþýðublaðhm, er hétu: „Hvað á að gera til að stöðva dýrtíðaxflóðið?“ og „Ráðstafanir gegn dýrtíðinni“. Þegar þessar greinar voru ritaðar var kaupgjald verkafólks enn bundið með lögiun, en þau lög áttu að f alla úr gildi um ára- mótin 1940—41. Vegna verð- hækkunar þeirrar, sem þá var komin, sérstaklega á innlendum nauðsynjavörum og kolum, var fyrirsjáanlegt að verkalýðs- félögin yrðu að knýja fram hæfilegar grunnlaunahækkanir þá, enda fór það svo, að nálega allstaðar var samið um nokkrar grunnkaupshækkanir og fulla uppbót samkvæmt vísitölu. í greinum þessum var sýnt fram á það, að ef öllu yrði sleppt laiisu ,mundi dýrtíðin hraðvaxa svo að kaup Dags- brúnar mundi innan skamms verða kr. 2.40 á tímann, (þ. e. með dýrtíðaruppbót), en það var þá um 1,75, ef verkafólk ætti að fá risið undir dýrtíð- inni, og kaup og laun annarra stétta að hækka tilsvarandi. Flestum þótti þetta „hugarflug“ og töldu það „hringavitleysu“ úr mér, að Dagsbrúnarkaup skírskota í þessu sambandi til málstaðar bandamanna í bar- áttunni gegn fasismanum. ís- lenzkir verkamenn og yfirgnæf andi meirihluti íslenzku þjóðar innar 'hefir alltaf verið er og verður vonandi alltaf fylgjandi málstað banda- manna í stríðinu á móti nazis- manum. Og af þeirri ástæðu hafa hin engilsaxnesku setulið frá upphafi haft mikla samúð manna hér á landi. En það þýð- ir ekki, að íslenzka þjóðin vilji sætta sig við, að amerísba setu- liðsstjórnin taki sér heimild til þess að skipa hér fyi'ir um kaup og kjör verkamanna og hafa að engu þá samninga ,sem um það gilda hér á landi og alltaf voru virtir af brezku setuliðsstjórn- inni. yrði nokkurn tíma svona hátt. En nú í dag er það orðið hvorki meira né minna en kr. 4,10 á klukkustund og hækkar stór- lega um næstu mánaðamót. Og þetta kaup Dagsbrúnar, kr. 4,10, er ekki knúið fram með verkfalli eða „ofbeldi“ heldur svo að kalla .án nokkurrar vinnustöðvunar og má þannig teljast geitt „af frjálsum vilja“ atvinnurekendanna. Svona langt er nú — 1942 —; komið fram úr því, sem áætlað var 1940, að dýrtíðin mundi allra verst geta orðið. Sýnir þetta hversu háskasamlegt það er, að reyna aldrei að gera sér ljóst annað en ástand hinnar líðandi stundar og meta allt eftir því hvort menn hafa hag eða óhag af því, sem er þann og þann daginn. Meginefni greinar minnar var þó hitt, hvernig stöðva mætti dýrtíðina eða vinna gegn frek- ari vexti hennar, og var þar bent á nokkur meginatriði og sagt m. a.: „Eina leiðin, sem til er, til að afstýijK vandiþeðimifm, er sú, að setja hámarksverð inn- anlands á allar þær innlendar vörur, sem teljast verða lífs- IlERMANN JÓNASSON, Æ. JL fyrrverandi forsætisráð- herra, lætur í Tímanum í gær Ijós sitt skína, að því er gefið er í skyn, til þess að lýsa þjóð- inni út úr ógöngunum til hins fyrirheitna lands nýrrar Fram- sóknarstjórnar. Farast honum þar orð meðal annars á eftirfar- andi hátt: „Hin stóra ógæfa í íslenzkum stjórnmálum er, að verkamenn eru klofnir í tvö aðalflokksbrot, sem eru fjandsamleg innbyrðis og gerir þessa stóru stétt; að miklu leyti óstarfhæfa og óvirka í já- kvæðum, pólitískum vandamálum íslenzku þjóðarinnar. Ef ekki tekst að sameina flokks- brot verkamanna í einn ábyrgan stjórnmálaflokk eftir kosningar, veldur það áframhaldandi erfið- leikum í íslenzkum stjórnmálum. Framsóknarstjórn, með stuðningi klofins verkamannaflpkks yrði ekki sterk. — Þjóðstjórn, sem að standa verkamannaflokksbrotin og Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk- ur, mundi verða enn ósamstæðari dg veikari og raunar alveg óhugs- anleg néma breytt sé um forustu í Sjálfstæðisflokknum. Verkamenn, sem enn hallast að þessum verkamannaflokksbrotum, þurfa því í þessum kosningum að kenna forvígismönnum sinum ný vinnubrögð, að sameinast í ábyrg- an flokk, þótt ekki gæti hann tek- ið forustuna í stjómmálum þjóð- arinnar, en getur verið öruggur samstarfsflokkur. nauðsynjar alls almennings, og mjög aukið verðlagseftirlit með erlendu nauðsynjavörunni“. Jafnframt þessari tillögu var á það bent, að leggja bæri þá þegar verðjöfnunargjald á all- ar þær útfluttar vörur, sem seld ust háu verði á erlendum mark- aði. Segir um þetta í grein minni: „Til þess að standast þessa verðjöfnun ætti að leggja verð- jöfnunargjald á útfluttu af- urðirnar, sem nú seljast mjög háu verði sumar hverjar á er- lehda markaðinum. Það sýnist fátt mæla gegn því, að af ís- fiski, saltfiski, síldarvörum, nýju kjöti, lýsi og öðru því, sem nú er selt háu verði, sé tekið slíkt gjald, til verðjöfn- unar á hinum innlenda mark- aði, frekar en að allt verðlag innanlands verði látið fara upp úr öllu valdi og spilli þannig stórlega fyrir allri framleiðslu- starfsemi og atvinnurekstri hjá þjóðinni". , js Þá segir þar ennfremur: jrMeð því að setja hámarks- verð á innlendar vörur á inn- anlandsmarkaði og verðjafna þær síðan til framleiðenda, með því að halda húsaleigunni (náðrpL með lögúm. og öruggu eftirliti og með því að auðvelda svo innflutning erlendrar nauð- synjavöru, sem framast er unnt og láta hana vera háða eftir- liti og skamtaða almenningi, má skapa hér innanlands mjög við- unandi verðla-gsástand. Þjóðin á að setja sér það tak- Frfe. á 6. tífh* En þa5, sem allra mest á ríður, er efling Framsóknarflokksins." Jú, það er svo sem auðheyrt, hver á að hafa „forystuna“, og þá einnig vitað, hver á að hafa forustu „forustunnar“. Verka- mannaflokkurinn á híns vegar að hafa heiðurinn af því að vera „öruggur samstarfsflokk- ur“, þannig að slík ógæfa geti ekki hent þjóðina á ný, að Her- mann verði að hrökklast úr stjóm! * En Hermann segir fleira. Hann minnist einnig á Sjálf- stæðisflokkinn, Þar stendur: „Ýmsir munu tala um þann möguleika, að Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisfloklcurinn vinni saman. Slíkt gæti og talizt eðlilegt, begar þess er gætt, að margir smærri framleiðendur, bændJir og smáútvegsmenn, eru í Sjálfstæðisflokknum og hafa svip- aðra hagsmuna að gæta og fylgis- menn Framsóknarflokksins. En þessir menn hafa engin ráð í Sjálf- stæðisflokknum. Þar hefir klíka stríðsgróðamanna, sem hefir geró- líka hagsmuni, hrifsað til sín völd- in og hugsar ekki um annað en verndun stórgróðans. Þessi klíka hefir líka margsýnt, að hún metur gerða samninga og gefin loforð að engu. Meðan Sjálfstæðisflokkur- inn nýtur slíkrar forustu, er hann ekki samstarfshæfur. ‘1 Það er nú svo. Það er þó Frfe. « 6. eíðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.