Alþýðublaðið - 23.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.09.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. sept. 1942. Mkrar saumastúlkur vantar okkur í dömudeildina og hraðsauma- deildina. % : Slæðav. Aadrésar Andréssonar. ÚTGERÐARMENN Tilboð óskast í 156 lóðir, sem nýjar. Réttur áskilinn til að hafna öllum tilboðum. Tilboð sendist fyrir 28. þ. m. í pósthólf 253. — Uppl. hjá Jóhannesi Bjamasyni. Sími 3107. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s Hnseignln Tnnga / s r s /S .. V ; s 't s við Laugaveg ásamt meðfylgjandi eignarlóð og erfða- S festulandi, er til sölu. Með eigninni fylgja stór útihús, ^ sem nota má til hvers konar iðnaðar eða verksmiðju- S reksturs. 3—5 herbergi og eldhús laus til íbúðar 1. ^ október n. k. Semja ber við *rr Sigurgeir Sigurjónsson Hrm., Aðalstræti 8. ^ Trésmiöafélag Reykjavíkur heldur framhaldsaðalfund í Baðstofu iðnaðarmanna fimmtudaginn 24. þ. m. kl. 8% síðd. DAGSKRÁ: 1. Tekin ákvörðun gagnvart ófaglærðum mönnum sem vinna að trésmíðavinnu. 2. Önnur mál. Stjómin. COBRA Skóóúburður. fiólf- 00 bílabón. Faegilögur. FORNRITAÚTGÁFAN Framh. af 4. síðu. hafa gefið út fornrit með staf- setningu, sem honum þókknast að nefna danska? Og ef svo er, hvað verður þá um menn, sem aðhyllast stjómmálaskoðanir, sem ekki hafa átt upptök sín í íslenzkum heila? Hvar eiga þeir heima? Iioks má geta þess, að H. K. L. svarar ekki þremur aðalat- riðum greinar minnar. Hann rökstyður ekki, hver nauður rékur til, að beytt sé máli fornritanna í nútímaútgáfum. Hann minnist ekki á verð hug- sjónaútgáfunnar, og hann getur þess ekki, að útgáfan er brot á landslögum og til hennar stofn- að í því skyni að storka stjóm- arvöldunum. Akureyri, 18. sept. 1942. Halldór Halldórssou. SUEZSKURÐURINN Framh. af 5. síöu. samvinna. Egyptar óskuðu þess að brezkar herdeildir yrðu hjá þeim, til 'þess að vernda skurð- inn. Og þetta verður skiljanlegt þegar þess er gætt, að sátta- semjarinn í þeirri deilu var (mjög gegn vilja sínum) Musso- lini. Mjög merkilegur brezk- egypzkur sáttmáli var undirrit- aður um það leyti, sem her- sveitir Ethiopíu voru að gefast upp fyrir hinum ítalska innrás- arher. Enginn getur efazt um það, að það var Abessiníustyrj- öldin, sem flýtti fyrir samkomu- laginu við Stóra-Bretland. Og enn í dag er allt komið undir hernaðarástandinu. Kathleen Long heldur hljómleika í Gamla Bíó á föstudagskvöld kl. 11,1-5. Blotavelta Kvenfél- ags Ballgrímssóknar á fimmtudaginn. TT'VENFELAG Hallgrímssókn ar heldur hlutaveltu fimmtud. 24. sept. í Í.R.-húsinu liði sínu. í sumar gekkst félagið í kvenfélagi Hallgrímssókn- ar starfa konur, kvikar til verka og samhentar, enda verður ekki með sanni sagt, að þær liggi á liði sínu. í sumar gekst félagið fyrir útiskemmtun í fjársöfnun- arskyni, alveg nýverið hefir fé- lagið komið upj5 sérstaklega myndarlegum basar og nú síð- ast er hlutavelta í Í.R.-húsinu á morgun. Allt þetta eru drjúgir áfang- ar á leið kvenfélagsins að því marki að Hallgrímskirkja rísi hér sem fyrst og með mestum g sóma. Undanfarið hafa ýmsar kon ur leitqð aðstoð samborgaranna | um gjafir til hlutaveltunnar og þá einkum sótt heim í því skyni sölubúðir og önnur verzlunar og iðnfyrirtæki. Yfirleitt hafa þessir aðilar tekið málaleitun kvenfélagsins vel og hafa margir þegar látið af hendi rakna góðar gjafir. Þeir sem eftir eru, eru vinsam- lega beðnir að leggja sitt fram nú í dag, sem er síðasti dagur fyrir hlutaveltuna. Reykvískir fésýslumenn eru þekktir að rausn og hjálpsemi, þegar leitað er til þeirra í sam- skota skyni. Ber það að þakka. En það er líka annar aðili sem gott er að leita til, sem er ríkur af hjálpsemi og næmur á skilning fyrir því góða og gagnlega. Það er reykvísk al- þýða. Hún má sín mikils þegar hún vill. Almenningur hér í bæ hefir þráfaldlega sýnt áhuga fyrir Hallgrímskirkju byggingu og lagt drjúgt að mörkum til styrktar fjársöfnun í því skyni. Þetta hefir einnig komið í ljós í sambandi við þessa hlutaveltu. íj Höldum áfram, tökum höndum saman og leggjum öll eftir á- stæðum fram okkar gjöf á hlutaveltuna í Í.R.-húsinu á morgun, þá verður árangurinn mikill. Gjöfum er veitt móttaka hjá frú Söru Þorsteinsdóttur í Sokkabúðinni í dag og eftir kl. 3 til síðla kvölds í Í.R.-húsinu við Túngötu. Þær konur og stúlkur, sem gætu lagt að mörkum vinnu við hlutaveltuna gefi sig fram á sömu stöðum eða við undirrit- aða. Slík hjálp væri mikils virði og með þökkum þegin. Hallgrímur Pétursson er önd vegis sálmaskáld þjóðarinnar. Hallgrímskirkju er valinn sá staður er ber hátt yfir bæinn. Setjum byggingu hennar í huga okkar ofan við dægurmálin. Þá mun vel takast. Soffía Ingvarsdóttir. Æskan 8—9 hefti .þessa árgangs er ný- j komið út. Efni: Á ævintýraleiðurn, eftir E. Annerstad, Vala fer x s /oit, söguþættir eftir Ragnheiði Jóns- dóttur, Kunningi villidýraveið- anna,. Martin Johnson, Gullfugl- inn, Toppskarfurinn og æðarfugl- inn, Farið vel með dýrto o. m. fl. Arás kommúDista á Verkijrðsfélag Aknrejrrar er al- gjört viitdhögg. Nýir samningar standa yfir við atvinnurekendur KOMMÚNISTAR eru allt af jafnseinheppnir í rógsiðju sinni. Undanfarna tvo daga eru þeir búnir að birta skrautútgáfu af saman- burði um það hvernig samn- inga Alþýðuflokksmenn geri fyrir hönd verkalýðsfélaga og á þetta meðal annars að sanna það, að Dagsbrúnar- menn geti svo sem vel unað við valdboð setuliðsstjórnar- innar. Er sú síðari birting skrautútgáfunnar endurtekn- ing á þeirri fyrri, því að ekki vantar hundavaðsháttinn. Til þess að sanna þetta hefir Þjóðviljinn fundið eitt Alþýðu- sambandsfélag, Verkalýðsfélag- ið á Akureyri og birtir kaup- taxta, sem félagið samdi um við atvinnurekendur áður en gerð- ardómslögin voru afnumin. Hvernig voru samningar þeir sem verkalýðsfélög, og þar á meðal Dagsbrún gerði við at- vinnurekendu ráður en gerðar- dómslögin voru afnumin og fé- lögin bundin af þeim? Síðan lögin voru afnumin hafa félögin sagt upp samning- um og eru nú um land allt að knýja fram kjarabætur. Það er segin saga að þau félög, sem kommúnistar hafa samið fyrir hafa náð verri samningum en hin félögin og dugir í því sam- bandi að vitna til Iðju, þó að Dagsbrún sé alveg sleppt. Er það líka nokkur furða þó að kommúnistar kunni að svín- beygja sig fyrir fleirum en hinu erlenda setuliði, þó að það skuli hins vegar játað að gagnvart því hafi þeir slegið öll sín fyrri met í aumingjaskap og undir- lægjuhætti. Verkalýðsfélag Akureyrar er búið að senda kröfur sínar til atvinnurekenda. Samningar standa nú yfir. HANNES Á HORNINU Framh. af 5. síðu. athugað af bæjarstjórninni, því að málið er þess virði“. ÓLAFUR ERLINGSSON skrifar mér: „Ég rakst á Alþbl. hér á Akur eyri þar sem minnst var á, að æskilegt væri að endurprentaðar væru ýmsar gamlar bækur, t. d. EEi i i >1 „Þormóður44 hleður í dág til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar, Stykki&hólms og Búðardals. — Vörumóttaka fyrir hádegi. - * n V E.s. Dettifoss fer héðan til Pátreksfjarðar, ísafjarðar, Sigluf jarðar og Akureyrar um næstu helgi. Vörur tilkynnist skrifstofu vorri fyrir hádegi á fimmtudag. Félagslíf. Miðvikudaginn 23. þ. m. verður sameiginleg kaffidrykkja að fé- lagsheimili V. R. í Vonarstræti, og hefst kl. 9 e. h. stundvíslega. Afhent verða verðlaun frá badmintonmótunum. Stjórrrin. ^®L MJFUNBÍR$mmKYt1NlMAR TÍIKMWMAR St. EININGIN nr. 14. fundur í kvöld kl. 8 V-i. Haustfagnaður. 1. Böglauppboð. 2. Guðjón Halldórsson: sjálf- valið efni. 3. Dans. 4. Hvað skeður kl. 12? Nefndin. Kátur piltur og Árni eftir Björn- son. Þetta er hverju orði sann- ara. Og ég skal upplýsa það, að bókin „Árni“ er nú í prentun og kemur út öðruhvoru megin við áramótin. Verður hún með mynd- um af sögustöðum í Noregi. H. f. Leiftur gefur bókina út. ! iTaiuMita oa mynÉkasUdlínn Kennaradeild. Sérmenntun kennara í handíðum og teikn- íngu. Myndlistadeild: Listmálun, teikning, svartlist. S s s s s s S Kvöldnámskeið: Fyrir börn: Teikning, trésmíði, pappa- S ^ vínna. Fynir fullorðna: Teikning og meðferð lita, aug- ^ V lýsingaskrift, leðurvinna, bókband, tréskurður, hús- S ^ gagna- og rújmsæisteikning, litafræði. Innrrtun nemenda fer fram í skrifstofu skólans, Grundar- Kennslu- stíg 2 A, <sími 5307) daglega kl. 4—6 síðd. skrá skólans fæst þar ókeypis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.