Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 3
Laugardagtur 19. september 1942 ALÞYÐUBLAÐID Stillwell í Burma. Mestu götubardagar, er háðir hafa ver ið, geisa í norðurhverfum Stalingrad Þegar Japanir báru sigur úr býtum í bardögunum í Burma, var ekki annað fyrir hendi en að bjarga því sem bjargað varð fyrir Bandamenn. Annar hershöfðingi þeirra, Alexander, hörfaði með brezka herinn heilan til Indlands. Hinn, Ameríkumaðurinn Stillwell, — sem stjórnaði kínversku herjunum leysti þá upp í smáskæruflokka, en hélt sjálfur til Indlands fótgangandi. Gekk hann með hóp manna sinna yfir fjallaskörð hærri en hæstu fjöll á Is- landi. Stillwell, sem er 59 ára, var alltaf fyrstur (sjá mynd) og var mönnum sínum allt. leiðtogi, félagi og hjálparhella. Stillwell gekk 100 skref á mínútu og leyfði 10 mínútna hvíld á hverri klukkustundu. Hafa menn hans kallað þetta ,,Stillwell-gang.“ Stillwell er nú foringi ameríkska hersins í Kína og situr í Chungking. Stillwell hefir verið 38 ár í her- þjónustu, þar af 15 ár í Kína og er hann sérfræðingur í ritmáli Kínverja og talar margar mállýzkur þeirra. Þeir kalla hann „General Sze.“ Bardaoat balda áfram á Hadaoasbar tslenzk messa i Washington. Lútherskur prestur um loftárásinu á.. Seyðisf jiirð. I Washington, 18. sept. SLENZK MESSA var jyr- ir nokkru haldin í Lúth- ersku kirkjunni hér í höfuðstað Bandaríkjanna. — Viðstaddur messuna var sendiherra íslands, Thor Thors og fjölskylda hans. Presturinn, síra Blackleader, hefir nú lýst hryggð sinni yfir því, að íslenzk börn skyldu særast í loftárás nazista við Seyðisfjorð. „Við í Washington erum inni lega vinveittir íslenzku þjóð- inni,“ segir síra Blackleader, — „og það hryggir okkur að heyra, að fyrstu íslendingarnir sem særast í þessu stríði, auk sjómánnanna, skuli vera hjálp- arlaus, saklaus börn.“ „Þar eð ísland er gð mestu Lútherstrúar, héldum við fyrir nokkru íslenzka messu í kirkj- unni, sem ég þjóna, og talaði sendiherra íslands, Thor Thors, VÍS það tæki^æri. Mér hefir veitzt sú ánægja að kynnast Thor Thors persónulega og njóta gestrisni hans. Dóttir hans var fermd í kirkjunni okk 116 Frakkar skotnir. Samkomustoðum í París lokað um helgina. LONDON í gærkveldi. YFIRFORINGI þýzka setu- liðsins í nágrenni Parísar, Stiilpnagel, hefir fyrirskipað, að öllum samkomustöðum, veit- ingahúsum, kvikmyndahúsum og íþróttahöllum skuli lokað frá því klukkan 3 á morgun til miðnættis á sunnudag. Jafn- framt skulu borgararnir halda sig í húsum inni. Stulpnagel hefir skýrt svo frá að þetta sé gert vegna aukinna árása á þýzka hermenn á þessu svæði og vegna aukinna skemmdarverka. Þá hafa 116 franskir gíslar verið skotnir og margir aðrir fluttir á brott af Gestapo fyrir sömu sakir og herforinginn'til- greindi. ar og börn hans ganga í kirkju skóla okkar. Þar sem við .vinnum sam- eiginlega að frelsun mannkyns- ins, óska ég þess, að hin sanna vinátta, sem við í Ameríku ber- um til íslands, megi tengja þjóðirnar vináttuböndum.“ * Bretar taba Tama- tave, stærsta hafnar borg eyjarinnar. London í gærkveldi. BRETAR hafa nú loks frá, því skýrt, að samninga- umleitanir hafi áÚ sér stað á • Madagaskar, en þær hafi farið út um þúfur, þar eð Frakkar neituðu vopnahlésskilmálum Breta. Hefir verið tilkynnt, að þessir skilmálar hafi verið ein- göngu hernaðarlegs eðlis, en ekkert fjallað um framtíðar- stöðu eyjarinnar. Hernaðaraðgerðum heldur áfram og hafa Bretar sett mikið lið á land á austurströnd eyj- arinnar við Tamatave, sem er aðal hafnarborgin og hefir um 25.000 íbúa. Þegar brezka flota deildin kom að ströndinni, var sendur maður í land til þess að reyna að fá Frakka til þess að gefast upp bardagalaust, en sendimanni þessum '' var tekið með skothríð. Þá skutu brezku herskipin nokkrum skotum á bæinn, og leið þá ekki á löngu, áður en hvítur fáni var dreginn að hún og borgin gafst upp. — Tjón í henni varð lítið. Einhvers staðar skammt frá höfuðborginni hefir komið til orustu, og veitti brezka innrás- arhernum betur. Hefir enn ekki frétzt, hvar þetta var, en hér er líklega um að ræða aðal- Þjóðverjar komnir að Volgu norðan við borgina Fallhlífarhersveitir Þjóðverja taka þátt i bardogunum. LONDON í gærkveldi. TILKYNNING RÚSSA í gærkveldi talar um bardaga á „Stalingrad-svæðinu“ og gefur það í skyn, að Þjóð- verjar hafi náð fleiri borgarhlutum á sitt vald, því að þetta orðalag hefir ekki verið notað áður, heldur alltaf veriS sagt í hvaða átt frá borginni mestir bardagar hafa átt sér stað. Þjóðverjar eru nú komnir að Volgubökkum norðan við Stalingrad, og í norðurhverfum borgarinnar sjálfrar géisa götubardagar, sem sennilega eiga enga sína líka í sögunni. Hvert hús er virki, sem barizt er um tímum saman 'og oft eru háðar návígisorrustur um hvert herbergi hús- anna. Vélbyssukúlur sópa göturnar og handsprengjum rignir yfir hersveitirnar, sem berjast í rústum borgarinnar. Sóknin til Stalingrad hefir nú staðið í 50 daga, og enn ér1 útlit fyrir grimmilegar orrustur á götum borgarinnar úm nokkra hríð, áður yfir lýkur. Þýzki herinn hefir nú komið miklum fjölda fallbyssna fyrir rétt utan við borg- ina og halda þær uppi stöðugri skothríð á stöðvar Rússa. Bætist þessi skothríð við loftárásirnar, sem enn eru gerðar dag og nótt og af sama krafti og áður. Þjóðverjar flytja enn liðsauka fram til vígstöðvanna og nota æ meira flugvélar til þeirra hluta. í gær bárust fréttir af því, að Þjóðverjar hefðu notað fallhlífahersveitir og hafi þeim verið kastað niður á vígvellina fyrir utan borgina að vestan og sunnan við hana og jafnvel á göturnar í norðurhverfunum, þar sem götubardagarnir eru mestir. Rússar flytja enn mikið lið ið að hernaðaraðgerðum á Mo- og skotfæri yfir Volgu, en 1 stok svæðinu í Suður-Kauka- 1 sus. Þjóðverjar hafa að vísu gert gagnáhlaup, en þeim var dreka og 900 manns. Á vígstöðvunum á Kyrjála- nesi segjast Rússar hafa gert fljótlega hrundið. Á einum stað skammt frá borginni gerðu þeir eitt slíkt áhlaup með um 100 skriðdreka, en því var hrundið og misstu þeir 16 skrið áhlaup, sem kom Finnum al- gerlega á óvart, en Finnar við- urkenndu í gær, að Rússar væru komnir að þriðju varnar línu þeirra á nesinu. skotfæri ynr voigu, en verða að gera það að mestu að næturlagi vegna hinna miklu loftárása þýzku flugvélanna. Undanfarinn hálfan mánuð hefir þýzka útvarpið breytzt nokkuð. Eru Þjóðverjarnir farnir að bera fram ýmsar af- sakanir fyrir því, að fall borg- arinnar hafi dregizt. Nefna þeir margt sér til afsökunar, t. d.| að virkjalínur borgarinnar væru ótrúlega sterkar, að þýzka herstjórnin væri að spara mannslífin, að reykurinn yfir borginni væri svo mikill, að ekki væri hægt að sjá, hvar stöðvar Rússa væru, að borgin væri geysistór og næði 30 km. meðfram Volgu o. s. frv. í gær bárust fréttir af því j hAfCVÞÍtÍP fi RPHtlSinilÍ frá Moskva, að rússneskar her- O.WCIIIl 1 III ClICllIllI sveitir hefðu hafið sókn við Amerfksbar fallhlífa- Voronezh. Segir í fréttinni, að Rússum hafi tekizt að brjótast yfir Don á nokkrum stöðum og ennfremur, að þeim hafi tek- izt að þjarma að stöðvum Þjóð verja á eystri bakkanum. Þjóð- verjar hafa gert gagnáhlaup, en því var hrundið. Rússar eiga enn frumkvæð- tilraun Frakka til þess að stöðva Breta, áður en þeir taka höfuð- borgina. Landsstjóri eyjarinnar hefir í Útvaijpi saigt, að ómögulegt hafi verið að ganga að vopna- hlésskilmálum Breta og sé því ekki um annað að ræða én að berjast þar til yfir lýkur. A London í gærkveldi. MERÍKSKA herstjórnin í Englandi tilkynnti í dag, að ameríkskar fdllhlífahersveit ir væru nú í Englandi. Hafa þær verið þar nokkurn tíma og æft sig af kappi. Ameríkumenn þessir eru flestir frá suðurríkjum Banda- ríkjanna og allir sjálfboðalið- ar. Meirihluti þeirra hafa stúd- entspróf og allir hafa þeir þeg- ar verið útskrifaðir sem fall- hlífahermenn, en til þess þarf að stökkva fimm sinnum úr 250 metra hæð. Hafa þeir allir merki í barminum, sem sýna, að þeir eru úr fallhlífaher- j sveit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.