Alþýðublaðið - 18.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.09.1942, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐtÐ ............ r Fasttidagur 18. september 1942. ■VriARNARBlÓH Ævintjri blaðamains Foreign Correspondent Iðalhlutverk: . \ Joel McCrea, Laraine Day, ^ Albert Bassermann. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. Börnum innan 16 ára bannaður aðgangur. ÞÚSUND MILLJÓN KRÖNUR jL' F maSur hefði átt eitt þús- ■*-1 und milljón krónur, árið sem Kristur fæddist, og hefði þá byrjað að eyða 1000 krónum á dag og haldið því stöðugt á- fram upp frá því, hefði hann verið búinn að eyða kr. 709.163.000 1. ágúst 1942. Allri upphæðiniii væri hann ekki bú- inn að eyða fyrr en eftir 796 ár, eða á því herrans ári 2738. Með þetta dæmi í huga gæt- um við ef til vill gert okkur svolitla grein fyrir hemaðarút- gjöldum ófriðarþjóðanna. — Útgjöld Bandaríkjanna til hem aðarþarfa hafa verið síðan 1. júní 1940 228 þúsund milljónir dollara (ca. 1.482.000.000.000 isl. kr.). Það er nærri því helm ingurinn af öllum útgjöldum Bandaríkjanna ftá því að þau voru stofnuð og þangað til 30. júní 1940. Þar með eru útgjöld til fimm meiriháttar styrjalda. Eru það styrjöldin við Breta 1812, styrjöldin við Mexico, borgarastyrjöldin, styrjöldin við Spánverja og fyrri heims- styrjöldin. * CHAPLIN, hinum góðkunna leikara, var einu sinni sagt frá því', að maður einn, sem hann hafði nokkur kynni af, hefði talað illa um hann. „Mér er það ráðgáta“, sagði Chaplin, „af hverju hann hefir talað illa um mig. Eg man ekki til þess, að ég hafi nokkurn tíma gert honum greiða“. gat Berta reikað um hann, án þess að verða fyrir ónæði, eins og henni sýndist. Henni fannst hún aldrei hafa notið jafnun- aðslegra stunda, hér var svo kyrrlátt og rólegt. Svo fór hún heim til sín, þreytt og hamingjusöm og horfði á sólsetrið. Sólsetrið yfir Péturskirkjunni, hinni fögru dómkirkju, varpaði á hana rauð um og gullnum bjarma. Þetta var eins og höll af gulli gjörð, eða sólskini. En í næturkyrrð- inni ber Péturskirkjan við him- in. XXVIII. En eftir páska stakk Pála frænka upp á. því, að þær færu nú að halda heim til Englands. Berta hafði kviðið fyrir þess- ari uppástungu, ekki aðeins vegna þess, að hún sæi eftir því að fara frá Rómaborg, heldur vegna þess, að hún varð að finna einhverja afsökun. Vet- urinn hafði liðið þægilega, og hún hafði getað borið því við, að hún þyrfti heilsunnar végna að vera í Suðurlöndum. En nú varð hún að finna aðra ástæðu fyrir því að þurfa ekki að fara aftur til manns síns. Ei að síður var hún ákveðin í því að fara undir engUm kringumstæðum aftur til Court Leys. Eftir sex mánaða frelsi myndi hún ekki þola það að fara aftur heim til eiginmannsins. Eðvarð hafði fullkomlega tek ið til greina afsökun hennar og leyft henni að fara orðalaust. Eins og hann sagði sjálfur, vildi hann ekki vera í vegi fyrir konu sinni, þegar heilsa hennar krafðist loftslagsbreytingar, og hann kvaðst myndu geta kom- izt af einsamall. Þau höfðu oft skrifazt á, en Bertu hafði verið það mikil áreynsla að þurfa að skrifa honum þessi bréf. Hún var alltaf að reyna að safna þreki til þess að segja Eðvarð hug sinn allan og rjúfa því næst allt samband sitt við hann. En hún sárkveið öllu moldviðrinu, sem þyrlað yrði upp í sambandi við skilnað þeirra og ásökun- um hans. Afleiðingin varð sú að hún skrifaði honum svo sjaldan sem hún gat og aðeins um venjulega og algenga hluti. Henni kom það dálítið kynlega fyrir sjónir, þegar hún hafði vanrækt að skrifa honum, að fá annað bréf, þar sem hann sþurði hana, dálítið órólegur, hvers vegna hún skrifaði ekki. Ungfrú Pála hafði aldrei nefnt Eðvarð á nafn, og Berta gerði ráð fyrir því, að hana grunaði, hvernig í öllu myndi liggja. En hún skipti sér aldrei af því. Það er gott fólk, sem hugsar einungis um sín eigin málefni, en skiptir sér ekki af öðrum! Vissulega var ungfrú Pála sannfærð um að eitthvað hefði komið fyrir, en hún lét sem hún hefði ekki orðið þess vör og var að því leyti trú þeirri stefnu sinni, að láta aðra leysa sín eigin vandamál eins og þeim sýndist, án þess að taka fram fyrir hendur þeim. Þetta var því göfuglegar gert sem hún þóttist hafá athugunargáfu meira en í meðallagi. Hún var vön að segja: — Erf- iðasta hlutverk gáfaðrar konu er að látast vera heimskingi. Hún gizkaði á vandræði Bertu, og henni fannst hún ætti að geta yfirstigið þau. — Eg vildi, að þú færir með mér til Lundúna í stað þess að fara heim á Court Leys, sagði hún. — Þú hefir aldrei dvalið í London um lengri tíma. Eg held, að það sé gaman. Það er mjög gaman í söngleikahöllinni þar og oft sjást menn þar vel og snyrtilega klæddir. Berta svaraði engu. En Pála frænka sá, að henni var þetta ekki á móti skapi, þó að hún vildi ekki kannast við það, stakk upp á því, að þær skyldu dvelja þar í fáeinar vikur. Hún vissi, að dvölin gat hæglega orðið lengri. Konur eru jafnan seinar í förum, þurfa víða að koma við og margt að skoða. — Mér þykir fyrir því, að ég skuli ekki hafa herbergi líka handa Eðvarð, sagði ungfrú Pála og glotti við. — En þú veizt, að íbúðin mín er lítil. Hæðni er gjöf guðanna, hið bezta krydd ræðunnar. Hún er bæði vopn og verja og til stöð- SS NÝJA Blú ■ ■bgamla bióhr ■ . Maðurlnn, sem glataii Sanborgari lane sjðlfam sér. ; („Citizen KaneM) Ameríksk stórmynd. (The Man who lost himself.) Aðalleikaxi, höfuadur Ameríksk gamanmynd. og leikstjócm » ORSON WELIÆS Aðalhlutverkin leika: Sýnd kl. 7 og 9. Brian Aherne, Framhaldssýning kl. Kay Francis —6Y2. og skopleikarinn BÓNDADÓTTHtlN S. Z. Sakall. (The Farmers Daughter) Sýnd klukkan 5. 7 og 9 Martha Raye Charles Ruggles. ugs gamans. Hún er matur þeim ,sem hungrar í vizku og drykkur þeim, sem þyrstir í hlátur. Hversu skemmtilegt er það ekki að geta sigrað óvin sinn með gylltu sverði gaman- seminnar, í stað þess að kljúfa hann í herðar niður með Rimmugýgi kaldhæðninnar. Þá er það ekki síður gaman fyrir rithöfundinn, sem skrifar bæk- n v cínor ■fromnr' -Fxr-rir* 1 oconrl_ urna en sjálfan sig. Látið samt ekki blekkjast af þessu, kæri lesandi. Enginn ærukær rithöf- undur hugsar hót um lesendur sína. Þær höfðu aðeins verið fáa daga í íbúðinni í Eliot Mans- ions, þegar Berta kom einn dag inn til morgunverðar og sá að Pála frænka var í ágætu skapi, enda þótt hún reyndi eftir megni að dylja það. Hún titraði HÆ0INDIÐ GÓÐA ið. Þar var fóstra fyrir, ekki sem blíðust á svipinn. ,,Hvar hafið þið verið, krakk ar?“ Eg hefi allsstaðar verið að leita að ykkur! Vitið þið ekki, að það er kominn matartími. Farið þið undir eins að þvo ykkur!“ Börnin tróðu hægindinu vand lega niður í stólinn sinn og hlýddu skipun fóstrunnar. Þau settust að borðinu til snæðings, en voru ekki vitund svöng, því að þau voru með allan hugann við hægindið. Og þegar komið var að rísbúðingnum, höfðu þau alls ekki meiri lyst. ,,Eg get ekki borðað meira, fóstra“, sagði Dóri. „Og ég ekki heldur“, sagði Ella. En fóstran sagðist ekki koma þeim upp með neina ó- þekkt, heldur setti fyrir þau diskana og skipaði börnunum að borða af þeim. En þau létu engan bilbug á sér , finna og þverneituðu að bragða á búðingnum. Þau voru. súr á svipinn og nöldruðu við fóstruna. * „Eg veit ekki hvers konar keipar þetta eru í ykkur“, sagði. hún að lokum. „Það skuluð þið vita, að ég ætla ekki að sitja lengur hér við borðið og bíða eftir ykkur. Nú skuluð þið ljúka við búðinginn ykk- ar, og svo getið þið stað- ið upp. Ef þið flýtið ykkur ekki, þá getið þið ekki fengið að fara út í dag“. Fóstran stóð upp og gekk inn í barnaherbergið. Hún settist á stólinn með hægindinu góða. Börnin sátu kyrr við borðið, fýld og ólundarleg. Þau voru enn staðráðin í að láta .búðing- inn ósnertan. Þau horfðu hvort á annað, og það var auðfundið, að þau báru ekki sérlega góðan hug til fóstrunnar. Allt í einu heyrðu þau lágar f AMERICAN BOM0IN6 Wi 1 PLANES/ HOWCOIXD THEY HAVE KHOVJN SOFAST THATVJE HAVETAKEN J THI9 I5LAND?/ .— r SMACKED HER RlGHT ONTHE 9CHNA. . .5CHN0, SSM? N05E' i- —gs fpES CENDING TO : f 2000 FEETJ PREPARE TOIAND FOR REFUELING... ' AN ISLAND REFUELlNS 8ASEAUDN6 HERE... SOMEWHERE / 'Æl œmmoBR Épl THINK5 50, 'jMn too/ Wiie World Örn: Það er orðið lítið af ben zíninu. Hvar stönzum við fyrst? Stormy: Það er eyja hér í nágrenninu. Raj: Við erum komnir þangað Stormy (í útvarpi til flug- mannanna): Lækkið flugið nið- ur í 700 metra. Búið ykkur und- ir að lenda og taka benzín. Stormy: Þarna er eyjan. Raj: Eg hitti þa alveg á hana! ■W'PHu. And below... Niðri á eynni: Japaninn: Amerikskar sprengjuflugvélar! ' Hvernig vissu þeir svona fljótt, að við, hefðum tekið þessa eyju? CHARTS WE 5AY HAVfc 7 THERE SHE /S 5A5SEEM5 T0 5ECETT1NG KIND OF LOW/ WHAT’S ÓUR FIRST5TOR , . FLETCH ? A I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.