Alþýðublaðið - 22.09.1942, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.09.1942, Qupperneq 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ TAK£N COMPLETELV Off GUARD, THE &G PLANJE I? CAUOHT POINT-SLANK BY THE HEAVY ACK-ACK FIPE, . . 7-rr------------i----- Þeir skjóta á hana í dauða- færi og hún springur í loft upp um leið og hún fellur til jarðar. Curly: Þetta er gildra! Þeir eru Japanir! Stormy: Gefðu henni benzín, Örn. Eini möguleiki okkar er að komast sem hæst upp. Þriðjudagur 22. september 1942 MYNDA- SAGA. Fyrsta flugvélin, sem lendir, á sér einskis ills von, iþegar Japanirnir hefja skothríð á hana. JARNARBiOI Rebekka eftir hinni frægu skádsögu Daphne du Maurier. Aðalhlutverk: Joan Fontaine. Laurence Olivier. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. SKOTI einn, sem var banka- stjóri í London, fór til Skotlands í sumarleyfinu. Rétt áður en hann lagði af stað, hitti enskur vinur hans hann að máli. / „Jæja, Mac“, sagði hann. „Hver gegnir störfum þínum á meðan þú ert í burtu? Einhver annar séður Skoti ,eða hvað?“ „Nei, nei“, svaraði banka- stjórinn. „Það verða tveir Eng- lendingar“. T SAMKVÆMI, þar sem Voltaire var staddur, skemmtu menn sér við að bera fram spurningar, sem átti að svara samstundis. Einn gest- anna spurði Voltaire, hver mun- ur væri á fallegri konu og úri. „Úrið minnir á tímann, en konan lætur oss gleyma hon- um,“ svaraði hann. VT ASREDDIN Persakonung- ^ ur var einu sinni staddur í París og boðið að horfa á veð- reiðar. Hann þakkaði fyrir gott boð og sagði: „Ég hefi aldrei efazt um, að einn hestur getur hlaupið hraðar en annar, en mér stendur alveg á sama, hver hesturinn er fljótastur.“ Öðru sinni var honum haldið stórt gildi. Þegar byrjað var að dansa, var hann spurður að því, hvort hann vildi ekki taka þátt í dansinum. „Nei,“ svaraði hann. „Þessa stritvinnu látum vér þræla vora gera í voru landi.“. S m&m NÝJA BIO hafði tapað á hinum staðnum. Eg sagði þeim, að þeir 'ættu ekki að safna fjársjóðum, sem mölur og ryð fengju grandað og náði af þeim laglegri upphæð á fáeinum dögum. Þá sagði gamli sauðurinn (ég man ekki, hvað hann hét, en hann var prestur) við mig, að ég væri að gera heimili sitt að spilavíti og kvaðst ekki vilja hafa mig í sín- um húsum einum degi lengur. Burt fór ég þaðan og nú var ég heima í sex mánuði. Það var ó- skemmtilegur tími. Samtalið truflaðist nú við það, að ungfrú Pála kom inn. — Þú sérð, að við erum orðn- ir kunningjar, sagði Berta. — Georg hefir lag á því að afla sér kunningja, sagði Pála frænka. Hann er ákaflega mál- reifur piltur. Hvernig líður þér, Lothario? — Ágætlega, Belinda, svar- aði hann og vafði handleggjun- um um háls hennar. — Þú ert mesti órabelgur. Ég átti yon á, að þú kæmir hingað eins og iðrandi syndari. En það er nú eitthvað annað. Eg bjóst við, að þú yrðir bæði þögull og hlédrægur. — Kæra Pála mín! Þú mátt krefjast af mér alls annars en þess, að ég sé þögull. Þú veizt, að móðir þín hefir beðið mig að líta eftir þér? — Eg hefi gaman af því, að litið sé eftir mér. Og ætlar Berta að hjálpa þér? — Ég hefi verið að hugsa málið, sagði Pála frænka, — og eina leiðin til þess að sjá um, að þú gerir ekkert af þér held ég sé sú, að láta þig vera hjá mér á kvöldin. Þú ættir því að fara heim núna og hafa fata- skipti. Og ég veit, að bezta skemmtun þín er að hafa fata- skipti. Meðan þetta samtal fór fram, varð Berta þess vör, að Gerald hafði ekki af henni augun. Það var ekki hægt að komast hjá því að sjá aðdáun piltsins. — Strákurinn hlýtur að vera bandvitlaus, hugsaði hún, en hún gat þó ekki varizt því að vera ofurlítið hreykin. •— Hann hefir verið að segja mér hræðilegar sögur, sagði hún við ungfrú Pálu, þegar hann var farinn. — Ég vona, að þær séu ekki sannar. —'Þú verður nú að kunna að draga frá, þegar Gerald er að tala við þig. Hann ýkir hræði- lega, og allir ungir piltar reyna að leika Byron nú á ,dögum. Reyndar gera fullorðnir karl- menn það líka. — Hann er svo unglegur, að ég trúi því varla, að hann geti verið mjög spilltur. — Jæja, vina mín, þáð er nú samt enginn vafi um stofu- þernuna. Þar eru nægar sann- anir fyrir hendi. Ég veit, að ég ætti að vera reið og byrst við hannj en flestir eru orðnir svo dyggðugir nú á dögum, að und- antekningarnar eru skemmti- legar. Hann er líka ungur og á ef til vill eftir að stillast. Eng- lendingar eru þannig gerðir, að þeir fara hratt af stað, en þeg- ar þeir fara að eldast, stillast þeir, fara löturhægt og eignast konu og seytján börn. — Hann hefir falleg augu og fallegt hár. — Vina mín. Það er ekki hægt að neita því, að hann virð- ist skapaður til þess að sigra hjörtu kvenna. Og aldrei er hann eins ómótstæðiiegur, eins og þegar hann er að segja prakkarasögur af sjálfum sér. Berta fór til herbergis síns og leit í spegilinn. Því næst fór hún í bezta kvöldkjólinn' sinn. — Hamingjan góða! sagði Pála frænka. — Þú hefir farið í þetta Geralds vegna. Þú gerir drenginn frávita. Þú veizt, að hann þolir ekki mikið. — Hann er eini maðurinn, sem ég get haldið mér til fyrir, svaraði hún sakleysislega. XXIX — Þú ert búin að gera Ger- ald ástfanginn af þér, sagði Pála frænka við Bertu einum eða tveim dögum seinna. — Hann hefir trúað mér fyrir því, að þú sért alveg töfrandi. — Hann er mjög laglegur piltur, sagði Berta hlæjandi. Ekki gat hjá því farið, að hin augsýnilega aðdáun piltsins Friðarvinur á flótta. (Everything Happens at Night) Aðalhlutverkið leikur skautadrottningin Sonja Henie, ásamt Ray Milland og Robert Cummings. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ylli því, að henni geðjaðist bet- ur að honum, og hún hafði gam- an af því, þegar hann starði á hana. Hann elti hana með aug- unum, hvert sem hún fór, horfði stundum á hálsinn á | henni, stundum á armana og stundum á hendurnar. Fáir Englendingar líta annars staðar á konu, en á andlitið. Það er eins og þeir hafi ekki hugmynd um, að hendurnar getg líka ■ GAMLA BtG ■ Ævintýri f hveonaskóla. (The Story of Forty little Mothers) Eddie Cantor Judith Anderson Bonita Granville Sýnd kl. 7 og 9. F ramhaldssýning kl. 3V2—6V2. DULARFULLA SKIPATJÓNID. Nick Carterleynilögreglu- mynd. Bönnuð börnum innan 12 ára. verið yndislegar. — Veiztu ekki, að það er ó- kurteisi að horfa svona? sagði hún einu sinni hlæjandi og sneri sér að honum. — Ég bið afsökunar. Ég vissi ekki, að þú hefðir gefið mér gætur. — Ég var ekki að því, en ég sá það' samt. Hún brosti mjög töfrandi brosi og augu hans leiftruðu. 'tíoLn/ricxstovicx, HÆGKNDIB GÓÐA bláa skó á fótunum. Börnin héldu að þetta hlyti að vera sjónhverfing, en allar efasemd- ir hurfu, þegar asninn fór allt í einu að rymja, svo að börnin hrukku í kút. „Jæja, þetta er nú asninn fljúgandi“, sagði álfurinn. ,,Eg held að það sé bezt, að þið sitj- ið bæði fyrir framan mig“. Þau stigu á bak, og álfurinn settist fyrir aftan þau. „Hott, hott“, kallaði hann til asnans, sem um leið baðaði út báðum vængjunum og sveif upp í loft- ið. Þetta var sannarlega skemmti legt ferðalag! Dóri og Ella héldu sér fast og æptu af fögnuði. Það var ynd- islegt að vera svona hátt uppi í loftinu og sjá öll húsin og engin niðri á jörðu verða æ minni eftir því sem ofar dró. Smám saman herti asninn á fluginu og a$ lokum var ferðin orðin svo geysileg, að börnin urðu að loka augun- um og halda niðri í sér andan um. Svo sáu þau ekkert mark- vert lengur, jafnvel þótt þau gætu opnað augun stundarkorn, því að þau voru komin út yfir hafið. „Ætli við séum ekki farin að nálgast eyjuna?“ kallaði Dóri til Ellu. „Við erum einmitt beint yfir einni eyju,“ sagði álfurinn. Guli asninn lækkaði flugið og sveif léttilega niður á við að lítilli grænni eyju, sem lá í bláu hafinu. Hann blakaði vængjunum æ hægar og hæg- ar, og að lokum settist hann á eyna. „Bíðið þið hérna,“ sagði álf- urinn og steig af baki. „Ég ætla að vita, hvort fóstra ykkar er hérna.“ 1 Hann kom aftur að vörmu spori, en hafði ekki orðið neins vísari. Svo héldu þau aftur af

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.