Alþýðublaðið - 20.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.09.1942, Blaðsíða 8
s 1 ALÞVÐUBLAÐIÐ 1 t- ■BrJ ARNARBf Ó ■ Ævlatfri blaðanaans Foreign Correspondent iðalhlutverk: Joel McCrea, Laraine Day, Albert Bassermann. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. Börnum innan 16 ára bánnaður aðgangur. EF einhver sagnfræðingur tæki sér fyrir hendur að rannsaka sögu daganna 17.—27. október, að báðum meðtöldum, hér á landi, myndi árangurinn, að vonum, verða heldur rýr, því að ákveðið var með lögum, að þeir dagar skyldu ekki vera til, þ. e. a. s. þá var breytt tímatalinu. TJm þetta segir svo i ævisögu Jóns biskups Vídalíns: „Alt hingað til var hér á ís- landi svo sem í öllum kóngsins löndum Danmerkur og Noregs- ríkjum, tímatalið brúkað eftir þeim gamla stíl eður rími Julii Cæsaris, en á því gerði Friðrik kongur 4. umbreytingar, og var á þessu álþingi (þ. e. 1700) upplesin hans befalning útgefin á sama ári þann 10. apríl að haldast skyldi hér sem í öðrum hans ríkjum tímatalið eftir þeim nýja stíl eður rími Gregori páfa hins 13. með því nafni, svo þegar komin var sá 16. nóvem- ber á þessu ári, skyldi á Islandi og í Færeyjum undanfellast 11 dagar og sunnudagurinn að morgni næstkomandi teljast sá 28. sama mánaðar og svo fram- vegis, hvar eftir öll skjöl, bréf og greinar skyldu síðan dater- ast og öll hin gömlu rím og al- manök öldungis þar með ónýt og aftekin. í Danmörku voru þessir 11 dagar teknir úr februario, svo þegar kom sá 18. febrúarii, sem var fyrsti sunnudagurinn í 9 vikna föstu, skyldi mánudagurinn að morgni teljast sá 1. martii.“ — Þetta hefi ég ekki séð áð- ur, sagði hann og benti á ítalskt koparlíkneski. — Hefirðu komið hingað oft? — Já! Eg kom alltaf hingað, þegar mér var ekki lengur við- vært heima. Það þýddi aldrei neitt að deila við harðstjórana. Það er hættulegt vald, sem feðr um er fengið í hendur. Og þeg- ar gamli maðurinn fékk bræði- köstin, var ég vanur að segja: — Mér dettur ekki í hug að deila við þig. Ef þú getur ekki hagað þér eins og sönnum heið- ursmanni sómir ,þá er ég far- inn. Venjan var sú, að ég fór til Pálu frænku, og hún var vön að gefa mér fimm pund og segja: — Segðu mér ekki, hvernig þú eyðir þessu, því að mig varðar ekkert um það, en komdu aftur, þegar þig vantar meira. Hún er bezta manneskja, finnst þér það ekki? — Mér þykir leiðinlegt, að hún skuli ekki vera heima. — Það þykir mér ekki leiðin- legt, því að þá get ég talað við þig þangað til hún kemur. Eg hefi aldrei séð þig fyrri, svo að mig langar til að tala við þig í næði, og mér liggur mikið á hjarta. — Er það? spurði Berta hlæj- andi. — Það er mjög sjaldgæft um unga menn. Hann var svo unglegur að út- liti, að Berta gat ekki varizt því að fara með hann eins og skólapilt. Hún hafði gaman af því, hve skrafhreyfinn hann var, og langaði til að biðja hann að segja sér frá öllum ævintýr- um sínum, en var hrædd við að spyrja. — Ertu ekki orðinn svang- ur? Hún hélt, að piltar á þessu reki væru alltaf svangir. — Viltu ekki te. — Eg er banhungraður. Hún hellti í bolla handa hon- um, og hann fékk sér þrjár brauðsneiðar og settist á skemil við fætur hennar. Hann hagaði sér alveg eins og heima hjá sér. — Þú hefir víst aldrei séð móður-frænkur mínar, er það? spurði hann með fullan munn- inn af mat. — Eg get ekki þol- að návist þeirra. Þær eru svo gamaldags. Eg er viss um, að þær verða fárveikar, ef ég segi þeim frá þér. Berta leit upp undrandi. — Eru þér gamaldags konur á móti skapi? — Mér ftundleiðast þær, sagði hánn. — Fer ekki illa um þig á skemlinum? spurði Berta. — Heldurðu ekki að það væri betra fyrir þig að setjast á stól? — Nei, nei, alls ekki. Mér þykir langbezt að sitja á skemli næst á eftir borðshorni eða gólfábreiðu. Bertu þótti nafnið Gerald fal- legt. — Hversu lengi ætlar þú að vera í London? — Aðeins einn mánuð, því miður. Svo á ég að fara til Bandaríkjanna til þess að græða og gera yfirbót. — Ég vona að þér gangi það að óskum. — Ja, hvort heldur? Það er ekki hægt að gera tvennt í einu. Eg er aðhugsa um að reyna að græða fyrst og gera svo yfir- bót, ef ég hef tíma til. Að minnsta kosti verður það skárra en að láta sér leiðast í herskólanum. — Þú hefir víst fremur slæma reynslu af herskólanum. — Ég vildi, að þú þekktir ekki fortíð mína svona vel. Annars hefði ég getað haft skemmtun- ina af því að segja þér alla þá sólarsögu. — Eg býst ekki við, að hún sé sérlega uppbyggileg. — Jú, víst er hún það. Þá myndirðu sjá, hvernig dygðin (það er ég) er troðin í sorpið, og hvernig syndin situr í há- sæti. Eg er ákaflega óhamingju samur. Menn hafa gert sam- blástur á móti mér, og líta á allt, sem ég geri frá röngu sjón- armiði. Og ég hefi verið ákaf- lega óheppinn. Fyrst var ég rek inn frá Rugby. Það var nú ekki mér að kenna. Eg kærði mig ekkert um að fara. Og ég var áreiðanlega ekki mikið verri en hinir. Skólastjórinn hafði gæt- ur á mér í sex vikur og sagði, að ég væri að gera sig gráhærðan og leggja sig í gröfina. Nú vildi m bs NvjA bio mm HaðoriflB, seœ giataði (The Man who lost himself.) Ameríksk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: Brian Aheme, Kay Francis og skopleikarinn S. Z. Sakall. Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. svo til, að maðurinn var gler- sköllóttur, svo að ég gat ekki neitað mér um að spyrja hann, svona í mesta sakleysi, hvað væri orðið af þessum gráu hár- um hans. Svo sendi hann mig til manns, sem átti að búa mig undir prófið, en þessi maður spilaði póker og rúði mig inn að skyrtunni. Svo skrifaði þessi maður föður mínum og sagði honum, að ég væri siðlaus ung- Suxmudagur 26. septemher 1948: Mgamu BfOBn Ævintývi í kfennaskóia. (The Story of Forty little Mothers) Eddie Cantor Bpnita Granville Judith Anderson Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. lingur og væri búinn að ger- spilla aílri fjölskyldunni. Þetta var mesta leiðindafólk. — Gætum við ekki talað um eitthvað annað? — Bíddu við, ég er ekki hálfn aður með söguna. Á næsta stað, sem ég var sendur á, komst ég að raun um, að enginn kunni póker, svo að mér datt svona í hug, að ekki væri úr vegi að vinna upp aftur það, sem ég HÆGINDIÐ GÓÐA ur á markaðstorgið. Þau fundu brátt þrönga stíginn, sem lá til álfamarkaðarins, og fóru eftir honum. Þegar þangað kom, var markaðurinn enn í fullum gangi. Fólkið með uppmjóu eyr un rak upp stór augu og starði undrandi á bæði börnin. „Til hvers eruð þið komin hingað aftur?“ spurði lítill ná- ungi, gullklæddur með stóra tréskó á fótunum. „Það er nú saga að segja frá því“, sagði Ella. „Þú veizt um hægindið, sem við keyptum hérna áðan. Það var töfrahæg- indi, og svo þegar fóstran okk- ar settist á það, óskaði Dóri þess, að hún væri komin út í eyðieyju úti í reginhafi — og nú er hún öll á bak og burt! Við erum komin til þess að leita ráða um það, hvernig við getum náð henni aftur til okk- ar“. Allt þetta smávaxna fólk þyrptist saman í kringum börn in, og hver talaði í kapp við annan. Og það sem óð á þeim! Ella og Dóri skildu ekki auka- tekið orð af því, sem það sagði, því að það talað álfamál. En brátt tókst gullklædda álfinum að þagga niður í öllum hinum,. og svo sneri hann sér að börn- unum, sem biðu í mikilli eftir- væntingu. „Við ætlum að fara og leita að fóstrunni ykka rá asnanum fljúgandi“, sagði hann. „Þið hefðuð ef til vill gaman af því að koma með?“ „Já, það væri gaman!“ hróp- uðu börnin, og glaðnaði nú held ur yfir þeim. En hvað þú ert góður! Hvar er asninn?“ Guli álfurinn gekk með þeim torgið á enda, og þar sáu þau asna, bundinn við staur. Sá var nú skrítinn! Hann var gul- ur með bláan hala og blá eyru! Hann hafði bláa vængi, sem stóðu út úr bakinu á honum, og MYNDA- SAGA. Stormy: Þarna fer Eddie til þess að lenda, en við fljúgum einn hring og lendum svo á eft- ir honum. Japaninn: Þessir Amerikanar eru vitskertir. Af hverju kemur hann svona lágt, til þess að lenda? Japanski foringinn: Nú er flugvélin í dauðafæri. SKJÓT- IÐ! Eddie veit ekki, að það eru Japanir, sem hafa eyna á valdi sínu, og þeir skjóta á flugvél hans . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.