Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 7
Laagardagur 19. september 1942 ALÞVÐUBLAOIÐ 5ÍBærinn í dag. í Næturlæknir er Kristbjörn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturvörður er í Laugavegs- Apóteki. Kommðnistar verja valdboð setoliðsins Frh. af 2. síðu. anna“, en eru nú, eftir nokkra daga, sokknir svo djúpt, að þeir eru famir að reyna að réttlæta valdboð setúliðsstjómarinnar og undirlægjuskap sinn með því,. að það hafi einnig komið fyrir að innlendir valdhafar hafi svipt verkalýðinn samn- ingsréttinum! Og þessir menn þykjast þess um komnir að vera fulltrúar fyrir verkalýðinn gagnvart at- vinnurekendavaldinu og íyrir íslenzkan málstað gagnvart út- lendu valdi! Það er ekki nema rétt í sam- ræmi við þessa fyrirlitlegu framkomu kommúnista, að þeir láta blað sitt Þjóðviljann í gær ráðast aftan að Alþýðusam- bandsstjórninni í baráttu henn- ar fyrir því, að reyna að end- urheimta samningsrétt verka- lýðsins við setuliðið, sem kom- múnistar eru búnir að gera sitt til að fyrirgera. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag, mótmælti lAlþýðusamb.stjórnin ekki að eins harðlega valdboði setu- liðsstjórnarinnar, heldur snéri hún sér einnig til íslenzku rík- isstjórnarinnar og krafðist þess, að hún skærist í leikinn og tryggði það, að setuliðið virti samningsrétt verkalýsfélaganna Af tilefni þessarar kröfu Al- þýðusambandsins segir Þjóð- viljinn í gær: „Alþýðusam- bandsstjórnin biður íhalds- stjórnina aðstoðar til að taka OrammófMötor. Feikna úrval af klassiskum og nýtízku plötum tekið upp í gærkveldi. ' Hljóðdósir á pick-up nýkomnar. Hljóófœrabúsið. í dánarbúi Markúsar sál. Einarssonar, stórkaupmanns, Bankastræti 10, verður haldinn í skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli mánudaginn 21. þ. m. kl. 4 e. h. til þess að taka ákvarðanir um málefni búsins vegna verzlun- arreksturs hins látna. Lögmaðurinn í Reykjavík, 16. sept. 1942. Bjöm Þórðarson. Fyrst um sinn verður saumastofum félagsmanna lokað á laugardög- um kl. 12 á hádegi, en verzlununum kl. 4 e. h. Klæðskerameistarafélag Reykjavíkur. Reiðhlól óskast nú þegar, notað eða nýtt. Afgr. Alþýðubiaðsins vísar á. Lokað allan daginn í dag vegna jarðarfarar. G. Á. Bjömsson & Co. Laugavegi 48. ] Ein árásin enn Frh. af 2. síðu. Skyndilega fékk ég þá högg í höfuðið hægra megin og féll ég við. Ég stóð þó strax upp aftur, en var þó nokkuð ringluð. Þarna var algert myrkur. En samstundis varð ég vör við að karlmaður stóð hjá mér. Kall- aði ég þá á hjálp, en maðurinn tók til fótanna og út úr portinu. Varð ég nú vör við að þarna hjá mér lá steinn og utan um hann var bundinn vasaklútur. Mér datt í hug að þetta væri steinhinn, sem ég hefði vérið slegin með, eða var hent í mig. Ég fór nú út úr portinu og út á götuná. Þar hitti ég stúlku og er hún sá að blóð rann úr mér stöðvaði hún bifreið, er fór um götuna, og fór hún með mig á varðstofuna. Mál þetta er nú í rannsókn. samningsréttmn af Dagsbrún og öðrum félögum.“! Og síðar í sorpgrein sinni segir Þjóðvilj- inn: „Það á að fá aðstoð íhalds- stjófnarinnar til að svipta Dags- brún og önnur verkalýðsfélög möguleikanum á að semja við herstjórnina.“! Hvað Segja menn um slíkan málflutning? Sjálfir eru kommúnistafor- sprakkarnir, sem nú ráða í Dagsbrún, búnir að gefa upp samningsrétt hennar við setu- liðsstjórnina og svínbeygja sig fyrir valdboði hennar. Og þeg- ar Alþýðusambandsstjórnin reynir svo að bæta fyrir afglöp jþeirra og undlfyægjusikap og vill rétta hlut verkalýðsins með því að mótmæla og kvefjast í- hlutunar ríkisstjórnarinnar í því skyni að fá samningsrétt hans viðurkenndan af setuliðsstjórn- inni, þá Iáta þeir blaðsnepii sinn Ijúga því að lesendum sín- um, að Alþýðusambandsstjórnin sé að Ieita aðstoðar ríkisstjórn- arinnar til að taka samnings- réttinn af Dagsbrún og öðrum verkalýðsfélögum! Með svo ærulausum ósann- indum reyna þeir að breiða yfir undirlægj uskap sinn og upp- gjöf á helgasta rétti verkalýðs- ins, samningsréttinum. Slíkum flugumönnum ætti ekki að vera vært stundinni lengur í íslenzkri verkalýðshreyfingu. ÍSL Maðurinn minn, HANNES JÓNSSON, dýralæknir, andaðist að heimili sínu 18. þ. m. Fyrir mína hönd og sona okkar. Júlíana M. Jónsdóttir. Vinum og vandamönnum tilkynnist, að maðurinn minn og faðir okkar, TRYGGVI GUÐMUNDSSON, gjaldkeri, andaðist í sjúkrahúsi 18. september. Eiginkona og böm. AlþýðnsambandiA og setaliðið. Frh. af 2. síðu. að kjörunum yrði nokkuð breytt frá því, sem er í taxta setuliðsins, til hagsbóta fyrir verkamenn, t. d. um ferðir til og frá vinnu og fleira. Vonandi tekst að koma þess- um málum þannig fyrir með góðu samkomulagi, að verka- lýðssamtökin geti vel við unað, en það geta þau ekki, nema að samningsréttur þeirra sé að fúllu viðurkenndur. Þeim rétti i geta þau ekki afsalað sér eða viðurkennt á nokkurn hátt rétt nokkurs aðilja til að gefa út valdboð um kaup og kjör verka- lýðsins. Nýkomnir randsaumaðir barnalakkskór í mörgum litum. SkóserzliiBiB HECTOR LaBgavegi 7. Mkilr lagheotir menn geta fengið atvinnu í OFNASMIÐJUNNI Mokkrar duglegar stúlkur óskast nú þegar. Upplýsingar 1 síma 1132 frá kl. 2—5 í dag og á morgun. Pappír Útvegum frá Ameríku: Umbúðapappír, Bókapappír, Blaðapappír, Manifoldpappír o. fl. Góðir greiðsluskilmálar. — Sýnishorn fyrirliggjnadi G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F. Grjótagötu 7. — Sími 3573. S S s s s s s s s s s I Neðsta hæð í hinu nýja húsi voru við Tryggvagötu verður til leigu frá næstkomandi áramótum. Allar frekari upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri H.F. HAMARS. H. f. Hamar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.