Alþýðublaðið - 22.09.1942, Síða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1942, Síða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. september 1942 A»llstinn opnar kosningaskrifstofu f Alþýðuliilsina við Hverfisgðtu I dag Á 2. hæð (í herbergi gegnt Alþýðublaðinu) eru veitt- ar upplýsingar vegna kjörskrár og fyrirgreiðsla vegna kosn- ingar utan kjörstaðar, bæði fyrir Reykjavík og utanbæjar. Sími 2931. — Skrifstofan opin frá kl. 10—12 og 1—7. Á efstu hæð upplýsingar fyrir starfslið og aðra flokks- menn. Sími 5020, skrifstofan opin 10—12 og 3—7. — Al- þýðuflokksmenn, mætið á kosningaskrifstofunni og byrjið þegar að vinna fyrir A-listann! Kosninganef ndin. HANNES Á HORNINU Framh. af 5. síðu. þá lystir í búðunum. Hann segir, að þeir hafi keypt upp eldspýturn- ar í vetur, ,þegar þær gengu upp — og eins segir hann að þeir hafi keypt upp silkisokkana, þeghr þeir seldust upp. „GAMLI NÓI“ í Keflavík heimtar fullkomið verzlunarfrelsi, en ekki nein bannsett höft. Sjáðu til, vinur! Hermennirnir hafa ekk- ert til að selja — það, sem þeir kunna að hafa, á herinn! — Svo eru það tollarnir og allt það, bú skilur. KONA SKRIFAR: „Ég er sam- mála „Sjómanni“, Hannes á horn- inu lætur enginn fara fram hjá sér. En ósammála um að pistlar „L“ hafi verið of langir, þ. e. a. s. máske of langir fyrir Hannes á horninu. Henni tekst betur en öðr- um að kpma miklu efni fyrir í fá- um orðum, máske meinar ,Sjómað- urinn“ það, er hann talar um hundavaðið. En mjakast þjóðin 'samt ekki áfram? Fyrir löngu var sagt: „hundalogik“. Þetta sögðu þeir, sem vildu vera riddaralegir við konur, hinir sögðu „kvenna- logik“, nútíma „Sjómaður“ segir ,,neftóbakslogik“. Það er framför og bjart yfir íslenzku þjóðlífi! Ég vildi að ,,L“ kæmi aftur, það er margra ósk.“ UNGFRÚ „L“ mun ekki koma aftur að sinni. Það hefir hún til- kynnt mér hátíðlega. Hannes á horninu. NIMITZ OG GHORMLEY. Framh. af 5 s.íðu. en skömmu síðar var hann kom inn á sinn stað og hélt fram sínu máli, sagðist þurfa að fá fleiri flugvélaskip. Nimitz kann vel að meta vel unnin verk og klappar mönnum sínum á öxlina þegar þeir vinna vel. Lengsta ræðan, sem hann hefir haldið, var eftir Midway- orrustuna, sem hann undirbjó. Þá fengu allir hrósyrði. Rétt er að geta þess, að þeg- ar hann talaði við blaðamann í júní, og tók á móti þeim í kaf- bát, spurðu þeir hann hverju hann spáði um Kyrrahafsorr- ustuna og úrslit hennar. Hann svaraði með aðeins einu orði: „Hoomanawanui“. Það er hawai-mál og þýðir: „Látið tímann skera úr því“. blað nngra jafoaðarmaDna, hef- nr gðngu sína ð ný. KYNDILL, blað Sambands ungra jafnaðarmanna, kom út í morgun. Kyndili var gefinn út fyrir nokkrum árum í tímaritsformi, en nú er hann í blaðsformi, og er til ætlazt, að hann komi einu sinni í mánuði að minnsta kosti. í þessu fyrsta tölublaði eru eftirtaldar greinar: Ávarp rit- nefndarinnar, en í henni eiga sæti Eyjólfur Jónsson og Frið- finnur Ólafss., forseti S.U.J., og Ragnar Jóhanness. cand. mag. Hvenær verður æskulýðshöllin í Reykjavík reist? eftir Eyjólf Jónsson, upphaf greinaflokks um Alþjóðásamböndin og klofn- inginn í vérkalýðshreyfingunni, eftir Gunnar Vagnsson, Hverj- um getur þú treyst? Húsnæðis- vandræðin í Reykjavík og að- gerðaleysi stjórnarvaldanna, í- haldsflokkurinn klofnar o. fl. Alþýðublaðið skorar á alla Alþýðuflokksmenn og alla Bððvar Jónsson pðst nr níræðnr. BÖÐVAR JÓNSSON fyrr- verandi póstur, Bakkastíg 1 hér í bænwrn, varð níræður á sunnudag. Hann var fæddur að Belgsholti í Melasveit í Borg- arfirði. Böðvar Jónsson hefir gegnt mörgum störfum um ævina, stundað alla algenga vinnu, bæði sem sjómaður og verka- maður. En auk þess var hann póstur um margra ára skeið á leiðinni milli Vopnafjarðar og Raufarhafnar og einnig að Skinnastað í Öxarfirði. Síðar gerðist hann starfsmaður við Bókaverzlun Sigurðar Krist- jánssonar, en hætti því er Sig- urður seldi hana. Stundaði Böðvar mjög bóksölu fyrir hann. Böðvar Jónsson er enn hinn ernasti. Hann er stakasta ljúf- menni, vel gefinn og fróður og nýtur vináttu margra manna. Munu margir á níræðisafmæli hans hafa sent honum hlýjar hamingjuóskir og þakklæti fyr- ir góða kynningu. Tvísaga í einu og sama tölnblaði Málflutniogur Þjóðviljans, ÞJÓÐVILJINN bar þess mjög greinilegan vott á sunnudaginn, hve gersamlega skeytingarlaus hann er um það, hvort það, Sem hann segir, er satt eða logið. Á fyrstu síðu blaðsins stóð: „Alþýðublaðið hefir ráðizt heiftarlega á Dagsbrún fyrir að hafa ekki gert verkfall í setu- liðsvinnunni“. Og á þessari lygi hefir Þjóðviljinn tönnlazt nokkra undanfarna daga. En á þriðju síðu blaðsins stóð: „Alþýðublaðið treystir sér . . . ekki til þess að mæla með verkfallsleiðinni í þessu máli“. Þarna varð Þjóðviljinn tví- saga í sama tölublaðinu. Það, sem hann fullyrti á fyrstu síðu, var tekið aftur á þriðju síðu, Þannig er málflutningur Þjóð- viljans. Svo mikið fát heíir gripið kommúnistablaðið í klíp- unni, sem það er komið í út af svikum kommúnista við mál- stað verkalýðsins í deilunni um valdboð setuliðsins og út af undirlægjuskap þeirra við hið erlenda vald. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna band ungfrú Þóranna Sveinbjörns dóttir, Ljósvallagötu 12 og Óskar Júlíusson, Sólvallagötu 7A og er heimili þeirra þar. frjálslynda æskumenn í landinu að taka vel þessu nýja málgagni ungra jafnaðarmanna. Kyndill á að verða baráttublað alls ungs alþýðufólks til sjávar og sveita. Þórður Björnsson. Mrðar Björnsson verkamaðnr sjötng nr i gær. H ÓRÐUR BJÖRNSSON, verkamaður, Hverfisgötu í Hafnarfirði, varð sjötugur í gær. Hann er fæddur 21. septem- ber. 1872 að Galtarlæk í Bisk- ■upstungum. Foreldra sína missti Þórður ungur, en ólst upp í Króki í sömu sveit, unz hann fluttist til Hafnarfjarðar 1898, en þar hefir hann búið síðan. Þórður er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Þorbjörgu Jónsdóft- ur missti hann 1924 en kvæntist annað sinn núlifandi konu sinni, Ingveldi Bjarnadóttur, ættaðri úr Selvogi, árið 1926.. Þórður hefir fengizt við alls konar störf og í hvívetna- getið sér hið bezta orð fyrir samvizku- semi og dugnað. Hann er‘einn þeirra alþýðumanna, sem vekur athygli með daglegri framkomu sinni, þótt ekki sé með ysi há- vaðamannsins, heldur með prúðmannlegri framkomu og yfirlætisleysi hins grandvara manns. Ég, sem þessar línur rita, hefi um nokkurra ára skeið haft kynni af Þórði, og ávallt hefir hann komið mér þann veg fyrir sj ónir, að þar sé á ferð maður, sem sé heilsteyptur og trúr hugsjónum sínum, ■ enda hygg ég það ekki ofmælt, að þar eigi alþýðusamtökin örugg- an hlekk í baráttunni. Gæti hann og sagt hinum yngri margt sem þeim gæti orðið nokkurt veganesti, um baráttu alþýð- unnar, frá því að samtök henn- ar hófust. Veit ég og, að fátt mundi fremur gleðja Þórð, en það, að æskan í landinu vinni ötullega að framgangi og sigri jafnaðar- stefnunnar, og að friður, rétt- læti og bróðurhugur megi eflast meðal mannfólksins. Samherjar og kunningjar Þórðar munu áreiðanlega hafa minnzt hans á þessum merku tímamótum. Vinur. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman i hjóna band ungfrú Guðrún Gísladóttir, Suðurpól, og Svavar Gíslason bif- reiðarstjóri, Seljalandsstíg 14. KAPIT0L4 er konin i bókabúðir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.