Alþýðublaðið - 20.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.09.1942, Blaðsíða 3
Siinmuiajfur 29. scptomho- 1942 Boosevelt oeitar að taka við japðoskum fáaa að gjðf. Washington, í gærkveldi. ÞEGAR yfirforingi amer- íksku sjó-hermannanna (VSMarines), Thomas Hol- <comb, færði Roosevelt forseta fyrir nokkru japanskan fána, sem hermenn hans, þar á með- al sonur forsetans, James Roo- sevelt, höfðu hertekið á eynni Maldn í Gilbertseyjum, neitaði forsetinn að koma við fánann. „Eg tek ekki við þessum fána,“ sagði forsetinn. „Ég skal líta á hann, en svo getið þér farið með hann aftur til her- sveitanna. Ég held, að ég muni áldrei taka á þessum fúna.“ Ameríkumenn gerðu sem kunnugt er fyrir nokkru vík- ingaárás á Makineyju og drápu alla Japani, sem þar voru. „Við ætluðum að taka fanga,“ sagði foringi landgönguliðsins, ,,en það var ekki hægt. Þeir lágu í leynum með vélbyssur sínar og leyniskyttur þeirra voru bundn- ar í trjátoppana. Við gátum ekki annað gert en drepið þá.“ Hinir innfæddu íbúar á eynni voru afar hrifnir af árás amer- íkska herliðsins og færðu her- mönnunum ávexti að gjöf og sögðu þeim til Japananna. Bretar sækja að hofoðborg Nada- gaskar ár tveim London í gærkveldi. BREZKU HERSVEITIRN- AR á Madagaskar sækja til höfuðborgarinnar Antanari- vo úr tveim áttum. Segir í frétt- um í dag, að þær séu aðeins 100 km. frá borginni, en hún er um það bil á miðri eynni. Hersveitirnar nálgast borgina úr norðvestri og austri. Önnur herdeild sækir nú til borgarinnar frá hafnarborginni Tamatave til höfuðborgarinn- ar, en þar á milli eru yfir 200 km. Þetta er eina leiðin, þar sem járnbraut liggur inn í land ið svo nokkru nemi og kann það að flýta fyrir Bretum, ef þeir géta haft brautarinnar nokkur not. Loks sækir enn ein hersveit frá norðurenda eyjarinnar suð- ur á bóginn. ____________ ALð>YOUPLAPIB_._______________* Þjóðverjar ná fótfestu í norðurhverf- ' ... _. .. um StaÞ Ahðfn Graf Spee tókst að strjáka. Buenos Aires, 19. sept. SÉRSTÖK nefnd innan arg- entinska þingsins hefir lagt til, að flotasérfræðingi þýzku sendisveitarinnar yrði vísað 'úr landi. Néfndin sagðist hafa kom izt að því, að maður þessi, cap- tain Dietrich Niebur, hafi að- stoðað flóttamenn af skipshöfn- inrá á Graf von Spee við að komasi úndan óg segir nefndin ! • J Churchill, Stalin og Harriman. Fyrir stríðið hefði engan grunað, að slík mynd sem þessi yrði nokkru sinni til. Þetta eru þeir (frá v.) Churchill, Stalin og Averil Harriman, fulltrúi Roosevelts. Myndin var tekin, þegar Churchill var í Moskva fyrir nokkru og ræddi við fulltrúa Rússa og Bandaríkjamanna. Norskir verkamenn' leika ð Qoisling. London í gærkveldi. íyT ORÐMENN komust fyrir nokkru að áætlun, sem Quisling hafði um að skipu- leggja og beita öllum verkálýð Noregs í þágu nazista. Ætlaði hann að nota verkálýðsfélögin — sem leppar hans stjórna, til þess að koma þessu i fram- kvæmd. Einnig ætlaði hann að skipuleggja alla æskumenn í landinu og láta þá vinna fyrir nazista. Norðmenn komust að þessu og náðu í fyrirskipun Quisl- ings um þetta. Var ekki að sök um að spyrja, að gripið var til mikilla og skjótra ráðstafana. Var plagg þetta prentað í öllum leyniblöðum landsins, sem eru æðimörg, og ennfremur var fréttinni um það dreift í keðju- bréfum. (Hver, sem fær slík bréf, sendir tveim öðrum). Var skorað á alla verka- menn að ganga þegar í stað úr verkalýðsfélögum þeim, sem quislingar stjórna og gera það fljótt í stórum stíl. Verkamenn létu ekki á sér standa og tók úrsögnunum að rigna til félaganna, svo að með limatala þeirra minnkaði til muna. N erú svo komið, að verkalýðsfélög þeirra quislinga eru svo fámenn, að þau get aengu valdið og er ætlun Quislings að hlekkja norska verkalýðinn fyrir Hitler þannig kollvarpað. enn fremur, að menn þessir séu nú á þýzkum kafbátum í Suður- Atlantshafi. Þýzka vasaorrustuskipinu Graf von Spee var sem kunnugt er sökkt af áhöfn þeSs í mynm árinnar La Plata í desember 1939 og var áhöfnin kyrrsett í Argentínu. Hafa margir menn af áhöfninni strokið og er hér að finna skýringuna á því, hvað orðið hefir um þá. Segir nefnd- in í ályktun sinni að hlutleysi Argentínu hafi verið alvarlega brotið. Japðnsk flotadeild hrak in frá Salomonseyjum. Fljúgandi virki hitta tvö ornstu- skip sprengjum. »•.-.. WASHINGTON í gærkveldi. FLOTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í kvöld, að ameríkskar sprengjuflugvélar hefðu hrakið japanska flotadeild frá Salomonseyjum. Segir í tilkynningunni, að flotadeildin hafi fyrst sézt skammt noðaustur af Tulagi, hinni mikilvægu höfn, sem er á valdi Ameríkumanna. Voru í henni orrustuskip og beitiskip auk margra minni skipa. Fljúgandi virki gerðu loftárás ♦ ' á skipin, og tókst þeim að því er talið er að hitta tvö orrustu- skipanna með sprengjum. — Nokkru seinna sáust skipin halda burt frá eyjunum. Það hefir einnig verið til- kynnt í Washington, að ame- ríkski herinn á Guadalkanal hafi fengið mikinn liðsauka og miklar birgðir. Sýnir þetta, að Ameríkumenn hafa á sínu valdi flutningaleiðinar til eyjanna. Er það góðs viti, þar eð þeir fíytja þá án efa aukið lið til þeirra. Lítið hefir verið um bardaga á Guadalkanal, aðeins nokkrum sinnum smáskæruviðureignir. Japanir hafast við í fjöllunum, og hafa leyniskyttur þeirra lát- ið til sín heyra öðrú hverju. Áður höfðu borizt fréttir af því, að Japanir væru að undir- búa úrslitatilraun til þess að taka aftur eyjar þær, sem Ame- ríkumenn hafa á sínu valdi, en sennilega er flotadeild þessi ekki send í þeim tilgangi, því að ekki er talað um flutningaskip í henni. London, 18. sept. Tj* LUGVÉLAR og kafbátar Breta, sem hafa verið und- an ströndum Noregs undanfar- ið, hafa sökkt svo mörgum skip- um fyrir Þjóðverjum, að þeir hafa nú neyðzt til þess að flytja mikið af birgðum fyrir her- sveitir sínar í Noregi og Finn- landi landleiðis og' eftir Eystra- salti. Óttast Laval byltingu ? London í gærkveldi. lhv EGAR afhjúpað var minn- ismerki eitt í Suður- Frakklandi, var lesið ávarp frá Laval. Segir hann þar, að franski herinn muni vernda frönsku þjóðina gegn hvers kon- ar hættum, einnig þeim, sem eru innanlands. Hafa þessi orð hans verið túlkuð svo, að hann óttist bylt- ingu í landinu. Margar fréttir styðja þann grun hans og fer andstaða Frakka vaxandi með hverjum deginum, sem líður. 4 smálesta sprengjur. London, í gær. FLUGMÁLARÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í dag, að brezk- ir flugmenn hifðu í árásunum á Karlsruhe og Dússeldorf kastað niður 8000 punda — fjögurra smálesta — sprengjum. Eru þetta stærstu spren^jur, sem hafa verið notaðar í stríðinu og valda þær ógurlegu tjóni. Áður höfðu Bretar notað stærstar sprengjur 4000 punda og kastað allmörgum á ýmsar borgir í Þýzkálandi. Þessar nýju fjögurra smá- um Stal- \ ingrad. Mikftl gagn* álilaup Rússa LONDON í gærkvelxM Hinum stórkost- LEGU götubardöguai, sem geisað hafa í Stalingrad undanfarna daga, var haldið áfram í dag án afláts. Það er nó viðurkennt í Moskva, að Þjóðverjar hafi allmargar götur í norðurhverfum horg- arinnar á sínu valdi, en Rnss- ar gera stöðug gagnáhlaup, og enn sem fyrr er barizt un hvert hús og jafnvel hvert herbergi. Þjóðverjar skýrðu í gær frá því, að Rússar hefðu gert mikið gagnáhlaup fyrir norð- an Stalingrad. Ekki var get- ið um nánar, hvar það væri. Segja Þjóðverjar í tilkynning um sínum, að hersveitir Timoshenkos hafi tekizt að brjótast inn í varnarlínur þýzku hersveitanna á mörg- um stöðum, en þær hafi þó innan skamms verið hraktar þaðan aftur og Þjóðverjar hafi haldið öllum stöðvum sínum. I Stalingrad sjálfri reyna Þjóðverjar af miklum ákafa að ná á sitt vald mikilvægri hæð, sem er norðarlega við bakka Volgu. Af hæð þessari er hægt að skjóta af fallbyss- um á ferjustaði við fljótið, en Rússar nota þá mikið til birgða- og herflutninga. — Þjóðverjar munu hafa náð hæð þessari á sitt vald um stund, en Rússar tóku hana aftur af þeim og halda henni enn. Þjóðverjar nota flugher sinn sem fyrr og má telja víst, að eyðileggingin í Stalingrad eigi vart sinn líka í styrjöldinni eða jafnvel sögunni. Venjulega gera þýzku flugvélarnar stór- kostlegar árásir á staði, kasta mörg hundruð af sprengjum á stuttum tíma og um leið lætur stórskotaliðið sprengikúlum rigna yfir hann. Þegar þessu slotar, gera skriðdrekarnir á- hlaup og á eftir þeim kemur fótgönguliðið. Er ekki við að búast, af lýsingum sem þessari, en þær hafa fréttaritarar gefið af bardögunum, að steinn yfir steini standi. Þótt Þjóðverjar geri á Len- ingradvísstöðvunum mikil gagnáhlaup, hafa Rússar yfir- leitt frumkvæðið að hernaðar- aðgerðum á flestum stöðum. — lesta sprengjur valda gífurlegu tjóni og má heita, að allt, sem er á 25 000 ferfeta svæði, eyði- leggist. Skemmdir verði á 75000 ferfeta svæði í kringum þær. Þegar sprengjurnar verða þyngri, eykst tundurmagnið meira en í hlutfalli við þyngd- araukann. Verða þær því mun hættulegri, sem þær þyngjast. f-■ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.