Alþýðublaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.09.1942, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 22. september 1942 ALJÞYÐUBLAÐIÐ 7 \ Bærinn í dag. \ Næturlæknir er Kjartan Ólafs- son, Lækjargötu 6B, sími 2614. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. 56 ára er í dag Sigurður Guðmundsson, kaupmaður, Hverfisgötu 34, Hafn- arfirði. Kirkjuritiff. 6.—7. hefti er nýkoniið út. Efni ritsins er: Sálmur eftir Valdimar V. Snævarr skólastjóra. Kvöldsálm ur bama eftir Einar M. Jónsson. Striðskirkja Noregs eftir Ásmund Guðmundsson prófessor. Séra Páll Hjaltalín Jónsson prófastur efti.r aéra Svein Víking. Lítil athuga- semd eftir séra Guðmund Einars- son. Sálmur eftir Hugrúnu. Játn- ing mín eftir séra Valgeir Helga- son. Prestastefnan 1942 eftir séra Svein Víking. Ávarp og yfirlits- skýrsla eftir Sigurgeir Sigurðsson biskup. — Skálholtskirkja eftir Einar Sigurfinnsson bónda. Á kristniboðsakrinum eftir séra Jó- hann Hannesson. Séra Þorstei’.ui Ástráðsson eftir síra Sigurð Lárus- son. Faðirinn stendur við stýrið eftir Snorra Sigfússon skólástjóra. Guðsþjónustusöngur eftir séra'Sig- trygg Guðlaugsson. Dr. Kristian Schilderup eftir síra Sigurbjöm Á. Gíslason. Mikil loftárás á Munchen. I London, í gærkvöldi. ALLMARGAR af 4-hreyfla flugvélum Breta gerðu að faranótt suimudags mikla árás á Mímhen í Bæheimi. Er þetta iengsta árás, sem gérð hefir ver íð í þessum mánuði, en alls hafa verið gerðar árásir á níu borgir Þýzkalands og yfir 5000 smá- lestrnn kastað á þær. í árás þessari og annarri, sem gerð var á Saar, misstu Bretar 10 flugvélar. Hafa þeir alls misst 80 flugvélar í síðustu viku, en gert margar geysiharð ar sprengjuárásir á þýzkar iðn- borgir. STokbar verkalýðsfélðg ræða dýrtiðarmálin. AMIÐVIKUDAGINN var að tilhlutun Verkamanna félagsins Dagsbrún haldin ráð- stefna til þess að ræða, hvern- ig samtök launþega gætu snú- izt við hinni auknu dýrtíð. Ráðstefnuna sátu fulltrúar eftirtaldra félaga: Verkamanna félagið Dagsbrún, Iðja, félag vérksmiðjufólks, Félag bifvéla- virkja, Rafvirkjafélag Reykja- víkur, Málarasveinafélag Reykjavíkur, Múrarafélag Reykjavíkur, Félag blikksmiða, Sveinafélag ihúsgagnasmiða, Fé lag járniðnaðarmanna, Bakara- sveinafélag íslands, Klæðskera- félagið „Skjaldborg11, Sveinafé- lag veggfóðrara, Rakarasveina- félag Reykjavíkur, Starfs- stúlknafélagið ,,Sókn“, Þvotta- kvennafélagið ,,Freyja“, Stétt- arfélag barnakennara í Reykja- vík, Samband íslenzkra barna- kennara, Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði. Eftirfarandi ályktun var sam þykkt /af ráðstefnunni: „Undanfarið hefir verð á nauðsynjavörum almennings hækkað svo mjög, að til vand- ræða horfir fyrir alla launþega. Mjólkurlítrinn kostar nú kr. 1,50, kindakjöt kr. 7,30—8,80 kílógrammið og búast má við enn meiri hækkun landbúnað- arafurða. Allar aðrar nauð- synjavörur ^hafa stigið stórlega í verði og braskið með hús og húsaleigu er komið út fyrir ölþ skynsamleg takmörk. Undanfarin ár hafa launþeg- arnir orðið að þola gengisskerð- ingu, hækkaða tolla á nauð- synjavörum, lögbundið kaup- gjald og vísitölu, sem af öllum almenningi er álitin allt of lág. Enda þótt launþegarnir hafi á þessu ári fengið verulegar grunnkaupshækkanir og vinna hafi verið mikil, er nú sVo komið, að tekjur þeirra hrökkva varla til brýnustu út- gjalda heimilanna. Engu að síður er það ómót- FUNDUR Starfsstúlknaféíagið Sókn heldur fund n. k. mið- vikudag, 23. þ. m., kl. 9 síðdegis að Amtmannsstíg 4. Til umræðu: 1. Kaupgjaldsmál. 2. Kosning fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Áríðandi að fjölmenna. STJÓRNIN SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförmi. Höfum 3—4 skip í fönim. Tiíkynningar um vðru- sendingar sendist Golliford’s Assoeísted Lines, Ltd. 26 LONDON STFtEET, KLKKtX1 VT OOS mælanleg staðreynd, að á síð- ustu árum hafa tiltölulega fáir menn í landinu auðgazt gífur- lega og óhóflegur hluti þjóðar- teknanna lent í þeirra höndum. Þess vegna hafa þeir getað keypt upp lönd og lóðir, hús og aðrar fasteignir. Þannig hefir kjörorð valdhafanna í stríðs- byrjun um, að „eitt slcyldi yfir alla ganga“ í reyndinni orðið að hreinasta öfugmæli. Sú hætta vofir nú yfir, að aukning dýrtíðarinnar verði svo skefjalaus, að kauphækkanir launþeganna verði að engu gerðar og að í landinu skapist óviðráðanlegt öngþveiti. Þess vegna álítur ráðstefnan, að samtök launþeganna í Reykjavík og um land allt verði að hefja öflugt samstarf • til þess að stemma stigu fyrir þessari hættu. Ráðstefnan vill því hvetja stjórnir þeirra launþegasam- taka, er sótt hafa ráðstefnuna, til að leggja störf og samþykkt- ir hennar fyrir félög sín og fá þau til þess að beita sér fyrir eftirtöldum ráðstöfunum, er lagðar verði fyrir næsta al- þingi: Stríðsgróðinn verði tekinn í vörzlur ríkisins og notaður til eflingar nauðsynlegustu at- vinnuvegum landsins. Fast grunnverð landbúnaðar- afurða verði ákveðið með sam- komulagi við bændur og hækki það samkvæmt vísitölu. Tollar á nauðsynjavörum verði afnumdir meðan stríðið varir. , Kaupgjald launþega verði samræmt um land allt með frjálsum samningum við laun- þegasamtökin og dýrtíðarvísi- talan endurskoðuð og leiðrétt. Róttækar ráðstafanir verði gerðar til þess að taka fyrir hvers konar brask á eignum landsmanna. Ríkið taki í sínar hendur alla utanríkisverzlun meðan stríðið stendur yfir og hafi strangt eft- irlit með vöruverði. Hafið verði samstarf ríkis- valdsins og launþegasamtak- anna um hagnýtingu vinnuafls þjóðarinnar. Ráðstefnan ályktar að kjósa níu manna nefnd, er komi sam- þykktum ráðstefnunnar áleiðis til samtaka launþeganna í Reykjavík og Hafnarfirði og til Alþýðusambands íslands og kalli saman aðra ráðstefnu áð- ur en næsta alþing kemur sam- an.“ „Sameiginleg ráðstefna stétt- arfélaga launþega í Reykjavík og Hafnarfirði álítur það óhjá- kvæmilega nauðsyn, að grund- völlur og framkvæmd dýrtíðar- vísitölunnar verði endurskoðuð án tafar. Ráðstefnan skorar á ríkis- stjórnina að taka nú þegar tvo fulltrúa launþegasamtakanna til þátttöku í útreikningi vísi- tölunnar. Felur ráðstefnan nefnd þeirri, er kosin hefir verið, að tilnefna þessa menn og bera á- skorunina fram við ríkisstjóm- ina.M mm Jarðarför PÁLS JÓNSSONAR / \ fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudagimi 23. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hans Karlagötu 5 kl. 1% e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Aðstandendur. Innilegt þakklæti færinn við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR ÁRNASONAR, kaupmanns, Hafnarfirði. Gíslína Gísladóttir og börn. Gapfræðaskóli Reykjvíkiiiga verður settur miðvikudaginn 23. þ. m. í Baðstofu Iðn- aðarmanná, kl. 2 e. h. Kennarafundur að aflokinni skólasetningu. Nokkrar stúlkur vantar okkur nú þegar og 1. október Kexverksmiðjan ESJA h.f. Símar 3600 og 5600 Vaatar hó pepr stðlku á kaffistofn. # Afgreiðsla Alfiýðnblaðsins vlsar á. Stúlku s vantar að Hótel Borg. Herbergi getur komið til greina. s Upplýsingar í skrifstofnnm. V S s s s s s Atkvæðagreiðsla um heimild til vinnustöðvunar meðal togarasjómanna ^ innan Sjómannafelags Hafnarf jarðar hefst í dag kl. 10 ^ á skrifstofu félagsins og stendur til kl. 22 og miðviku- ? ^ dag 23. sept. á sama tíma. t Hafnarfirði 22. sept. 1942. Stjórn Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Atkvæðagreiðsla j um heimild til vinnustöðvunar meðal togarasjómanna ^ innan Sjómannafélags Reykjavíkur hefst í dag kl. 10 S á skrifstofu félagsins og stendur til kl. 22 og miðviku- ‘ dag 23. sept. á sama tíma. Reykjavík 22. sept. 1942. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.