Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1963, Blaðsíða 5
¦ ¦¦¦ ¦' '¦¦'¦ ¦ flR ______________________________________________ ----------------------------,______........ RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON HðRKULEÍkUR KR OG KffLVÍKINGA í BIKARKÉPPNl - KlÍÍNlÍÍII KR í ÚRSLITU Alf—Reykjavík, 30. september. KR-ingar slógu Keflvikinga út í bikarkeppninni á sunnudaginn. Þaö gekk ekki hávaðalaust fyrir sig. Leikurinn líktist ekki neinum vcnjulcgum kn-ifspyrnulelk. — Þetta var eins og styrjöld upp á líf og dauða, sérstak- lega í síðari háifleiknum, þar sem hvorugur aðilinn gaf eftir. Hróp af áh-jrfendapöllunum voru I samræmi við það, sem skeði út á velli. Kefl- víkingum tókst afar vel upp í fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk gegn einu KR. — Það var heldur dökkt útlit hiá KR í byrjun síðari hálfleiks, því Keflvíkin'gar byrjuðu með stórfeildum sóknarlotum. Loft var þung- búið, þegar leikurinn hófst á Melavellinum, og það gekk á með rigningar- skúrum í fyrrl hálfleik. En svo skeði það, þegar tíu mínútur voru liðnar af sðari hálfleik, að það rofaði til á suðvesturhimninum og sólargeisli brauzt fram úr skýjaþykkhinu og brátt skein sólin glaðlega. — Þetta er sending úr gamla Vesturbænum, sagði einhver. Og það var orð að sönnu. Það voru Keflvíkingar, sem komu stríðinu af stað' í fyrri hálfleik, nú var komið að KR-ingum að svara rækilega fyrir sig. Það logaði allt og það var stiginn æðislegur darraðardans Frá hinum atburðarfka leik KR og Keflvíkinga. — Kiartan markvörður bægir hættu frá Keflavikurmarkinu. Það er Ellert, sem sækir. KR-ingar tóku leikinn smám sam an í sínar hendur. Ellert Schram jafnaði fyrir KR á 16. mínútu með laglegu skoti af stuttu færi eftir mikla pressu á Keflavíkurmarkið. Áfram héldu KR-ingar að sækja, en það reyndist ekki auðhlaupið að koma knettinum inn fyrir mark línuna. — Eftir leikinn sagði Bjarni Felixson: ,,Eg var hrædd- ;ir um, að okkur tækist aldrei að fkora þriðja markið og ég hugsaði xneð kvíða til þess, að framlengja þyrfti, ég hef verið að drepast úr hálsbólgu undanfarið . . . Þriðja mark KR-inga — og það sem réði úrslitum — kom samt sem áður, 5 mínútum fyrir leikslok. Aftur var Ellert að verki. Hann fékk sendingu frá Gunnari Fel. inn í teiginn og náði að skjóta fram hjá Kjartani markverði. Slagnum var lokið. Leikmenn beggja liða voru útataðir t leðju frá hvirfli til ilja. Sftir allt minnti þetta á sjóorr- ustu. Það var ríkti mikil spenna áð'- ur en' leikurinn byrjaði. Margir úr Keflavík flykktust til Reykjavíkur til að sjá leikinn. Þeir voru ekki íáir, sem bjuggust við Keflavík- Uisigrj. ,KR-ingar byrjuðu þó skín andi' vel og áður en fjórar mín- útur voru liðnar af leiknum hafði Ellert afgreitt knöttinn í Kefla- vikurmarkið eftir skemjmtUegan samleik við Gunnar Felixson. — Kc.flyíkingar áttu eftir að svara rækilega fyrir sig og 14. og 15. mínúturnar voru martröð fyrir KR-inga. Taflið snerist við. Á 14. mínútu skoraði Jón Jóhannsson mjög laglega fyrir Keflavík. Hann fylgdi vel eftir sendingu frá Karli Hermannssyni — og Heimir fékk ekki við neitt ráð'ið. Mínútu síðar framkvæmdi Sigurður Albertsson vel aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn hjá KR vinstra megin. — Sendingin var lúmsk — snúnings- bolti — sem sveif örugglega í KR-markið. Undir venjulegum kringumstæðum hefði maður séð Heimi Guðjónsson verja, en hann var úr sambandi. Eftir að hafa náð forustu sóttu Keflvíkingar mjög fast og stund- um svo fram úr hófi keyrði, en mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri. Harkan var yfirgnæfandi á dagskrá í síðari hálfleik og það var ekki sjaldan, sem dómarinn Magn ús Pétursson þurfti að bregða flautunni upp i sig. Stundum varð leikurinn mjög Ijótur. Rétt fyrir ieikslok henti það Högna Gunn- laugsson að grípa haustak á Gunn ari Guðmannssyni, þegar knöttur- inn var, víðsfjarri. Því miður hafði dómarinn öðrum hnöppum að hneppa og hafði ekki tök á að fylgjast með þessu, en brot sem þetta hefði átt að kosta brottrekst- ur af velli. Nóg um það. Úrslitin voru full- komlega réttlát að mínum dómi. KR-ingar sýndu betri knattspyrnu í ieiknum. Þeir stóðu sig vel Ellert og Gunnar Fel. í framlínunni. Hörð ur Fel. átti sinn lang bezta leik á sumrinu og barátta þeirra Svems og Garðars var árangursrík. Þórð Framhald á 13. slðu. Hápunktur sigursins. Jón Ásgeirsson, formaður Þróttar, og Eysteinn, fyrlr iiði, að letkslokum. einstefna — Þróttur sigraði Breiðablik með 9—0 og leikur því í 1. deild næsta keppnistímabíl. Það verður lið Þróttar, sem við sjáum leika í 1. deild á næsta ári í stað Akureyringa. Þrórtarar unnu yfirburðasigur gegn sundurlausu liði Breiðabliks í úrslitaleiknum i 2. deild á Niarðvikurveilinum á sunnu dag. Níu sinnum í leiknum sigldi knötturinn inn fyrir marklínua lijá Breiðablik, en Breiðabliksmenn náðu aldrei að svara fyrir sig. — Þessi stórislgur Þróttar kom mjög á óvart, en fyrlrfram hafði verið búlzt vlð frekar jöfnum leik. Reyndar hefði sigur Þróttar getað orðið enn stærri. Hvað eftir annaS small knötturinn í markstöngunum hjá Breiðablik — og oft skall hurð nærri hælum. Það var sýnt að hverju stefndi þegar á 2. mínútu leiksins, en þá skoraði Þróttur sitt fyrsta mark. Síðan komu þau eins og af færibandi og einstefnan á Breiða- Akranes kaffærði bliksmarkið var algjör. í fyrri hálfleiknum voru skdruð fimm mörk, þar af skoraði Haukur þrjú fyrstu. Annars skoruðu mörkin fyrir Þrótt í leiknum Axel 2, Ómar 2, Þorvarður 1 og Jens 1. Beztu menn Þróttar í leiknum voru Axel, Haukur og Helgi, en ann ars áttu flestir góðan dag. Lið Breiða bl'iks va:- furðu sundurlaust í þess- um leik. Reynir Jónsson var sá eini í liðinu, sem slapp bærilega. Breiða bliksliðið skortir mjög leikreynslu. Dómari í leiknum var Einar Hjart- arson og dæmdi vel. Alf—-Reykjavik, 30. sept. Valsmenn höfðu hreint ekkert að segja í Skagamenn í bikarleiknum á sunnudag á Melavelli og mest all- en ieikinn stóðu þeir eins og van- máttug peð í baráttu við margeflda drottningu á skákborði. Skagamenn héldu uppl öflugri stórskotahríð sem um munaði og hvað etfir annað mátti Björgvin Hermannsson, mark- vörður Vals, sjá á eftir knettinum i netið. Mðrk Akraness urðu sexj talsins, cn einu slnni tókst Val að skora. —Þetta var algjör kaffæring. | Leikur Vals var gjörólikur ágæt- um leik, sem liðið átti gegn Vest- mannaeyingum — framlínan mátt- laus og vörnin stöð. Það var næstum meira en fyrirhafnarlaust, sem sókn armenn Akraness, ÞórSur Þórðarson, Ingvar Elísson og Skúli Hákonarson léku Valsvörnina sundur og saman. í fyrri hálfl'eik skoraði Akraness fjögur mörk. Það fyrsta varð að raunveruleika á 20. mínútu. Það varð tíl fyrir ágætan samleik þremenn- inganna — Þórðar, sem sendi knött inn vel út á hægri kant til Ingvars, sem síðan sendi viðstöðulaust fyrir markið á Skúla, sem rak endahnút- inn. Aðeins tveimur mínútum siðar bættist annað markiS við. Ingvar óð upp miSjuna — gaf i eySu á Skúla, sem renndi knettinum fram hjá Björgvin og í mark. Á 39. mín. kom þriSja markiS. Ingvar og Þórð- ur léku saman upp — og eftir skot frá Þórði skokkaði knötturinn inn. FjórSa markiS fyrir hlé kom á 41. mínútu. Skúli gaf frá hægri og Þórð ur skallaði laglega inn, af þriggja metra færi, en þennan bolta hefði Björgvin átt að verja. Á 16. mínútu í síðari hálfleik skor aSi Ingvar fimmta mark Akraness. ÞórSur óS gegnum Valsvörnina og skaut af frekar stuttu færi — Ingvar fylgdi skotinu vel eftir. Skúli bætti svo sjötta markinu við fyrir Akranes á 31. mínútu. Ingvar gaf inn á miðj- una til Skúla. Það var ekki erfitt verk fyrir hann að hrista Valsvörn- ina af sér — og fast skot hans í stöng og inn var laglegt. Eftir þetta mark sl'öppuSu Skaga- menn af — og síðustu mínúturnar áttu Valsmenn nokkur góS tækfæri. En það var næstum því sama hversu aðstaðan til aS skora var góS, alltaf höfSu hinir linu sóknarmenn Vals ráð undir rifi meS aS klúSra fram hjá — eSa hitta Helga fyrir. Ein undantekning varS þó, en rétt fyrir leikslok tókst Steingrími aS pota inn eina markinu fyrir Val. Vfirburðir Akraness voru svo mikl ir í þessum leik, að lítið var gaman aS horfa á hann. ÞórSur, Skúli og Ingvar voru mjög góðir í fremstu víglínu Skagans, þar fyrir aftan voru þeir styrkar stoðir Jón Leðson, Sveinn Teitsson og Rikharður, sem lá aftur. Annars reyndi fremur lítið á vörnina hjá Akranesi, en hún stóð fyrir sínu — Það var ekki einn ein asti Ijós punktur í Valsliðinu. — Sóknin var alltaf fram miSjuna, en kantar ekki notaSir. Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi hann vel. Úrslit í ensku knattspyrnunni á laugardaginn: 1. deild: Aston Villa—Sheffield Utd 0—1 Burnley—Arsenal 0—3 Fulham—Bolton 3—1 Ipswich—West Bromwich 1—2 Liverpool—Everton 2—1 Manch. Utd.—Leicester 3—1 Nottingham Forest—^Blackb 1—1 Sheff. Wed.—Birmingham 2—1 Stoke—Blackpool 1—2 Tottenham—West Ham. 3—0 Wolves—Chelsea 4—1 2. deild: Bury—Manch. City 1—1 Charlton—Plymouth 1—0 Grimsby—^D erby 1—3 Leeds—Norwich 4—2 Leyton Orient—Newcastle 1—0 Northampton—Swindon 4—0 Portsmouth—Southampton 2—0 Preston—^Huddersfield 2—1 Framhald á 13. síðu. TÍMINN, þriðjudaginn 1. október 1963 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.