Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIP Laugardagnr 19. september 1942 Listi Alpýðuflokksins í Reykjavík ákveðinn. Hann er eins og alltaf áður A-Hsti. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefir nú lagt fram lista sinn í Reykjavík við í hönd farandi kosningar. Hann er þann- ig skipaður: 1. Stefán Jóh. Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins. 2. Haraldur Guðmundsson, formaður Alþýðuflokksfél. Rvíkur. 3. Sigurjón Á. Ólafsson, forseti Alþýðusambands íslands. 4. Jón Blöndal hagfræðingur. 5. Jóhanna Egilsdóttir, fojmaður Verkakvenjnafél. Framsókn. j 6. María Knudsen, ritstjóri Nýs kvennablaðs. 7- Jón Axel Pétursson, formaður Stýrimannafélags íslands. 8. Guðgeir Jónsson, formaður Bókbindarafélags Reykjavíkur. 9. Tómas Vigfússon, formaður Trésmiðafélags Beykjavíkur. 10. Nikulás Fiðriksson, umsjónarmaður. 11. Felix Guðmundsson, framkvæmdastjóri. 12. Pálmi Jósefsson kennari. 13. Runólfur Pétursson, iðnaðarmaður. 14. Guðmundur R. Oddsson, form. Fxilltrúaráðs Aiþýðt|fIokksins. 15. Sigurður Ólafsson, gjaldke^i Sjómajtmafélags Reykjavíkur. 16. Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi. Bílferja yfir Hval- fjörð sem fyrst. áskorun frá 40 aljfingis- mðnnum. JÖRUTÍU alþingismenn hafa sent samgöngumála- ráðherra áskorun um að athug- aðir séu möguleikar á því að koma upp bifreiðaferju yfir Hvalfjörð. Leggja þeir til að ferjan verði höfð svo öflug, að hægt verði að minnsta kosti að flytja á henni í einu fullfermda vörubifreið. Þingmennirnir rökstyðja þessa áskorun sína með því að samgönguerfiðleikarnir við Hvalfjörð séu hinn mesti traf- ali á leiðinni til vestur- norður- og austur-landsins. Ef slík ferja kæmist upp myndi það spara bifreiðunum einhvern allra erf- iðasta vegarkaflann á öllu land inu og flýta för þeirra að mikl- um mun. Þetta myndi verða einhver besta samgöngubótin, sem hægt væri að fá á þessari leið. Á það skal minnzt í þessu sambandi, að Árni Guðmunds- son bifreiðarstjóri reit nýlega mjög athyglisverða grein um þetta mál, en hann ekur stöð- ugt fyrir Hvalfjörð og þekkii því þarfirnar fyrir slíkri ferju betur en margir aðrir. Vonandi tekst að koma þess- ari ferju upp sem allra fyrst. Listinn er skipaður 16 mönn- um, því að nú skal í fyrsta sinn kjósa 8 þingmenn fyrir Reykjavík, og jafnmarga vara- menn, samkvæmt breytingu þeirri á kjördæmaskipuninni og kosningafyrirkomulaginu, sem Alþýðuflokkurinn átti frumkvæðið að á alþingi í vet- ur og samþykkt var til fulln- ustu á sumarþinginu. Listi Alþýðuflokksins verður eins og ávallt áður A-listi. Hann er skipaður mönnum og konum, sem árum og jafnvel áratugum saman hafa staðið í fylkingarbrjósti í baráttu verkalýðsins og alþýðunnar yf- irleitt' fyrir auknum mannrétt- indum, bættum lífskjörum og betra þjóðskipulagi, þjóðskipu- lagi jafnaðarstefnunnar. Það mun vekja eftirtekt, að Haraldur Guðmundsson á nú x fyrsta sinn sæti á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Er hann einn af þremur efstu mönnum listans. Hinir tveir eru Stefán Jóh. Stefánsson og Sigurjón Á. Ólafsson. I»að er takmark Al- þýðuflokksins að þeir skuli allir á þing, tveir sem þingmenn Reykjavíkur og sá þriðji sem landkjörinn. í kosningunum í sumar voru, sem kunnugt er, ekki nema tveir kosnir af lista flokksins. En þá voru ekki kosnir nema 6 þingmenn fyrir Reykjavík. Hefði í sumar verið kosið um 8 þingmenn fyrir Reykjavík, vantaði lista Alþýðu flokksins ekki nema ein 2—300 atkvæði til'þess að koma þrem- ur að. Þessi atkvæði þarf Alþýðu- flokkurinn því að vinna fyrir A- listann við í hönd farandi kosn- ingar til þess að tryggja það, að þrír efstu menn hans„ Stefán Jóh. Stefánsson, Haraldur Guð- mundsson og Sigurjón Á. Ól- afsson fari á þing. Og þessi atkvæði SKAL hann viima! Fagranesið selt til til Isafjarðar. L1 AGRANESIÐ hefir nú ver- ið selt til ísafjaroar H.f. Vestfjarðarbáturinn er kaup-■ andinn og verður skipið notaS til flutninga um ísafjarðardjúp. Fagranesið er 70 smálestir að stærð og var byggt í Molde t Noregi 1934. Eigandi þess var Leifur Böðvarsson. Enn hefir ekki verið keypt nýtt skip til ferða milli Akra- ness og Reykjavíkur, en eftir því hefir verið auglýst. Fæst vonandi gott skip til þessara á- ætlunarferða, svo að hægara sé að ferðast á þessari fjölförnu leið en verið hefir. JJ[ ANNES JÓNSSON dýra- * læknir andaðist í gænnorg- un að heimili sínu, Sóívallagötu 59. Varð hann bráðkvaddur, Hannes Jónsson var dýra- læknir á Vesturlandi frá 1916 til 1927 og sat í Stykkishólmi. Hann var skipaður dýralæknir í Reykjavík 1927 við fráfall Magnúsar Einarssonar dýra- læknis og gegndi því embætti til dauðadágs. Hann bauð sig fram til þings fyrir Framsóknarflokkinn, einu sinni hér í Reykjavík og oftar en einu sinni í Snæfellsnes- sýslu. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og var meðal annars í skólanefnd Gagnfræða skóla Reykjavíkur. Kommúnistar afsaka vald- boð setuliðsstiórnarinnar! —1 '■ ♦ Segja nil að alþingi hafi einnig tekið samningsréttinn af verkalýðsféiðgunum FORSPRAKKAR KOMMÚNISTA, sem í aumingjaskap sínum og undirlægjuhætti gáfu upp samningsrétt Dagsbrúnar við setuliðsstjórnina og féllust á valdboð henn- ar um kaup og kjör verkamanna í setuliðsvinnunni, hafa * nú stigið eitt þrepið enn niður á við á smánarbraut sinni. í gær láta þeir blað sitt, Þjóðviljann, byrja á því að afsaka valdboð setuliðsstjórnarinnar og svik sín við samningsrétt verkalýðsins með því, að einnig íslenzkir vald- hafar svipti verkamenn samningsréttinum — rétt eins og það væri einhver réttlæting á valdboði og íhlutun erlends valds hér! Setnliðsstjórnin ræddi í gær við frankv.stj. AI- (jðnsanbandsins T GÆR mætti fram k v æmda- stjóri Alþýðusambands ís- lands á fundi með fulltrú- um setuliðsstjórnarinnar, sam- kvæmt ósk hennar. Var rætt góða stund um taxta setúliðsins frá 13. september og afstöðu Alþýðusambands íslands til hans. Fulltrúar setuliðsstjómarinn- ar lýstu yfir því, að þeir myndu ékki telja neinum verkamanni óheimilt að vinna ekki á þeim hélgidögum, sem íslenzka þjóð- Túrkjan hefir og tíðkast' að hálda hér á landi, enn fremur þjóðhátíðardagana, hátíðisdag verkalýðsins 1. maí o. s. frv. Framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins lagði hins vegar aðal- áherzluna á það, að setuliðið semdi við verkálýðssamtökin og Framhald á 7. siðo. Öllu lengra verður varla komizt í undirlægjuhætti við hið erlenda setulið hér, því að jafnvel þó að það hafi komið fyrir, að alþingi hafi með lög- um tekið samningsréttinn af verkalýðnum um stundarsakir, þá er það alveg nýtt, að erlendu valdi sé beinlinis boðið upp á að gera það sama. Og hvað sögðu kommúnistarnir sjálfir, þegar samningsrétturinn var tekinn a£ verkalýðnum með gerðardómslögunum í vetur? Féllust þeir á þá löggjöf? Tóku þeir ekki upp baráttuna gegn henni, að fordæmi Alþýðu- flokksins og undir forystu hans? Og er ekki árangur þeirr- ar baráttu orðinn sá, að verka- lýðurinn hefir heimt aftur samningsréttinn? Jú, verkalýðurinn hefir aftur heimt samningsrétt sinn úr höndum hins íslenzka atvinnu- rekendavalds. En þá skeður það furðulega, að kommúnistar svíkja hann í hendur erlends valds. Þeir svínbeygja sig fyrir váldboði setuliðsstjómarinnar um kaup og kjör verkamanna í setuliðsvinnunni, láta nánustu fylgismenn sína í Dagsbrún samþykkja það á fámennum fundi, að vinna skúli eftir taxta setuliðsins, afsaka það fyrst með fylgi við „málstað banda- manna“, „baráttu gegn fasism- anum“ og nauðsyn „landvam- Frh. á 7. síðu. Framboð utan Reykjavíkur. Þá hefir Alþýðuflokkuri'nn einnig þegar boðið fram í eftir- farandi kjördæmum: Hafnarfirði: Emil Jónsson al- þingismaður. Gullbringu- og Kjósarsýslu: Guðmundur I. Guðmundsson hæstayéttarmálaflutningsmaður Borgarfjarðarsýslu: Sigurður Einarsson dósent. Barðastrandarsýslu: Helgi Haimesson kennari. Vestur-ísaf ja: (larsýslu: Ás- geir Ásgeirsson alþingismaður. ísafirði: Finnur Jónsson al- þingismaður. Norður-ísafjarðarsýslu: Barði Guðmundsson þjóðsjalavörður. - Siglufirði: Erlendur Þor- steinsson framkvæmdastjóri. Enn ein árás á varn« arlausa konu. Barinn með grjéði fi porfi vié hús iö Langavegi Sb8 NN EIN ÁRÁS var gerð á varnarlausa konu hér í Reykjavík í fyrrakvöld. Eru þessar árásir orðnar furðu- lega tíðar, og horfir til stór- kostlegra vandræða, ef þann- ig heldur áfram. Er nauðsyn- legt að konur varist að vera einar á ferli að kvöld- eða næturlagi meðan þessi óöld er hér í bænum. Rannsóknarlögreglan skýrði Alþýðublaðinu svo frá í gáer- kveldi: Um klukkan 11 að kvöldi fimmtudags kom í varðstofu lögreglunnar Sigríður Bene- diktsdóttir, Njálsgötu 4 B. Hafði hún áverka á höfði, er hún kom í varðstofuna. Sigríð- ur Benediktsdóttir skýrði svo frá: Um klukkan 10,30 var ég á leið að húsinu nr. 8 B við Laugaveg. Ætlaði ég að heim- sækja konu, sem heima á í því húsi. Ég varð að ganga gegnum undirgöng að húsinu og stað- næmdist ég við tröppur þess til þess að gá að hvort Ijós væri í eldhúsi konunnar. * Framhaíd á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.