Alþýðublaðið - 16.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.09.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. sept.1942. Ömakleg um Framh. af i. síðu. Innrásin. Framh. cif 5 s.íðu. mark, að kaupgjald almennings og tilkostnaðurinn við að lifa í landinu, haldist það í hendur, að afkomu atvinnulífsins verði ekki stefnt í voða, þegar nú- verandi ástanda breytist og stríðsgróðapestin hættir að geisa.“ Þessi tiKærðu ummæli sýna nægilega greinilega hverjar' þær tillögur voru, sem þá komu fram frá Alþýðuflokknum og enn þann dag í dag hafa engar skynsamlegri tillögur komið fram í þessum málum, þótt J. Á. þyki þær kannske ekki „nýtilegar“. Segi ég þetta með* fullri virðingu og viðurkenn- ingu á sumum tillögum J. Á., sem sýnist vera eini maður- inn í Framsóknarflokknum, sem þó reynir að hugsa þessi mál af nokkru viti, þar sem aðrir þar og víðar aðeins glamra um málið, en þora ekki eða geta ekki komið með nokkrar nýti- legar tillögur til úrbóta. En hvernig var þessum til- lögum tekið? Þær voru beinlínis þagðar í hel, þar til á alþingi 1941. En þá var orðið allt of seint að taka þær til framkvæmda. Sá tími, sem nota þurfti til að fram- kvæma þær — þ. e. síðustu mánuðir á^sins 1940 — var látinn ónotaður. Framsóknar- menn snérust flestir gegn þeim á þinginu 1941 og töldu að með slíku fyrirkomulagi væru „bændur gerðir að ölmusu- mönnum“ á öðrum stéttum. Ég man ekki betur en J. Á. léti m. a. þá skoðun í ljósi. En eru bændur minni „ölmusumenn“ nú?. Hvaðan fæst það fé, sem þeir nú fá fyrir afurðir sínar? Er það ekki hinn margumtalaði stríðsgróði útgerðarinnar og verzlunarinn- ar og setuliðsvinnan (sem líka er stríðsgróði), sem gera fólki fært að hækka kaupgjaldið og launin til þess að geta keypt hinar dýru vörur bændanna? Hver heldur J. Á. t. d. að keypti nú kjöt á 7.30 kr. kílóið, ef kaupið væri sama eða svipað Og í stríðsbyrjun, jafnvel þó vinnan væri stöðug? Hefði það verið nokkuð verra fyrir bænd- . ur, að fá sína „kjötuppbót“ beint frá verðjöfnunarsjóðnum en að fá hana nú frá kaupmönn- um og kaupfélögum, sem selja hinar dýru vörur þeirra? Ég sé bókstaflega engan mun þar á, annan en þann, að ef verð- festingarleiðin hefði verið valin, mundi hin almenna dýrtíð marg falt minni í landinu en hún er nú. Við þessum tillögum var ekki litið þá og þær, sérstaklega af Framsóknarmönnum, taldar ranglátar og niðurlægjandi fyrir bændur landsins. En ef þær hefðu vérið framkváemdar strax í október—-nóvember 1940 og ávalt síðan, væri ástandið hér bæði hvað kaupgjald og verð- lag snerti allt annað en það er nú, og þjóðin ekki í þeim háska stödd með fjármál, sem hún er nú. Auk þessara tillagna bar ég , þá einnig fram tillögu um að sérstök ríkisverðlagsnefnd yrði sett á stofn, sem ákvæði allt verðlag á innlendum markaði með hliðsjón-af tekjum verð- j öf nunars jóðsins. Um þetta segir: „Hlutverk nefndanna, sem nú ákveða verðlag á innanlands markaðinum, héldist vitanlega áfram, þannig að þær ákvæðu, eins og nú, hvaða verð fram- leiðendurnir þyrftu að fá til þess að rekstri þeirra yrði ekki stofnað í hættu“. — „Hinsveg- ar mætti það verð, sem nefndir þessar ákvæðu, ekki vera ;sölu- verð varanna hér innanlands. Söluverð varanna yrði stjórn verðjöfnunarsjóðsins (sem ég . hugsaði mér sem ríkisverðlags nefnd) að ákveða, er hún hefði gert sér ljóst, hve mikið fé yrði fyrir hendi til að greiða verð- uppbótina“. Við þessari tillögu var auð- vitað heldur ekki litið, heldur voru allar verðlagsnefndirnar 4 eða fleiri látnar starfa áfram hver upp á sitt eindæmi og ekkert gert annað en auka og margfalda dýrtíðina. Allar þessar tillögur og nokkrar í viðbót voru síðan born ar fram á alþingi af þingmönn- um Alþýðuflokksins 1941, og sumt af þeim varð raunar að lögum. En ég skal viðurkenna, að þá var þetta orðið of seint, og þegar þar við bætist, að ekkert af því, sem í dýrtíðar- lögum frá 1941 fólst, var fram- kvæmt fyrir togstreitu innan ríkisstjórnarinnar, sem þegar á miðju ári 1941 var með öllu orðin óstarfhæf, er ekki von að vel hafi farið. Ég á þess að vísu nokkurn kost, að geta gert mér það ljóst hvað það fé , nú mundi vera mikið orðið, sem í slíkan verð- jöfnunarsjóð hefði runnið frá því í nóvember 1940 og þar til nú, en ég hefi ekki lagt verk í að reikna það nákvæmlega út. Hitt get ég þó fullyrt, eftir lauslega athugun, að með gjaldi á útflutta vöru, sem ekki var hærra en það að það þurfti í engu að skaða afkomu atvinnu- rekenda, mundi sá sjóður hafa fengið á þessu tímabili um 50 milljónir króna. Er það ekki óálitleg upphæð til að verðjafna innlendar afurðir með, og sjá allir að með slíkri upphæð hefði mjög mátt lækka nauð- synjar á innlendum markaði árin 1941 og 1942. En þá „ölmusuleið“ vildu Framsókn- armenn ekki fara og því er nú komið sem komið er. Þeirra leið var að lögbinda kaupgjaldið en festa ekki verðlagið, sú leið var farin og reyndist eins og allir vita. (Niðurl. á morgun). þess að verða tilbúnir, munum við enn þá bíða ósigra og verða fyrir vonbrigðum. Og ef við eig- um ekki að missa kjarkinn megum við ekki gera okkur of glæsilegar vonir, sem ef til vill rætast svo ekki. Eftir hina fyrstu stórárás á Köln og sjó- orrustuna við Midway gerðu bjartsýnir menn sér vonir um endanlegan sigur í náinni fram- tíð. En'svo snerist blaðið allt í einu við — í Libyu, Kína, á Aleutaeyjum, á Krím og í At- lantshafinu. Við skulum leggja þessum mönnum það strax á hjarta, að við þurfum margra mánaða undirbúning enn þá. Og það veldur okkur aðeins vonbrigðum að gera ráð fyrir nýjum víg- stöðvum í náinni framtíð. Ýmislegt bendir til þess, að ekki fyrri en einhverntíma á árinu 1943 sé innrás hugsan- leg svo að um muni, á megin- land Evrópu. Aðeins ef Rússar verða að því komnir að gefast upp áður, verðum við neyddir til þess að leiká í annað sinn annan eins hættuleik og við Dunkirk. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. ekki nema nokkrir mánuðir liðnir síðan Hermanni þótti þessi „forusta“ Sjálfstæðis- flokksips vel „samstarfshæf“. En síðan hefir nú sem kunnugt er sletzt upp á vinskapinn, Her- mann hrökklast úr stjórn. En þetta getur allt saman lagast aftur, þegar hann er orðinn for- sætisráðherra með hjálp hins sameinaða verkamannaflokks. Að vísu: „Ef flokksbrot verkamanna sameinuðust og samstarf myndað- ist milli hins nýja flokks og Fram- sóknarflokksins, skiptir ekki imiklu máli um Sjálfstæðisflokk- inn. Hann mundi þá — þegar svona er komið, skipta um forustu af sjálfu sér og gæti þá ef til vill verið til bóta að hafa hann sem samstarfsflokk um þjóðstjórn.“ Þarna hafa menn leið Her- manns út úr ógöngunum: Fyrst eiga Alþýðuflokkurinn og Kom- múnistaflokkurinn að samein- ast í einn verkamannaflokk. Hann getur að vísu „ekki tekið forustuna í íslenzkum stjórn- málum“, en „verið öruggur samstarfsflokkur“ — fyrir Framsókn, sem þá gæti myndað stjórn á ný undir forsæti Her- manns Jónassonar. Síðan á Sjálfstæðisfl. að „skipta um forustu af sjálfu sér“ og „gæti þá ef til vill verið til bóta að hafa hann sem samstarfsflokk um þjóðstjórn“! Þar væri þá þjóðstjórnin komin á ný — undir forystu Hermanns Jónas- sonar! Heildsðlubiradir af hvítum leirfötum Krlstján 6. Gíslason & Go. h.f. Frá Hiðbæjarskólannm. Börnin komi í skólann sem hér segir: á fimmtudag 17. sept. kl. 9 f. h. 8—10 ára börn (fædd 1932—1934), sem voru ekki í skólanum í fyrra, en eiga að sækja hann í vetur. Á föstudag 18. sept. (læknisskoðun): kl. 8 f. h. 10 ára drengir (f. 1932), kl. 9 10 ára stúlkur, kl. 10 8 ára drengir (f. 1934), kl. 11 8 ára stúlkur, kl. 2 e. h. 7 ára drengir (f. 1935), kl. 3 7 ára stúlkur, kl. 4 9 ára drengir (f. 1933), kl. 5 9 ára stúlkur. Á laugardag 19. sept. kl. 9 f. h. öll 10 ára börn (f. 1932), kl. 10 f. h. öll 9 ára börn (f. 1933), kl. 11 f. h. öll 8 ára börn (f. 1934), kl. 1 e. h. öll 7 ára börn (f. 1935). Ef börnin koma ekki sjálf, verða vandamenn að koma í þeirra stað. Skólastjórinn. 1. Tilkynning. Vegna 65% hækkunar á skemmtanaskatti, sem gengur í gildi 16. þ. m. og annars aukins kostnaðar, hækkar verð á aðgöngumiðum á kvikmyndasýningar og verður frá sama tíma sem hér segir: Barnasæti kr. 1.00. Almenn sæti kr. 2,00. Betri sæti niðr kr. 3,00. Balkonsæti kr. 3,50. Stúkusæti, svalir, kr. 4,00. Reykjavík. 15. sept. 1942. GAMLA BÍÓ. NÝJA BÍÓ. TJARNARBÍÓ. Stúlku vantar að Hótel Borg. Herbergi getur komið til Upplýsingar í skrifstofunni. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. lenzku, sýna okkur konunum sjald an riokkra nærgætni í smámunum daglega lífsins, finnst það ekki ó- maksins vert. Nú streyma stúlk- urnar á Borgina til að dansa, því að nú er þéim „þoðið upp“, segja réttilega við landana1: „Við sátum fyrir stríð, látið okkur sitja á- fram“. — „ÍSLENZKIR karlmenn, áður en þið leyfið ykkur að kasta steinum að okkur, skuluð þið skoða í ykk- ar eigin barm, og sjá hvernig fram koma ykkar er dags daglega í garð okkar kvennanna. Þið kunnið sjaldan að neyta áfengis, eins og siðuðum mönnum er sæmandi, hversu margar eiginkonur geta gefið ófagrar lýsingar af mönnum sínum ,er þeir slangra heim á nótt unni dauða drukknir. Mjög á- nægjulegt fyrir okkur konurnar og börnin!“ „HAFIÐ ÞIÐ reykvískir karl- menn aldrei stuðlað að óþarfa kynningu milli setuliðsmanna og íslenzkra kvenna? Hafið þið ekki með smjaðri og dekri opnað heim- ili ykkar fyrir hinum erlendu gest um, kynnt þá fyrir konum ykkar og dætrum, sem endaði þannig að gestirnir voru teknir fram yfir, því að þið stóðust ekki samkeppn- ina?“ „HÖFUNDI að greinni „Við Austurvöll“ vil ég segja það, að hann mundi hvergi annarsstaðar eyða síðkvöldum en á Hótelinu við Austurvöll, éf þar inni sætu ungar erlendar meyjar, þjóðlegum þroska og fleira því líku mundi hann kasta fyrir borð. Að endingu vil ég geta þess, að mér þykja bréf „Ungfrú L“ ágæt. Eg er þér sammála, komdu aftur til Hannes- ar, við hittumst þar ef til vill!” LESANDI SKRIFAR: „Einn góðviðrisdaginn fór ég víða og hitti marga. Eg kom inn í búð, og leit á varning, en sýndist eitthvað að honum, og spurði stúlkuna hvað þetta væri. Hún rannsakaði það með nöglinni og sagði: Það er skítur. Undarlegt ósamræmi á fag- urrauðum vörum ungu stúlkunnar og þessu hispurslausa svari. Nokkru seinna hitti ég mann, sem kvartaði undan því, að hann væri með kverkaskít, og konan hans talaði um, að það væru komnir húsaskítir í næsta hús. Um kvöld- ið, meðan ég var að bíða eftir gest- um, greip ég þók af handahófi, það var, þá barnabók, voru börnin að tala um að þau væru skíthrædd og þeim væri skítkalt, Mér datt allt í einu í hug, hvort þetta orð mætti ekki hverfa á þessari hreinlætis- öld, sem nú er upprUnnin“. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.