Alþýðublaðið - 18.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.09.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAOIP / Föstudagur 18. september 1942. Yerkalýðsfélðoin og setoliðið. Framh. af 4. síðu. kaup og kjör verkalýðsins, án þess að tala við verkalýðs- félögin? Samningsrétturinn er grund- völlur undir starfi verkalýðs- félaganna óg réttindum verka- lýðsins. Margra ára barátta fyrir honum er gerð að engu ef honum er sleppt. Atvinnurek- endur hafa nauðugir viðurkennt þennan rétt. Eiga það nú að verða örlög verkalýðssamtak- anna að setuliðsstjórnin hrifsi hann með hálfgerðu samþykki stærsta verkalýðsfélagsins á landinu? Og hvernig verður svo framhaldið? Myndi ekki hinum íslenzku atvinnurekend- um auðveldari eftirleikurinn, þegar þeir sjá hvernig setuliðs- stjórninni tekst að fá hálfgert samþykki þeir.ra, er stjórna stærsta verklýðsfélagi landsins, til þess að kippa grundvellin- um undan verkalýðsamtökun- um? Innávið eru aðferðir Dags- brúnarstjórnarinnar sorgarsaga. Hún segist vera að semja við stjórn setuliðsins, og forðast að . hafa um það nokkur samráð við Alþýðusambandið og jafn- vel þegar komið er þannig að herstjórnin brýtur lög á verka- lýðsfélögunum og þó einna mest á Dagsbrún,'' forðast stjórn Dagsbrúnar enn að leita til heildarsamtakanna, sem þó er skylda hennar að gera. Þannig setur hún félaglið út fyrir lög og rétt og slær vopnin úr hendi annarra verkalýðsfé- laga. Slíkir menn þykjast sjálf- kjömir til forystu í hagsmuna- ' baráttu verkalýðsins. tJndan- haldið og glundroðinn mótast af landvarnaslagorðum komm- únista. Vera má að stjórn setu- ; liðsins hrósi happi yfir þessum : aumingjaskap. En sé svo þá er (það á mlsskilningi byggt og brot á öllum loforðum Banda- ríkjanna, þegar þeir tóku að , sér vernd landsins og loforð að virða lög þess. Við íslendingar erum að vísu þeir smæstu í þessum hildar- leik. Hugir okkar og hags- rnunir eru með því að Banda- menn sigri. Það væri hrapa- legt ef þessum góða huga yrði spillt með tilefnislausri harð- stjórn. Samvinna og samúð um vinnumálin eru öllum fyrir beztu, þótt við smáir séum, og hinum volduga verndara til ■ sóma en ekki vansæmdar. Hin rétta leið út úr þessu máli væri því sú að setuliðsstjórnin 'tæki nú þegar upp heildarsamninga við Alþýðusambandið f. h. ; verkalýðsfélaganna, bætti úr þeim misfellum, sem átt hafa sér stað, og viðurkenni þann i rétt sem verkalýðssamtökin hafa samkvæmt lögum lands- ins. Sendl" svelnar 2 sendisveina vantar okkur nú þegar eða 1. októbér. H.f. Efnagerð Reykjávíkur. H. G. Wells. Framh. af 5. síðu. andi, en miklu sterkari var þó bræði mín út af þeirri tegund ,,menntunar,“ sem troðið hafði verið í mig á æskualdri. Enn- fremur var ég gripinn vandlæt- ingu út af því þjóðfélagslega óréttlæti, sem kom fram í því að sum börn urðu að svelta og fara á mis við alla menntun. Ég leit svo á, um 13 ára aldur, að fólk hefði gert samsæri gegn mér, til þess að halda mér niðri andlega og efnalega. Ég hataði þetta fólk af sterkustu tilfinningu æskumannsins ; og við það fékk ég hug og dug til þess að hefja baráttuna, og ég ákvað að sjá veröldina í bjart- ara ljósi en áður. Ég hefi minnzt á takmarkanir heima — sýnir mínar árið 1880. En af einhverri tilviljun gat ég á fáeinum árum hrifsað til mín talsverða þekkingu. Og áður en ég varð tuttugu og eifts árs hafði ég haft tækifæri til þess að eyða fjórum árum í stöðugt nám. Þrjú ár var ég í, Royal College of Science, og í eitt ár naut ég leiðsagnar hins fræga Huxley’s, vinar Darwins, og árið 1887 hafði tilveran dýpk- að fyrir skynjunum mínum og fengið á sig lögun. Ég býst viö, að næmi okkar sé mest áýrun- um milli 14 ára og 21 árs. Þetta voru ævintýralegustu ár ævi minnar. Ég hafði verið blindur andlega og var nú að fá sjónina. Ég hafði fengið lykil- -inn að tilverunni og var nú áð ljúka henni upp. Síðan 1888 hefir margt breytzt, en ég héfi ekki orðið að byggja þekkingu mína upp að nýju, eins og ég.. þurfti á árunum fyrir 1888. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. ar. Þeir líta svo á, að Framsókn- arflokkurinn eigi hvorki að láta óvild eða kosningaskap móta gerð- ir sínar. Þar komi viðhorf flokk- anna til málefnanna eitt til greina. Fyrir 19 árum lýsti ég þessu all- greinilega fyrir mig persónulega, og að ég hygg íyrir allan þorra samherjanna. Ég sagðist vilja vinna með verkamönnum, ef þeir ynnu friðsamlega að umbótamál- unum. En ég bætti því við, að ef verkamenn vildu starfa ó bylting- argrundvelli, og traðka lög og rétt fótum, myndi ég vinna á móti bylt- ingunni og standa við hlið Ólafi Thors, ef á þyrfti að halda.“ Jú, menn eru nú farnir að trúa því, að Jónas frá Hriflu sé til í að „standa við hlið Ólafs Thors“, jafnvel þótt ekki þurfi beinlínis á að halda á móti bylt- ingunni. Og þess utan getur Jónas mjög hæglega komizt að þeirri niðurstöðu eftir haust- kosningarnar, að hann verði að „standa við hlið Ólafs Thors“ til að „vinna á móti bylting- unni“! Kjotkvarnir nýkomnar. EDUVBORG | HANNES Á HORNINU Framh. af 5. síðu. þessar ,,ástands“-stúlkur nota svo oft, virðist benda á hálfgert vand- ræða-ástand hjá sjálfum þeim; því er ekki minnzt á sígaretturnar? Ég held að þær séu þó enn skaðlegri en neftóbakið. En máske er ég ekki dómbær um þessa hluti, því ég hef 'hvorugt notað um dagana“. „FERÐALANGUR" SKRIFAR: „Nú get ég ekki lengur orða bund- izt, Hannes minn. Ég var að lesa um skýluklútana í blaðinu í dag. Eg get að einu leyti verið sammála ,,nútímamanni“ í því, að „snýtu- klútarnar“ séu ljótir og minna mig helzt á eldabuskurnar í gamla daga, eins og þeir voru þá bundnir undir kverk. En treflarnir, eða hvað það annars er kallað, þykja mér fara vel þegar þeir eru vafðir upp eins og ,,Turban“. ,,EN ÉG ER algjörlega ósam- mála „nútímamanni“ um það að stúlkurnar gangi berhöfðaðar, — það minnir um of á erlendar götu- drósir, — þar þekkist ekki að þær stúlkur sem vilja telja sig sið- prúðar og vel upp aldar, gangi berhöfðaðar og hanzkalausar á göt unum. Með allri virðingu fyrir okkar ágætu stúlkum, þá eru þær hvorki hárprúðari né fallegri en stúlkur annarra þjóða, það er að segja þær erlendu stúlkur sem ekki hafa so.ltið í uppvextinum. Islenzku stúlkurnar eru nógu flakatrússlegar þó þær hlaupi ekki áfram flissandi með kápuna hálf- hneppta og hárið flaksandi út í all- ar áttir, snúi sér við og horfi á eftir hver annari. Þetta er ósiður, sem allir ættu að vita. Það er leiðinlegt að sjá, hvernig íslenzkar stúlkur og piltar vaða áfram eins og ótam- in stóð á fjalli“. „GETA ÍSLENDINGAR ekki tamið sér siðmenningu heima fyr- ir? Eða er það af því að þeir sjái' ekki neitt slíkt fyrir sér hér heima? Er ekki hægt að kenna neina umgengnisfágun í skólunum sem állir gangá orðið í, að meira eða minna leyti? Eða eru flestir skólakennarar og uppalendur sjálf ir svo illa að sér í þessum grein- um? Það vita allir, að til þess að geta kennt öðrum pitthvað, þarf maður að kunna það sjálfur“. EKKI FINNST mér að íslenzkar stúlkur séu „flakatrússlegar". Og prúðar berhöfðaðar stúlkur finnst mér beztar. Fallegri þykja mér ís- lenzkar stúlkur yfirleitt en aðrar stúlkur að svo miklu leyti sem ég þekki til. Það er meira hér af fal- i legum stúlkum að tiltölu við fólks- fjölda en í nágranhalöndunum. Mörgum ber saman um þetta — og ekki sízt erlendum ferðamönn- um, sem hingað hafa komið. U SPYR: „Hvað verður gert við sveitamennina, þegar atvinnan minnkar? Verða þeir látnir ganga fyrir vinnu, eða verða þeir sendir heim í sveitina aftur“. „ER ÞAÐ SATT að herstjórnin ætli. að láta verkamenn vinná 1. desember, 1. maí, 17. júní? Eg hefi heyrt þetta og langar til að vita hvort þetta er satt“. EG VEIT EKKI hvað „gert verð ur við“ sveitamennina þegar vinn- an minnkar. Ætli þeir fari ekki sjálfir heim til sín. Þeir hafa það nú margir slæmt hér í bænum núna. Þeir hafast við í geymslum •og skúrum og borða næstum því .á víðavangi. ÞAÐ ER RÉTT að samkvæmt valdboði setuliðsstjórnarinnar eru þessir frídagar afnumdir, en þann- ig er líka um marga aðra hátíðis- daga: annan'í jólum, páskum og hvítasunnu, nýjársdag og' fleiri slíka daga. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i Félag íslenzkra hljóðfæraleikara. Kauptaxti félagsins fyrir lausavinnu skal vera sem hér segir: Hinn fasti laugardagstaxti kr. 40,00. Tímavinna: kr. 8.00 pr. klukkustund. Sé unnið eftir kl. 3 f. h., hækki kauptaxtinn um 100%. Ákvæði um hvíldartíma hljóðfæraleikara skulu vera þau sömu og gilt hafa. Sé sérstakur hvíldarmaður ráðinn, skal hann hafa sama kaup og aðrir hljóðfæraleikarar. Enda ,,leiki“ hann hvíldarlaust einn. Sé aftur á móti ekki sérstakur hvíldarmaður ráðinn, en hljómsveitin skipti sér og leiki þannig hvíldartímana einnig, skal greiða hverjum manni kaup fyrir 1 tíma aukatekju. Full dýrtíðaruppbót greiðist á kaupið samkvæmt vísitölu hagstofunnar eins og hún er á hverjum tíma. Hljóðfæraleikari skal fá kaup frá þeim tíma, er hann mætir til vinrm, enda fari kvaðning ekki síðar fram en kl. 23. ATH. 1. Aðrir taxtar hækka í samræmi við þetta. 2. Viðvíkjandi fastakaupi vísast til samninga við at vinnurekendur. Stjórninl S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c Frá SnmardvalarneÍDd. Skrifstofa sumardvalarnefndar er flutt í Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélagshúsið) herbergi nr. 47. Opin kl. 4—6 alla virka daga nema laug- ardaga. Sími 4658.. Þeir, sem hafa enn ekki greitt umsaminn dyalarkostnað, eru beðnir að lúka greiðslum sem fyrst. Allir þeir, er hafa ógreidda reikninga á sumardvalarnefnd, verða að senda þá til endur- skoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar. Hafn- «-• arstræti 5, Reykjavík. Sumardvalarnefnd. Stúlkur í ; S óskast til að sauma karla og kvenna fatnað, ^ ein stúlka til viðgerðar á fötum. s S . KLÆÐAVERZLUN S . /S ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR H/F. ' y S Auglýsið í Alþýðublaðinu. j ; t fjarveru minni nm stnudarsakir s ^ gegna þeir Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðing- S ur og Eiríkur Áki Hjálmarsson kennari störfum mín- • um við Iðnskólann í Reykjavík. ^ Reykjavík, 17. sep*t. 1942. ^ Helgi H. Eiríksson. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.