Alþýðublaðið - 22.09.1942, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1942, Síða 4
4 |U|ttjðt»bl<tM5 íftgefandi: Alþýanilokknrinn. , Eitstjóri: Stefán Pjetursson. j Ritstgórn og afgreiðsla í Al- tjýttuliúsinu við Hverfisgötu. aínaar ritstjörnar: 4901 og 49*2. Sámar afgreiðslu: 4900 og 4096. Terð í lausasöiu 25 aura. AlþýðuprentsmiSjan h.f. Svík vlð verkalýðinn og íslenzkan mðlstað Framkoma kommún- ISTA í sambandi við vald- boð setuliðsstjórnarinnar um Aaup og kjör verkamanna vek- ur stöðugt meiri og meiri fyrir- litningu almennings. I»að er ekki nóg með það, að þeir hafi heygt sig fyrir vald- hoðinu, látið nánustu fylgifiska sína segja já og amen við því á fámennum Dagsbrúnarfundi og þar með gefið upp samningsrétt verkalýðsins. Nei, þeir eru nú einnig byrjaðir á því, að reyna að réttlæta valdboð bins erlenda setuliðs og uppgjöf sína fyrir Jiví með þeirri einkennilegu „röksemd“, að fyrir hafi komið, að íslenzkir, valdhafar, þ. e. al- þingi, hafi einnig svipt verka- lýðinn samningsréttinum! Rétt cins og það sé einhver afsökun fyrir erlenda íhlutun og erlent valdboð hér! Nei, með slíkum tilraunum fil þess að bera blak af valdboði setuliðsstjórnarinnar, hafa kom- múnistar bara bætt nýjum svik- um ofan á svik sín við málstað verkalýðsins í þessari deilu — svikum einnig við hinn íslenzka málstað í henni! Það leynir sér ekki, að kom- múnistasprauturnar eru komn- ar í klípu. J>ær láta Þjóðviljann Ij'úga því dag eftir dag, að Al- þýðublaðið sé að ráðast á verka- mennina í Dagsbrún og æsa upp til yerkfalls í setuliðsvinnunni. Nei, í Alþýðublaðinu hefir ekki birzt einn bókstafur úm þetta mál, sem með neinum sanni verði lagður þannig út. Það voru ekki verkamennirn- ir í Bagsbrún, sem vildu beygja sig fyrir valdboði setuliðsstjórn- arinnar. Það voru kommúnist- arpir, sem nú ráða stjórn Ðags- brúnar, og nánustu fylgifiskar þeirra í félaginu. Yfirgnæfandi meirihluti verkamannanna, sem mættir voru á fundinum, þegar uppgjafartillaga kommúnista var samþ. sat hjá og neitaði þannig að eiga nokkum þátt í slíkum svikum við helgasía rétt verkalýðssamtakanna. Og það, sem Alþýðublaðið hefir rétti- lega fordæmt kommúnjsta fyrir, er ekki það, að þeir hafi ekki gengizt fyrir verkfalli í setuliðs- vinnunni, heldur hitt, að þeir skuli hafa gefizt upp fyrir vald- boðinu og þar með gefið upp samningsrétt verkalýðsins, í stað þess að mótmæla harðlega, eins og Alþýðusambandsstjórn- in gerði - og taka höndum sam- an við hana til þess að gera samningsréttinn gildandi. 'ÆLÞYCbUBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. september 1942 Séra Sfgurbjðm Einarsson: Ýmsar spttrningar og eln, STYRJÖLDIN er komin á fjórða árið. Hvað er langt eftir? Hvað líður nóttinni? eins og spurt var forðum. Fer ó- sköpunum ekki að slota senn, æðið að renna af mönpunum? Fara þeir ekki að taka sonsum? Eða er ekki stríðsbölið á förum? Hvað getur þetta gengið lengi? Þannig spyrja menn. Hvenær lyktar þessu fári? En þó liggur hin spurningin öllu nær: Hvern- ig lyktaf styrjöldinni? Hver ör- lagavaldur verður hún í póli- tískum og menningarlegum efnum? Hvernig verða friðar- samningarnir? Og hvað tekur svo við? Efalaust er mikið um þetta allt hugsað í heiminum. Þó er sennilegast, að forustumenn þjóðanna hafi öðrum hnöppum að hneppa í bili en að hugsa utn það, hvernig skipa skuli málum að styrjöldinni lokinni, — nema hvað þeir kunna að láta sig dreyma, sem mestar breyting- arnar ætla sér að gera á landa- mærum. En allir vona, að eftir stríðið komi betri tímar. Það er ■sameiginlegt öllum. Ég heyrði það í gær og í fyrradag niðri við höfn og innst inni á Hverf- isgötu. Og nú sé ég hér nokk- urira mánaða gömul ummæli forsætisráðherra Breta, sém hníga í sömu átt. Hann talar meira að segja um andlega- vakningu eftir stríðið, og ég held nærri því, að sá maður sé alltaf öðru hvoru að tala eitt- hvað á þá leið. Gott ef Roose- velt gerir það ekki stöku sinn-. um líka. En mér er ekki ljóst hvers eðlis sú vakning á að verða. Mér er ekki ljóst, hvað í þessu felst, þegar verið er. að tala um nýja og betri tíma. Mér er ekki Ijóst, við hvað slíkir spádómar hafa að styðjast Og þótt ég muni ekki síðustu heimsstyrjöld né neitt af því, sem þá var ritað og skrafað og skeggrætt opinberlega og manna á milli, þá skilst mér af því, sem ég hefi lesið og heyrt, að menn hafi alið nákvæmlega sömu von- ir í 'brjósti um þá tíma, sem eftir færu, eins og nú gera þeir Og það fór nú allt eins og það fór. Eftir fjögurra ára hörmungar heima fyrir og á vígvöllunum var fólkið orðið spillt að hugs- unarhætti, siðferðisþrekið lam- að, viljinn sljóvgaður, allar hug sjónir hrundar, hin mikla há- borg bræðralagsins og friðarins sem reist var í Genf, varð að kölkuðu grafhýsi allra vona mannkynsins um frið og rétt- læti í heimspóiitíkinni, þar sem ormur stórveldaglæfranna dó ekki fyrr en allt hrundi. Hvernig sem stríðinu lyktar, þá verða pólitískar breytingar hér í Evrópu. Einhverjar landa- mæralínur verða öðruvísi dregn ar en áður var. En hvað verður skeð hið innra með mönnunum? Hvernig verður hugsunarháttur- inn og hið andlega ásigkomulag í Þýzkalandi, í Rússlandi, í Ja- pan, í Bretlandi, — að ógleymdu blessuðu íslandi, þótt það hafi ef til vill ekki mikla þýðingu fyrir almenna þróun heimsmál- anna? Það er mikið talað í heiminum uin nýskipun, ,nýtt þjóðfélag. Mönnum er Ijóst, a.ð það þarf fleira að breytast en hin ytri yaldahlutföll ríkjanna og afstaða þjóðanna. Sumt af því, sera skrifað er og talað um þjóðfélagsmál erlendis um þess- ar mundir, gefur óneitanlega fyrirheit um breytingar í betra horf á knýjandi félagslegum vandamálum. En gegn þessum fyrirheitum vegur alvarleg staðreynd, sem ekki fær dulizt neinum, sem fylgist með tím- unum með athygli. Það er sú breyting, sem er að gerast á mönnunum sjálfum, á oss öllum mönnum um allan heim, meira eða minna. Það er ekki breyt- ing til hins betra. Enginn af oss hefir lært það af því, sem skeð hefir undanfarin þrjú ár, að hann hafi þar fyrir orðið að betra manni. Þvert á móti. Breytingin, sem er að verða með oss alla, er fólgin í vaxandi tortryggni, vaxandi hatri, vax- andi grimmd. Hverjir eiga svo að endurskapa heiminn? Menn, sem eru haldnir af ótta, tor- tryggni, hatri og hefnigirni, grimmd? Ungu mennirnir, sem hafa — ef mér inætti leyfast að tala svona — verið látnir nær- ast á mannablóði í þrjú ár — og hver veit hvaö lengi enn? Er ekki frarntíð mannkynsins á þessari jörð augljóslega undir því komin, að hér starfi sá mátt- ur og komist til áhrifa, sem út- j rýmir óttanum og sigrast á grimmdirmi? iÉg veit að sá máttur er til, sem getur megnað slíkt. Nýlega skolaðist í mínar hendur sænsku riti með ummæl um sænsks hagfræðings. Hann segir svo: „Það er- ekki land- fræðileg niðurstaða styrjaldar- innar, sem mun móta framtíð mannkynsins, þótt ýmsir vold- ugir stjórnmálamenn virðist halda það. Það sem úrslitum ræður er í þess stað það hugar- far, sem mennirnir Iáta stjórnast af eftir stríðið, það mót, sem at- burðir þeir, sem nú eru að ger- ast, setja á sálir mannanna. Allt tal um nýtt o.g betra þjóðfélag, sem rísi úr því öngþveiti, sem ofviðri styrjaldarinnar hefir valdið, er ekki annað en órar, marklausir óskadraumar, ef styrjöldin skyldi ekki hafa bæt- andi áhrif á mennina. Og það er fullvíst, að svo er ekki. —• Óend- anlega miklu þýðingarmeiri er sá skilningur, sem breiðist út En það er nú öðru nær, en að kommúnistar hafi gert það. Þvert á móti láta þeir blað sitt nú daglega vega aftan að Al- þýðusambandinu með látlaus- um rógi um það og forystumenn þess, meðan Alþýðusambandið er að leitast við að bæta fyrir svik og afglöp kommúnista í þessu máli — ög endurheimtjL samningsréttinn 1 hendur verka lýðsins! Fyrr má nú vera framkoma! og eflist meðal æ fleiri manná vorrar þjóðar og víðar, að krist- indómurinn er hornsteinn vest- rænnar menningar, að það mai manngildisins, sú réttarfars- menning og það stjórnarfars- lega siðgæði, sem vér flestir á- lítum sjáifsagða hluti í nútíma- þjóðfélagi, hefir vaxið af krist- inni rót og hlýtur að nærast af þeirri rót, ef það á ekki að vesl- ast upp og deyja út.“ Ég veit ekki, hvað forsætis- ráðherra Breta hyggst fyrir. Ég veit ekki, hvað Hitler myndi segja um þetta. En við hér á ís- landi, getum við ekki orðið. sammála um, að þetta er satt hjá hinum sænska manni. Get- Notið Meltoaian skóábnrð á góða skó. Fæst í öllum skóverzlunum. Einkaumboð: Heildverzlun Kr. Benedikts- son (Ragnar T. Árnason), Garðastræti 2. Sími 5844. FATAPRESSI7M P. W. BIERING er á Smiðjustíg 12. um við ekki séð það sjálfir og hagað okkur eftir því? ||j| ORGUNBLAÐIÐ gerði sér á sunnudaginn heldur en ekki mat úr eftirfarandi orðum, sem nýlega birtust í Tímanum: „En hver maður, sem nokkuð fylgist með málum, veit, að hefði tillögum Framsóknarflokksins um festinguna verið fylgt síðan í fyrra, myndi allt verðlag vera nú nær helmingi lægra en það er“. Morgunblaðið undirs'trikar þessi orð vel. Það endurtekur: „Verðlag allt (þ. á. m. verðlag á kjöti og mjólk) hefði nú verið u:n helmingi lægra en það er ef fyígt hefði verið tillögum Framsóknar- flokksins, segir í smágrein Tím- ans“. Já, þarna geta bændur séð, hvað þeir eiga Sjálfstæðis- flokknum að þakka. Fyrir hans atbeina er verðið á kjötinu og mjólkinni nú helmingi hærra, en það hefði verið, ef Framsókn arflokkurinn hefði ráðið! En hvað heldur Morgunblaðið, að Reykvíkingar og neytendur bæj anna yfirleitt segi um slíkan málflutning þess og lýðskrum fyrir bændum? Heldur það ekki, að þeir verði Sjálfstæðis- flokknum líka þakklátir fyrir verðhækkun kjötsins og mjólk- urinnar? Jón Eyþórsson gerði dýrtíðina að umtalsefni í kjallaragrein í Tímanum á luugardaginn, sem hann nefndi „Á förnum vegi“. Þar segir meðal annars: „Á förnum vegi er nú mest talaö um dýrtíð manna á milli. Þetta er að vísu ekki dýrtíð í fornum skiln- ingi, þegar allt brást um uppskeru, heyfeng' og skepnuhöld, svo' að hállæri stóð fyrir dyrum. Nú hafa allir nóg að bíta og brenna, enn sem komið er, og flestir hafa meira en nóg til að kaupa fyrir, — en allt er dýrt að krónutali. Og menn hafa á tilfinningu, að ekkert af þessu ætti eða þyrfti að vera svona dýrt, að það sé sjálfskapar- víti, hve verðlitlir peningarnir séu orðnir, kaupið hátt og vörurnar dýrar, án þess að nokkur sé að bættari. Allt er þetta sjálfskaparvíti. Skortur á hófsemi, þegnskap og fyrirhyggju. Við höfum ofmetnazt af stundargróða. Við höfum talið okkur trú um, að við gætum setið örugg á okkar þúfu og grætt á blóði og tárum annarra þjóða án þess að láta okkur bregða. Á sama tíma og Bandaríkin hafa þá stefnu að sporna af aiefii við verðbólgUj og „hlekkja saman kaupgjald og afurðaverð“, höfum við gefið öllu lausan tauminn". Já, rétt er nú það. En var ekki . kaupgjald og afurðaverð „hlekkjað saman“, í gengislög- unum sællar minningar fyrir þremur árum? Og hver hindr- aði, að svo yrði áfram? Var það eklti flokkur Jóns Eyþórssonar sjálfs, Framsóknarflokkurinn? Fékk hann ekki ákvæðin um af- urðaverðið, sem „hlekkjuðu“ það „saman“ við kaupgjaldið^ tekin út úr gengislögunum strax í árslok 1939, til þess .að geta, með hjálp Sjálfstæðis- flokksins og í kapphlaupi við hann, byrjað að sprengja það upp langt umfram allt annað, með þeim afleiðingum, sem nú eru komnar á daginn: að kjöt- verðið hefir nú hækkað meira en 400% ,og nýmjólkurverðið meira en 300% síðan ófriðurinn hófst, þó að kaupgjaldið hafi ekki hækkað nema um það bil 150%? Og svo kemur þessi Framsóknarlegáti og þykist vera þess umkominn, að vera með harmagrát í Tímanum út af því, að við skulum hafa „gef- ið öllu lausan tauminn“ í stað þess að „hlekkja saman kaup- gjald og afurðaverð“, eins og Bandaríkin séu að hugsa um að gera! „Freia“ Mfais daglega nýtt í flestum kjötbúðum bæjarins. HÚSMÆÐUR! Munið „Freiaa fiskfars

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.