Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 19. september 1942 rJARNARBIÓ Æíintýri blaðamanns Foreign Correspondent ^ðalhlutverk: Joel McCrea, Laraine Day, Albert Bassermann. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. Börnum innan 16 ára bannaður aðgangur. ■D LAÐAMAÐUR frá Banda- ríkjunum, sem staddur var í Tokio, skömmu áður en Japan og Bandaríkin fóru í stríðið, sagði í bréfi til vinar síns í New York: „Eg veit ekki, hvort þér berst þetta bréf í hendur, því að vel má vera, að japanska bréfskoðunin opni það.“ Skömmu eftir að hann sendi bréfið, fékk hann svohljóðandi pistil frá póststofunni: „Það, sem þér segið í bréfi yðar til hr. X, er ekki rétt. Vér opnum ekki bréf“. ❖ WILSON, liinn frægi for- seti Bandaríkjanna, var einu sinni spurður, hversu lengi hann væri að búa sig undir tíu mínútna ræðu. „Svona hálfan mánúð“, svar- aði Wilson. „En klukkutíma ræðu?“ „Eina viku“. „En tveggja tíma ræðu?“ „Á henni get ég byrjað strax.“ Sjí LOUIS AGASSIZ, frægum svissneskum dýrafræðingi, var einhverju sinni boðið stór- fé, ef hann vildi halda fyrir- lestra við háskóla einn í Banda- ríkjunum. Agassiz afþakkaði boðið. „Því miður,“ sagði hann, „hefi ég engan tíma til þess að græða peninga.“ MÝKIST beygt er. flest, sem marg- öll, eins og hún væri að því kom in að springa. Hún potaði í egg- ið sitt og Bertu var það ljóst, að nú hafði einhver gert sig fífli og Pála frænka skemmti sér innilega yfir því. — Hvað hefir nú komið fyr- ir? hrópaði Berta. — Það er alveg hræðilegt, góða mín, sagði Pála frænka og reyndi að sýnast alvarleg í bragði, en augu hennar leiftr- uðu, eins og hún væri ung stúlka. — Þú þekkir Gerald Vandrey, er ekki svo? — Hann er víst frændi minn. Faðir Bertu, sem vanur var að rífast við ættingja sína, hafði fundizt Vandrey hershöfð ingi mágur sinn dálítið upp- stökkur, eins og hann var sjálf- ur og afleiðingin var sú, að þessar tvær fjölskyldur höfðu ekki getað talazt við um fjölda ára. — Eg hefi fengið bréf frá móður hans, þar sem hún segir, að pilturinn hafi gert sér nokk- uð títt um herbergisþernuna, og fjölskyldan er mjög örvænt- ingarfull. Herbergisþernan hef ir verið send burtu hágrátandi, móðirin og systurnar eru úr- vinda, gamli hershöfðinginn er eins og björn í búri og segir, að pilturinn skuli ekki fá að stíga fæti sínum inn fyrir dyr hússins framar. Og strákhnokk inn er ekki nema nítján ára. Finnst þér þetta ekki svívirði- leg framkoma? — Jú, það er svívirðilegt, sagði Berta brosandi. — Ekki myndu þeir segja mikið við því í Frakklandi. \ — En þú ættir bara að sjá þernuna hennar systur minn- ar. Hún er fertug og útlitið eftir því. En það hræðilegasta er, Betty frænka þín biður mig að líta eftir stráknum. Hann á að fara til Florida eft- ir mánuð, og á meðan á hann að vera hér í London. En nú hefi ég ekki hugmynd um, hvernig ég á að gæta þess, að hann fremji ekki strákapör. Og hvernig í dauðanum er hægt að ætlast til þess af mér? Pál frænka bandaði frá sér örvæntingarfull á svipinn. — Það verður gaman að hafa hann hér, það er ég sann- færð um. Við skulum aga hann í félagi. Við skulum fara með hann þær götur, þar se'm herbergisþernur eru ekki á hverju strái. — Þú veizt ekki, hvernig hann er, góða mín. Þetta er mesti æringi. Hann var rekinn frá Rugby. Allsstaðar hefir hann komið sér út úr húsi og nennir ekki að vinna ærlegt handtak eða leggja neitt á sig. Hann hefir fallið á öllum próf- um, sem hann hefir reynt að taka, meira að segja á inntöku- prófi í herskólann og er þá langt gengið. Og nú hefir faðir hans fengið honum fimm hundruð pund og sagt honum að fara til fjandans. — Sá er ósvífinn! En til hvers á aumingja drengurinn að fara til Florida? — Eg stakk upp á því. Eg þekki fólk þar, sem á appelsínu ekrur. Og ég er sannfærð um, að þegar hann sér stórar ekrur með þroskuðum ávöxtum, þá skilst honum, að ótímabært dað ur getur líka borið ávöxt. — Eg er viss um, að mér mun geðjast vel að honum, sagði Berta. — Eg er sannfærð um það líka, sagði Pála frænka. — Þetta er útsmoginn þrjótur og snoppufríður að auki. Daginn eftir, þegar Berta var inni í setustofunni að lesa, var Gerald Vandrey vísað inn. Hún stóð brosandi á fætur og rétti honum höndina mjög vingjarn- leg í bragði. Hún hélt, að hann yrði undrandi á Jdví að hitta ekki Pálu frænku. — Þú veizt sennilega ekki, hver ég er, sagði hún. —Jú, ég veit það, sagði hann og brosti ljúfmannlega. — Þjónninn sagði mér, að Pála frænka væri úti, en að þú værir inni. — Mér þykir vænt um, að þú skyldir ekki flýja. — Nei, það datt mér ekki í hug. Berta leit upp. Hann var NÝJA BIÓ Maðurinn, sem glataði sjálfum sér. (The Man who lost himself.) Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: Brian Aherne, Kay Francis og skopleikarinn S. Z. Sakall. Sýnd klukkan 5, 7 og 9 GAMLA BtO Ævintýri i kvennaskðla (The Story of Forty little Mothers) Eddie Cantor Bonita Granville Judith Anderson Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3Vá—6 ¥2. BÓNDADÓTTIBIN (The Farmers Daughter) Martha Raye Charles Buggles. sannarlega ekki feiminn, enda þótt hann væri unglegur. Þetta var grannur piltur, tæplega jafn hár og Berta, andlitsfallið sanræmisfullt og fagurt, hárið svart og hrokkið og augnasvip- urinn töfrandi. Sífellt lék bros um nautnalegar varir hans. Hann bar það með sér, að hon- um var það ljóst, að konur báru þokka til hans. — En hve þetta er fallegur piltur, hugsaði Berta. — Eg er sannfærð um að mér mun geðj- ast ágætlega að honum. Hann fór að tala við hana, eins og hann hefði þekkt hana alla ævi og hún var undrandi á hinu sakleysislega útliti hans með tilliti til hinnar dökku for- tíðar hans. Hann skimaði barna lega í kringum sig í herberginu og lét fara vel um sig á stóln- um. HÆGINDIÐ GÓÐA hrotur! Fóstran hafði sofnað út af í stólnum. Dóri stóð upp og gægðist inn til hennar heldur ómildum augum og settist svo aftur að borðinu. „Eg vildi óska, að hún væri komin út í eyðiey úti í regin- hafi,“ hvíslaði hann að Ellu. „Hún er svo . .. “ Bæði börnin ráku upp ógnarlegt óp. Hægindið þaut skyndilega upp af stólnum með fóstrunni sofandi á og þeyttist út um gluggann. ,,Æ, æ! Þú hefir gleymt því, Dóri, að þetta er töfrahægindi“, hrópaði Ella, ofboðslega hrædd. „Hugsaðu bara um það, sem hefir komið fyrir. Fóstran er þotin burt, og ég er viss um, að hún lendir í eyðiey úti í reg- inhafi, eins og þú óskaðir eft- ir!“ Það kom heldur á Dóra, þeg- ar hann sá, hverju fram fór. Að vísu hafði honum gramizt 'Vt- við fóstruna, en samt þótti hon- um innst inni mjög vænt um hana og hann gat ekki með nokkru móti hugsað til þess, að hún hyrfi frá þeim og sízt á þennan hátt. „Hvernig ætli henni verði við, þegar hún vaknar og sér, að hún er á smáeyju og sér hafið á allar hliðar?“ sagði hann. ,,Ó, Ella — veslings fóstra. Eg vildi, að ég hefði aldrei óskað þessar- ar ótætis óskar!“ „Hvað eigum við að taka til bragðs?“ spurði Ella. „Það trú- ir okkur enginn lifandi maður, þó að við segjum allt af létta. En einhver ráð verðum við að hafa til þess að bjarga fóstr- unni!“ „Við skulum fara aftur til markaðstorgsins, þar sem við keyptum hægindið. Það má vel vera, að álfafólkið hafi einhver úrræði“. Svo settu þau upp höfuðföt- in sín, fóru í kápu og hlupu nið- THEY’LL HAVE US OUT nc UC.(JE 1N NO TIME / YN DA- S AG A. Flugmennirnir vita ekki að Japanir eru búnir að taka eyna, þar sem þeir eiga að taka ben- zín. Japaninn :Hvernig vissu þeir svona fljótt, að við hefðum tek- ið þessa flugstöð þeirra? Japanski herforinginn: Allir að byssunum og verið nú fljót- ir! Örn: Sjáðu þessa pilta hlaupa um þarna niðri! Stormy: Já, þeir verða fljótir að afgreiða okkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.