Alþýðublaðið - 17.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.09.1942, Blaðsíða 8
ALÞY&UBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. sept, 1942. JARNARBfÖ Ævintíri blaðamanos Foreign Correspondent ^ðalhlutverk: Joel McCrea, Laraine Day, \ Albert Bassermann. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. Börnum innan 16 ára bannaður aðgangur. h| ><W£]S. V po [ÍjáN sRt J«P ¥_T ERFORINGI einn segir í ritgerð: „Því er stundum haldið fram, að æðsta skylda hvers hermanns sé að deyja fyr ir föðurland sitt. Þetta er lierfi- legur misskilningur. Æðsta skylda hvers hermanns er að láta óvinina deyja fyrir sitt föð urland“. * FERMINGARRÆÐA VARIÐ þið ykkur, guðs- böm elskuleg, því að nú fer ég að espa mig. Eins og mjaltakonan, þá hún mjaltar sinn pening — mjólkina lætur hún í strokkinn til þess að skaka hana og skekja, og að- greinir þannig æðra part mjólk urinnar frá hinum óæðra, nefni lega smérið frá áfunum. Áfun- um hellir hún í strokk til þess að gera þar af skyr, en döml-- una lætur hún upp á smörhill- una — eins fer guð með oss kristna menn. Hann hristir oss, hann skekur oss, hann damlar oss með 'sinni krossbullu hér í heimi. Hinn óæðra hluta manns ins, nefnilega líkamann, lætur hann niður í jörðina, svo að hann fúni þar og rotni, en sál- ina, sem er æðri hluti manns- ins, lætur hann upp á sína and- legu smérhillu. Og þegar ég á síðan sit fyrir ofan minn guð í dýrðinni og sé ykkur hrapa ofan eins og lamba spörð ofan bratta hjarnfönn, þá segi ég: „Fjandinn vorkenni ykkur nú. Ykkar var betra að hlýða mé.r, þegar ég prédikaði yfir ykkur í Hofteigi“. NÝJA BÍÓ — Eg er ung enn þá, og samt finnst mér ég vera orðið gömul kona. Stundum langar mig helzt til að deyja, svo að ég sé laus við þetta. Mánuði seinna var Berta komin til Rómaborgar. Hún þurfti langan tíma til þess að jafna sig eftir dvöl sína á Court Leys. Hún var eins og fangi, sem er nýkominn úr fangelsi og kann ekki frelsinu fyrst í stað. Þær höfðu leigt sér íbúð við Via Gregoriana, og þegar Berta vaknaði um morguninn, hafði hún ekki hugmynd um, hvar hún var. Henni létti svo mikið, að hún ætlaði varla að trúa því, að þetta væri rétt, en hélt, að allt væri þetta draumur og kveið fyrir því að vakna af þessum yndislega draumi og koma til meðvitundar heima á Court Leys. Það var víst draum ur, að hún gengi hér um sólfág- aðar götur, þar sem loftið var þrungið rósa og fjóluilmi. Fólk- ið var víst ekki raunverulegt, heldur draumsýn. Hvernig gat hún búizt við, að þetta líf væri raunverulegt, þegar himininn var blár, sólin skein og hjarta hennar var fullt af fögnuði. Nei, hið raunverulega líf var dapurlegt og drungalegt og hið raunverulega heimili hennar var skuggalegur bústaður, um- girtur eyðilegum ökrum, sem haustvindarnir næddu um. í hinu raunverulega lífi voru all- ir svo leiðinlega dygðugir og leiðinlega heimskir. Hin tíu boð orð ógnuðu manni eldi brenn- anda 'og eilífri fordæming. Og þessi fangakastali var því hræðilegri,. sem á honum voru engir veggir, engir lásar og engir slagbrandar. En hinum megin við þessa múra, sem á stóð letrað: „Þú skalt ekki“, var land blóma og sólskins, þar sem blóðið rann örar um æð- arnar. Þetta land, þar sem hin tíu boðorð voru geymd og graf- in, var land olíutrjánna og hinna unaðslegu, svalandi skugga, þar sem hafmeyjar syntu á svÖlum bárum úti fyrir ströndinni, hafið kyssir fjöru- steinana mjúkum kossi, til þess að sýna piltunym, hvernig þeir eigi að kyssa stúlkurnar sínar. Hér og þar sáust dökk, leiftrandi augu, sem gáfu ferða manninum í skyn, að hann þyrfti ekkert að óttast, allt væri falt, sem um væri beðið. Blóðið er heitt og hendurnar titra, þegar þær snertast og rauðar varir biðja um kossa, sem þær verða aldrei fullsadd- ar af. Ó, gefið mér sólskin þessa unaðslega lands og rósagarð með angandi blómum og hæg- an öldunið. Gefið mér skugg- sæla skóga, vín og bækur og ég skal vera hamingjusamur fyrst um sinn. Bertu fannst lífið í Rómaborg vera sífelldur leikur. Ungfrú Pála lét hana að miklu leyti fara sinna eigin ferða, og hún einsömul um einkennilega staði. Oft fór hún á markaðs- torgið á morgnana og eyddi fyrrihluta dagsins í að ganga í búðir og skoða ýmsa furðulega hluti, sem hana langaði þó ekki til að kaupa. Hún athugaði dýr- mætan silkivefnað og fallega silfurmuni og brosti að gull- hömrum þeim, sem hinir vin- gjarlegu verzlunarmenn slógu henni. Fólkið þeyttist fram og aftur og óð elginn fjörlegt og frjálsmannlegt, en ei að síður fannst henni það óraunverulegt af því að hún skildi ekki það, sem fólkið sagði. Hún fór í lista verkasöfnin og skoðaði sig þar um, og stundum gat hún staðið tímunum saman fyrir framan eina mynd, eða í horni gamall- ar kirkju og látið sig dreyma. En þegar hana langaði til þess að vera innan um fólk, fór hún í sönghöllina og hlustaði á tóhlist. Smám saman hurfu henni skuggar hins liðna og hún gat tekið þátt í þeim glaðværa gáska, sem umlék hana. Hún ákvað að njóta gleðinnar og hinn miskunnsami tími breiðir hjúp gleymskunnar yfir alla harma. Um vorið eyddi hún oft löngum tíma í görðunum um- hverfis borgina, þar sem blóm- in uÉu umhverfis leiðin og á þeim. Dauðinn er viðurstyggi- legur, en lífið dýrlegt. Rósir og jasintur spretta af dufti I Fulton. fhugvitsmaður (Little Oid New York). Söguleg stórmynd um fyrsta gufuskipið, og höfund þess. Aðalhlutverk leika: Richard Green Alice Faye Fred Mac Murray Sýnd kl. 5, 7 og 9. dauðra, nýtt líf rís af rotnandi beinum, jörðin snýst, fögur og sífellt ný. Berta fór til Villa Medici og sat þar, sem lítið bar á. Stú- dentarnir tóku eftir henni og spurðu, hvaða fallega kona þetta væri, sem léti sem hún hefði ekki hugmynd um, að horft væri á hana. Hún fór til Villa Doria-Pamphili, hinnar tignarlegu, skrautlegu hallar, CAMLA BlÖ Smborpri Kane („Citizen Kane“) Ameríksk stórmynd. Aðalleikari, höfundur og leikstjórn ORSON WELLES Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. SVs—6V2. BÓNDADÓTTIRIN (The Farmers Ðaughter) Martha Raye Charles Ruggles. hinnar fögru sumarhallar prinsa, biskupa og kardínála. Og hún fór. til rústa Palatine, þar sem kýpurtrén vaxa og gangstígunum er vel haldið við, og hún hugsaði um löngu liðna tíma, þegar mest var um dýrðir á þessum slóðum. En garðurinn, sem henni geðj aðist bezt að, var Matteigarður- inn. Þar var mikill gróður, en erfitt aðgöngu, og þess vegna HÆGINDIÐ GÓÐA minnumst ekkert á markað álf- anna, því að hún segir, að við förum með skreytni, ef við ger- um það. Þau hlupu til fóstrunnar, sem var að borga smjörið og eggin, sem hún hafði keypt. Hún tók í hönd beggja barnanna, og þau lögðu af stað heim öll þrjú. Dóri hélt á hægindinu undir hendinni. „Fenguð þið þennan grip núna í þessari ferð?“ spurði fóstran undrandi.' „Þetta er al- veg tilvalið í stólinn ykkar“. Þegar börnin komu heim, sett ust þau á hægindið, fyrst Ella og svo Dóri, til þess að vita, hvort það væri nokkuð frá- brugðið venjulegu hægindi. „Við skulum óska okkar ein- hverrar óskar og sjá til, hvort nokkuð ber við“, sagði Dóri. „Eg ætla að setjast á það og óska mér einhvers“. Hann lagði hægindið í stól- inn þeirra, settist á það og sagði: „Eg vildi óska, að ég væri kominn út í garð!“ Hviss—s—s—s—s! Hægindið þaut af stað með Dóra á og fleygðist út um gluggann. Ham ingjan góða! Þetta var svei mér ekkert hversdagslegt hægindi! Ella ætlaði varla að trúa sín- um eigin augum! Hún hljóp rak leitt út í garð til þess að ganga úr skugga um, hvort það gæti verið, að hægindið hefði farið þangað með Dóra — og það var ekki um það að villast! Hann var kominn þangað og sat enn þá á hægindinu eins og hann gæt sér ekki þaðan þokað, svo undrandi var hann. „Vissi ég ekki!“ sagði Ella. „Þetta er töfraþægindi. Við skulum svei mér skemmta okk- ur vel við það. Nú skulum við fara með það inn í barnaher- bergið". Þau fóru inn í barnaherberg- MYNÐA- SAG A. Njósnarinn: Þið getið ekki snúið við. Þið getið ekki sent skeyti, en þið verðið þó að láta vita um mig á flugvellinum. Njósnarinn: Ég fer nú samt •til baka .... Örn: Vertu ekki þetta fífl. Við erum yfir miðju úthafinu. Stormy: Við skulum gera það, sem við getum fyrir þig, karl minn. Vertu bara rólegur. Njósnarinn: Jæja, þið gefið skipanirnar. Njósnarinn (hugsar): Hef ég ekki alltaf sagt þetta. Það er auðvelt að gabba þessa vit- lausu Ameríkumenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.