Alþýðublaðið - 20.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.09.1942, Blaðsíða 6
ALÞYÐUELAÐ5Ð Surmudagur 20. scptem’ber 1942 SJÓVÁTRYGGIHGAR Vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnutíma og ^ frídögum afgreiðslustúlknanna í mjólkurbúðum vor- \ um, þurfum vér nú að ráða nokkrar stúlkur til viðbótar. s Allar upplýsingar á skrifstofu vorri. S MJOLKURSAMSALAN j| Getum útvegað nokkrar Margföldunar- og deilingavélar frá Bandaríkjunnm. © AlfA © Umbods" oa heildverzlnn. Sími 5012. s PELSAB nokkur stykki eftir. Verða seldir á mánudaginn. VESTA, Laugavegi 10 s s s s s s s s s s s s s s s s s s i s HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. Síðan flokkurinn breytti þannig um nafn og áróður, hefir hann eflzt verulega. Fólk hefir lagt trúnaö á, að hann væri róttækur lýðræðisflokkur og því horfið til fylgis við hann. En þetta fólk hefir enn ekki fengið það, sem mestu varðar, en það eru fullar sannanir fyrir því, að flokkurinn sé raunverulega orð- inn það, sem hann þykist vera. Þetta fólk hefir enn ekki fengið neinar sannanir fyrir því, að hann vilji taka þátt í svonefndri „vinstri samvinnu“. Þetta fólk hefir enn ekki fengið neinar sannanir fyrir því, að hann vilji vinna að umbót- um innan borgaralegs þjóðfélags. Enn sem komið er, hefir flokkur- inn aðeins afneitað byltingarstefn- unni í orði, en ekki á borði.“ Það, sem steridur í þessum kafla greinarinnar, er að mörgu leyti réttilega sagt. Félagsdémnr. Framh. af 4. síðu. sem skorti alla þekkingu á fé- lagsskap þeirra? Sterkasta sönn un fyrir því að þau hefir ekki órað fyrir slíku, er að öll slík félög halda óbreyttum ákvæð- um í lögum sínum, um að þau ráði hvaða menn séu teknir í félögin. Það ákvæði stendur og óbreytt í lögum Alþýðusam- bands ísl., að ekki megi taka nema eitt félag úr sömu at- vinnugrein á sama stað, inn í sambandið og félagið megí ekki vera þátttakandi í neinu öðru verkalýðssambandi, en eftir dómi fjórmenninganna í Félags dómi í máli Steingríms Aðal- steinssonar, sem segir að sami maður megi vera í fleiri en einu stéttarfélagi í sömu starfs grein á sama stað, myndi ekki standa á þeim mönnum að dæma þessi ákvæði Al- þýðusambandslaganna ómerk og dæma svo mörg félög, sem þess óskuðu, í sömu starfsgrein á sama stað inn í Alþýðusambandið, . og þá myndu þeir telja það óhafandi ófrelsi fyrir þessi félög að þau mættu ekki vera í svo mörgum öðruim verkalýðssamböndum sem þeim þóknaðist. Ekki skortir þekkingu þessara manna á félagsskap verkalýðs- ins, þegar slíka endemis óreiðu á að innleiða í honum. Nýlega er gerður samningur milli Vinnuveitendafélags ís- lands og verkamannafélagsins Ðagsbrún í Reykjavík, sem vert er að geta í sambandi við þetta mál, um kaup og kjör verka- manna í Reykjavík. í 1. gr. þessa samnings stendur: ,,Nú vill vinnuveitandi ráða til sín mann í vinnu, sem ekki er félagi í Dag-sbrún, og skal Dagsbrún þá skyld til þess að veita þeim manni inngöngu, ef hann sækir um það og það kem- ur ekki í bága við samþykktir félagsins.“ Er öllu rækilegar hægt að gefa fjórmenningunum í félags- dómi után undir, en gert er með þessulm samningi Eggerts Claesen framkvæmdastjóra Vinnuveitendafélags íslands, (eins af gáfuðustu lögfræðing- um landsins), sem semur um það við Dagsbr. að hún sé ekki skyldug til að taka menn í fél. ef það kemur í bága við sam- þykktir félagsins, rétt eftir að fjórmenningarnir í Félagsdómi hafa sýnt það að þeir þykjast hafa rétt til þess að ráða því hvaða menn skipa verkalýðs- félögin? Dagsbrún sýnir það með þessum samningi sínum að hún viðurkennir ekki að Fé- lagsdómur hafi rétt til afskifta af þessum málum, og hinn gáf- aði lögfræðingur samþykkir það með samningi sínum við hana. Vitanlega eru öll verkalýðs- félög í landinu sammála Dags- brún og Eggert Claessen ran að þau ein ráði því, nú eins og áð- ur en lög um stéttarfélög og vinnudeilur voru sett, hverjir séu teknir inn í félögin. Hins- vegar skulu kommúnistarnir í Dagsbtrún, sem n,ú fara með völdin í því félagi, minntir á að það er pólitískur samherji þeirra, Steingrímur Aðalsteins- son, sem leitt hefir þá hættu yfir félag þeirra og öll stéttar- félög í landinu, sem þeir eru að reyna að forðast með samningi sínum við Eggert Claessen. Að það er hann sem hefir fram- kallað þá hættu, sem þeir nú skjálfa fyrir, og þess vegna hvíl- ir nú á manni þessum þung fyxirlitning allra stéttarfélaga í landinu. Eftir dómi' f jórmenninganna í Steingrímsmálinu, er opin leið fyrir nokkra menn að búa til svo mörg stéttafélög, sem þeim þóknast með sömu mönn- unum, 20 menn eða færri geta búið til 4 eða 5 félög og 4 eða 5 faldað á þann hátt fulltrúa- tölu á sambandsþingi stéttar- félaganna. Ákvæði laga fyrir Al- þýðusamband Islands um að sami maður hafi ekki rétt til fulltrúakjörs á sambandsþing í fleiru en einu félagi, er alger- lega upphafið með nefndum dómi. Er sennilegt að löggjaf- arnir hafi ætlazt til slíkra vinnu bragða af þeim dómstóli, sem settur er til að tryggja skipu- lagsbundið starf stéttarfélaga og atvinnurekenda í landinu, að í skjóli þeirra vinnubragða geti myndazt slík félagsskoffín og hér hefir verið talað um? Hvernig hafa löggjafarnir hag- að sér á öðrum sviðum til þess að útiloka margfalda atkvæðis- réttinn? Fjórmenningarnir í Félags- dómi segja að réttur verkafólks til inngöngu í stéttarfélögin sé „almennur réttur“ og það geti skipt einstaka verkamenn miklu að geta verið í fleiru en einu þeirra og verði því ekki bund- inn skilyrðum, sem dragi úr þeim rétti, og með þessum for- sendum leyfa þeir sér að dæma sama manninum full réttindi í mörgum stéttarfélögum sam- tímis og á sama stað. Er ekki kosningaréttur til al- þingis og til sveita og bæjar- stjórna almennur réttur? Og er hann þó ekki bundinn því skil- yrði ;að maðurinn hafi náð á- kveðnum aldri er hann fær að nota hann? Og er hann ekki takmarkaður við það að honum sé ekki beitt nema á einum stað innan þjóðfélagsins sam- tímis? Er ekki lögð tukthús- hegning við því og missir at- kvæðisréttar og kjörgengis ef kjósandi til alþingis neytir kosningarréttar síns á fleirum en einum stað við sömu kosn- ingar? Því hafa löggjafarnir verið að leggja þessar hömlur á atkvæðisrétt borgara þjóðfélags ins, meira að segja sinn eigin atkvæðisrétt, ráðherranna, dóm ara og lögfræðinga, svo ekki sé talið af lakari endanum, fyrst fjórmenningunum í Félagsdómi finnst það óbærileg óhæfa, að sami maður megi lekki hafa full réttindi með atkvæði og á annan hátt í svo mörgum stétt- arfélögum sem honum þóknast? Eru þessar hömlur ekki lagðar á atkvæðisrétt borgara þjóðfé- lagsins til þess að einn kjósandi geti ekki beitt annan kjósanda ofbeldi með því að neyta tvö- faldrar, eða margfaldrar að- stöðu við hann með notkun at- kvæðisréttarins á tveimur eða fleiri stöðum? Halda þessir menn að stéttarfélögin, þó smærri séu hvert um sig, en þjóðfélagið í heild, þurfi ekki að skipa sínum málum á svip- aðan hátt og reynzt hefir þjóð- félaginu óhjákvæmilegt? Vilja ' nú ekki fjórmenning- arnir í Félagsdómi, til þess að vekja enn meiri eftirtekt á sér, en enn er orðin, og til sam- ræmis við hegðan sína í Stein- grímsmálinu, heimta það fyrir sig og aðra borgara þjóðfélags- ins, að afnumið sé úr lögum um kosningar til alþjngis og sveita og bæjarstjórna að ekki megi nota kosningaréttinn nema á einum stað í einu, og setja í staðinn ,,að það geti skipt ein- staka kjósendur miklu að geta neytt kosningaréttar á fleirum en einum stað við sömu kosn- ingar? Það getur svo sem verið mik- ið hagsmunamál fyrir rr\argari kjósandann að geta notað kosn ingaréttinn á mörgum stöðum samtímis. Kommúnistar munu nú vera orðnir það margir í landinu að ef þeir stormuðu allir til Reykja víkur við bæjarstjórnarkosning ar þar og neyttu atkvæðisrétt- ar síns á sama hátt og fjór- menningarnir í Félagsdómi ætl- ast til að honum sé beitt í ver k a lý ðsf élögunum, myndu þeir geta ráðið ' n-iðurlögum Sjálfstæðisins í Reykjavik, gert Steingrím Aðalsteinsson að borgarstjóra, svo hann þyrfti ekki lengur að leggja á sig það erfiði að vinna verkamanna- störf 4 dagsverk á ári. Ég heyri menn oft tala um það, síðan þann dóm 'bar á góma, sem hér hefir verið gerð- um að umtalsefni, hver séu störf Félagsdóm. Enn sem komið er munu þau vera fremur lítil. Ég man eftir sem svarar 2 dóm- um á ári síðan hann vár settur. í öllu því umróti sem orðið hefir í verkalýðsmálum á þessu ári, hefir eitt eða ekkert mál verið ilagt fyrir Félagsdóm. Verkalýðsfélögin og atvinnurek endur virðast vera sammála ■um að útkljá sín mál án af- skipta hans af málum þeirra. Væri því ekki ástæða til að at- huga, hvort ekki er eitthvað meira en lítið bogið við skipun og starfsemi Félagsdóms, og hvort ekki væri rétt að endur- skoða eitthvað löggjöfina um hann? * Ég hefi borið þennan dóm, sem hér hefir verið gerður að umtalsefni, undir álit þriggja kunnra lögfræðihga landsins, og hafa þeir allir lýst mikilli undrun yfir honum, svo það, sem hér hefir verið sagt um hann, er ekki sagt út í bláinn, frá lögfræðislegu sjónarmiði. Erlinaur Friðiónsson. STÚKAN EENINGIN nr. 14. Fé- lagar, munið bögglákvöldið n. k. miðvikudag. Mætið öll með böggla. Enginn má sker- ast úr leik. Bögglunum veitt móttaka í fundarbyrjun og á fundinum. NEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.