Alþýðublaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. september 1942 A«listlnn opnar kosningaskrifstofu f Alþýðuhiisinu við Hverfisgðtu f dag Á 2. hæð (í herbergi gegnt Alþýðublaðinu) eru veitt- ar upplýsingar vegna kjörskrár og fyrirgreiðsla vegna kosn- ingar utan kjörstaðar, bæði fyrir Reykjavík og utanbæjar. Sími 2931. — Skrifstofan opin frá kl. 10—12 og 1—7. Á efstu hæð upplýsingar fyrir starfslið og aðra flokks- menn. Sími 5020, skrifstofan opin 10—12 og 3—7. — Al- þýðuflokksmenn, mætið á kosningaskrifstofunni og byrjið þegar að vinna fyrir A-Iistann! Kosninganefndin. HANNES ÁHORNINU Framh. af 5. síðu. þá lystir í búðunum. Hann segir, að þeir hafi keypt upp eldspýturn- ar í vetur, ,þegar þær gengu upp — og eins segir hann að þeir hafi keypt upp silkisokkaha, þegar þeir seldust upp. „GAMLI NÓI" í Keflavík heimtar fullkomið verzlunarfrelsi, en ekki nein bannsett höft. Sjáðu til, vinur! Hermennirnir hafa ekk- ert til að selja — það, sem þeir kunna að hafa, á herinn! — Svo eru það tollarnir og allt það, bú skilur. KONA SKRIFAK: „Ég er sam- mála „Sjómanni", Hannes á horn- inu lætur enginn fara fram hjá sér. En ósammála um að pistlar „L" hafi verið of langir, þ. e. a. s. máske of langir fyrir Hannes á horninu. Henni tekst betur en öðr- um að kpma miklu efni fyrir í fá- um orðum, máske meinar ,Sjómað- urinn" það, er hann talar um hundavaðið. En mjakast þjóðin ^samt ekki áfram? Fyrir löngu var sagt: „hundalogik". Þetta sögðu þeir, sem vildu vera riddaralegir við konur, hinir sögðu „kvenna- logik", nútíma „Sjómaður" segir „neftóbakslogik". 3>að er framför og bjart yfir íslenzku þjóðlífi! Ég vildi að „L" kæmi aftur, það er margra ósk." UNGFRÚ „L" mun ekki koma aftur að sinni. Það hefír húntil- kynnt mér hátíðlega.- Hannes á horninu. Bókin, sem beðið var eftir. Hösií i Hlírtinni. eftir W. Somerset Maugham. Ein af nýjustu skáldsögum hans og af mörgum talin hin snjallasta, sem þessi heimsfrægi enski rit- höfundur hefir skrifað, komin út á írlenzku. — Kostar aðeins kr. 8,50. GEYSISÚTGÁFAN Matarstell 12 manna með 60 diskui» 170 krónur. — Kaffistell 12 manna kr. 77.50. — Matskeiðar og gafflar 1,50. Teskeiðar 1 kr. — Nýkomið. Jgjfi K. Einarssoti & Björnsson Bankastræti 11. Okkur vantar eldri mann eða ungling til aðstoðar við afgreiðslu á bensínstöð. Bifreiðastöð Steindórs NIMITZ OG GHORMLEY. Framh. af 5 s.íðu. en skömmu síðar var hann kom inn á sinn stað og hélt fram sínu máli, sagðist þurfa að fá fleiri flugvélaskip. Nimitz kann vel að meta vel unnin verk og klappar mönnum sínum á öxlina þegar þeir vinna vel. Lengsta ræðan, sem hann hefir haldið, var eftir Midway- orrustuna, sem hann undirbjó. Þá fengu allir hrósyrði. Rétt er að geta þess, að þeg- ar hann talaði við blaðamann í júní, og tók á móti þeim í kaf- bát, spurðu þeir hann hverju hann spáði um Kyrrahafsorr- ustuna og úrslit hennar. Hann svaraði með aðeins einu orði: „Hoomanawanui". Það er hawai-mál og þýðir: „Látið tímann skera úr því". Hyodill, blað nnora jafnaðarmanna, hef- nr gongu sína á ný. KYNDILL, blað Sambands ungra jafnaðarmanna, kom út í morgun. Kyndill var gefinn út fýrir nokkrum árum í tímaritsformi, en nú er hann í blaðsformi, og er til ætlazt, að hann komi einu sinni í mánuði að minnsta kosti. í þessu fyrsta tölublaði eru eftirtaldar greinar: Ávarp rit- nefndárinnar, en í henni eiga sæti Eyjólfur Jónsson og Fxið- finnur Ólafss., forseti S.U.J., og Ragnar Jóhanness. 'cand. mag. Hvenær verður æskulýðshöllin í Reykjavík reist? eftir Eyjólf Jónsson, upphaf greinaflokks um Alþjóðasamböndin og klofn- inginn í vérkalýðshreyfingunni, eftir Gunnar Vagnsson, Hverj- um getur þú treyst? Húsnæðis- vandræðin í Reykjavík og að- gerðaleysi stjórnarvaldanna, í<- haldsflokkurinn klofnar o. fl. Alþýðublaðið skorar á alla Alþýðuflokksmenn og alla Boðvar Jónsson póst nr niræðnr. BÖÐVAR JÓNSSON fyrr- verandi póstur, Bakkastíg 1 hér í bænurrí, varð níræður á sunnudag. Hann var jæddur að Belgsholti í Melasveit í Borg- arfirði. Böðvar Jóhsson hefir gegnt mörgum störfum um ævina, stundað alla algenga vinnu, bæði sem sjómaður og verka- maður. En auk þess var hann póstur um margra ára skeið á leiðinni milli Vopnafjarðar og Raufarhafnar og einnig að Skinnastað í Öxarfirði. Síðar gerðist hann starfsmaður við Bókaverzlun Sigurðar Krist- jánssonar, en hætti því er Sig- urður seldi hana. Stundaði Böðvar mjög bóksölu fyrir hann. Böðvar Jónsson er enn hinn ernasti. Hann er stakasta Ijúf- mennij vel gefinn og fróður; og nýtur vináttu margra manna. Munu margir á níræðisafmæli hans hafa sent honum hlýjar, hamingjuóskir og þakklæti fyr- ir góða kynningu. Tvísaga í einn og sama tolublaði Nálflutningur Þióðviljans. ÞJÓÐVILJINN bar þess mjög greinilegan vott á sunnudaginn, hve gersamlega skeytingarlaus hann er um það, hvort það, sem hann segir, er satt eða logið, . Á fyrstu síðu blaðsins stóð: „Alþýðublaðið hefir ráðizt heiftarlega á Dagsbrún fyrir að hafa ekki gert verkfall í setu- liðsvinnunni". Og á þessari lygi hefír Þjóðviljinn tönnlazt nokkra undanfarna daga. En á þriðju síðu blaðsins stóð: „Alþýðublaðið treystir sér ... ekki til þess að mæla með verkfallsleiðinni í þessu máli". Þarna varð Þjóðviljinn tví- saga í sama tölublaðinu. Það, sem hann fullyrti á fyrstu síðu, var tekið aftur á þriðju síðu, Þannig er málflutningur Þjóð- viljans. Svö mikið fát hefir gripið kommúnistablaðið í klíp- unni, sem það er komið í út af svikum kommúnista við / mál- stað verkalýðsins í deilunrti um valdboð setuliðsins og út af undirlægjuskap þeirra við hið erlenda vald. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna band ungfrú Þóranna Sveinbjörns dóttir, Ljósvallagötu 12 og Óskar Júlíusson, Sólvallagötu 7A og er heimili þeirra þar. frjálslynda æskumenn í landinu að taka vel þessu nýja máígagni ungra jafnaðarmanna. Kyndilí á að verða baráttublað alls ungs alþýðufólks til sjávar og sveita. Þórður Björnsson. Þórðnr Bjornsson verbamaður sjotng nr i gær. fyÓRÐUR BJÖRNSSON, *^ verkamaður, Hverfisgötu í Hafnarfirði, varð sjötugur í gær. •Hann er fæddur 21. septem- ber. 1872 að Galtarlæk í Bisk- upstungum. Foreldra sína missti Þórður ungur, en ólst upp í Króki í sömu sveit, unz hann fluttist til Hafnarfjarðar 1898, én þar hefir hann búið síðan. Þórður er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Þorbjörgu Jónsdóft- ur mi'ssti hann 1924 en kvæntist annað sinn núlif andi konu sinni, Ingveldi Bjarnadóttur, ættaðri úr Selvogi, árið 1926.. Þórður hefir fengizt við alls konar störf og í hvívetna- getið sér hið bezta orð fyrir samvizku- semi og dugnað. Hann er'einn þeirra alþýðumanna, sem vekur athygli með daglegri framkomu sinni, þótt ekki sé með ysi há- vaðamannsins, heldur með prúðmannlegri framkomu og yfirlætisleysi hins, grandvara manns. Ég, sem þessar.: Jínur rita, hef i um nokkurra ára skeið haft kynni af Þórði, og ávallt hefir hann komið mériþann veg fyrir sjónir, að þar; ;sé,¦&,,|erð maður, sem sé heilsteyptur i bg trúr hugsjónum sínum, i enda hygg ég það ekkiiofmælt,, að þar eigi alþýðusamtökin; .örugg- an hlekk í baráttunni. Gæti hann ogsagt hinum yngrimargt sem þeim gæti orðið nokkurt vegan^ti, um baráttu alþýð- unnar, frá því að samtök henn- ar hófust. >: Veit ég og, að fátt mundi fremur gleðja Þórð, en það, að æskan í landinu vinni ötullega að framgangi og sigri jafnaðar- stefnunnar, og að friður, rétt- læti og bróðurhugur megi eflast meðal mannfólksins. Samherjar og kunningjar Þórðar munu áreiðanlega hafa minnzt hans á þessum merku tímamótum. Vinur. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman i hjóna bapd ungfrú Giíðrún Gísladóttir, Suðurpól, og SváVar Gíslason bif- reiðarstjóri, Seljalandsstíg 14. KiPITOLi er komin f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.